Morgunblaðið - 23.01.1981, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.01.1981, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 Tillögur ráðherra eru 420 þ. tn heildarafli EKKI heíur enn verið tekin ákvörðun um hve mikiA loönuskip- in fá að veiða af þorski á vertíð- inni né hvernin framkvæmd veift- anna verftur háttaft. Ekki Kreinir mikift á milli haKsmunaaðila ok stjórnvalda um heildarþorskafla þessara skipa. en hins vegar er deilt um framkvæmdina ok þá einkum hvort setja á sérstakan kvóta á þessar veiðar. Rafmagns- truflanir RAFMAGNSTRUFLANIR urftu tvisvar í Kærdag í Reykjavík. sem ollu rafmajínsleysi i nokkra stund. í fyrra tilvikinu varð hilun i spennistöð i Austurbæ og var um klukkustundar raf- maKnsleysi i Múlahverfinu. Önnur bilun varð um kl. 13:30 og fór þá rafmagn af nokkuð stærra sVæði í kringum Eliiðaárstöðina. Eyðilagðist þá einangrari í Hafn- arfjarðarlínu í tengivirki í Elliða- árstöðinni og urðu við það truflan- ir þar í nágrenninu, svo og i Hafnarfirði og varð rafmagns- laust þar tvisvar í gær. Sjómenn ræddu þessi mál í gær og í dag klukkan 16 hittast útgerð- armenn loðnuskipa til að ræða þetta mál. Sjómenn og útgerðar- menn munu vera samstíga í þessu máli. Á mánudag hefur sjávarút- vegsráðherra boðað hagsmunaaðila til fundar og verður þá væntanlega tekin ákvörðun um veiðarnar. Steingrímur Hermannsson hefur viðrað við aðila 30 þúsund tonna heildarkvóta, þar sem hvert skip fái leyfi til þess að veiða 600 tonn. 10 þúsund tonn vill hann taka af áður ákveðnum kvóta, sem samtals er upp á 400 þúsund tonn, 5 þúsund af bátaflota og önnur 5 þúsund tonn af togaraflotanum, en síðan að 20 þúsund tonn séu tekin af fiskifræðingum, eins og það er kallað, þ.e.a.s. að heildarþorskafl- inn fari í 420 þúsund tonn. Á fundi með loðnusjómönnum í gær, sem Farmanna- og fiski- mannasambandið hélt, höfnuðu sjómenn algjörlega 600 tonna kvóta á hvert skip, en mæltu með 30 þúsund tonna heildarkvóta. Aðal- sjónarmið sjómannanna er að afla- klærnar fái að njóta sín og síðan verði hætt veiðum, þegar 30 þúsund tonna markinu er náð. Bílar skemmdir fyr- ir tugþúsvmdir króna TJÓN á bflum. sem skemmdir voru í höfuftborginni um helgina nemur tugum þúsunda nýkróna. þ.e. milljónum gamalla króna. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær voru skemmdarverk unnin á bílum í Sólheimum og Ljósheimum um síðustu helgi. Lögreglan hafði í gær fengið kærur vegna fjögurra bíla og vera kann að fleiri bílar hafi orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgun- um. Skemmdirnar voru aðallega inni í bílunum, mælaborðin voru sundurstungin, mælar brotnir, leiðslur skornar sundur og sæti sundurskorin. I samtali við einn bíleigandann í gær kom fram að tjónið á bíl hans var metið á 1-2 milljónir gamalla króna. „Það er hörmulegt til þess að vita að til skuli fólk í borginni sem ánægju hefur af svona skemmdarverk- um,“ sagði bíleigandinn. Skemmdarverk voru unnin á fleiri bílum um helgina. Fjórir bílar voru skemmdir við Hraun- berg og Suðurhóla. I því tilfelli var um að ræða skemmdir utan á bílunum, þeir rispaðir, útvarps- loftnet brotin o.s.frv. Lögreglan í Reykjavík hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að þessum skemmd- arverkum svo og upplýsingum, sem gætu leitt til þess að skemmdarvargarnir finnist. Tjón- ið er tilfinnanlegt fyrir eigendur bílanna, sem fá engar bætur. Skemmdarverk á bílum hafa færst mjög í vöxt upp á síðkastið, eins og fram kom í