Morgunblaðið - 24.12.1980, Blaðsíða 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980
Kotstrandarkirkia 70 ára
Nýlega var haldinn safnaðar-
fundur í Kotstrandarsókn, og
lagðir fram reikningar fyrir árið
1979.
A síðast liðnu ári voru liðin 70
ár frá því að kirkja var reist á
Kotströnd. Safnaðarfólkið stendur
í ómetanlegri þakkarskuld við þá
framtakssömu menn í Ölfusi, sem
fyrir 70 árum völdu þennan fagra
stað fyrir kirkjustað. Biessuð sé
minning þeirra.
í ársbyrjun 1909 voru sameinað-
ir Arnarbælis- og Reykjasóknir í
Ölfusi, og ákveðið að byggja eina
kirkju miðsvæðis í sveitinni.
Reykjakirkja hafði fokið af grunni
27. nóv. 1908. Voru báðar kirkj-
urnar að Reykjum og Arnarbæli
rifnar og efni þeirra notað í hina
nýju kirkju að hluta. Byrjað var á
kirkjubyggingunni um vorið 1909
og kirkjan vígð fullbúin 14. nóv.
sama ár. Mikið var unnið í sjálf-
boðaliðsvinnu, en byggingarmeist-
ari var Samúel Jónsson, faðir
Guðjóns húsameistara ríkisins.
Lengst hefur þjónað við kirkj-
una sr. Ólafur Magnússon prófast-
ur í Arnarbæli, en hann þjónaði
prestakallinu frá 1903—1940, sr.
Helgi Sveinsson frá 1940—1964,
sr. Sigurður K.G. Sigurðsson frá
1964—1968, sr. Ingþór Indriðason
frá 1968—1970, en þá tók við
núverandi prestur sr. Tómas Guð-
mundsson. Organisti við kirkjuna
hefu lengst verið Luise Ólafsdóttir
frá Arnarbæli alls í 60 ár. Núver-
andi organisti er Ragnheiður
Busk. I kirkjukórnum er fólk bæði
úr Ölfusi og Hveragerði, og starf-
ar hann bæði fyrir Hveragerðis-
kirkju og Kotstrandarkirkju.
Söngstjóri er Anna Jórunn Stef-
ánsdóttir. Fyrir þremur árum
tóku 3 konur að sér meðhjálpara-
starfið í kirkjunni, og gegna þær
því til skiptis.
Við hátíðamessuna predikaði
biskupinn, hr. Sigurbjörn Einars-
son, en sóknarpresturinn annaðist
altarisþjónustu. Að messu lokinni
'var öllum kirkjugestum boðið í
Félagsheimili Ölfusinga til kaffi-
drykkju og afmælisfagnaðar.
Undirbúning allan hafði safnaðar-
fólk sameinast um. Þar flutti
Þórður Jóhannsson kennari sögu
Kotstrandarkikju, og var gerður
góður rómur þar að. Einnig var
þar kórsöngur, fluttar margar
ræður og almennur söngur. Þótti
þessi afmælisfagnaður takast
mjög vel.
Á þessu sjötugasta ári kirkj-
unnar hafa margir minnst henn-
ar, og hafa henni borist margvís-
legar gjafir. Kvenfélagið Bergþóra
í Ölfusi gaf altarisklæði og lét
nýja upp gamlan mjög vandaðan
hökul, einnig gaf kvenfél. 2 við-
hafnarstóla og áklæði á knébeð.
Kirkjukórinn gaf 100.000,- kr. í
gólfteppi á kirkjuloft. Organistinn
Ragnheiður Busk gaf alla sína
vinnu fyrir kirkjuna frá 1. maí —
til ársloka, en það var hennar
fyrsta starfstímabil.
Ragnheiður Runólfsdóttir og
Þorlákur Sveinsson á Sandhól
gáfu kirkjunni stóran og vandað-
an íslenzkan fána.
Frá fjölskyldunum Laufskógum
7, Hveragerði fékk kirkjan falleg-
an silfurkertastjaka, til minn-
ingar um Jón Sverri Árnason og
Tryggvinu Margréti Friðvinsdótt-
ur.
Minningargjöf að upph. 100.000
kr. frá Magnúsínu Grímsdóttur og
Helgu Sigurjónsdóttur Hvera-
gerði, til minningar um Sigurjón
Júlíusson.
Frá Bjarnþrúði Magnúsdóttur
Rvík. 200.000 kr. til minningar um
mann hennar Þorbjörn Sigurðsson
f. 20. maí 1900 að Holti i Arnar-
bælishverfi og foreldra hans Sig-
urð Þorbjörnsson og Ingigerði
Björnsdóttur sem lengi bjuggu að
Króki í Arnarbælishverfi, einnig
foreldra hennar Magnús Magnús-
son og Vigdísi Steindórsdóttur, en
þau báru ætíð hlýjan hug til þessa
staðar. Öll heimili í sókninni gáfu
rausnarlega til hlutaveltu og
happdrættis, er efnt var til fyrir
kirkjuna og nam ágóðinn þar af
kr. 1.050.400., frá forstj. Gísla
Sigurbjörnssyni bárust kr.
250.000., frá Sólveigu Sigurðard.
