Morgunblaðið - 21.02.1981, Page 17

Morgunblaðið - 21.02.1981, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 17 Bragi Kristjónsson: Spjall um sjón- varp og útvarp Meðan fárviðrið geisaði hvað grimmast um suðvesturhluta landsins sl. mánudagskvöld, bauð hljóðvarpið þó uppá nokkra andlega hressingu: Ingibjörg Stephensen byrjaði að lesa Passíusálma séra Hallgríms. Ingibjörg er eitt þessara fáu virkilegu sparinúmera, sem út- varpið býður stundum; gædd dramatískum hæfileikum og há- menntuð i upplestrarfræðum og raddbeitingu. Og röddin: skýr, mild og djúp og tekur um efnið af varfærinni nánd. Þáttur hljóðvarpsins við slíkar neyðarástæður og sköpuðust þetta kvöld er sannarlega um- hugsunarverður: Auðvitað hverfur rafmagn Nordals og Briems strax útí buskann og fáir einir eru í sambandi við útvarp. Fljótlega, þetta kvöld, þegar óveðrið hafði náð hámarki, var lesin ein hinna skátalegu til- kynninga frá almannavörnum og fólki ráðlegt að hafa samband við nefnda stofnun. Greinilega reiknað með að allir hefðu bak- síðu símaskrár við hendina. Fyrst um miðnættið, þegar veðri hafði nokkuð slotað, greindi þul- ur frá því snjallræði að fólk gæti snúið sér til lögreglu, sem allir nauðstaddir hafa þá væntanlega verið búnir að gera. Og í tólf- fréttum var það helzt mark- verkt, að borgarstjórinn í Reykjavík, væri farinn á stúfana a la Carter eða Khomení að kanna tjónið. Þótt engin ástæða sé til að kynda undir ótta fólks við slíkar aðstæður, væri sannarlega ástæða til að koma með fyllri leiðbeiningar en hljóðvarpinu þóknaðist þetta kvöld — inná- milli óskalaga og hugljúfrar framhaldssögu. Daginn eftir tók sjónvarpið góðan kipp og kynnti tjón og skaða, sem af hafði hlotizt. Stórskotalið var skipað Guðjóni Einarssyni, ólafi Sigurðssyni og Helga Helgasyni. Ólafur Sig- urðsson er nýr hjá miðlinum. Þekkilegur maður og óvenjulega skýrmæltur þar á bæ. Það hefur verið rétt og skynsamleg stefna hjá sjónvarpi á seinni árum að fá til liðs menn og konur, sem nokkrum þroska hafa náð og hafa reynslu í starfi í stað rétt ættaðra pólitískra hvítvoðunga, sem venjulega hefur tíðkast að ráða til hljóðvarpsins. Nægir að nefna vel heppnað fólk einsog Sigrúnu Stefánsdóttur, Ingva Hrafn og ólaf. Vonandi er nú brátt södd fréttafýsn ríkismiðla af togara- kaupamáli nokkurra háttvirtra þingmanna fyrir kjósendur sína á norðausturhorni landsins. Mikill tími hefur farið í kynn- ingu ýmissa hliða þess máls og sannarlega hafa landstólparnir tjáð sig með ýmsum hætti — að vanda. Það sem helzt veldur aðdáendum nokkrum vonbrigð- um, er óvænt undanhald fjár- málaráðherrans, sem fyrir ör- fáum dögum lýsti því yfir með staðfestulegum drengskapar- svip, að ríkissjóður myndi alls ekki brúa það bil sem skapaðist vegna óhófskennds umfram- kostnaðar skipsins. Yfirdrepshringlið kringum þetta lífsbjargarmál þorpanna á norðausturhorni landsins hefur orðið ráðherrum og þingliði til slíkrar sneypu, aðlengi mun und- an svíða. Og það er sannarlega synd, að jafn orðhagur strigakjaftur og Sverrir Hermannsson, skuli nú sjálfur vera í þeirri