Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 3 Samverustund i leikskólanum Lundaseli á Akureyri. Fóstrur á Akur- eyri hættu störfum í gær FÓSTRUR á Akureyri unnu sinn siðasta vinnudag að svo komnu máli i gær, er uppsagnir þeirra vegna kjaramála komu til fram- kvæmda, þar sem ekki hafði verið orðið við kröfum þeirra um að grunnlaun fóstra yrðu samkvæmt 13. launaflokki og stöðuheitið deildarfóstra yrði ekki að veru- ieika. í þvi tilefni spjallaði Morg- unblaðið við Sigriði Gisladóttur formann kjaramálaráðs fóstra á Akureyri, og spurði hana nánar um málið. „Eins og fram hefur komið áður, höfum við nú farið fram á að grunnlaun verði samkvæmt 13. launaflokki og að starfsheitið deildarfóstra verði fellt niður. Við teljum að deildarfóstrustarfsheitið geti í framtíðinni valdið launamis- ræmi, þegar fleiri en ein fóstra koma til með að vinna á sömu deild, ein þeirra verði þá titluð deildarfóstra og fái þá hærrti laun en hinar fyrir sömu vinnu.“ Hafið þið fundað eitthvað með viðsemjanda ykkar, kjaramála- nefnd bæjarins? „Það var einn óformlegur fundur í síðustu viku, þar sem segja má „að njósnað hafi verið á báða bóga“, en meira hefur það nú ekki orðið síðan og því vinnum við okkar síðasta vinnudag í dag, föstudag. Fóstrur hafa haldið tvo fundi, síðast nú á fimmtudags- kvöldið og við erum sammála um að láta ekki deigan síga. Við höfum orðið varar við talsverðan stuðning fólks hér í bænum og á kjaramála- ráðstefnu fóstra, sem haldin var fyrir skömmu, bárust okkur fjöl- margar stuðningsyfirlýsingar, svo við förum ótrauðar út í þessar aðgerðir einfaldlega til að fá mannsæmandi laun.“ Er þér kunnugt um hvort bæjar- yfirvöld hafi leitað eftir undan- þágu til að reka dagheimilin með ófaglærðu fólki? „Nei, mér er ekki kunnugt um það, enda mun það ýmsum van- köntum háð. Mér er kunnugt um að félagsmálaráð bæjarins er á móti því og ég er engan veginn viss um að foreldrar sætti sig við það, að dagheimilin verði gerð að „barnageymslum" í stað uppeld- isstofnana. Þá er rétt að benda á það að ef sveitarfélög tækju al- mennt upp á slíkum aðgerðum, væri það einfaldlega til að eyði- leggja heila stétt sérmenntaðs starfsfólks, sem kjara sinna vegna treystir sér ekki til að vinna við núverandi kringumstæður." Hvert verður svo framhaldið? Sigríður Gísladóttir, formaður kjaramálanefndar fóstra á Akureyri ásamt dóttur sinni. Ljósm. Mbl. Kristinn. „Við höfum áður sagt, að verði ekki hægt að koma til móts við þessar kröfur okkar, munum við byrja stríðið frá byrjun að nýju og þá væntanlega leggja fram þær kröfur, sem í upphafi komu fram af okkar hálfu. Það er grunnlaun verði samkvæmt 14. launaflokki og launahækkun forstöðukvenna verði talsvert meiri en nú var ætlað. En hvað sem segja má um þessa baráttu, þá hefur hún þó haft það í för með sér, að fóstrur hafa þjappast saman og verið mjög samtaka í baráttunni og í fram- haldi þess er á döfinni stofnun félags fóstra á Akureyri, sem er mikilvægt framfaraskref bæði hvað varðar félags- og kjaramál," sagði Sigríður að lokum. Fóstrur í Kópavogi höfnuðu: Dagvistarheimili lokuð eftir helgi DAGVISTARHEIMILI í Kópavogi verða lokuð frá mánudeginum, þar sem ekki tókst samkomulag milli fóstra og bæjarráðs um helgina. en fóstrur höfðu sagt störfum sinum lausum. Fóstrur höfnuðu tilboði bæjarráðs og tjáði Richard Björg- vinsson bæjarstjóri Mbl. 1 gær- kvöld, að um frekari tilboð af hálfu bæjarráðs yrði ekki að ræða og þvi yrði að ioka dagvistarheimilunum. Á fundi bæjarráðs í gær var tilboði fóstra um röðun í 12. launa- flokk og hækkun um 1 flokk eftir ár hafnað, en bæjarráð samþykkti ein- róma eftirfarandi bókun: Bæjarráð samþykkir eftirfarandi túlkun á 15. grein nýgerðs kjarasamnings, enda falli fóstrur frá uppsögnum sínum, - sem taka eiga gildi í kvöld. Með tilvísun til 15. greinar sérkjara- samnings bæjarráðs við Starfs- mannafélag