Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980
53
felldum trérimlum, tengdum með
gleri og steinsteypu.
Knesset-höllin, eða þinghúsið,
ber líka þennan sérstæða svip, en
listaverkin þar innan dyra bera
blæ allra alda að formum, litum
og táknmáli. En mesti helgistaður
eða helgislóðir Jerúsalem er gatan
í gömlu borginni, sem kynslóðirn-
ar hafa öldum saman helgað
krossferli Jesú og nefnt Via Dolor-
osa, vegur þjáninganna, hvort sem
það er hin raunverulega braut,
sem hann bar krossinn eða ekki.
Þar er eins og oftar ekkert
sannað og ýmislegt sem mælir
með og móti.
I fyrstu er þessi gata ekki á
neinn hátt frábrugðin venjulegu
stræti í gamla borgarhlutanum.
Ekki síður lík göngum en götu, þar
sem skiptast á skin og skuggar.
Víða er þak eða vefur yfir öllu, en
óðar en varir birtist blár himinn
og sólargeislar signa vegfarendur.
Sé vel athugað koma í ljós litlar
kirkjur og helgidómar, sem marka
hina ýmsu viðkomustaði á vegin-
um.
Hvert þessara helgisetra ber
sérstakt númer og markar níu
stöðvar á þessari þjáningabraut
Meistarans mikla til aftökustað-
arins.
Fimm síðustu stöðvarnar eru
svo inni í sjálfri Grafarkirkjunni,
sem stendur á hæð, sem nefnd er
Golgata, en það er arameiskt orð,
sem þýðir hauskúpa.
Erfikenning kirkjunnar telur
þetta staðinn, þar sem hauskúpa
hins fyrsta manns fannst.
Allt er þetta merkt og útbúið á
byzantíska tímabilinu. En kross-
fararnir gáfu þann svip og stíl,
sem enn ríkir á þessum helgislóð-
um. Fimm kirkjudeildir eiga
þarna hlut að máli: grísk-katólsk,
rómversk-katólsk, armensk, kopt-
ísk og sýrlenzk kirkja hafa raunar
oft deilt um afskipti og uppbygg-
ingu þessara helgu minja. Og það
var fyrst 1852, sem skriflegt sam-
komulag var rætt og samþykkt. Sú
endurbót og uppbygging, sem enn
stendur yfir í Grafarkirkjunni
hófst 1955.
Armenska kapellan byggð yfir
sjálfri gröfinni er til dæmis alveg
ný viðbót.
Annars draga allar kirkjurnar í
gömlu borginni að sér óteljandi
pílagríma allan ársins hring, en
flesta á páskum og jólum.
Þar fara fram helgigöngur og
helgisiðir hinna ólíkustu þjóða og
kirkjudeilda og sungið er og talað
á flestum tungumálum en mest á
grísku, latínu og armensku, elztu
tungum kristninnar.
Ljómandi litir áltara og helgi-
klæða, glugga, veggja og lista-
verka sveipa þarna allt í sindrandi
dýrð, varpa geislum gegnum gler
og gimsteina og vekja ásamt
helgisöngvum og minningum hin-
ar heitustu og göfugustu kenndir í
hverri sál, sem hingað leitar um
langa vegu.
Via Dolorosa liggur frá hinum
forna Antonía-kastala, þar sem
hann var dæmdur af Pílatusi og
upp á Hauskúpuhæð. Viðkomu-
staðir á Via Dolrosa eru þessir:
1. Antoniakastalinn.
Jesús dæmdur til dauða.
2. Á Steinstræti.
Krossinn lagður á Krist.
3. Jesús hnígur undir krossin-
um.
4. Jesús mætir móður sinni.
5. Símon frá Cyrene hjálpar
Jesú.
6. Veronika þerrar sveita af
andliti Jesú.
7. Jesús fellur í annað sinn.
8. Jesús ávarpar Jerúsalem.
9. Jesús hnígur niður í þriðja
sinn.
10. Golgata.
Jesús afklæddur.
