Morgunblaðið - 21.02.1981, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981
15
það var fallega sagt af henni. En
hún hugsaði um heimilið fyrstu 13
árin og biður engan afsökunar á
því, að ég tók þá við. Það var
komið að mér. Og hún er ekki búin
með sinn „kvóta" ennþá.
„Þá varst þú þekktari, nú fellur
þú alveg í skuggann."
„Forsætisráðhérrann þáverandi
var nú lika meira i sviðsljósinu en
ég — ætli hann skyggi ekki á
flesta?"
„Hvernig var konan þin, þegar
þú kynntist henni? Sýndi hún þá
merki þess að hún yrði slík
valkyrja?"
„Sagðirðu valkyrja?" segir Arne
Olav Brundtland hlæjandi „Svona
til öryggis mótmæli ég orðalaginu.
En það hefur alltaf verið kraftur í
henni, hún er ekki fyrir að sitja
með hendur í skauti. Þegar við
kynntumst, var hún varaformaður
stúdentasamtaka Verkamanna-
flokksins og ég var ritstjóri blaðs
félags íhaldssamra stúdenta. Það
er ekki hægt að segja, að ég hafi
keypt köttinn í sekknum. Það kom
á óvart, að hún skyldi ná svona
Iangt, en það var ekki erfitt að
taka því. Og það er vissulega
gaman að vera giftur gáfaðri
konu, sem þar að auki er meiri
skapmaður en flestir."
„Hvað er það sem helzt mælir
með henni til forsætisráðherra?"
„Gáfur hennar og góðir hæfi-
leikar til að brjóta til mergjar
stjórnmálalegar og mannlegar að-
stæður. Og svo getur hún sagt sína
meiningu."
„Og hefur hæfileika til að afla
sér vinsælda meðal almennings".
„Þegar það er sett fram á
þennan hátt virðist það svo undir-
búið og úthugsað. Það er ekkert í
áttina við ^The selling of the
president". Eg held ég megi segja
að það hafi bara komið af sjálfu
sér. Henni skaut upp öllum á
óvart, og það kom í ljós að hún var
svo skolli hæf. Og hún á auðvelt
með að laða fólk að sér með
framkomu sinni.“
„Er það kostur í þínum augum
sem þjóðfélagsþegns, að hún skuli
vera kona?“
„Ég tel alveg víst, að konur hafi
vissa hluti fram að færa í stjórn-
málum, af því að þær eru konur,
sem karlmenn ekki hafa, af því að
þeir eru karlmenn. Það á nú
reyndar ekki við í þessu tilviki, en
ég hef oft talið að það væri alveg
eins gott að fá óþjálfaða konu inn
í stjórnmálin, eins og að halda
áfram að hafa óhæfa karlmenn.
Ég skil vel að hugmyndinni um
kvótaskiptingu milli kynjanna
skuli aukast fylgi.“
Lítið dæmi um mismuninn
finnst honum líka einkennandi. Er
Gro Harlem Brundtland tók við
embætti sagði hún í sambandi við
þau miklu verkefni sem blasa við
henni: „Ég er bara maður ...” —
en það telst víst „sögulegur við-
burður" að slíkt komi fram hjá svo
hátt settum stjórnmálamanni...
„Forsætisráðherrann á að
bjarga Verkamannaflokknum í
nauðum hans og þú munt sem
hægrimaður stuðla að því að það
mistakist, en í því felst að velta
henni úr ráðherrastólnum sem
hún hefur barist fyrir að komast í.
Veldur það ekki árekstrum?"
„Ég hef hugleitt þetta undan-
farna daga og er kominn að þeirri
niðurstöðu, að hvort okkar um sig
er einstaklingur, sem rétt er og
skylt að mynda sér sjálfstæða
skoðun og leggja sitt af mörkum,
en einangraður einstaklingur er
hugarsmíð. Við eigum gagnkvæm
samskipti við annað fólk, innan
fjölskyldunnar, í störfum okkar og
í vinahópi og þá tökum við tillit til
annarra. Maður verður að finna
jafnvægið í þessu."
„En í veruleikanum ert þú á
móti því sem hún og hennar
flokkur stefna að.“
„Ég ber um leið virðingu fyrir
því, að hún hefur þessa skoðun.
Þarna eru nokkurs konar mörk.
Ég hef sagt áður, að ég búi með
ánægju um rúm forsætisráðherr-
ans, en það sé verra með rúm
varaformannsins. Hvort ég muni
verða virkur í kosningabaráttunni
gegn Gro? Því svara ég ekki, það
kemur í ljós. Þessa dagana er það
hennar vegna, að fjölmiðlar koma
til mín og þá nota ég ekki aðstöðu
mína til flokkspólitísks áróðurs.
