Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980
37
SAKBORNINGAR
uð óstyrkur í fasi, þar sem hann
stóð í réttinum, krúnurakaður
og bólginn um augun.
Hin opinbera fréttaþjónusta
landsins hefur að undanförnu
haft í frammi nokkuð frunta-
legan boðskap um makleg mála-
gjöld, sem fjórmenningaklíkan
og nótar hennar geti búizt við,
og í því sambandi hefur Dag-
blað alþýðunnar lýst fjálglega
fundi ekkna tveggja fórnar-
lamba menningarbyltingarinn-
ar, ekkju Liu Shaoqis og ekkju
marskálks nokkurs, og hlýju
handtaki þeirra. „Ég er svo
hamingjusöm, svo óumræðilega
hamingjusöm," sagði ekkja Lius
við þetta tækifæri. Svar mar-
skálksekkjunnar var þetta: „Ég
hef lengi þráð þennan dag, ekki
aðeins vegna persónulegrar
hefnigirni minnar. He Long var
ekki eini maðurinn, sem þeir
eyðilögðu. Markmið þeirra var
að eyðileggja gjörvalla þjóðina."
Ekki er ljóst hvern dóm
sakborningar hljóta þegar rétt-
arhöldum er lokið, en búizt er
við því að þau standi yfir vikum
saman. Á fjölmiðlum má þó
skilja að a.m.k. einn líflátsdóm-
ur sé yfirvofandi, og örlög Jiang
Qing og Zhang Chunqiao virð-
ast í einna mestri óvissu.
Ákæruskjalið mikla, sem birt
var áður en réttarhöldin hófust,
felur í sér tvö samsæri, sem
„Jiang Qing — Lin Bian-gagn-
byltingarklíkan" á að hafa efnt
til í því skyni að sölsa undir sig
völdin í landinu. Tilraun Lin
Biaos til að ráða Maó af dögum
árið 1971 er sögð hafa gengið
undir heitinu „verkefni 571“, og
er því haldið fram að Lin Biao,
sem á þessum tíma var viður-
kenndur arftaki Maós, hafi
reynt að stjaka formanninum
fyrir ætternisstapa þar sem
hann var á vísitasíuferð í Suð-
ur-Kína. í skjalinu segir, að
ætlunin hafi verið að ráðast á
einkalest Maós með „eldvörpum
og sprengjuvörpum, sprengja
síðan járnbrautarbrúna með
dýnamiti, varpa sprengjum á
lestina úr lofti, sprengja í loft
upp olíubirgðastöðina nálægt
endastöðinni í Shanghai og ráða
síðan formanninn af dögum í
ringulreiðinni, sem yrði óhjá:
kvæmileg afleiðing alls þessa“. í
skjalinu kemur ekki fram
hvernig á því stóð að þetta
ráðabrugg þjónaði ekki tilætl-
uðum tilgangi, eða hvort yfir-
leitt var reynt að láta til skarar
skríða gegn honum að þessu
sinni.
Ekkja Maós er ekki sökuð um
að hafa verið í vitorði með Lin
Biao, eða þeim úr „fjórmenn-
ingaklíkunni", sem eiga að hafa
lagt á ráðin um vopnaða bylt-
ingu „til að sölsa undir sig
völdin" árið 1976, þegar Maó var
að dauða kominn. Sakir þær,
sem á hana eru bornar, varða
einkum „kerfisbundnar of-
sóknir í menningarbyltingunni
á hendur skapandi lista-
mönnum". M.a. er henni gefið
að sök að hafa mútað fjörutíu
Shanghai-búum til að dulbúast
sem Rauðir varðliðar og gera
síðan húsrannsókn hjá rithöf-
undum og ýmsum túlkandi
listamönnum. Tilgangurinn er
talinn auðsær: að hafa upp á
bréfum, ljósmyndum og öðrum
hættulegum sönnunargögnum
um Shanghai-ár Jiang Qing,
sem hún á að hafa lagt ofur-
kapp á að ekki væri haft hátt
um.
Framkoma sakborninganna í
Peking vekur að mörgu leyti
furðu, enda þótt þess sé gætt að
hér er vart um annað en
málamyndaréttarhöld að ræða.
- ÁR.