Gerðakoti kr. 10.000., frá Margréti
Jónsdóttur Hverag. 30.000., frá
Elínu og Gíslínu frá Reykjakoti
40.000., frá Lúise Ólafsd. frá Arn-
arbæli 10.000., frá Þjóðbjörgu Jó-
hannsd. á Grund 5.000., frá Guð-
ríði Jónsd. Rvík 5.000., frá N.N.
5.000., frá N.N. 13.000., frá Ölfus-
hrepp í tilefni 70 ára afmælis
kirkjunnar kr. 300.000.
Allar þessar peningagjafir voru
gefnar án nokkurs skilmála af
hendi gefenda, og hefur sóknar-
nefnd ráðstafað þeim til þeirra
hluta er kirkjunni mega verða til
mestra nota.
Á árinu 1978 gaf Jónas Sól-
mundsson húsgagnasmíðameist-
ari, Rvík., forkunnarfagran út-
skorinn söfnunarbauk.
Árið 1979 veitti Búnaðarsam-
band Suðurlands Kotstrandar-
kirkju mjög fagran silfurblóma-
vasa áletraðan fyrir snyrtilega
umgengni á kirkju og kirkjustað.
Þessi verðlaunagripur var afhent-
ur í júní sl.
Á síðast liðnu sumri gaf Hall-
dóra Þórðardóttir og börn hennar
140.000 kr. til minningar um
Kristján Eysteinsson bónda á
Hjarðarbóli í Ölfusi, en hann var
fæddur 29. júlí 1910.
í sept. síðast liðinn barst kirkj-
unni 100.000. kr. frá Gísla Sigur-
björnssyni forstj. til minningar
um Björn Jónasson bónda á Völl-
um í Ölfusi fyrir dygga og góða
þjónustu um áraraðir við Dvalar-
heimilið Ás, Hverag.
Fyrir allar þessar góðu gjafir
viljum við þakka, og hugsum til
gefendanna nú á jólaföstunni og
hugleiðum hinn forna boðskap
friðar, frelsis og mannkærleika.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg
jól og farsælt nýtt ár.
Fyrir hönd Kotstrandar-
safnaðar
Sóknarnefnd Kotstrandar-
kirkju:
Unnur Benediktsdóttir form.,
Þorlákur Gunnarsson gjald-
keri,
Ólafur Guðmundsson ritari.
EF SVO skyldi vilja til að
einhverjir lesenda eigi
stund lausa um jólin fá
þeir hér nokkrar skák-
þrautir til þess að drepa
tímann. Þrautirnar eru
alls sjö og ætti engin
þeirra að vefjast mjög
lengi fyrir neinum. Ilin-
ar fyrstu fjórar eru úr
endatöflum og því lítið
lið á borðinu, en í hinum
þremur á hvítur leik og
mátar í tveimur leikjum.
í tveggja leikja þrautunum er
það venjulega svo að þegar
lausnarleikurinn er fundinn er
dæmið leyst, en í endatafls-
þrautum er það ekki eingöngu
fyrsti leikurinn heldur þarf að
finna beztu sókn og vörn til þess
að dæmið sé rétt leyst af hendi.
Hvitur er á leið upp borðið í
öllum dæmunum.
1. G. Nadareishvili 1951.
J ólaskákþr aut ir
Ilvítur leikur og heldur jafntefli.
Svo sem sjá má koma aðins
tveir leikir til greina hér, Bbl og
Bc4. Samkvæmt framansögðu er
ekki nægilegt að útiloka annan
þeirra, heldur finna rétta leikja-
röð.
2. A. Votava 1940.
5. V. Lieder, 1976.
Hvítur leikur og heldur jafntefli
Þetta er erfiðasta þrautin aí
endataflsdæmunum. Kasparjan
er nú líklega frægasti skák-
dæmahöfundur í Sovétríkjunum,
en þar eru oft haldnar sam-
keppnir í skákdæmagerð. Hér á
landi hefur Kasparjan stundum
verið ruglað saman við G. Kasp-
arov, hinn unga og upprennandi
stórmeistara.
Hvítur leikur og vinnur.
Hvítur mátar í tveimur leikjum. skemmtun og gleðileg jól.
Skemmtanir
í Siglufirði
SKEMMTANIR í Siglufirði um
hátíðarnar verða sem hér segir:
Siglufjarðarbíó: Koma, sýnd 2.
jóladag, Dick Harry beitir hörku,
sýnd á nýársdag.
Hótel Höfn: Rotary og Kiwanis
með barna- og unglingadansleik
klukkan 17 á 2. í jólum, almennur
dansleikur um kvöldið. Björgun-
arsveitin er með dansleik að
kvöldi 3. í jólum og Lions með
barnadansleik 4. í jólum. Á gaml-
ársdag er venjulegur nýársfagn-
aður.
483 milljónir
í uppsteypu
kjallara
Borgarleikhúss
TILBOÐ voru opnuð í uppsteypu
kjallara Borgarleikhúss 17. nóv-
ember síðastliðinn. Lægsta tilboð-
ið var frá Sveinbirni Sigurðssyni
og var það upp á röskar 483
milljónir króna. Kostnaðaráætlun
hönnuða nam tæplega 550 milljón-
um króna. Níu fyrirtæki buðu í
verkið og var hæsta tilboð upp á
tæplega 588 milljónir króna.