Morgunblaðið - 23.01.1981, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 23.01.1981, Qupperneq 31
r MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 31 Glæsilegur sigur gegn heims- meisturum Vestur-Þjóðverja r, - island sigraði 13-11 í Liibeck í gærkvöldi „ÉG GET ekki séð annað, en að það verði mjög erfitt að breyta íslenska landsliðshópnum eftir þá frábæru frammistöðu sem hann hefur sýnt í landsleikjunum tveimur gegn heimsmeisturum Vestur- Þjóðverja í handknattleik á heimavelli þeirra, því í kvöld gerði liðið sér litið fyrir og sigraði örugglega með 13 mörkum gegn 11,“ sagði Þórður Sigurðsson fararstjóri islenska hópsins, er Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi. „Það var fyrst og fremst frábær liðsheild sem vann þennan glæsi- lega sigur. Það er einstaklega góður andi í landsliðshópnum og samvinna leikmanna jafnt utan sem innan vallar er einstök," bætti Þórður við. Að sögn Þórðar lék íslenska landsliðið fyrri hálfleikinn mjög vel og mikil og góð barátta náðist upp. Það lið sem hóf leikinn af hálfu Islands var þannig: Einar Þorvarðarson í marki, Sigurður Sveinsson, Ólafur H. Jónsson, Stefán Halldórsson, Bjarni Guð- mundsson, Þorbjörn Guðmunds- son og Steindór Gunnarsson. Axel skipti hins vegar við Þorbjörn þegar liðið sótti. Þetta lið lék mest allan fyrri hálfleikinn. Gangur fyrri hálfleiks var sá, að íslenska liðið tók þegar forystu í leiknum með marki Sigurðar Sveinssonar úr víti. Vörn íslenska liðsins og markvarsla var allan tímann frá- bær og það segir sína sögu, að Þjóðverjar skoruðu sitt fyrsta mark á níundu mínútu leiksins. Þegar 20 mínútur voru liðnar af leiktímanum var staðan 8—4 fyrir ísland. Staðan í hálfleik var síðan 9—5 fyrir ísland og að sögn íslensku fararstjóranna, var hinn frægi þjálfari heimsmeistaranna, Stenzel, þungur á brún er hann gekk til búningsklefanna með leik- menn sína. Það'var greinilegt, að Stenzel hefur haldið reiðilestur yfir sínum mönnum í hléinu og Þjóðverjar eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp. Með hvatningu 3500 áhorfenda hófu þeir síðari hálfleik af geysilegum krafti og þegar að tíu mínútur voru búnar af hálf- leiknum höfðu þeir minnkað mun- inn niður í eitt mark, 8—9. íslenska liðið barðist samt hetjulega á móti, lék mjög yfirveg- aðan handknattleik og reyndi ekki markskot nema úr opnum færum. íslendingar skoruðu 10. mark leiksins á 14. minútu síðari hálf- leiks. Þjóðverjum tókst síðan að jafna metin, 10—10, þegar 8 mín- útur voru eftir af leiknum. Nú var gífurleg spenna komin í leikinn og hinir fjölmörgu áhorfendur risu úr sætum sínum og hvöttu lið sitt hvað mest þeir máttu. Þegar 4 mínútur og 50 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan enn jöfn, 11—11 og Þjóðverjarnir voru með knöttinn. íslenska vörnin var hins vegar mjög stcrk og Einar varði snilldarlega hörkuskot frá Erhard Wunderlich. Síðustu fjórar mínút- ur leiksins lék íslenska liðið geysi- lega yfirvegað og af mikilli skyns- emi. Skoraði liðið þannig tvö Axel Axelsson sýndi gamla góða landsliðstakta gegn Vestur-Þjóð- verjum, enda öllum hnútum kunnugur i handknattleik þar i landi. síðustu mörkin, Stefán Halldórs- son 12. markið og Axel Axelsson innsiglaði síðan sigur íslands með marki úr vítakasti þegar 58 sek- úndur voru eftir af leiknum. Það sem eftir var, varðist íslenska liðið grimmilega og Þjóðverjum tókst ekki að skora. Það var fyrst og fremst ein- staklega sterkur varnarleikur og frábær markvarsla Einars Þor- varðarsonar sem færði íslandi sigur í þessum leik. Varði Einar 18 skot í leiknum og komst því sérlega vel frá sínu. Þjóðverjarnir höfðu sérstakar gætur á Sigurði Sveinssyni og eltu hann hvert sem hann fór allan leikinn. íslenska liðið fékk fjögur víti í leiknum, tvö þeirra heppnuðust, en þeir Axel Axelsson og Sigurður Sveinsson klúðruðu einu vítakasti hvor. Dómarar voru heimadómarar, en þrátt fyrir það, tókst íslenska liðinu að sigra. Það er athyglis- vert, að íslenska landsliðið lék leikkerfi allan leikinn út í gegn, brá aldrei yfir í frjálsan hand- knattleik, en lék mjög agaðan handknattleik og eingöngu eftir skipunum landsliðsþjálfarans Hilmars Björnssonar. Mörk íslands: Axel Axelsson 4, 1 víti, Sigurður Sveinsson 