11. Jesús negldur á krossinn.
12. Jesús deyr á krossinum.
13. Jesús tekinn niður af krossin-
um.
14. Jesús lagður í gröf Jósefs frá
Arimaþeu.
Fullyrða má að Grafarkirkjan
með Via Dolorosa og musteris-
hæðin séu mestu helgistaðir Jerú-
salemborgar.
Saga þessara helgistaða og alls,
Séð yfir borgina.
sem þar hefur gerzt á liðnum
öldum væri efni í margar bækur.
Það er sundurlyndi og barátta
kirkjudeildanna, sem vissulega
setur mestan svip á sögu Grafar-
kirkjunnar. Þar gerðist vissulega
margt og ekki allt í anda Krists,
áður en samkomulag tókst.
Þar er glöggast dæmi aðstaða
þeirrar kirkjudeildar, sem aðrir
trúarflokkar hröktu út úr Graf-
arkirkjunni. En það voru Koptar
eða Abessiniumenn, ein elzta
kirkjudeild heims. Þeir bjuggu þá
um sig með undirgefni og hógværð
uppi á þaki kirkjunnar og reistu
þar bæði kirkju og klaustur. Og
þar búa þeir enn eða eftirmenn
þeirra og hafa meira að segja
ræktað þar tré. En lifa mest á
betli.
Aldrei hef ég augum litið fá-
tæklegra hreysi en þar sem tveir
þeirra, síðskeggjaðir öldungar,
höfðu hreiðrað um sig. Lágu
bókstaflega á gólfinu, með teppa-
druslur yfir sér og buðu einhverja
bæklinga til sölu, sem á víst að
vera útdráttur úr þeirra ritningu.
Raunalegt er til þess að vita, hve
jafnvel fylgdin við Jesú getur
skapað deilur um hégómleg smá-
atriði og skapað flokkadrætti og
sundrungu meðal fylgjenda hans.
Sýnist svo sem ríku kirkjudeild-
irnar geti unað vel, dúðað sig í
klerkadýrð og gimsteinagliti inni í
skrautlegum skipum helgidómsins
helzta á jörð, meðan bræður
þeirra berjast við hungur og
þorsta í hita suðrænnar sólar upp
á þaki sömu kirkju, helgaðri
konungi kærleika og bræðralags.
Musterið mikla var vissulega
einn mesti helgidómur Guðs á
jörðu, eins og hér hefur verið
reynt að sýna og sanna. Samt
nefndi sjálfur Kristur það ræn-
ingjabælið, sem ætti að vera
bænahús hins himneska föður.
Þar var helzt hugsað um gull og
stundarhagnað. Hann taldi mis-
kunnsemi öllum fórnum æðri í
anda spámannsins, sem hafði lagt
hinum volduga Guði ísraels þessi
orð í munn:
Miskunnsemi þrái ég en ekki
fórn. Samt var musterið vissulega
orðið frægast sem sláturhús.
Þangað kom enginn án þess að
hafa með sér eitthvað lifandi að
fórnardýri, allt frá ungum fugli til
feitustu akuxa.
Einhverjum bita eða hluta
hvers dýrs átti svo að brenna á
ölturum helgidómsins mikla,
Drottni til þægilegs ilms þarna
yfir hæðunum helgu. Hinn hluta
kjötsins fengu prestar og muster-
ið.
Talið er að 250 þúsund lömbum
hafi verið slátrað með hægum
hálsskurði á musteristorginu á
hverjum degi á páskum. Gerð var
renna fyrir blóð fórnardýranna,
svo að það gæti runnið niður í
Kedronlæk. Þessi slátrun fór að
mestu fram í nánd eða á kletti
þeim, sem átti að fórna ísak
forðum. Og undir klettinum
brunnur fyrir anda framliðinna,
sem safnast þangað til að biðjast
fyrir. Og úr þessum andabrunni
eiga að falla fjórar ár til Paradís-
ar — og kvíslast þaðan um
heiminn. En kletturinn, fórnar-
hella musterisins á að hvíla á
sjálfu lífsins tré. Það er slík trú,
sem skapar helgidóma Jerúsalem-
borgar og heldur þeim við um
aldur og ævi. Vissulega var
mammonsþjónustan við musterið
mikil. Orð hins grátandi meistara
rættust. í mörg hundruð ár var
ekkert musteri í Jerúsalem og
ýmsir réðu þar lögum og lofum.
