Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 12
\ 2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981
Hvernig varð sósíalista-
flokkurinn að fjtildaflokki?
Búkmenntir
eftir HANNES H.
GISSURARSON
Stefán Hjálmarsson:
Frá kreppu til hernáms
útg. Framlag,
Reykjavík 1980,116 bls.
Róttæklingar, sem stundað hafa
sagnfræðinám í Háskóla íslands,
hafa síðustu árin gefið út nokkrar
lokaritgerðir sínar fjölritaðar,
sem einkum hafa verið um Sósíal-
istaflokkinn. Ein þessara ritgerða
er Frá kreppu til hernáms eftir
trotskísinnann Stefán Hjálmars-
son, að stofni cand. mag.-ritgerð
hans um Sósíalistaflokkinn
1939—1942, er hann varð að
fjöldaflokk. Hún er fróðleg, höf-
undurinn er heiðarlegur í frásögn,
.þótt hinar skrýtnu stjórnmála-
skoðanir hans dyljist ekki og villi
honum stundum sýn. Hann segir
hreinskilnislega frá viðbrögðum
Sósíalista við griðasáttmála Hitl-
ers og Stalíns 1939, en eftir hann
og fram að innrás Hitlers í
Ráðstjórnarríkin 1941 voru þessir
tveir alræðisherrar bandamenn,
og Sósíalistar hérlendis skiptu því
snarlega um höfuðóvin, Bretinn
kom í stað Þjóðverjans. Nægir að
vitna í Þjóðviljann 28. marz 1940
eins og höfundur gerir (bls. 26):
„Það er ekki lengur þýzki fas-
isminn, þýzka yfirdrottnunar-
stefnan, sem vofir yfir íslandi. Nú
er það brezka auðvaldið, sem
vægðarlaust hagnýtir sér fjár-
málaleg ítök og hernaðarlega af-
stöðu til að meðhöndla ísland sem
nýlendu."
Einnig hefur höfundur dregið
saman töluverðan fróðleik um
baráttuna í verkalýðsfélögunum á
höfuðborgarsvæðinu 1939—1942,
þar sem fylgismenn Héðins Valdi-
marssonar, Sjálfstæðismenn, Al-
þýðuflokksmenn og Sósíalistar
börðust. En því miður verður
honum á í því efni vegna hleypi-
dóma sinna. Hann segir (bls. 32):
„Hér má þó benda á, að ekki
verður séð, að aðskilnaður Al-
þýðusambandsins frá Alþýðu-
flokknum hafi dregið úr fylgi
Sjálfstæðisflokksins innan verka-
lýðshreyfingarinnar. Á hinn bóg-
inn er sitthvað til í því, að ónóg
fræðsla hafi valdið hér nokkru um
og er svo reyndar enn í dag.“
Það er áberandi, að róttækl-
ingar telja það afbrigðilegt, til
marks um „ónóga fræðslu" eða
jafnvel eitthvert óeðli, þegar
verkamenn fylgja Sjálfstæðis-
flokknum. Þeir mega mín vegna
hafa þá skoðun. En þeir mega ekki
vísindanna vegna nota hana sem
forsendu án nokkurra skýringa,
eins og höfundur gerir. Þeir verða
að hafna hinni skoðuninni með
rökum, að verkamönnum sé miklu
betur borgið í skipulagi atvinnu-
frelsis en sameignar og að borg-
araflokkar þjóni hagsmunum
þeirra því betur en samhyggju-
flokkar. Að þeirri skoðun hafa
kunnir fræðimenn leitt þung rök,
t.d. dr. Magnús Jónsson prófessor
í greininni Eiga verkamenn að
vera sósíalistar? í tímaritinu
Stefni 1930, Ólafur Björnsson
prófessor í greininni Hagsmuna-
samtökunum og þjóðfélaginu i
Afmælisriti Heimdallar 1957 og
dr. Benjamín Eiríksson hagfræð-
ingur í greininni Kenningum um
verðmæti vinnunnar í bókinni
Verkalýðnum og þjóðfélaginu
1962.