2,1 víti, Ólafur H. Jónsson 2, Stefán Hall- dórsson 3, Steindór Gunnarsson og Bjarni Guðmundsson eitt mark hvor. Þess má geta, að Brynjar Harðarson fiskaði þrjú vítaköst. - Þr. ÍR ekki í vandr^eðum með slakt lið IS „Verður erfitt að breyta hópnum“ „ÞAÐ verður erfitt að breyta þessum hóp eftir þá frammi- stöðu sem hann hefur sýnt í þessum tveimur leikjum við Vestur-Þjóðverja,“ sagði Hilm- ar Björnsson. „En það eru enn tvö sæti laus fyrir B-keppnina í Frakklandi. Leikmenn hafa þurft að sýna getu sína og sannfæra sjálfa sig og aðra. Það hafa þeir svo sannarlega gert i þessari ferð. Við ökum til Kölnar i kvöld og þaðan förum við i fyrramálið til Ribe i Danmörku þar sem við mætum Dönum í landsleik annað kvöld (í kvöld). Ég vara við of mikilli bjartsýni i landsleiknum gegn Dönum þar sem töluverð þreyta er komin í leikmenn þar sem þeir hafa lagt sig alla fram i leikjunum tveimur gegn Vest- ur-Þjóðverjum.“ „Að sjálfsögðu stefnum við að þvi að sigra Danina, en það verður erfitt viðfangsefni á heimavelli þeirra,“ bætti Hilm- ar við ... — þr. Þjóðverjar sýna Sig- urði áhuga Ljóst er, að Sigurður Sveinsson, stórskyttan úr Þrótti, hefur vak- ið geysilega athygli í þýskum handknattleik, en landsliðsþjálf- ari Vestur Þjóðverja, Vlado Stenzel, hefur lýst því yfir að þar fari skytta á heimsmælikvarða. Sigurður hefur verið hálf um- setinn sendimönnum vestur- þýskra félaga og eru allir spenntir að fá Sigurð til fylgis við félög sín. Er sýnt, að Sigurður kemur heim með a.m.k. 2—3 tilboð upp á vasann. Eitt félag sem vitað er að hefur áhuga á Sigurði, er Danker- sen, en þess er skemmst að minnast, að Axel Axelsson, Ólafur H. Jónsson og síðan Jón Pétur Jónsson, léku einmitt með Dank- ersen. Sigurður Sveinsson hefur vakið geysilega athygli í Vestur-Þýska- landi og hann hefur verið umset- inn sendimönnum þýskra félaga. ÍR-INGAR burstuðu ÍS 83-63 í úrvalsdeildarleik i körfuknatt- ieik í Hagaskólanum i gærkvöldi. Staðan i hálfleik var 34-28. Var sigur ÍR sist of stór og engum blöðum um það að fletta, að betra liðið vann. En leikurinn bar þó allan keim af því, að hann hafði íslandsmót í frjálsíþróttum til Keflavíkur íslandsmeistaramótið i at- rennulausum stökkum innanhúss verður háð i nýja iþróttahúsinu i Keflavik laugardaginn 31. janú- ar næstkomandi, en það er i fyrsta sinn að íslandsmót i ein- staklingsiþróttum verður háð i húsinu. Framkvæmdaraðili móts- ins er í BK. Mótið hefst kl. 15.30. Ákveðið hefur verið að aðgangur að mótinu verði ókeypis. Verðlaunapeningar verða veittir þremur fyrstu í hverri grein, en keppt verður í langstökki karla og kvenna, há- stökki karla og þrístökki karla. Þátttökutilkynningar ásamt þátttökugjaldi, sem er 15 krónur fyrir hverja grein, þurfa að hafa borist Helga Hólm, Smáratúni 33 í Keflavík, eigi síðar en 29. janúar. litla þýðingu fyrir stöðu þessara liða i deildinni. ÍR náði strax forystu og þó að stundum munaði litlu, náði ÍS aldrei að jafna. Lítið var þó skorað framan af, t.d. skoruðu ÍS-menn aðeins 4 stig fyrstu 10 mínúturnar og hafa þeir vafalaust óskað þess þá að körfuhringurinn hefði um- mál meðaleldgígs. í síðari hálfleik dró enn í sundur og í raun var aldrei spurning hvar sigurinn myndi hafna. Hjá ÍR mæddi mest á bræðrunum Jóni og Kristni Jörundssyni annars vegar og Kristjáni og Hirti Oddssyni hins vegar. Þessir komu allir vel frá sínp, einkum Kiddi Jör. Fleming var drjúgur. Hjá ÍS bar mest á Bjarna Gunnari, en aðrir náðu sér aldrei á strik. Stig ÍR: Kristinn Jörundsson 26, Andy Fleming 24, Jón Jörundsson 21, Kristján Oddsson 6 og þeir Hjörtur Oddsson, Sigmar Karls- son og Björn Leosson 2 stig hver. Stig ÍS: Mark Coleman 21, Bjarni Gunnar Sveinsson 18, Ingi Stefánsson 8, Gísli Gíslason og Jón Oddsson 6 hvor, Árni Guð- mundsson 4 stig. — gg. Landsleikurinn í sjónvarpinu Sigurleikur Íslands gegn Vestur- Þjóðverjum í handknattleik. var tekinn upp af þýska sjónvarpinu og verður hann sýndur i heild þar í landi i dag. íslenskir áhorfendur fá að fylgjast með leik þessum i iþróttaþætti sjón- varpsins á mánudaginn. Fimleikadeild Stúlkur Getum bætt viö byrjendum. Mæting í íþróttahúsi Breiöholtsskóla laugardaga kl. 10.40. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.