Morgunblaðið - 23.01.1981, Side 13

Morgunblaðið - 23.01.1981, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 13 (Ljóun. Guftni R. Björnsson). er áttrædur í dag Viö orgeliö. strangheiðarlegur maður. Þessir tveir menn, Popp eldri og Claesen, gengust til að mynda fyrir bygg- ingu kirkjunnar, þá var Sauðar- árkrókur ekki einu sinni sérstök sókn. Hér bjuggu þá um 160 manns og kirkjan rúmaði 300 manns, svo að ekki vantaði stórhuginn. Þeir tóku virkan þátt í leikstarfsemi hér og skiptu sér yfirleitt af öilu því sem til heilla mátti horfa. Hér var fyrst leikið 1876, á sýslunefndar- fundi, og hélzt sá siður lengi, síðar var þessu breytt í Sæiuvikuna. En leikfélag var stofnað hér 1888 og eldri Popp var bráðhagur og málaði leiktjöld, smíðaði búnað og hvað- eina. Popp eldri, Lúðvík, er jarð- settur hér. Hjá yngra Popp í Villa Nova var mikið menningarheimili. Popp hafði komið með fyrsta pí- anóið hingað, spilaði sjálfur. Var líka seigur að fá söngmenn í vinnu og oft var tekið lagið í Villa Nova. Og oft stóð ég strákur fyrir utan og hlustaði. Kristján Popp varð gjald- þrota og fór af landi brott með konu og börn. í raun og veru varð hann gjaldþrota einu ári of snemma ... hefði hann flotið árið, hefði hann náð að komast inn í „blessað stríðið" 1914 og sloppið. Börn hans voru kunningjar mínir. Elzti sonur hans kom hingað í hópi í fyrra að rifja upp gamlar minn- ingar. Hópurinn fór meðal annars að skoða kirkjuna. Ég kom þangað og ætlaði að vita hvort hann þekkti mig, en einhver varð fyrri til að benda honum á mig. Þá segir hann á lýtalítilli íslenzku: „Þa alveg eins hvítur hausinn á þér og hann var.“ Það var mikið gaman að koma í Villa Nova á þessum tíma, þar sást mikið af leikföngum, sem voru okkur krökkunum framandi. Það má nefna fleiri útlendinga sem hingað komu og urðu kunnir að góðu einu, bæði þeir Mikkelsen og Ole Bang. Og ýmsir merkismenn aðrir settu svip sinn á bæinn. Nefna má Sigurð Pálsson, lækni, albróður Árna prófessors. Kristján Gíslason kom hingað og varð um- svifamikill kaupmaður. Þar var mikið menningarheimili og öll hans börn músíkmenntuðust. Ég get nefnt fleiri, ísleif Gíslason, kaupmann og landskunnan húmor- ista og hagyrðing sem um áratugi var með svipmestu borgurum hér og sjálfsagt í hópi þeirra vinsæl- ustu. Jónas Kristjánsson var hér læknir lengi, vel látinn af öllum. Hann gerði mikið átak til að komast fyrir berklaveikina og var forkunnargóður Iæknir. Hann átti kana — það var stálsleði, sem hestur dró, og Jónas þeysti um héraðið á honum á vetrum. Einu sinni kom maður nokkur, Grímur að nafni, að sækja Jónas til konu í barnsnauð. Jónas spennir fyrir kanann, undirbýr sig í rólegheit- um, gengur inn í apótekið sitt, raular fyrir munni sér og engan asa á honum að sjá. Grími var orðið órótt og segir loks: „Sona læknir, það dugar ekkert dorskt, barnið getur verið dautt ...“ Svo halda þeir af stað og þegar þeir koma út á mitt Miklavatn, ísilagt, kantrar kaninn og Grímur fýkur af. Hann æpir hástöfum á lækninn að nema staðar. Jónas sveiflar keyrinu og kallar á móti: „Það dugir ekkert dorskt, barnið getur verið dautt.