Yao
Wenynah
YAO WENYUAN, sem lengi var
blaðamaður í Shanghai, var einn
þeirra fyrstu sem létu á sér skilja að
menningarbyltingin væri í aðsigi.
Það var árið 1965 þegar hann hélt því
fram í blaði sínu að leikrit eftir
aðstoðarborgarstjórann í Peking
væri ekki annað en dulbúin árás á
Maó formann.
I menningarbyltingunni var Yao
ritstjóri ýmissa helztu málgagna
kínverska kommúnistaflokksins,
þ.á m. Dagblaðs alþýðunnar, auk
þess sem hann var í miðnefnd
menningarbyltingarinnar. Jafnframt
gekk hann Zhang Chunqiao næstur
að völdum í flokksdeildinni í Shang-
hai. Hann hlaut sess í stjórnmála-
nefndinni árið 1969 og sat þar er
hann var handtekinn í október 1976.
Zhang
Chunqiao
ZHANG Chunquiao var vinstrisinn-
aður rithöfundur áður en kommún-
istar náðu völdum á meginlandi
Kína. í heimsstyrjöldinni var hann
áróðursmeistari á snærum kommún-
ista og eftir sigur þeirra starfaði
hann sem blaðamaður í Shanghai.
Hann öðlaðist frama innan flokks-
deildarinnar í borginni og þegar
komið var að menningarbyltingunni
var hann einn af framkvæmdastjór-
um flokksins þar. I ringulreiðinni,
sem kom í kjölfarið, komst hann til
æðstu valda í flokksdeildinni í
Shanghai. Auk þess tók hann sæti í
miðnefnd menningarbyltingarinnar,
en sú samkunda hafði mest áhrif á
stefnumörkun á landsvísu meðan á
byltingunni stóð. Hann tók sæti í
stjórnmálanefnd flokksins árið 1969.
Innan stjórnmálanefndarinnar starf-
ar framkvæmdanefnd, sem hann
settist í árið 1973, og þar var hann
virkur þar til hann var handtekinn
að Maó látnum árið 1976.
Jiang
Qing
SAKBORNINGAR við þau réttar-
höld, sem nú fara fram í Peking, eru i
tíu að tölu, „fjórmenningaklíkan",
fimm hershöfðingjar, sem hand-
gengnir voru Lin Biao, fyrrum land-
varnaráðherra, svo og Chen Boda,
pólitískur ráðgjafi Maós.
Af þessum tíu er ekkja Maós, Jiang
Qing, þekktust. Hún var kvikmynda-
leikkona í Shanghai, en hófst til
æðstu valda, og naut þar ekki sízt
ótvíræðra hæfileika sinna á sviði
stjórnmála og í áróðurstækni. Hún
var fjórða eiginkona Maó Tse-Tung,
og áður en yfir lauk stóðu engir aðrir
en Maó og Zhou Enlai ofar henni í
valdastiganum.
„Kynlíf er ágætt fyrst í stað,“ sagði
hún um stöðu sína sem eiginkona
formannsins í viðtali við bandariska
sagnfræðinginn Roxane Witke eitt
sinn, „en það sem stenzt tímans tönn
eru völdin." Hún var handtekin
mánuði eftir lát Maós og valdafíknin
varð henni að falli. Innan stjórnar-
innar voru hatramir óvinir hennar
hvarvetna.
Hún fæddist í Zhucheng í Shan-
dong-sýslu í marz 1914, yngst í
stórum systkinahópi, að eigin sögn.
