Morgunblaðið - 21.02.1981, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981
BIBLIUDAGUR1981
sunnudagur 22.febrúar
í dag, ó Biblíudegi, veröur tekið á móti gjöfum til styrktar
starfi félagsins viö allar guösþjónustur í kirkjum landsins (og
næstu sunnudaga í kirkjum, þar sem ekki er messaö á
Biblíudaginn), svo og á samkomum kristilegu félaganna. — Er
heitiö á alla landsmenn aö styöja og styrkja starf Hins íslenzka
Biblíufélags.
DOMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr.
Jón Bjarman. Kl. 2 messa. Sr. Þórir
Stephensen. Fermingarbörn flytja
bæn og texta. Þess er vænst að
fermingarbörn og aöstandendur
þeirra komi til messunnar.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna-
samkoma í safnaöarheimili Árbæj-
arsóknar kl. 10.30 árd. Guösþjón-
usta í safnaöarheimilinu kl. 2. Tekiö
á móti gjöfum til Hins íslenzka
Biblíufélags Kirkjukaffi Kvenfélags
Árbæjarsóknar eftir messu. Sr.
Guðmundur Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL: Messa aö Norö-
Urbrún 1 kl. 2. Sr. Árni Bergur
Sigurbjörnsson.
BREIDHOLTSPRESTAKALL:
Barnasamkoma kl. 10.30. Guös-
þjónusta kl. 14 í Breiöholtsskóla.
Sr. Lárus Halldórsson.
BÚST AÐAKIRK JA: Barnasam-
koma kl. 11. Guösþjónusta kl. 2.
Félagsstarf aldraöra er á miöviku-
dögum milli kl. 2 og 5 síöd. Sr.
Ólafur Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL: Barna-
samkoma t' safnaöarheimilinu viö
Bjarnhólastíg kl. 11. Guösþjónusta
í Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorberg-
ur Kristjánsson.
LANDAKOTSSPÍTALI: Kl. 10
messa. Organleikari Birgir Ás Guö-
mundsson. Sr. Þórir Stephensen.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guösþjón-
usta kl. 10 árd. í umsjá sr. Arngríms
Jónssonar.
FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL:
Laugardagur: Barnasamkoma í
Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnu-
dagur: Barnasamkoma í Fellaskóla
kl. 11 f.h. Guösþjónusta í safnaöar-
heimilinu aö Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Sr.
Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Guösþjónusta kl. 2,
altarisganga. Skátar koma í heim-
sókn. Almenn samkoma n.k.
fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr.
Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Biblíudagur-
inn. Messa kl. 11. Biskup íslands,
herra Sigurbjörn Einarsson predik-
ar. Sr. Karl Sigurbjörnsson þjónar
fyrir altari. Messa kl. 2. Kirkjukaffi
að lokinni messu. Sr. Ragnar Fjalar
Lárusson. Þriöjud. 24. febr.: Fyrir-
bænaguösþjónusta kl. 10.30 árd.
Beöiö fyrir sjúkum. Kirkjuskóli
barnanna er á laugardögum kl. 2 í
gömlu kirkjunni.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
HATEIGSKIRKJA: Barnaguösþjón-
usta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson.
Messa kl. 2. Sr. Arngrímur Jóns-
son. Lesmessa og fyrirbænir
fimmtudagskvöld 26. febrúar kl.
20.30. Sr. Arngrímur Jónsson.
K ARSNESPRESTAK ALL: Fjöl-
skylduguösþjónusta í Kópavogs-
kirkju kl. 11 árd. Fullorðnir eru
hvattir til aö koma meö börnunum
til guösþjónustunnar. Sr. Árni
Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Sigurgeir Sigrugeirs-
son, Jón Stefánsson, Siguröur
Haukur og fleiri sjá um stundina.
Guðsþjónusta kl. 2. Organleikari
Jón Stefnánsson. Prestur sr. Sig.
Haukur Guöjónsson. Tekiö á móti
framlögum til Biblíufélagsins.