Reyndar er afstaða mín sem
magisters í stjórnmálafræði frem-
ur afstaða greinandans en gerand-
ans. Gro er miklu meiri baráttu-
maður í stjórnmálaslagnum."
„Líst þér vel á að fara eins og
aðrir makar forsætisráðherra í
opinberar heimsóknir og láta sýna
þér söfn og barnaheimili?"
„Þegar Gro var umhverfisráð-
herra fór ég með henni til Sovét-
ríkjanna og Egyptalands, en
„konudagskráin" var gerð með
tilliti til áhugamála makans,
þannig að ég hitti starfsbræður
mína í utanríkismálastofnuninni í
Sovétríkjunum og í Egyptalandi
hitti ég utanríkisráðherrann, svo
það var ekki svo slæmt."
„Hvað viltu segja við þá eigin-
menn sem ekki þola að kona
þeirra hljóti meiri frama en þeir?“
„Að þeim sé vorkunn. Þeir eiga
svo bágt...“
Arne Olav Brundtland hlýtur
að vera Noregsmeistari i hlát-
urmildi segir blaðamaður Ber-
lingske Tidende.
ólafsson T.R., 8V4 v., 3. Þröstur
Þórhallsson T.R., Vk v., 4. Ríkharð-
ur Sveinsson T.R., 7 v., 5. Ilaraldur
Haraldsson G'k v.
Af úrslitunum sést að félagar úr
Skákfélagi Keflavíkur hafa sótt mót-
ið vel þrátt fyrir vegalengdina og að
auki náð sérlega góðum árangri af
utanbæjarmönnum að vera. Einn
þeirra, Björgvin Jónsson, sem er 16
ára, hefur lengi verið þekktur fyrir
afar skemmtilega taflmennsku og
ein af fléttum hans á Skákþinginu
var óvenjulega glæsileg og djúp-
hugsuð:
Svart: Björgvin Jónsson
Hvitt: Lárus Jóhannesson
24. - Be3+!!, 25. Hxe3
(Eftir 25. Rxe3 kemur ein hugmynd
svarts í Ijós, en það var að leysa
biskup sinn úr prísundinni á d7 þar
sem hann var leppur fyrir mátinu á
e7. Framhaldið yrði: 25. — Df2+, 26.
Khl - Hh6, 27. Rfl - Bh3 eða 27.
h4 - Dxg3, 28. Rg2 - Bh3, 29. He2
— Hg6, 30. Hgl — Bxg2+, 31. Hexg2
— Dh3+, 32. Hh2 - Df3+, 33. Hhg2
— Hg3! og mátar)
- Df2+, 26. Khl - Hh6, 27. h4 -
e6!
(Aðalhugmynd svarts með fórninni
var að rýma h6 reitinn fyrir hrók.
Nú kemst hinn hrókurinn í spilið og
gerir út um taflið)
28. Rc7+ - Ke7,29. Hed3 - Hxh4+!
(Enn er fórnað, en nú er ekki mikilla
útreikninga þörf)
30. gxh4 - Dxh4+, 31. Kgl -
Hg8+, 32. Kfl — Dhl+ og hvítur
gafst upp.
Þá er ástæða til að skoða eina af
hinum æsispennandi skákum úr síð-
ustu umferð í keppninni í B-flokki:
Hvitt: Lárus Jóhannesson
Svart: Guðmundur Halldórsson
Sikileyjarvörn
I. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 -
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — g6,
6. Be3 - Bg7, 7. f3 - 0-0, 8. Bc4 -
Rc6,9. Dd2 - Bd7,10. (MM) - Hc8,
II. Bb3 - Re5.12. h4 - Rc4
(Ein af grunnstöðunum f hinu marg-
fræga drekaafbrigði. Enski stór-
meistarinn Miles hefur upp á síð-
kastið reynt að kæfa sókn hvíts í
fæðingu með því að leika hér 12. —
h5, og náð ágætum árangri)
13. Bxc4 - Hxc4,14. h5 - Dc7!?
(Tvíeggjaður leikur sem gaf svörtum
marga sigra fyrst er honum var beitt
og erfitt er að mæta honum án þess
að hafa lært heima. Lárus hefur
greinilega kynnt sér bestu leiðina til
þess að mæta ógnvekjandi þreföldun
svarts á c-línunni)
15. g4 — Hc8, 16. hxg6 — fxg6,17.