Annað vakti athygii mína í
þessu riti: notkun orðsins „ofsókn-
ir“. Róttæklingar hafa mjög notað
þetta orð og jafnvel reynt að snúa
við merkingu þess. Það er því full
ástæða til að greina það. Maður
ofsækir annan, ef hann berst í
sífellu við hann á óleyfilegan eða
ósiðlegan hátt, brýtur rétt hans.
Listamaður á engan „rétt“ á styrk
eða blað á auglýsingu, en allir eiga
rétt á því, að aðrir láti þá í friði, ef
þeir brjóta ekki lög og velsæmis-
reglur. En orðið „ofsókn" öðlast í
máii róttæklinga jafnvel þá
merkingu, að þeir fái ekki sjálfir
að fara öllu sínu fram, fái ekki að
fara út fyrir þau mörk, sem lög og
siðir draga, fái m.ö.o. ekki að
ofsækja aðra! Það var til dæmis
Þjóðviljinn, sem ofsótti forvíg-
ismenn undirskriftasöfnunarinn-
ar undir kjörorðinu „Varið land“
með skrifum sínum 1974, en þeir
ofsóttu síður en svo blaðið, er þeir
kærðu þessi skrif, heldur neyttu
réttar síns. Þessar kærur nefndu
þó róttæklingar því furðulega
nafni „réttarofsóknir“. Höfundur
ritgerðarinnar segir nokkrar sög-
ur af „ofsóknum" gegn Sósíalist-
um á árunum 1939—1942, en þær
verða að litlu sem engu við
greiningu. Er það ofsókn, að
felldur sé niður styrkur til lista-
manna af almannafé eða að aug-
lýsingum sé hætt í blað? Mér
finnst það mjög hæpið. Gera
verður greinarmun á því að hætta
að styðja einhvern og gera á hlut
hans, þ.e. brjóta rétt hans. Ég er
ekki að verja allar aðgerðirnar
gegn Sósíalistum (þótt sumar
þeirra hafi verið réttmætar) með
þessari ábendingu, heldur að
hvetja til skýrlegrar hugsunar og
réttrar notkunar tungunnar.
Annað mál er það, að Vilmund-
ur Jónsson landlæknir gerði, eins
og höfundur bendir á, skarplegar
athugasemdir, jafn tímabærar þá
og nú, við þingsályktunartillögu
sem Jónas Jónsson frá Hriflu,
Stefán Jóhann Stefánsson og Pét-
ur Ottesen fluttu gegn kommún-
istum og nazistum, byltingarsam-
hyggjumönnum og þjóðernis-sam-
hyggjumönnum. Höfundur hefur
þessi orð eftir Vilmundi um vanda
lýðræðissinna, er ofbeldisflokkar
koma til sögunnar í lýðræðis-
skipulagi (bls. 80):
“Annarsvegar er að rétta þeim
andvaralaust upp í hendurnar öll
réttindi lýðræðisins og horfa á þá
nota þau til að grafa undan því, og
hinsvegar er sú hætta, að lýðræðið
verði gripið því hysteriska fáti
geðæsingamanna, að það afnemi
Sigurlaug Bjarnadóttir:
Mistök, sem verð-
ur að leiðrétta
- Hvers vegna híkaði Alþingi?
Þá er skattaframtalið frá þetta
árið. Þeir, sem ráðist höfðu í
húsbyggingu eða húsakaup fyrir
þremur árum eða skemur og
stofnað þannig til sligandi skulda
fögnuðu nýlögbundnum vaxtafrá-
drætti. Hinir, sem höfðu steypt
sér út í ævintýrið fyrir 3—6 eða
fleiri árum mega hinsvegar halda
áfram að sligast í friði undan
vöxtum af sínum lausaskuldum án
aðstoðar frá löggjafans hendi. —
Skrítið réttlæti!
Nákvæmlega í núlli
í öllu þessu skattastússi kom
upp í mínum huga sú ljúfsára
minning frá sl. ári, er ég — í
fyrsta skipti sem „sjálfstæður
skattþegn", reif upp launaumslag-
ið mitt frá ríkisféhirði, er ég kom
heim úr sumarfríi í byrjun ágúst
og sá, að innborguð laun þann
mánuðinn stóðu nákvæmlega á
núlli. Gjaldheimtan hafði þar vel
fyrir öllu séð, og ég var víst ekki
sú eina, sem í krafti aukins
Jafnréttis kynjanna“ á íslandi
mátti þola þessa uppákomu.