“ Og eftir sat Grímur á svellinu. Jónas beitti sér fyrir stofnun Framfarafélagsins, sem var með málfundi, fékk ýmsa menn til að flytja erindi og síðan voru umræður á eftir. Jú, ég gekk hér í barnaskólann. Skólastjórinn okkar var stór mað- ur, kunni allt, Jón Þ. Björnsson. Honum hafði víða verið boðið gull og grænir skógar, en hann vildi heim í sína sveit. Hann kunni ekki bara að kenna fög, hann var flínkur skriftarkennari, leikfimimaður ágætur og sund kenndi hann okkur í köldum polli í Sauragili. Spilaði svolítið á fíðlu og gat því kennt okkur raddir. Þegar í unglinga- skóla kom var ég allæs á nótur og búinn að læra að byggja úr dúr og moll. Þá byrjaði eiginlega mitt sjálfsnám. Eins og ég sagði var það móðir mín, sem kveikir neistann, en Jón hjálpaði mér síðan áleiðis. Þegar Stefán bróðir minn gaf mér orgelið 1917 kunni ég báða lykla og byrjaði að puða. Fékk nótur lánað- ar því að hljóðfæri voru á mörgum heimilum, og ég skrifaði þær upp. Jú, ég man eftir góðum söng- mönnum hér. Náttúrlega var Sig- urður Skagfield, það var áreiðan- lega í honum mikið materíal. Hann var einn þeirra sem stofnuðu gamla Bændakórinn kringum 1912, í honum voru bændur bæði framan úr Héraði og úr Skörðum. Þessi kór lét töluvert að sér kveða. Fyrst var þetta tvöfaldur kvartett, en varð seinna þrefaldur. Á tímabili voru í honum afburða raddmenn. Þar var fremstur Benedikt á Fjalli — hann var faðir dr. Jakobs — hann hafði framúrskarandi bassa, hreinan, djúpan og dökkan og maðurinn sjálfur hafði svo margt gott til að leggja í þessa rödd. Seinna hlustaði ég á mikla söngsnillinga, bæði í óperum í Þýzkalandi og á plötum, en það hefur aldrei sett neinn skugga á Benedikt. Hvernig menn lærðu? Sjálfsagt hver af öðrum dálítið. Margir lærðu að vissu marki og stöðvuðust síðan, komust ekki yfir næsta þröskuld. Kunnátta margra var kannski bundin við að komast í gegnum fjórrödduð lög.“ — Þú fórst snemma að láta að þér kveða á sviði leiklistarinnar. „Fyrsta hlutverkið mitt lék ég reyndar 1916, kvenmann. Næst var það 1921 í Lavender. Það var leikið á hverju ári eitthvað, frá því þeir Popp og Claesen hófu merkið fyrir aldamótin. Þó hafði leikfélagið verið leyst upp 1907, því að þá var t.d. stúkan komin til, kvenfélagið og ungmennafélagið. Þessum félög- um var það sameiginlegt að þetta var allt í fjáröflunarskyni gert. Upp úr 1917, þegar ég fékk hljóð- færið mitt og fram til 1924, var ég eins konar „kóngsins lausamaður". Reri á sumrin, stundaði vorverk við Drangey, lék á veturna, grúfði mig yfir orgelið. Nei, ég gat ekki hugsað mér að giftast! Vildi fá að vera laus og óbeizlaður. Svo ræðst ég 1924 til Kristjáns Gíslasonar og var við verzlunarstörf fram til ársins 1948, að undanskildum þremur mánuð- um sem ég var í Þýzkalandi. Oftast voru leiknir smáleikir, eftir Arnold og Bach, fólk hafði svo gaman af þeim, en við sýndum líka Lénharð fógeta, Ævintýri á gönguför og Skugga-Svein. Ég fór snemma að fást við að leikstýra líka. Eitt erfiðasta verkið, sem ég hef unnið, var uppsetningin á Alt Heidelberg. Byrjaði að æfa karlakórinn um mánaðamótin október-nóvember og leikæfingar hófust upp úr ára- mótum og ekki var leikritið tilbúið til sýningar fyrr en í marz. Við fórum með Alt Heidelberg til Siglufjarðar líka og alls urðu sýningar átján og það þykir gott hér. Gullna hliðið á þó metið, á því voru rösklega tuttugu sýningar. Aðalatriðið fyrir mér var að vinna að þessu, það veitti svo ómetanlega