Kirkjukaffi á vegum Kvenfélagsins
kl. 2. Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Barnaguös-
þjónusta kl. 11. Messa kl. 14.
Margrét Hróbjartsdóttir, safnaöar-
GUDSPJALL DAGS-
INS:
Lúk. 8.:
Ferns konar sáöjörö.
systir predikar. Tekiö á móti fram-
lögum til Biblíufélagsins. Þriöjud.
24. febr.: Bænaguösþjónusta kl.
18, altarisganga og æskulýösfund-
ur kl. 20.30. Föstud. 27. febr.:
Síödegiskaffi kl. 14.30. Sóknar-
prestur.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl.
10.30 árd. Messa kl. 2. Sr. Frank
M. Halldórsson. Kirkjukaffi. Muniö
bænamessur á fimmtudagskvöld-
um kl. 20.30.
SELJASÓKN: Barnaguösþjónusta
aö Seljabraut 54 kl. 10.30. Barna-
guösþjónusta í Ölduselsskóla kl.
10.30. Guösþjónusta aö Seljabraut
54 kl. 2. Biblíudagurinn. Gideonfé-
lagar kynna starfsemi sína. Geir-
laugur Árnason predikar. Sókn-
arprestur.
SELTJARNARNESSÓKN: GuöS-
þjónusta kl. 11 árd. í Félagsheimil-
inu. Sr. Guömundur Óskar Ólafs-
son.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Guös-
þjónusta kl. 2. Organleikari Sigurö-
ur ísólfsson. Prestur sr. Kristján
Róbertsson.
FÍLADEILFÍUKIRKJAN: Almenn
guösþjónusta kl. 8 síöd. Ræöu-
maöur Jónas Gíslason rltari Hins
íslenzka Biblíufélags. Organisti Árni
Arinbjarnarson. — Fórn til Biblíufé-
lagsins. Einar J. Gíslason.
KFUM & KFUK, Amtmannsstíg 2B:
Samkoma kl. 20.30. Sr. Lárus
Halldórsson talar.
DOMKIRKJA KRISTS KONUNGS
Landakoti: Lágmessa kl. 10.30 árd.
Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa
kl. 2 síöd. Alla rúmhelga daga er
lágmessa kl. 6 síðd., nema á
laugardögum, þá kl. 2 síöd.
FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl.
11 árd.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 10 árd. Bæn kl. 20 og
hjálpræöissamkoma kl. 20.30.
Daniel Óskarsson talar.
NÝJA POSTULAKIRKJAN Hóaleit-
isbr. 58. Messur kl. 11 og kl. 17.
MOSFELLSPRESTAKALL: Messa
á Mosfelli kl. 14. Sóknarprestur.
GARÐASÓKN: Barnasamkoma í
skólasalnum kl. 11 árd.
VÍDISTAÐASÓKN: Barnaguös-
þjónusta kl. 11 árd. Almenn guös-
þjónusta kl. 14. Sr. Siguröur H.
Guöjónsson.
HAFNARFJARDARKIRKJA: Guös-
þjónusta kl. 2. Dr. Einar Sigur-
björnsson predikar. Sóknarprestur.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfiröi: Barna-
tíminn er kl. 10.30. Guösþjónusta
kl. 14. Dr. Þórir Kr. Þóröarson
ræöir um Biblíuþýðingar, útgáfu
Biblíunnar og notkun. Jón Mýrdal
organleikari leikur verk eftir Bach
frá kl. 13.30. Eftir messu er kynnis-
ferö til Kaþólsku kapellurnnar í
Garöabæ. Safnaöarstjórn.
KAPELLA St. Jósefasystra í
Garöabæ: Hámessa kl. 2 síöd.
KAPELLAN St. Jósefsspítala
Hafnarfiröi: Messa kl. 10 árd.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl.
8.30. Rúmhelga daga er messa kl.
8 árd.