Kbl! - b5?
(Hér hefði svartur átt að sætta sig
við endataflið sem kemur upp eftir
17. — Hxc3, 18. Dxc3 — Dxc3, 19.
bxc3 - Hxc3, 20. Hd3 - Hc4, þótt
horfur hvíts, sem hefur skiptamun
fyrir peð, séu nokkru betri)
18. Hcl
(Kapp er bezt með forsjá, en hér
mátti leika strax 18. Rd5!)
— a5,19. Rd5! — Rxd5, 20. exd5 —
Ha4
(Bezti möguleikinn til að grugga
taflið)
20. Dh2 - Dc4, 22. Rb3!
(Eftir 22. Dxh7+ — Kf7, hótar
svartur m.a. 23. — Hh8)
- h5, 23. gxh5 - Bf5, 24. hxg6 -
Bxg6
(Það er þungbært að þurfa að opna
línur inn á kónginn, en 24. — Hxa2,
25. Dxh7+ - Kf8, 26. Bd4! var
l&k&r&)
25. Dg2 - Hxa2, 26. Kxa2 - Da4+,
27. Kbl - Dxb3
28. Bd4! - Dxd5?
(Eina von svarts var fólgin í að tefla
endataflið með skiptamun undir
eftir 28. — Hxc2!, 29. Hxc2 — Dxc2+,
30. Dxc2 — Bxc2+, 31. Kxc2 — Bxd4)
29. Dxg6 - Dxd i. 30. De6+ - Kf8,
31. Dxc8+ - Kf7, 32. Df5+ - Kg8
og svartur gafst upp um leið.
Útflutningsverðmæti
iðnaðarvöru jókst um
80% á síðastliðnu ári
HEILDARÚTFLUTNINGUR landsmanna nam um 446 milljörðum
gkr. árið 1980. Þar af nam útflutningur iðnaðarvara 97,4 milljörðum,
eða 21,8% af heildarútflutningi. Útflutningur áls nam 54,1 milljarði.
en kísiljárns 8,0 milljörðum eða samtals 62,1 milljarði gkr„ sem
jafngildir 14,0% af heiidarútfiutningi. Útflutningur annarra iðnað-
arvara nam hins vegar 35,2 milljörðum gkr„ eða 7,9% af útflutningi
landsmanna og er það dálítið hærra hlutfall en undanfarin ár (var
7,0% árið áður). Útflutningsverðmæti iðnaðarvöru hefur aukist mælt í
gkr. um 80% á árinu á móti aukningu útflutnings i heild, sem nam
60%. Þetta bendir til þess, að markaðir hafi, þegar á heildina er litið,
verið hagstæðir og hagstæðari en markaðir fyrir íslenska útflutnings-
vöru i heild.
Að vanda eru það fjórar út-
flutningsgreinar sem bera uppi
útflutninginn, en það eru ullarvör-
ur, skinn og skinnavörur, niður-
suða og kísilgúr, og nemur út-
flutningur þessara fjögurra vöru-
hópa 87% af heildarvöruútflutn-
ingi en var áður 85%.
Lang fyrirferðarmestur er út-
flutningur ullarvara, samtals
16,07 milljarðar, eða 46% af heild-
ariðnaðarvöruútflutningnum.
Þessi útflutningur var áður 8,3
milljarðar og hefur því aukist að
verðmæti um 94% en að magni um
26%. Helstu ástæður fyrir þessari
miklu söluaukningu eru, að þrátt
fyrir samdrátt í útflutningi full-
búins fatnaðar til Sovétríkjanna
varð veruleg aukning á magni á
vestrænum mörkuðum, eða 34%.
Útflutningur skinna nam að
þessu sinni 5,9 milljörðum en
hafði árið áður numið 3,3 milljörð-
um, sem er 79% aukning. Þá
margfaldaðist útflutningur skinn-
fatnaðar úr 303,9 m.kr. árið 1979 í
1.382,4 m.kr. árið 1980.
Útflutningur niðursuðu nam 4,9
milljörðum, hafði áður numið 3,1
milljarði og úflutningur kísilgúrs
2,3 milljörðum en var áður 1,8
milljarðar.
Útflutningur vara til sjávarút-
vegs nam samtals 1,4 milljörðum
gkr., en hafði numið í fyrra 1,2
milljörðum. Þessi útflutningur
tvöfaldaðist milli áranna 1978 og
1979. Á árinu 1980 var hins vegar
nokkur samdráttur í magni í
þessum fjölbreytilega flokki, sem í
eru fiskumbúðir, veiðarfæri og
hlutar til þeirra og vélar ýmis
konar, og er það skýringin á
þessari litlu verðmætisaukningu.