ánægju. Konan mín tók þátt í þessu með mér, þegar við vorum gift, saumaði búninga, var fyrirtaks hvíslari. Og lék. Raunar voru margir dregnir upp á leiksvið á þessum árum. Við höfðum yfirvald lengi, hann var stór í lund, Sigurð- ur Sigurðsson. Sumir kölluðu hann hörkutól. En hann lét sig ekki muna um að fara upp á svið, leika auðmjúkan biðil og elta sína heitt- elskuðu í keng um sviðið með rós í munni. Magnús Jóhannsson, sem var hér læknir um hríð, var liðtækur leikari. En fékk síðan áminningarbréf frá landlækni, sem þá var Guðmundur Björnsson, að hætta þessum leikaraskap. Svona litu nú sumir á þetta. Seinna flutti Magnús á Hofsós, beitti sér óspart í leiklistarmálum og lét þetta ekki á sig fá. Presturinn okkar, sem lengi var sr. Helgi Konráðsson, lék einu sinni í Alt Heidelberg og svo mætti lengi telja. Og allir höfðu svo gaman af. Nú er fólk einhvern veginn orðið feimnara og oft erfitt að fá krafta til starfa. Árið 1928 var ég sendur suður að læra á blásturshljóðfæri til undirbúnings því að lúðrasveit yrði stofnuð á Sauðárkróki. Ég lék hlutverk hjá Leikfélaginu af því að einn leikari forfallaðist á siðustu stundu. Uppfrá því átti ég mjög gott samstarf við Leikfélagið og þeir gerðu mér oft greiða, lánuðu búninga og fleira, meira að segja eftir að sú stefna var ákveðin að hætta sliku. Á þessum árum var Páll tsólfs- son stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur en hann var veikur meðan ég var hér, svo að ég kynntist honum minna. Þó lágu leiðir okkar saman og iðulega sótti ég hann „heim“ í Dómkirkjuna, þegar hann var að æfa sig. Ég kynntist einnig Emil Thoroddsen og var í tónfræðitímum hjá honum og fékk aðgang að æfingum lúðra- sveitarinnar. Karl 0. Runólfsson var þá æfingastjóri. Mér er óhætt að segja, að þetta hafi verið góður og lærdómsrikur tími. Svo er það árið 1934, að vinur minn Björn Kristjánsson (Gísla- sonar kaupmanns hér) og Hermína kona hans voru flutt til Þýzka- lands, þar sem þau bjuggu i sex ár og þau buðu mér til sin. Þá var ég sjálfur farinn töluvert að gutla við að semja lög og hafði i nokkur ár verið ýmist til aðstoðar Pétri organista Sigurðssyni { kirkjunni okkar eða organisti. Þetta var æfintýri í einu orði sagt. Ég stundaði leiksýningar, og Þjóðverj- ar stóðu þá á hátindi í klassískri leikmennt. Fór i óperuna. Daglega sá ég og heyrði stórkostleg verk og að þessu bjó ég lengi. Éftir að ég kom heim hef ég líklega verið farinn að hugsa um að festa ráð mitt,“ segir Eyþór og kímir. „Ég hafði nú ekki hugsað mikið um kvenfólk á þessum árum. En við Sigríður Stefánsdóttir höfð- um nú verið undir sama þaki i ellefu ár í vinnu hjá Kristjáni Gíslasyni og þegar þarna er komið sögu ... ætli hafi ekki verið búið að tala um eitthvað ... alténd gift- umst við árið eftir, 1936, en þá er ég líka orðinn 35 ára. Það var mér mikið lán og hún hefur verið mér sterkur förunautur. Við eignuð- umst eina dóttur, Guðrúnu, sem er búsett á ísafirði og hefur mér til mikillar gleði sýnt síðustu ár að hún hefur eitthvað fengið af þess- um áhuga, hún er þar bæði i tónlistarmálum og starfar af kappi í Litla leikklúbbnum. Þetta hefur glatt mig mjög því að þessi braut er góð og örugglega mannbætandi. Eg held því fram, að þar sem góð tónlist er iðkuð er ekkert húsrúm fyrir neitt illt.