Morgunblaðið - 23.01.1981, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.01.1981, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 Nolan opnar golfskóla GOLFKENNARINN kunni. John Nolan, opnar ifolfskóla sinn á morgun klukkan 10.00. Helgardaga verður skólinn opinn 10.00—17.30 og virka daga frá klukkan 16.00— 21.30. Skólinn verð- ur með nokkuð frjálslegu sniði. fólk getur komið i sérstaka kennslu, eða hrein- lega til þess að æfa sig og hita upp fyrir komandi golf- vertið. Möguleiki verður á þvi að fá sérkennslu fyrir hópa og fjölskyldur, auk þess sem einum tíma i viku hverri verður varið til þess að kenna unglingum sér- staklega og leggur Nolan áherslu á að stund þessi sé endurgjaldslaus. Firmakeppni KKÍ Á VEGUM KKÍ er hafin keppni með nýstáriegu formi. Keppnin, sem nefnist Firmakeppni KKÍ, er opin öllum hópum áhugamanna um körfuknattleik, sem leika sér tii hreyfings og hressingar. bó eru leikmenn í úrvalsdeildarliðum og 1. deildarliðum ekki gjald- gengir. Körfuknattleiks- reglur hafa verið einfaldað- ar sérstaklega fyrir keppn- ina, svo leika má i æfingar- timum í velflestum leikfimi- sölum. AIls taka 12 lið þátt i mótinu. Þau keppa í þremur riðlum: A-riðill: Börkur, Hafnar- firði, Kennarafélag Árbæj- arskóla, Flugleiðir, Skýrslu- vélar ríkisins og Reykjavíkur. B-riðiil: Kennarafélag Flensborgarskóla, Pallabúð, Hagkaup, ÍS-old boys. C-riðilI: Gluggadeild Sig. Björnssonar, Skíðamenn ÍR, Framkvæmdastofnun ríkis- ins, Prenttækni. Skólamót og firmakeppni HSÍ ÁKVEÐIÐ er að halda skóla- mót á framhaldsskólastigi og firmakeppni I hand- knattleik i febrúar nk. Þátttaka tilkynnist til Ilandknattleikssambandsins fyrir 31. jan. nk. Þátttöku- gjald í skólamótinu er kr. 650,00 fyrir hvert Hð og I fírmakeppninni kr. 1000,00 fyrlr hvert Hð. Kambahlaup ÍR og HSK KAMBABOÐHLAUP ÍR og HSK verður háð næstkom- andi sunnudag. Hlaupið. sem nú fer fram I nfunda skfpti, hefst austur undir Kamhabrún og lýkur við ÍR-húsið í Túngötu. Hlaupið er i f jögurra manna sveltum og leggur hver hlaupari tiu kilómetra að baki. Væntan- legum þátttakendum er bent á að hafa samband við Guð- mund Þórarinsson þjálfara ÍR-inga i sima 34812. spörum RAFORKU Ingólfur og Heimir til IBV? LÍKUR eru taldar á þvi, að Ingólfur Ingólfsson úr UBK og Ileimir Bergsson frá Sclfossi, gangi i raðir ÍBV á næstunni. Mbl. hefur það eftir áreiðan- legum heimildum, að piltar þess- ir hafi átt viðræður við knatt- spyrnudeild ÍBV og lýst þar áhuga sínum. Hefur Ingólfur m.a. tryggt sér atvinnu og ibúð i Vestmannaeyjum i sumar. Þeir félagar hafa þó ekki gengið frá félagaskiptum og timinn leiðir i Ijós hvort þeir gera það þá. Ingólfur var fastamaur í liði UBK framan af síðasta keppnis- tímabili og allt tímabilið þar áður. Hann er markheppinn og harð- fylginn framherji. Heimir lék með FH framan af síðasta sumri, áður með Selfossi, en slasaðist illa um mitt sumarið. Skipti hann þá aftur yfir til Selfoss. Hann hefur náð sér fyllilega af meiðslunum. Það yrði út af fyrir sig merkilegt ef þeir félagar gerðust leikmenn með IBV, því leikmenn af „megin- landinu" hafa sjaldan gengið í félagið og leikið með því. Sigurður Haraldsson markvörður lék eitt keppnistímabil, en aðrir ekki. Hins vegar hefur liðið jafnan misst eitthvað af leikmönnum og varð