Kópavogs, skal greiða fóstrum á þær 2 klukkustundir á viku í undirbúningstíma mismun á dagvinnu og eftirvinnukaupi miðað við umsaminn launaflokk. Þessi til- högun gildir einungis til næstu kjarasamninga. Fóstrur fengu frest til að svara tilboði bæjarráðs til kl. 17 og komu þær á fund ráðsins kl. 18.10 og höfnuðu tilboðinu og segir í fundar- gerð bæjarráðs, að þær sætti sig ekki við dulbúna launahækkun. I framhaldi af þessari niðurstöðu samþykkti bæjarráð einróma eftir- farandi bókun: Bæjarráð harmar hina óbilgjörnu afstöðu fóstra og vekur enn athygli á því, að bæjarráð telur sér ekki fært að ræða um launaflokkahækkanir beint ofan í nýgerðan kjarasamning við Starfs- mannafélag Kópavogs án þess að það leiði til endurskoðunar á samn- ingnum við starfsmenn bæjarins almennt. Bæjarráð telur sig því ekki geta gert fóstrum frekari tilboð, en samþykkir að dagvistarheimili í Kópavogi verði lokuð unz öðruvísi kann að skipast. Richard Björgvinsson sagði að lengra yrði ekki komist í þessu máli, bið yrði á tilboðum frá bæjarráði og heimilin því lokuð á meðan, en þau eru 6. Sjálfvirkt val til Bretlands FRÁ OG með deginum í dag er tekið í notkun sjálfvirkt val til Stóra- Bretlands, en í frétt frá Póst- og símamálastofnuninni í gær segir einnig, að notendur sjálfvirka síma- kerfisins á 92 svæðinu geti einnig hringt beint til útlanda. Gjald fyrir sjálfvirk símtöl verður 9,80 kr. á mínútuna, en gjald fyrir símtöl með aðstoð talsambandsins, 09, er 12,50 kr. hver mínúta, miðað við núverandi gengi SDR. Þögul mótmæli við ófull- nægjandi málsmeðferð - segir Vilmar Pedersen sem sat hjá við atkvæðagreiðslu um viðbótarsamning BSRB SEXTÍU manna samninganefnd BSRB samþykkti viðbótarsamning við fjármálaráðherra með 38 at- kvæðum gegn 1 og 12 fulltrúar sátu hjá. Einn þeirra er sat hjá var Vilmar H. Pedersen fulltrúi Starfs- mannafélags sjónvarpsins og innti Mbi. hann eftir ástæðum þess að hann sat hjá. Framkvæmdastofnun vísar togara- kaupamálinu til ríkisstjórnarinnar „Ætlaði að nota Framkvæmdastofnun sem fótaþurrku44 segir Ólafur G. Einarsson um ríkisstjórnina „VIÐ VITUM, að rikisstjórnin ætlaði að nota Framkvæmdastofn- unina sem fótaþurrku i þessu máli og þvi samþykktum við i stjórn í’rail’kvæmdastofnunar í morgur. að æskja þess, aö FÍkÍSSÍjÓmín segði sitt álit á málinu, og er málið því í hennar höndum nú,“ sagði ólafur G. Einarsson m.a. i viðtali við Mbl. í gær, en á fundi stjórnar stofnunarinnar i gær- morgun var samþykkt samhljóða af öllum stjórnarmeðlimum til- laga, framlögð af fimm þeirra, þess efnis að æskja þess að ríkis- stjórnin skýri stjórninni frá af- stöðu sinni til kaupa á svonefnd- um Þórshafnartogara. Ólafur G. Einarsson og Matthías Bjarnason, ásamt Stefáni Guð- mundssyni, Geir Gunnarssyni og Þórarni Sigurjónssyni, lögðu fram svohljóðandi tillögu: „Eftir að stjórn r Framkvæmdastofnunar ríkisins samþykkti á fundi sínum þann 17. þ. m. tillögu um afgreiðslu á togarakaupum Útgerðarfélags N-Þingeyinga hf. hafa farið fram umræður á Alþingi um málið. í tilefni af þeim umræðum óskar stjórn Framkvæmdastofnunar að upplýst verði afstaða ríkisstjórnar- innar til Jæirrar lausnar málsins, sem fyrrgreind tillaga gerir ráð fyrir." Tillagan var samþykkt sam- hljóða með atkvæðum flutnings- manna og Eggerts Haukdal og Karls Steinars Guðnasonar. Þá sagði Ólafur: „Á fundinum lögðum við Matthías einnig fram bókun þar sem málsatvik eru rakin, en við samþykktum á fundi h; 17. þ.m. að lánað skyldi fé úr Byggðasjóði tii á togara að kaupverði og endurbótakostnaði 2e milljóna norskra króna. Byggða- sjóður skyldi lána beint 10%, en 10% kæmu af sérstöku fjármagni, sem ríkisstjórnin hugðist fela Byggðasjóði til ráðstöfunar með ábyrgð ríkissjóðs. Forsendur fyrir samþykki okkar voru m.a. þær, að ríkisstjórnin, aS.TÍ befur haft forystu í þessu máli, væri samþykk peaa«w