Og það er ýmislegt fleira, sem
leitar á hugann nú á þessum
síðustu og verstu tímum hóflausr-
ar opinberrar skattheimtu. Einna
áleitnust er hin umdeilda 59. gr.
nýrra skattalaga, sem kveður svo
á, að þeim, sem starfa við eigin
atvinnurekstur eða sjálfstæða
starfsemi skuli ákvarða tekjur af
starfinu eigi lægri en launatekjur
jæirra hefðu orðið, ef þeir hefðu
starfað sem launþegar hjá óskyld-
um aðila.
Tilgangur —
framkvæmd
Þetta lagaákvæði átti að koma í
veg fyrir, að hátekjumenn í at-
vinnurekstri gætu smeygt sér
undan tekjuskatti með því að
draga rekstrartap fyrirtækisins
frá eigin tekjum. í þessum til-
gangi einum var þetta sett i lög
en ekki til að niðast á fjölmörg-
um smáatvinnurekendum, eink-
um meðal bænda og smákaup-
manna, mörgu hverju eldra
heilsutæpu fóiki, sem engan veg-
inn átti að koma inn i dæmið eins
og það var sett upp af hálfu
löggjafans.
Ég var á sínum tíma í hópi
þeirra alþingismanna, sem greiddi
þessari lagagrein atkvæði mitt, —
með hálfum huga þó en. í þeirri
einlægu von og trausti, að lögin
yrðu framkvæmd eins og til var
ætlazt. Ég treysti því, að ákveðnar
viðmiðunarreglur í lögunum, sem
tóku tillit til ýmissa aðstæðna, svo
sem aldurs, heilsufars, starfstíma
o.fl. og ríkisskattstjóri átti að gefa
skattstjórum í hinum ýmsu skatt-
umdæmum fyrirmæli um að vinna
eftir — ég treysti því, að þær
myndu reynast nægilegur var-
nagli.
Aðeins eitt svar
Eftir að lagt hefir verið á í
fyrsta skipti eftir hinum nýju
skattalögum sýnir reynslan því
miður hið gagnstæða. Við því er
auðvitað ekki til nema eitt svar:
að fella þessa lagagrein úr gildi
þar sem sýnt er, sem margir
óttuðust fyrirfram, að fram-
kvæmd hennar er klúðrað með
þeim hætti, að ekki verður við
unað.
Það liggur óneitanlega beinast
við að skella hér skuldinni á
skattstjórana. Við þekkjum af
biturri reynslu að þessir fulltrúar
ríkisvaldsins, laganna þjónar eru
sumir hverjir þekktir að öðru
fremur en sanngirni og mann-
legum skilningi í embættisfærslu
sinni. Það hefir ekki hvað sízt
komið fram gagnvart þeim skatt-
borgurum, sem hvað minnst eiga
undir sér og eru hvað sízt færir
um að bera hönd fyrir höfuð sér. í
þessu tilviki hafa embættismenn-
irnir að vísu nokkra afsökun, þar
sem í umræddri lagagrein felast
fyrirmæli um, að skattstjóra beri
skylda til að ákvarða manni, sem
starfar við eigin atvinnurekstur
eða sjálfstæða starfsemi tekjur af
starfinu.
Skattur af ímynd-
uðum tekjum
Útkoman hefir í reynd orðið sú,
að fjölda einstakiinga er nú gert
að greiða stórar fúlgur i skatt af
tilbúnum, imynduðum tekjum,
fjarri öllum raunveruleika. Slik
rangindi, slík ólög eru auðvitað
óviðunandi. En hvernig getur
slíkt gerzt — eða hvað varð um
viðmiðunarreglurnar og nákvæm
fyrirmæli frá ríkisskattstjóra um
framkvæmd þessa viðkvæma laga-
ákvæðis, sem áttu að fyrirbyggja,
að það yrði að óskapnaði í meðför-
um embættismannavaldsins? Það
er greinilegt, að Alþingi sjálft
hefði þurft áð búa hér betur um
hnútana.