“ — Og árið 1948 snýrðu þér alveg að tónlist og leiklistinni. „Já, þá tók ég við tónlistar- kennslunni í skólunum og fór alveg á kaf í leikarastússið. Ég fiskaði oft upp góða leikkrafta í skólunum og náði þeim upp á leiksvið. Svo var það lúðrasveitin og karlakórinn. Að ógleymdu organistastarfinu. Ég býst við að tónlistin hafi tvímæla- laust verið númer eitt. Leiklistin kom númer tvö. Það væri ekki rétt að segja að þetta starf mitt væri sprottið af hugsjón, sönnu nær að það væri einhver innri þörf, sem knúði á. Á miðju sumri var ég farinn aö hlakka til eins og barn að takast á við þetta. Ég get ekki annað sagt en samborgarar mínir hafi verið mér góðir og ég var gerður að heiðursborgara á sjötíu ára afmæli mínu. Jón Þ. Björnsson var sá eini sem á undan mér hafði verið sæmdur þessum heiðri. Jú, víst er þetta heiður fyrst og fremst og gefur manni góða tilfinningu fyrir því að verk mín hafi verið metin og það er mikils virði, því að oft er nú sagt að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi. En ég get ekki sagt það gildi um mig. Ég hef líka verið lánsamur að því leyti að heilsan hefur verið og er mjög góð. En sjónin fór snemma að bila. Eg fékk gláku og var fyrst skorinn upp 1940. Svo hélt ég þokkalegri sjón fram undir 1963, að allt fór að snúast til hins verra. Ég fór í uppskurð. Þegar ég kom heim, stóð gömul kona, mjög skyggn, nærri, og hún segir: „Hún móðir þSn var að ganga hérna hjá og ég heyrði hana segja: „Hann Eyþór verður ekki látinn ganga í myrkri.““ Ég trúði þessu. En samt hrakaði mér nú ár frá ári og 1972 er svo komið að það litla sem ég sá var í svart-hvítu, var hættur að greina liti. Mér var iðulega hugsað til mömmu minnar og hélt að þetta boðaði að ég væri feigur, því að ég átti erfitt með að trúa því að ég yrði látinn vera í myrkri. Ég var að nauða í Kristjáni Sveinssyni að skera, en hann færðist undan. Svo liðu nokkur ár og ég kom til Kristjáns, hann skoðaði mig og sendi mig síðan i uppskurð til Guðmundar Björnssonar. Tókst svo vel til að ég fékk sjón aftur. „Þú varst heppinn að vera hér ekki fyrr,“ var mér sagt, „því að þessa aðgerð hefði ekki verið hægt að gera með árangri öllu fyrr.“ Krist- ján vissi hvað hann söng. Ég hef auðvitað ekki góða sjón, en nóga, ég get skrifað nótur, lesið blöð og slíkt. Ég er þakklátur fyrir það. Þegar litið er núna til baka,“ segir Eyþór, „eru allir erfiðleikar útmáðir, og allir árekstrar ef þeir hafa verið einhverjir. Ég heyrði stundum að ég væri ráðríkur, það fyrnist yfir allt slíkt líka. En mikið hefur breytzt á þessum tíma, nú getur maður gengið hér um götur og þekkt ekki nokkurn mann, ég held við séum alveg að týnast, gömlu Króksararnir ... Jú, ég er hættur öllum störfum nema þessu sem ég sagði þér að grisja í lögunum mínum. Ég gríp auðvitað í orgelið mitt, ég er líka hættur að leika, fór með síðasta hlutverkið mitt 1976, á hundrað ára afmæli leikstarfsemi í bænum, það var í íslandsklukkunni." Eyþór Stefánsson, brosmildur, hlýr, heimsborgari í smábæ fyrir norðan, áttræður í dag. Við göng- um upp í Guðrúnar herbergi og horfum út yfir „salinn" hans. „Ég hef verið óvenjulegur lánsmaður," segir hann „þó ekki væri nema fyrir það að hafa fengið að fæðast í þessum sal...“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.