Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 39 Hörður Guðmundsson og Hálfdán Ingólfsson við stjórnvölinn. Ný Jlugvél til Isaf jarðar tsafirði. 22. desember. NÝ OG EIGULEG flujfvél af gerðinni Cessna 404 Titan bættist í flugflota ísfirðinga á sunnudaginn. FluKvélin er í eigu flugfélagsins Arna og var henni flogið heim frá Bandarikjunum af Herði Guðmundssyni, framkvæmdastjóra, og Hálfdáni Ingólfssyni, flugmanni. Kaupverð vélarinnar er um 300 milljónir króna og fengust 80% að láni erlendis. Þeir félagar lögðu upp frá bænum Frankforth í Illinois á laugardag og flugu i fyrsta áfanga til Goose Bay á Labrador. Þaðan áætluðu þeir að fljúga beint til ísafjarðar, en vegna óhagstæðra veðurskilyrða lögðu þeir lykkju á leið sina og lentu i Syðri-Straumsfirði á vesturströnd Grænlands. Eftir klukkustundar viðdvöl þar héldu þeir áfram heim og flugu sem leið liggur þvert yfir Grænlandsjökul, vögguðu vængjum yfir vestfirzka togaraflotanum á Halamiðum og lentu á ísafirði klukkan 11.20 á sunnudagsmorgun eftir 14 tima ferð frá Frankforth. Á ísafirði var dæmigert Arna- veður, þegar nýja vélin lenti, óstöð- ugur vindur með snörpum hviðum. Engin vél hafði þá lent á ísafirði frá því á föstudag og engin flugum- ferð hefur verið hér síðan, þar til síðdegis í dag, mánudag, að vélin fór til Reykjavíkur og einnig fóru báðar hinar vélar félagsins. Nýja flugvélin er framleidd sem 14 sæta vél, en er innréttuð fyrir 10 farþega. Hún er mjög vel búin tækjum og að sögn Harðar Guð- mundssonar bezt búna flugvél ís- lendinga af loftsiglingatækjum. Hörður sagði, að vélin væri betur búin staðarákvörðunartækjum en Fokker Landhelgisgæzlunnar og væri hann reiðubúinn til leiguflugs fyrir Landhelgisgæzluna með mjög skömmum fyrirvara. Flugvélin hef- ur 11 klukkustunda flugþol með sex manna áhöfn. Aðalstarfsvettvangur nýju flug- vélarinnar verður leiguflug, áætl- unarflug — en flugfélagið, sem er með áætlunarflug milli þéttbýlis- staða á Vestfjörðum, vonar enn að það fái flugleyfi á einhverjum þeirra flugleiða, sem sótt hefur verið um, og sjúkraflug, en félagið er langstærsti aðilinn á íslandi í sjúkra- og neyðarflugi. Líður vart sá dagur, að ekki sé flogið vegna slysa eða sjúkdóma á einhvern flugvöll Vestfjarða. Er þá flogið jafnt á nóttu sem degi, oft við mjög erfið skilyrði. Hörður Guðmundsson sagðist bjartsýnn á rekstur vélarinnar og félagsins. Mikil þörf væri fyrir þjónustu félagsins á Vestfjörðum. Flugfélagið Ernir á nú þrjár flugvélar af mjög ólíkum gerðum og má segja, að hver þeirra komi að sérstökum notum við ólík veðurskil- yrði og misjafna flugvelli. Úlíar. Nýja flugvélin á ísafjarðarflugvelli á sunnudaginn. Li6im Mbl': í lfar Vegaáætlun 1981: 250 milljónir kr. í nýjan BláfjaUaveg „ÞAÐ ER gert ráð fyrir framhaldi þessa vegar á nýju vegaáætluninni og að 250 milljónir fari til hans á næsta ári.“ sagði Helgi Hall- grimsson, yfirverkfræðingur vega- gerðarinnar í samtali við Mbl. í gær um nýjan veg i Bláfjöll af Krisuvikurvcginum. Helgi sagði, að á vegaáætlun 1980 hefði 21 milljón verið varið til fyrstu framkvæmda við veginn og nú væri reiknað með 250 milljónum á næsta ári og samsvarandi fjár- veitingum 1982 og 1983, en kostnað- ur við þessa vegagerð er um 600 milljónir króna á verðlagi í ágúst sl. með f lugekflum fráokkur Flugeldar - blys - gos - sólir - stjörnuljós SKIPARAKETTUR - SKIPABLYS - TIVOLÍBOMBUR OG INNIBOMBUR MEÐ LEIKFÖNGUM OG SPÁDÓMUM ÚTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Skátabúðin, Snorrabraut Volvo salurinn, Suðurlandsbraut Alaska, Breiðholti Fordhúsið, Skeifunni SeglagerðinÆgir Bankastræti 9 Á Lækjartorgi Garðabær: Garðaskóli v/Vífilstaðaveg v/Blómabúðina Fjólu, Goðatúni 2 Akureyri: Alþýðuhúsið Söluskáli v/Hrísalund Söluskáli v/Hagkaup Steinhólaskáli Eyjafirði ísafjörður: í Skátaheimilinu Aðaldalur: Hjálparsveit skáta Aðaldal Blönduós: Olís-skálinn (BP-skálinn) Kópavogur: Toyota, Nýbýlavegi 8 Reiðhjólaverkstæðið Hjólið, Hamraborg 9 Skeifan, Smiðjuvegi 6 Skátaheimilið, Borgarholtsbraut 7 Kaupgarður, Engihjalla Vestmannaeyjar: Drífandi Hótel H. B. Hveragerði: Hjálparsveitarhúsið v/Hveramörk Njarðvík: Bílasala Suðurnesja Söluskúr v/Kaupfélag Njarðvíkur 30. des. verður sölubíll í Vogum/ Vatnsleysuströnd Fljótsdalshérað: Kaupvangur 1, Egilsstöðum Fjölskyldupakkarnir eru 10% ódýrari. Þeir kosta 12.000 kr., 18.000 kr., 25.000 kr. og 35.000 kr. í hverjum pakka er leiðarvísir um meðferð skotelda. Styðjið okkur — stuðlið að eigin öryggi. OPIÐ TIL KL. 10 Á HVERJU KVÖLDI FlugeldamarkaÓir Hjálparsveita skáta ISl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.