engin undantekning nú, Tóm- as Pálsson er fluttur til Reykja- víkur og genginn í FH og Sveinn Sveinsson leikur í Svíþjóð á næsta keppnistímabili. Hins vegar hefur ÍBV endurheimt Valþór Sigþórs- son frá FH og munar um minna. Ólafur Sigurvinsson verður einnig með í slagnum í sumar. hkj/gg. • Guðmundur Guðmundsson hinn ungi og bráðefnilegi horna- maður Vikings stekkur inn i teiginn og reynir markskot i leiknum hér heima gegh Lugi. Siðari leikur liðanna er á sunnu- dag. Víkingur — Lugi: Uppselt í hópferðina SÍÐARI leikur Vikings i Evrópumeistarakeppninni i handknattleik fer fram i Lundi á sunnudag. Gifurlegur áhugi er á leik liðanna jafnt hér heima sem i Svíþjoð. Mikill fjöldi tslendinga sem býr i Sviþjóð hefur orðið sér úti um miða og ætlar að fjöl- menna á leikinn. Hér heima gangast Samvinnu- ferðir fyrir hópferð á leikinn og allir miðar i ferðina seldust upp i gærdag. AIls voru 70 miðar seldir. Reynt verður að útvega fleiri miða á leikinn sé þess nokkur kostur. — Þr. • Ætla mætti, að knattspyrnu- félög reistu ekki slikar vírgirð- ingar áhorfendum til þæginda, þvert á móti. Kappinn á þessari mynd viröist hins vegar hafa fundið besta hugsanlega sætið á leikvangi þýska félagsins Arm- enía Bielefeldt. • Pétur Guðmundsson leikur sinn fyrsta leik með Val í kvöld og verður fróðlegt að fylgjast með hvernig liðinu tekst upp gegn UMFN, efsta liðinu úr úrvalsdeild- inni... Ráðast úrslitin í úrvalsdeildinni í Njaróvík í kvöld? Það má að öilum likindum kalla úrvalsdeildarleik UMFN og Vals i Njarðvik í kvöld úrslitaleikinn um efsta sætið i deildinni. Leikur- inn hefst kl. 20.00 i iþróttahúsinu i Njarðvik. UMFN hefur mjög góða forystu i deildinni, en á eftir að leika tvívegis gegn Val, sem hefur fengið Pétur Guðmundsson til liðs við sig. Er það mál margra, að annað eins körfu- knattleikslið hafi ekki komið fram hér á landi og lið Vals ásamt Pétri. Ef Valsmenn gætu tryggt sér sigur i þessum tveim- ur viðureignum gegn UMFN, er sá möguleiki vissulega kominn fram, að UMFN missi allt úr höndum sér og Valsmenn skriði fram úr. Allt getur gerst og taka körfuknattleiksaðdáendur þess- ari nýju og óvæntu spennu fegins hendi. Bikarkeppni KKÍ: Stórleikur verður í Njarðvíkinni EINN stórleikur er á dagskrá i 8-Iiða úrslitum bikarkeppni KKl, en dregið var i fyrrakvöld. Njarð- vik og KR mætast og fer leikur- inn fram á heimavelli UMFN. Verður þar áreiðanlega hart bar- ist, en KR er einmitt eina liðið sem lagt hefur UMFN að velli þegar þetta er ritað. Og KR vann auk þess suður i Njarðvik. Tvö úrvalsdeildarlið eigast einnig við í öðrum leik umferðar- innar. ÍS og ÍR eigast við og gæti sá leikur farið hvernig sem er. Auk þess mætast Valur og Fram annars vegar og Ármann og ÍBK eða Haukar hins vegar. Haukar og ÍBK hafa enn ekki att með sér kappi. Leikjum þessum á að vera lokið fyrir 15. febrúar og verður þá strax dregið til 4-liða úrslita. —gg. Sætaferðir í Njarðvík VEGNA úrvalsdeildarleiks Njarðvikur og Vals I Njarðvik i kvöld, verða sætaferðir frá Vals- heimilinu. Rúturnar leggja i'ann klukkan 18.30 og má reikna með töluverðum mannfjölda þar sem þessi leikur sker i raun úr um hvort eitthvert lið annað en UMFN eigi möguleika á þvi að hreppa úrvalsdeildartitilinn ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.