KÁLFATJARNARKIRKJA: Messa
kl. 2 síöd. Gideonfélagar kynna
starf sitt. Sr. Bragi Friðriksson.
INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Barnaguösþjónusta kl. 15. Fjöl-
skylduguösþjónusta kl. 14. Skátar
aöstoöa. Kaffisala Systrafélagsins í
safnaöarheimilinu eftir messu.
Sóknarprestur.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 11 árd. —
Tónleikar kl. 15. Sóknrprestur.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Guösþjón-
usta á sjúkrahúsinu kl. 10.30 árd.
Skátaguösþjónusta kl. 14 í tilefni af
Baden Powell-degi. Skátar að-
stoöa. Fermingarbörn eru hvött til
aö sækja guösþjónustuna. Sókn-
arprestur.
GINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 2
síöd. Sr. Gísli Brynjólfsson predik-
ar. Minnst aldarafmælis sr. Bryjólfs
heitins Magnússonar. Sóknarprest-
ur.
UTSK ALAKIRKJA: Messa kl. 2
síöd. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 10.30 árd. Messa kl. 14.
Sr. Hugh Martin predikar. Sr. Björn
Jónsson.
ERLENDAR BÆKUR:
„Fall keisarans“
ALLLÖNGU áður en íranskeis-
ari andaðist í Egyptalandi eftir
eins og hálfs árs útlegð voru
menn farnir að rita bækur um
hann. Þar var reynt að skýra á
mismunandi fræðilegan hátt,
hversu það hefði mátt gerast að
hann, Ljós aríanna, konungur
konunganna, keisari keisaranna
og fleira sem hann kallaði sig
hefði hrökklast úr sessi, eigin-
lega án þess að hann sýndi
alvarlega tilburði til að berjast
gegn því. Það er nú ljóst að
mótstöðuafl keisarans var löngu
þrotið þegar hann fór frá íran og
þaðan hvarf hann brotinn maður
sem ól ekki lengur með sér
neinar vonir um að hann gæti
nokkurn tíma snúið heim aftur.
Þeir sem fóru síðan að skrifa um
hann bækur gerðu það sömuleið-
is af misjafnlega miklum skiln-
ingi, að ekki sé nú talað um að
hlýhugurinn var oft og einatt
ansi takmarkaður.
Meðal þessara bóka er „The
Fall of the Shah“ eftir Ferey-
doun Hoveyda, sem er bróðir
Hoveyda, er var lengi forsætis-
ráðherra keisarastjórnarinnar,
en var tekinn af lífi eftir að
Khomeini hafði komizt til valda.
Líflát Hoveyda vakti mikla and-
stöðu og viðbjóð margra, enda
þótti flestum einsýnt að þar væri
bakari hengdur fyrir smið — ef
einhvern þurfti nauðsynlega að
hengja.
„The Fall of the Shah“ segir
sögu erfiðs tímabils í sögu írans.
Fereydoun Hoveyda skrifar af
eftir F.
Hoveyda
persónulegri reynslu og hefur
aðstöðu til að fylgjast með mál-
unum innan frá, ekki aðeins með
því að segja frá, heldur leitast
hann við að skýra hvers vegna
keisarinn varð æ einráðari og
ófúsari til að fara að ráðum
annarra en einhverra viðhlæj-
enda einkum úr hópi fjölskyldu
sinnar. Hann dregur upp ljóta
mynd af aðgerðum leynilögregl-
unni SAVAK, spillingu innan
keisarafjölskyldunnar, stöðugt
vaxandi fúlgur sem látnar voru
til hermála og pólitískan þrýst-
Fereydoun Hoveyda.
ing sem íran sætti utan frá, svo
og lýsir hann ástæðum fyrir því
að keisarinn varð stöðugt ein-
angraðri og skilningslausari á
þarfir þjóðarinnar og langanir,
og hversu trúarleg ólga sem fór
um landið var mögnuð, meðal
annars með skeytingarleysi keis-
arans að ná ekki málamiðlun við
trúarleiðtogana. Öllum ber sam-
an um að trúarlíf í íran á
keisaratímanum hafi verið stór-
lega vanrækt, þó svo að keisar-
inn hefði uppi skrúðmælgi á
tyllidögum um hina sterku trú.