óklæðilegu aðstöðu, sem hann vildi aðra hafa fyrir nokkrum dögum. Sú ráðstöfun dagskrárstjórnar að úthluta Sigmari Haukssyni og samstarfsmanni bezta hlust- unartíma hljóðvarps 5 daga í viku, er nú lítt skiljanleg öllu lengur. Þátturinn er yfirleitt einkar mæðulegur. Unninn hangandi hendi. Og þetta hlýtur að vera dýr þáttur, því aðkomið og keypt efni er yfirgnæfandi — en stjórnandi virðist kosta heldur litlu til af sjálfum sér. Þegar Sigmar Hauksson var í Morgun- pósti vakti hann oft athygli fyrir snörp viðtöl og alvörugefinn en makindalegan húmor. Hinir ár- vökulu pólitísku hvíslarar í út- varpsráði ættu nú að hressa oggulítið uppá stjórnanda þessa þáttar — eða færa hann á maklegri tíma sólarhringsins. Persónufræðagrúsk og ætt- fræðisýsl hafa verið meðal helztu ánægjuefna íslendinga frá upphafi vega. Reyndar heill atvinnuvegur. Ættfræðirit mörg geyma ótal skemmtilegar at- hugasemdir höfundanna um við- komandi persónur, sem vafa- laust myndu flokkast undir skilgreiningu Magnúsar Ingibjörg Stephensen Bjarnfreðssonar, • stjórnanda þáttar um persónunjósnir. Samkvæmt henni eru t.d. hin- ir prýðilegu ættfræðiþættir sunnudags-Þjóðvilja, þar sem rakin eru, mjög stuttlega þó, sum af skýringatengslum ís- lenzks nútímasamfélags — svo- sem grennd sósíalista og frímúr- ara, giftingar og skilnaðir al- þýðu og framámanna, börn utan hjónabands og margt fleira fróð- legt, vissulega hvimleiðar per- sónunjósnir. En við umræðu um tiltekið málefni, hlýtur skil- greining hugtaks, sem um er rætt, að liggja afdráttarlaus fyrir — ekki hálfmótuð, óljós ímynd. Og heldur var það í byrjun drungaleg samkunda, sem settist saman að spjalli um „persónu- njósnir" ásamt stjórnandanum. voru þetta þó svo lærðir menn og vitrir — af alvörusvip þeirra að dæma, að ekki varð hjá því komizt að sitthvað nytsamlegt og fræðandi kom uppá í spjall- inu. Enda fjallaði þátturinn alls ekki um persónunjósnir heldur um skráningu opinberra aðilja á sjúkdómstilfellum og banka- reikningum. Nafn þáttarins var mjög misvísandi og þrátt fyrir einlægan vilja stjórnandans að koma ofangreindum stjórnvalds- athöfnum undir njósnastarf- semi, lét hann að lokum undan síga fyrir eindregnu andófi við- mælendanna. Jafnskýrum manni og Magnúsi Bjarnfreðs- syni er auðvitað ljóst, að tölvu- maskínur geta engu breytt um njósnir eða njósnir ekki. Þar treður blessuð mannskepnan inn. Og framþróun þeirrar teg- undar virðist ekki ske í jafn stórum stökkum og tölvutækn- innar. Hið eina, sem tölvan gerir er að auðvelda og hraða úr- vinnslu og gæzlu upplýsinga, sem vissulega geta í tilfellum verið skaðlegar. Helgi Sigvalda- son verkfræðingur skýrði skil- merkilega þá ótrúlegu möguleika þessarar tækni — til góðs eða ills. Og ekki var Þórður B. Sigurðsson reiknistofustjóri mjög vélmennislegur. Hið nauðsynlegasta í þessu efni er að skilgreina heimildir hins opinbera og annarra til upplýsingaöflunar, varðgæzlu og notkunar. Um það hljóta bless- aðir þingmennirnir að geta kom- ið sér saman — eins og um önnur þrifamál. Það er svo annað mál, að þættir Magnúsar