Faðir hennar var hjólasmiður. Fram-
an af ævi gekk hún undir nafninu Li
Jin, en síðar átti hún eftir að skipta
margsinnis um nafn. Þegar hún var
fimmtán ára komst hún að tilrauna-
leikhúsinu í Jinan, höfuðborg Shan-
dong, þar sem hún var við leiklistar-
og tónlistarnám í eitt ár, en síðan tók
við listaferill, sem virðist hafa verið
misheppnaður að mestu, þar til hún
kynntist kommúnistanum Li Dazh-
ang í árslok 1932. í febrúar fékk hún
inngöngu í kommúnistaflokkinn, sem
þá var leynilegur. Hún lék í nokkrum
kvikmyndum í Shanghai næstu árin,
en þegar Japanir náðu borginni á sitt
vald árið 1937 flúði hún í fylgsni
Maós og félaga hans í Yanan í
Shaanxi-sýslu. Þar bar fundum
þeirra Maós fyrst saman í ágúst
1937. Þá var hann 45 ára, en hún 24
ára. Um þessar mundir tók hún sér
nafnið Jiang Qing, sem merkir „Him-
inblá elfur“. Eftir að þau Maó gengu
í hjónaband hafði hún hægt um sig
og það var ekki fyrr en á árunum upp
úr 1960, að hún fór að láta verulega
að sér kveða. Árið 1962 birtist mynd
af henni í máigagni flokksins, þar
sem skýrt var frá því að hún færi
fremst í baráttufylkingu, er ynni að
því að laga hefðbundna leik- og
danslist að hugmyndafræði komm-
únistaflokksins, auk þess sem Jiang
hefði fengið það verkefni að vera
hugmyndafræðilegur ráðunautur Lin
Biaos, landvarnaráðherra.
Þegar menningarbyltingin dundi
yfir kínverska þjóð árið 1966 var
Jiang Qing þar í fremstu víglínu,
óspör á yfirlýsingar út og suður. Hún
vísaði rótgrónum flokksliðum og
embættismönnum út í yztu myrkur
með nafngiftum eins og „aftur-
haldsseggur" og „kapítalisti", og pré-
dikaði hressilega á fjöldafundum
Rauðu varðliðanna, sem voru í farar-
broddi í menningarbyltingunni.
í áðurnefndu viðtali við Witke
kvaðst hún hafa eignazt dóttur með
Maó formanni, Li Na. Dóttirin hefur
ekki verið í sviðsljósinu, en við útför
Maós var hennar getið sem náins
aðstandanda.
Wang
Hongwen
ÞEGAR menningarbyltingin hófst
árið 1966 var Wang Hongwen ungur
verkamaður í Spunaverksmiðju nr.
17 í Shanghai. Ásamt tveimur
mönnum, sem nú eru einnig sakaðir
um samsæri gegn þjóðinni, fór hann
fyrir hópi róttækra uppreisnar-
manna, sem náði bækisstöðvum
kommúnistaflokksins í Shanghai á
sitt vald í Maós nafni í ársbyrjun
1967. Varð Wang Hongwen þá einn
helzti flokksbroddur í Shanghai, sem
er fjölmennasta borg Kínaveldis.
Árið 1973 var hann útnefndur vara-
formaður landssambands kommún-
istaflokksins, aðeins 36 ára að aldri,
og var hann þar með kominn í þá röð,
sem næst gekk Maó formanni og
Zhou Enlai forsætisráðherra, en þeir
voru þá báðir hátt á áttræðisaldri.
L
Alúdarþakkir til allra er ger&u mér 90 ára afmælisdag-
inn þ. 23. nóvember sl. ógleymanlegan, með heimsókn-
um, gjöfum og hlýjum kveðjum.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og farsælt nýár.
ÞORSTEINN ÓLAFSSON,
FRÁ LITLU-HLÍÐ
Auglýsing
til símnotenda
Talsamband viö útlönd, handvirka afgreiðsl-
an er lokuö frá kl. 18.00 á aðfangadag til kl.
08.00 jóladagsmorgun.
Sjálfvirkaagreiöslan til Evrópu er aö sjálf-
sögöu opin.
Póst- og símamálastofnunin.
L.H.S.
flugeldar
Orðsending til viðskiptavina
Flugeldaheildsalan er opin sem hér segir:
Laugardaginn 27. des. 17—18
Sunnudaginn 28. des. 17—18
Mánudaginn 29. des. 9—10, 12—13, 21—22
Þriöjudaginn 30. des. 9_10, 12—13, 21—23
Miðvikudaginn 31. des. 9_10, 12—16.
Síminn er 31356
Landssamband hjálparsveita skáta.
35408
Okkur vantar
duglegar stúlk-
ur og stráka
AUSTURBÆR
Austurstræti
og Hafnarstræti,
Laufásvegur 2—57,
Leifsgata,
Skipholt 1—50,
Laugavegur 1—33.