Fyrir þá sem fylgdust allgaum-
gæfilega með hnignunarskeiði
keisarans er kannski ekki ýkja
margt sem kemur á óvart, upp-
ijóstranir Hoveyda eru ekki svo
ýkja stórvægilegar. En þarna er
á einum stað skrifað skilmerki-
lega og læsilega — og það má
höfundurinn eiga — að hann
reynir í hvívetna að gæta hlut-
lægni þrátt fyrir allt það sem
gerðist. Lesandi skynjar betur
en áður hversu tókst að undir-
búa þann jarðveg sem í hafa
síðan blómstrað öfgamenn eins
og Khomeini og „námsmennirn-
ir“ sem handtóku sendiráðið.
Kenning höfundar er í raun sú
að það hafi verið uppúr hátíða-
höldunum í Persepolis 1971, sem
keisarinn fór að breytast fyrir
alvöru og orðið smátt og smátt
gripinn svo lygilegu stór-
mennskubrjáli að hann hafi í
fullri alvöru litið á sig sem
Konung konunganna og veröld
hans hafi snúist upp frá því um
hann. Hoveyda gerir og grein
fyrir því í ítarlegu máli hversu
mjög fjölmiðlar áttu þátt í að
koma Khomeini til valda og þá
ekki sízt og raunar einvörðungu
eftir að hann kom til Frakk-
lands. Hitt er ljóst að Khomeini
hefði ekki náð þeim ítökum sem
sýndi sig á nokkrum mánuðum
ef ekki hefði verið búið að skapa
jarðveginn vel og skipulega.
Samt finnst mér sérkennilegt
að maður verður engu nær um
persónu íranskeisara. Þrátt
fyrir öll þessi skrif, bæði í bók
Hoveyda og öðrum sem ég hef
lesið um keisarann fyrr og síðar
— ég hef ekki hugmynd um
hvernig hann var þessi maður,
hvað hann hugsaði og hvernig
hann dró ályktanir. Þetta er ekki
smávegis löm í þessari bók sem
öðrum.
Jóhanna Kristjónsdóttir
Bjarnhildur Sigurðardóttir og
Elín Njálsdóttir í hlutverkum
sfnum í Stalín, sem Leikklúbbur
Skagastrandar sýnir um þessar
mundir, en leikritið er eftir
Véstein Lúðviksson.
Stalín er ekki
á Skagaströnd
GRÓSKA er í leiklistarlífi á
Skagastrond. Leikklúbbur
Skagastrandar stóð fyrir leiklist-
arnámskeiði í nóvember, þar sem
um 20 manns nutu leiðsagnar
Sögu Jónsdóttur. Þá var leikritið
Stalin er ekki hér, eftir Véstein
Lúðvíksson, frumsýnt í Fellsborg
hinn 17. þessa mánaðar, og siðar
verður farið með sýninguna um
nágrannabyggðir.
Leikstjóri Stalíns er Saga Jóns-
dóttir, en leikendur eru ólafur
Bernódusson sem leikur Þórð,
Guðný Sigurðardóttir leikur
Mundu, Bjarnhildur Sigurðardótt-
ir leikur Svandísi, Elín Njálsdóttir
Huldu, Magnús B. Jónsson Stjána
og Jón Hallur Pétursson leikur
Kalla, en alls vinna 17 manns að
sýningunni.
Leikritið Stalín er ekki hér var
fyrst frumsýnt í Þjóðleikhúsinu
fyrir fáum árum, og hefur síðan
einnig verið sýnt hjá Leikfélagi
Akureyrar.
Leikmyndin í sýningu Skag-
strendinga er eftir hugmynd leik-
stjórans, unnin í hópvinnu af
leikhópnum.