Bjarnfreðsson- ar eru með prýðilegasta efni sjónvarps. Einlæg umbótavið- leitni hans er augljós og hann dregur oft til fjöllunar menn, sem hafa góð tök á viðfangsefn- inu og hefur gott lag á að tosa forvitnilega hluti úr sálarfylgsn- um viðmælenda. Verkfallið í Áburðar- verksmiðjunni olli súrefnisskorti VEGNA verkfalls vélstjóra í ríkis- verksmiðjunum, varð talsverður skortur á súrefni til iðnaðar, en Aburðarverksmiðja ríkisins er eini aðilinn, sem framleiðir það hér á landi. 1 þvi tilefni hafði Morgunblaðið samband við Guðjón Tómasson, framkvæmdastjóra Sambands málm- og skipasmiðja, og innti hann eftir afleiðingum þessa. „Skorturinn var ekki orðinn mjög alvarlegur vegna þess að fyrirtæki reyndu að haga framkvæmdum sínum þannig að hægt væri að vinna frekar að þeim verkefnum, sem ekki þyrfti að nota súrefnið við, en engu að síður varð skorturinn talsvert bagalegur fyrir ýmsa að- ilja,“ sagði Guðjón. „Það, sem þó er alvarlegast við þetta, er það ástand, sem kemur upp í tilvikum sem þessum, því það er ekki bara iðnaðurinn, sem notar Símabilanir: súrefni frá Áburðarverksmiðjunni, það gera sjúkrahúsin einnig. Að vísu stóð til að veita undanþágu til súrefnisframleiðslu hjá verksmiðj- unni, en til þess kom ekki þar sem verkfállið leystist. Slík undanþága yrði ábyggilega veitt í framtíðinni, komi svipuð mál upp aftur.“ En hvað gerist ef skemmdir verða á verksmiðjunni, þannig að ekki verði hægt að framleiða súrefnið? „Hér á landi er enginn annar aðilji, sem framleiðir súrefni, vegna þess að enginn getur keppt við Aburðar- verksmiðjuna. Súrefnið, sem frá henni kemur, er auka efni, sem ekki er notað þar og kostnaður við framleiðslu þess því nánast enginn. En til þess að koma í veg fyrir að neyðarástand skapist vegna óhappa, væri eðlilegt að einhver aðilji hér á landi gæti hafið fram- leiðslu þess, ef þörf krefði. Borgarfjörður varð hvað verst úti Af símabilunum er svipaða sögu að segja og af rafmagnsbil- unum. Að sögn Ingvars Einars- sonar hjá Pósti og síma urðu flestar bilanir og flest staura- brotin i Borgarfirði, en einnig var nokkuð um loftlinuslit og svonefndar linusveiflur á Suður- landi og viðar. Ingvar sagði að á Suðurlandi væri víðast búið að koma línum í lag og verið væri að ljúka viðgerð- um á nokkrum stöðum í gær. Þá sagði hann að Borgarfjörður hefði farið langverst út úr óveðrinu og væru mjög margir brotnir staurar þar, sem auðveldaði ekki viðgerð- irnar. Þessar bilanir eiga ein- göngu við svonefnda handvirka síma. Sjálfvirka símakerfið sagði Ingvar að hefði aðeins gefið sig tíma- og staðbundið í rafmagns- leysinu og vegna þess. „Við notum allan þann mannskap sem við mögulega náum til og gerum allt til þess að þetta komist í lag hið fyrsta," sagði hann í lokin. r ---------^ Furusýning í dag og næstu daga sýnum viö fjölbreytt úrval furuhúsgagna. Opið í dag i3íásfeó qar ([11(1,5 Símar: 86080 og 86244 j&g J ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? t>l AIGLYSIR L'M ALI.T I.AND ÞEG AR ÞL UGLYSIR 1 MORGl NBl.AÐINl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.