Engum þarf að koma á óvart, að
öfugsnúin framkvæmd umræddr-
ar 59. gr. skattalaganna hefir
kallað fram hörð viðbrögð þeirra
skattborgara, sem hún hefir bitn-
að verst á. Sem vænta mátti hafa
það aðallega verið bændur, sem
gengið hafa fram fyrir skjöldu
með öflugum mótmælum og kröfu
um, að lagagreinin verði numin úr
gildi. Nýlega eftir að þing kom
saman sl. haust var frumvarp þess
efnis borið fram af Steinþóri
Gestssyni og þremur öðrum sjálf-
stæðismönnum. Steinþór hafði í
fyrravetur, við lokameðferð
skattalagafrumvarpsins, borið
fram breytingartillögu.sem gekk í
sömu átt: — að fella niður 59.
greinina. Sú tillaga var felld i
neðri deild, margir sátu hjá, voru
óákveðnir, vildu líklega sjá, hvern-
ig þessari tilraun til að ná inn
földum skatttekjum reiddi af í
framkvæmd.
Hefði ekki
þurft að hika
Þess hefði mátt vænta, að Al-
þingi hefði ekki lengur þurft að
hika, þegar Ijóst var orðið eftir
fyrstu álagningu eftir hinum nýju
skattalögum, hve afmánarlega
hafði til tekizt um þá framkvæmd.
En það var allt annað, sem kom á
daginn. Enginn meirihluti fannst
á Alþingi fyrir því að nema úr
gildi þessa misheppnuðu lagasetn-
ingu. Frumvarpinu var vísað til
ríkisstjórnarinnar, sem er gam-
alkunn, heldur kurteisleg aðferð
til að svæfa eða drepa alveg mál,
sem af einhverjum ástæðum finna
ekki náð fyrir augum ríkisstjórn-
arinnar hverju sinni.
Fyrirspurn til fjármálaráð-
herra, Ragnars Arnalds, er fram
kom snemma á haustþinginu frá
Birgi ísleifi Gunnarssyni um
skatttekjur ríkissjóðs af hinum
tilbúnu tekjum samkv. umræddu
lagaákvæði fæst ekki svarað. Ráð-
herrann fer undan í flæmingi, er
hugsanlega ekkert um það gefið að
opinbera, hve vel hefir veiðst á
þessum miðum í síhungraða ríkis-
hítina.
Hvað var þeim
að vanbúnaði?
Á Búnaðarþingi, er nú situr
hefir það komið fram í ræðu
landbúnaðarráðherra, Pálma
bónda á Akri, að hann hafi fullan
vilja til, að leiðrétting fáist á
þessu máli til handa bændum. Ég
efast ekki um, að Pálmi talar hér
af heilum hug. En hvað var honum
og öðrum stjórnarþingmönnum
sama sinnis, þ.á.m. bændum, að
vanbúnaði fyrir jólin, þegar tæki-
færi gafst til að tjá hug sinn í
verki með því að styðja tillögu um
niðurfellingu 59. greinarinnar?
Getur verið, að ástæðan hafi
aðeins verið sú, að þetta sjálf-
sagða réttlætismál var borið fram
af stjórnarandstæðingum en ekki
stjórnarliðum? — Það hallast
yfirleitt ekkert á með stjórn og
stjórnarandstöðu undir slíkum
kringumstæðum.
Hér hafa orðið mistök, sem
hljóta að verða viðurkennd og
ieiðrétt fyrr en seinna. Kannski
með bráðabirgðalögum í vor, þeg-
ar þingmenn eru farnir heim í
sumarleyfi!
En áreiðanlegri myndi sá hópur
skattborgara, sem á 59. greinina
yfir höfðu sér, skila framtalinu
sínu í ár jákvæðri og léttari í
bragði, ef afgreiðsla þessa máls á
Alþingi um jólaleytið í vetur hefði
orðið með meiri mannsbrag en
raun ber vitni.