En rétt fyrir miðja 7. öld komst
borgin í hendur Múhammedstrú-
armanna, sem litu helga staði
meiri lotningaraugum en heiðnir
hershöfðingjar höfðu gert.
Árið 634 —641 réði Omar kalífi
þarna ríkjum og sá ekki annað en
sorphaug á musteristorginu, sem
vera skyldi gyðingum til háðung-
ar.
Hann byggði þar bænahús og
blessaði staðinn. En moskan
mikla, sem er talin fegursti helgi-
dómur Muslíma og oft nefnd
Omarsmoskan var byggð af Abd-
el-Maelk á síðasta áratug aldar-
innar eða rétt fyrir aldamótin 700
e. Kr.
Hún er stundum kölluð Hvolf-
húsið á klettinum helga — og er í
dag veglegast hús í Jerúsalem og
að því leyti arftaki musteranna
þar í fornöld.
Eins og gullkóróna skín hún við
allra augum sem til Jerúsalem
koma, gimsteinninn við hjartastað
hinnar helgu borgar.
En í nánd á suðausturhorni
hæðarinnar leiftrar silfurhvolf-
þak E1 Aqsa-moskunnar sem upp-
haflega var kristin kirkja. Það er
því ekki hægt að segja Múhamm-
edstrúarmenn hafa vanrækt hin
heilögu vé Jerúsalemborgar, þar
sem nú eru tvö þeirra mestu
mustera og jafnast að sögn við
moskurnar í Mekka og Medína.
Stíltegundir bygginga og lista-
verka í Jerúsalem eru vissulega
ofar öllum orðum að fjölbreytni,
fegurð og snilld, höfða til allra
alda og allra viðfangsefna manns-
andans.
Ennþá slær hjarta gamla borg-
arhlutans í takt við anda og líf
hins liðna. Nýi tíminn á þar vart
sitt landnám enn í dag.
Öldungar sitja þar enn á litlum
stólum við ljósgula múra og
reykja langar vatnspípur, litast
rólega um gáttir og láta gaman-
yrði fjúka í sínum hópi.
Allt fer fram með hægð og hraði
nutímans er harla fjarri, þótt
bifreiðar þjóti á breiðgötu í fjar-
lægð, koma þær aldrei inn í elztu
strætin í nánd við hin fornu hlið,
kennd við Jaffa og Damaskus.
Handiðnaðarmenn vinna að
hefðbundnum störfum og þjóð-
legrl framleiðslu með iðni, ástund-
un og vandvirkni, sem vart á sinn
líka. Alls staðar í hinum sérstæðu
og yfirfullu minjagripaverzlunum
er hátt til lofts og samt er hver
veggur, hver hilla og skápur þakið
varningi í öllum regnbogans lit-
um, gull, silfur og gimsteinar,
austurlenzkar ábreiður og skrauti
greyptir skápar frá Betlehem,
skrauklæðnaður hirðingja, gull-
bróderuð síðklæði Araba, geisl-
andi keramík frá Armeníu, út-
skornir munir úr leðri.
Og allt er þetta umvafið ilmi
fjölbreytts varnings af borðum
markaðssala, angan blóma og alls
konar kryddjurta, jasminum og
nereium, tyrknesku kaffi og sæt-
um kökum, nýsteiktu kjöti og
nýbökuðu brauði.
Strætin eða réttara sagt trjá-
göng og húsasund eru yfirleitt
ofhlaðnir markaðir, þar sem allt
milli himins og jarðar er á boð-
stólum. Sums staðar skinn og
leðurvörur, sælgæti og ilmvötn.