samtali við lögregluna í Mbl. í gær. SVONA voru sætin i einum bil- anna, eftir aft skemmdarvargarnir höfðu farið um þau höndum. Stórskemmdir voru einnig unnar á mælaborftinu og eigandinn þarf aft bifta í margar vikur þvi sér- panta þarf marga hluti i bilinn. Ljósm. Mbl. Kristján. Hafnarfjarðarbær í málsókn gegn ríkinu? Krefjast efnda á loforði um endurskoðun álgjaldsins HAFNFIRÐINGAR eru orðnir lengeygir eftir eíndum ríkis- valdsins á að endurskoðaður verði hlutur Hafnarfjarðarbæj- ar á framieiðslugjaldi frá ís- lenzka álfélaginu, en þegar lögin um áibræðsluna voru sett árið 1966 var ísal gert að greiða framleiðslugjald i stað almennra skatta til ríkis og Hafnarfjarðarbæjar. 1975 var samið um að endurskoða mætti hlut Ilafnarfjarðar i fram- leiðslugjaldinu á tveggja ára fresti með hliðsjón af þróun fasteignagjaida og hafa Hafn- firðingar ítrekað sent iðnað- arráðherra bréf með óskum um að slík endurskoðun fari fram, en án árangurs. Þróunin hefur orðið sú, að sögn Stefáns Jónssonar, forseta bæjár- stjórnar Hafnarfjarðar, að gjaldið hefir farið hlutfallslega minnk- andi miðað við heildartekjur bæj- arins. Var það t.d. 8,3% af heild- artekjunum árið 1970, en aðeins 4,5% á sl. ári. Formlega hefur verið óskað eftir viðræðum um endurskoðun, en það var fyrst í júní sl. að iðnaðarráðherra til- kynnti tilnefningu á tveimur mönnum af hálfu ráðuneytisins til viðræðna. Þó hefur aðeins verið haldinn einn fundur, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli bæjaryfirvalda um frekari viðræður. Bæjaryfirvöld telja sig nú eiga skýlausan rétt að fá leiðréttingu á álgjaldinu allt frá áramótunum 1978/1979 og hefur jafnvel verið „ÉG HEF ákveðið að gefa ekki kost á mér til setu i borgarstjórn eftir að þessu kjörtimabiii lýk- ur,“ sagði Ólafur B. Thors, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins i samtali við Morgunblaðið, en heyrst hefur að hann hefði i hyggju að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu i borgar- stjórn. „Ástæðan er í samræmi við þá skoðun sem ég hef marglýst yfir, að menn eigi ekki nauðsynlega að sitja mörg ár í sveitarstjórnum. Ég tel það styrkleika flokks eins og Sjálfstæðisflokksins að einatt hafa verið þar tíð mannaskipti, og hefur þannig verið tryggt að á hverjum tíma komi til starfa áhugamiklir einstaklingar, sem oft á tíðum hafa aðstöðu til að varpa nýju ljósi á þau mál sem rætt um, að ef ekki næst fram leiðrétting mála fljótlega muni bærinn hefja málsókn á hendur ríkinu. jafnan eru efst á baugi í starfi sveitarstjórna." — Hefur þú í hyggju að hasla þér völl á sviði landsmála, þegar þú dregur þig út úr borgarstjórn? „Þessi ákvörðun mín er ein- göngu bundin við starf mitt í borgarstjórn. Ég hef mörg áhuga- mál, og sinni auk þess mjög krefjandi starfi. Ég vil ekki á þessu stigi gefa yfirlýsingar um þau afskipti sem ég kem til með að hafa af pólitísku starfi í framtíð- inni, en þetta þýðir ekki það að ég dragi mig algerlega út úr stjórn- málum," sagði Ólafur B. Thors að lokum. Skipulagðri leit að vélinni frá Kanada hætt í gær Ólafur B. Thors: Ekki í framboði til borgarstjórnar aftur Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja til útsvarslækkun: Útsvari má halda í 11% með fyrirhyggju í framkvæmdum VIÐ SÍÐARI umræðu um fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1981, sem fram fór í gærkveldi. lögftu borgarfulltrúar Sjálfstæftisflokksins til. aft út- svarsálagning yrði lækkuft í 11%, en hún er nú 11,88% sem