T™" „Ríkisstjórnin fjallar um málið á þriðjudag“ - segir Gunnar Thoroddsen um tillögu Framkvæmdastofnunar „Ég var að fá bréfið frá stjórn Framkvæmdastofnunar i hend- ur. Það verður lagt fyr'ir á næsta ríkisstjórnarfundi, sem haldinn verður n. k. þriðjudagsmorgun“ sagði Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra, er Mbl. spurði hann álits á tillögunni sem samþykkt var á fundi stjórnar Framkvæmdastofnunar i gær- morgun, þess efnis að óskað sé eftir áliti rikisstjórnarinnar um kaup á Þórshafnartogaranum. Þá spurði blaðamaður forsæt- isráðherra, hvort mál þetta hefði ekki verið rætt í ríkisstjórninni, t.a.m. á ríkisstjórnarfundi, sem haldinn var í fyrramorgun. Hann svaraði því til, að það hefði verið rætt margsinnis. — Hver var niðurstaða þeirra umræðna? „Ég vil ekki tjá mig frekar um málið á þessu stigi," svaraði forsætisráðherra. stöfun og hefði beint þeim tilmæl- um til stjórnarinnar að afgreiða málið með þessum hætti. Við umræður á Alþingi í gær og fyrradag kom hins vegar fram, að ríkisstjórnin hefur ekki tekið neina afstöðu til málsins. Forsætisráð- herra segir alvarleg mistök hafa átt sér stað og iðnaðarráðherra segir nauðsynlegt að endurskoða málið. Það liggur fyrir, að ríkis- ábyrgðarsjóður getur ekki, án sér- stakrar lagaheimildar ábyrgst 90% kaupverðsins. Þeirrar heimildar hefur eKKi Þá sagði Ólafur að þeir vildu ekki að Framkvæmdastofnun ríkis- ins sæti uppi með vandann. „Ríkis- stjórnin átti upptökin að þessu. Ég lenti í þessu máli sem varamaður og vil taka fram, að ég er á engan hátt áhugamaður um þessi togara- kaup, en taldi að Framkvæmda- stofnunin ýrSÍ SÖ Síar.dS v|ð gefin fyrirheit og stóð að afgreiðslu málsins samkvæmt því.“ — Það hefur komið fram í fjöl- miðlum, að innan veggja alþingis sé rætt um hugsanlegar mútur til handa einhverjum aðilum í sam- bandi við þessi togarakaup. Hvað viltu segja um það? „Ég hef nú ekki heyrt það, en ef slík umræða á sér stað verð ég að segja að mér finnst það í grófara lagi að vera með slíkar aðdróttanir. Ég ætla þessum mönnum, sem lagt hafa sig fram um togarakaupin, ekki annað en að þeir vilji vinna að þessu máli vegna trúar sinnar á, að það geti orðið héraðinu til hags- bóta,“ sagði Ólafur í lokin. — Mér er engin launung að ég sat hjá vegna þess að mér fannst hér um að ræða ófullnægjandi máls- meðferð, en á fundinum var fjallað um tillögu fjármálaráðherra sem úrslitakosti, en ekki sem tillögu og því hefði ég talið eðlilegra, að farið yrði út i allsherjaratkvæðagreiðslu félaganna. Það hefur lítið komið fram að við vorum 12 sem sátum hjá og það má kalla þessa hjásetu eins konar þögul mótmæli við málsmeð- ferðinni. Við verðum að líta á þessa tillögu í framh’aldi af öðrum aðgerð- um ríkisstjórnarinnar, m.a. að brátt kemur til framkvæmda 7% skerðing á vísitölubótum og það er því eins og að kyssa á vöndinn að taka þessu tilboði og nokkuð úr takt við kjara- baráttu okkar, sagði Vilmar og bætti því við að í gangi væri undirskriftasöfnun meðal félaga BSRB. Sjónvarp: Reynt að draga úr yfirvinnu og aðkeyptri vinnu enn HEFÍm y“r!A ákve^ ið til hvaða sparnaðaraðgerða sjónvarpið mun gripa á næst- unni, en um hugsanlegar leiðir hefur verið rætt um á fundum útvarpsráðs að undanförnu. Verður reynt að ákveða aðgerðir á næsta fundi útvarpsráðs nk. þriöjudag. — Við höfum einungis rætt hugmyndir og margar hafa komið fram, en ekkert er enn ákveðið. Stungið hefur verið upp á að fækka útsendingardögum, en um það eru mjög skiptar skoðanir og ég veit ekki hvort af því verður. Hjá sjónvarpinu er talsvert um aðkeypta vinnu og yfirvinnu og ég geri ráð fyrir að þar megi draga nokkuð úr áður en kemur til uppsagna starfsfólks og að vart verði af því að þessu sinni, sagði Pétur Guðfinnsson framkvæmda- stjóri sjónvarps, er hann var spurður hvað helzt væri til um- ræðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.