Annars staðar skrautmunir úr
gröfnu gulli og drifnu silfri eða
könnur og bakkar úr kopar frá -
Persum.
Utan borgarmúranna eru fjár-
markaðir á hverjum föstudegi og
unnt að lifa upp eigin andardrætti
biblíusögur og myndir, sem við
eigum og geymum ekki sízt í eigin
vitund allt frá bernsku til hinztu
daga í einveru ellinnar.
Jerúsalem, borgin heilaga, er
heimur engum öðrum líkur, and-
stæðnanna veröld, borg hinna
miklu múra og mætu minninga.
Jerúsalem hin nýja hóf tilveru
sína nálægt 1860, þegar hópur
rétttrúaðra gyðinga yfirgaf Júða-
hverfið í gömlu borginni og lagði
grunn að nýju hverfi við Jaffa
Road spölkorn frá múrunum.
Hundrað árum seinna voru 250
þúsund manns í þessu hverfi og
það hafði þanizt út svo langt sem
auga eygði.
Allt til þessa dags er það jafnvel
á dögum háhýsa og skýjakljúfa
nýja borgarhlutans turninn mikli
sem nefndur er skammstöfuninni
YMCA sem setur mestan svip á
bæinn.
Bygging turnsins og umhverfis
hans var hafin 1928, en var
fullunnið fimm árum síðar.
Hönnuður hans var Q.L. Harm-
on, þekktastur af Empire State
Building í New York. En skreyting
þeirrar byggingar var unnin af
þarlendum listamönnum.
Nú á dögum er YMCA-stofnun-
in miðstöð allra félagsmála og
stjórnunar í Jerúsalem. Þar er
íþróttamiðstöð með sundlaug,
hinni fyrstu í sögu borgarinnar,
bókasafn, forngripasafn og gesta-
móttaka.
Af efstu hæð turnsins er stór-
kostlegt útsýni, hringsjá yfir alla
Jerúsalemborg og umhverfi henn-
ar.
Englalíkneski svonefndra ser-
affa skreyta efsta tind turnsins
mikla. Sbr. Jes. 6.2. Umhverfis
Drottin stóðu seraffar og hafði
hver þeirra sex vængi, til að hylja
ásjónur og fætur og tvo til að
fljúga með. Sé litið yfir hringsvið
Jerúsalemborgar frá tindi Olíu-
fjallsins virðast hinn gamli og nýi
borgarhluti renna saman í eina
órofa heild með sinn sérstæða
svip, sína einstæðu samsetningu.
Beint framundan milli fjalls-
hryggsins og gamla borgarhlutans
er hinn forni grafreitur gyðinga,
þar sem olífutrén standa vörð á
víð og dreif við grafreitina og
minnismerkin, sem teygja sig al-
veg upp að borgarmúrunum og
Miskunnarhliðinu.
Að baki brúngulum, hrjúfum
múrunum, byggðum af sigurveg-
urum Tyrkja á 16. öld breiðir
flötur musterishæðarinnar barm
sinn með moskum, hvolfþökum og
turnbogum, faldaðan dökkgræn-
um ljósastikum kyprustrjánna
innan við múrinn mikla.
Lengra burtu liggur gamla
borgin, þar sem lág húsin hallast
hvert að öðru eins og aldnir vinir
um vetrarkvöld, lágir steinvegg-
irnir undir ryðguðum þökum eða
litlum hvelfingum, hér og þar
teygja sig turnar ósýnilegra
kirkna upp úr allri hrúgunni og
ranamoskinu.
Nýja borgin umvefur þá gömlu
allt um kring með sínum afmark-
aða nýtízkusvip og virðuleika, en
hér og þar gnæfa hótel og opinber-
ar byggingar yfir allt í hringnum.
Áhrifin af þessari mikilfenglegu
sjón verða líkust leiftursýn gegn-
um aldirnar frá upphafi tímanna
til hins hverfandi augnabliks sem
fleygist framhjá.