kunnugt er. Meirihluti borgarstjórnar gerfti á þessum fundi tillögu um aft útsvarsálagningin yrfti 11,88%, einsog var í fyrra. Jafnframt útsvarsla'kkunartillogunni lögftu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins það til að dregið yrfti úr útgjöldum borgarinnar til sam- ræmis. en tekjutap borgarinnar yrði 2.477 milljónir gkr.. aft tillög- unni samþykktri. Helstu útgjaldaliðirnir sem sjálf- stæðismenn leggja til að skornir verði niður eru þessir: Framlag til reksturs SVR lækki um 500 milljón- ir gkr., en í fjárhagsáætlun er aðeins gert ráð fyrir 10% hækkun á fargjöldum á árinu, en það þykir óraunhæft, því gera verður ráð fyrir meiri hækkun, að mati sjálf- stæðismanna. Þá er lagt til að liður til launabreytinga verði lækkaður úr 3.000 milljónum gkr. í 2.500 milljónir gkr., en það er 500 millj. gkr. lækkun. Einnig er lagt til að samdráttur verði á byggingar- framkvæmdum um 5%, öðrum en byggingarframkvæmdum vegna aldraðra, en það nemur 373 milljón- um gkr. Lagt er til að framlag í framkvæmdasjóð lækki um 151 milljón gkr., og að BÚR hagi framkvæmdum í samræmi við það. Ennfremur er lagt til að nýbygging gatna og holræsa lækki um 5% og verði framkvæmdaráði falin niður- röðun lækkana á einstakar fram- kvæmdir. í máli borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins kom m.a. fram: „Vinstri flokkarnir stefna nú enn að því að halda þessum útsvarsþunga á borg- arbúum, sem hafa þó enn orðið að taka á sig skattaálögur að undan- förnu, eins og aðrir landsmenn. Við sjálfstæðismenn teljum slíka hækk- un á hinu almenna útsvari ónauð- synlega og bendum á að þungi skatta verður nú meiri en áður, þar sem skattvísitala hækkar um að- eins 45% á milli ára, en meðaltekj- ur hafa hækkað um 53%. Útsvörun- um má halda í 11% með því að sýna gætni í rekstri og fyrirhyggju í framkvæmdum og fjárfestingum." í umræðum um tillögu sjálfstæð- ismanna kom það fram hjá Davíð Oddssyni, borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins, að í stjórnartíð Sjálf- stæðisflokksins hefði verið hægt að halda útsvarsálagningunni í 11% og 10% árið 1974. „Við höfum sýnt að við gátum stjórnað borginni án þess að ofgera skattþoli borgaranna en það getur núverandi meirihluti borgarstjórnar ekki,“ sagði Davíð Oddsson. Atkvæðagreiðsla um tillögu sjálf- stæðismanna hafði ekki farið fram þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. LEIT hefur nú verið hætt aft Cessna 402 flugvélinni frá Kan- ada. sem ieitaft hefur verið að undanfarna daga. Var hún á leið frá Goose Bay og átti að lenda i Reykjavík á mánudagskvöld, en ekkert hefur spurzt til hennar og leit hefur engan árangur borið. Flugvél frá danska flughernum lagði í gærmorgun upp frá Kefla- vík og leitaði á leið sinni til Syðra Straumfjarðar og eftir að hún lenti þar laust eftir kl. 18 í gær hefur skipulagðri leit verið hætt. Skip og flugvélar á þessu svæði eru þó áfram beðin að hlusta eftir merkjasendingum. Fimm litlar flugvélar komu til Reykjavíkur á miðvikudag, tvær á leið til Bandaríkjanna og þrjár á leið vestur um. Að sögn varðstjóra í flugumsjón er mun minna um slíkt ferjuflug um ísland á vetrum en sumrin, en reyndir ferjuflug- menn sinna þó þessu starfi allt árið. Sæta þeir lagi þegar veður leyfir og þannig notuðu 5 vélar tækifærið í fyrradag. Ein þeirra átti í erfiðleikum vegna ísingar og flaug síðasta spölinn hingað á öðrum hreyflinum, en lenti klakk- laust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.