Þá var og samdráttur í sölu
þangmjöls, hins vegar mikil aukn-
ing í sölu vikurs.
Mesta aukning í útflutningi
varð í sölu harðfeiti. Magnið jókst
úr 154,5 tonnum í 1.844,2 tonn,
sem er næstum 12földun, en verð-
mætið jókst úr 30,1 millj. kr. í
502,2 millj. gkr., sem er næstum
17földun.
(Frá útflutningsmiðstöð
iðnaðarins.)
j 1 jVÖRUFLOKKAP 1 9 MAGN 7 9 VERÐ 19 8 0 MAGN 1 VERD j Breyt.í \ PPji KA«N ' 7LKL> | B
'HEILDAROrrLUTH. 1 lieiláarútflutn. 1 • iðnaðarvara I |/1 og álnelmi I 'tísiliárn | Ctfl.'tn áls/járns 733.573.4 14S.213.8 76.431.1 12.539.1 S6.243.6 278.4S1.S 60.366.7 37.4S8.2 3.312.4 19.S96.1 7 S4.238.01 169.424.4| 67.318.0 1 2S.309.1 J 76.797.3 44S.9S1.7 97.360.0 S4.168.9 8.0S8.2 3S.133.0 2.293.3 1 ■ " l - 22 ' »5 m 1 ' l 37 1 7» 1 p 1 - 1S 1 /7 11
J.iiAursoftnar eöa j
Inifturlagöar
Jsjávarafurftir |
Loftsútuft skinn (
lof húöir
Vðrur úr loéskinn.!
iPrjónavörur úr
jull aöallega ,
lYtri fatnaður nema|
prjónafatnaður ,
j'Jllarlopi og
1.832.0j- 3.051.9 , 1.938.5, ».879.9
733.8 3.279.7 708.» j 5.858.1
9.6 ] 303.9 j 28.61 1.382.»
.... , ... t i 511.2 10.8»6.8
0.3
355 ||
ullarLand SS3.7 197.4
Ullarteppi Jnnur vefavara 1 1S2.9 1 38.8 j
’áininR og lökk 1.SS0.8 . 824.2
Ipappaumbúðir 917.9 314.0
Vélar ov teki 34.2 248. S
•Fiskilínur.kaðlar ! ior net alls konar ; 34S.9 j S19.9
:.lzZ 'Zn “r tr* •o?, -ílri 3.6: 8.2
i »2 ! 120
j 36 j 107
:ra.3*v‘Jrur úr
jleir .silfur op
'ffuUsmvðavðrur
iÞangrjol
íVíkur
Tiastpokar or
|plastra»nir
.Prentaðaf Þakur
Ug prentmunir
IKarðfeiti
Uðrar vörur
|{ flokki »9
J04.3
1.844.21
40.4
Tívolískemmtun
skáta á Akranesi
SKÁTAFÉLAG Akraness býður
bæjarbúum og Borgfirðingum til
Tivoliskemmtunar næstkomandi
sunnudag og heldur með þvi upp
á skátadaginn. Hafa skátar hann-
að ýmsar þrautir, sem þeir leggja
fyrir menn, og bjóða upp á
skemmtun i hvers kyns leiktækj-
um.
í frétt frá Skátafélaginu segir,
að ungir sem aldnir geti unnið til
ýmissa verðlauna í fjölmörgum
básum og leiktækjum, sem komið
verður fyrir í sal íþróttahússins
við Vesturgötu. Tívolískemmtunin
hefst kl. 12 og stendur til kl. 17, en
þá hefst fjölskylduskemmtun og
bingó. Miði að Tivolískemmtun-
inni gildir einnig á fjölskyldu-
skemmtunina og bingóið. Þá verð-
ur og kaffisala Svannasveitar
skátafélagsins í iþróttahúsinu
sama dag.
Skemmdarverk
BROTIZT var inn í Seljaborg,
leikskóla við Öldusel í Reykjavík í
fyrrinótt og unnar þar talsverðar
skemmdir. Ekki var stolið miklu, en
unnin skemmdarverk, m.a. hellt
niður litum víða um húsnæðið.
Þá var brotist inn hjá Véltækni í
Kópavogi í fyrrinótt og þar var
stolið talsverðu af handverkfærum.
Unnið er að rannsókn þessara mála
að því er Njörður Snæhólm tjáði
Mbl. í gær.