Morgunblaðið - 21.02.1981, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.02.1981, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 Jón Sigurðsson aðalframkvæmdastjóri íslenska járnblendifélagsins hf.: Erindi á ráðstefnu Fjórðungs- sambands Norðurlands hinn 17. janúar 1981. Lengst af minni starfsævi hef ég haft atvinnu af því að búa ýmiss konar málefni til ákvörðun- ar ráðherra. Þetta verk felst yfirleitt í að draga saman stað- reyndir málsins, gera grein fyrir þeim kostum, sem völ kann að vera á og ef svo ber undir leiða rök að því, ef einn kostur er betri en annar. Ráðherrans er svo ákvörð- unarvaldið og mitt verk var þá að framkvæma ákvörðun hans, hver sem hún var. Ég hef nú á fjórða ár unnið að framkvæmd þeirrar stefnu, sem mörkuð var á árunum 1973—1977, þegar undirbúin var og ákveðin bygging járnblendiverksmiðjunn- ar að Grundartanga. Þetta erindi er hins vegar mín fyrsta tilraun til að draga saman einhverja heildarsýn yfir þróun stóriðju hér á landi og æskilega stefnu í þeim málum. Ég hef reynt að undirbúa þetta með sama hætti og ég vann að slíkum verkefnum sem embættismaður í atvinnu- mála- og fjármálaráðuneytunum á sínum tíma. Að vísu leyfi ég mér í því sem hér fer á eftir að leggja persónulegt, stjórnmálalegt mat á ýmis atriði, en það hefði ég ekki leyft mér sem embættismaður í ráðuneyti. Ég hef skipulagt efnið þannig, að fyrst fer ég nokkrum orðum um skýrgreiningu á því stóriðjuhug- taki, sem ég nota í þessu erindi. Efninu þar á eftir skipti ég í tvennt, þar sem ég ræði fyrst stóriðju á Islandi almennt og samvinnu við erlenda aðila í því sambandi, en síðan ræði ég stórið- ju frá sjónarmiði landshluta og þeirrar byggðar, sem er næst slíkri verksmiðju. Af sjálfu sér leiðir, að fyrri þátturinn er mun yfirgripsmeiri. Skýrgreining stóriðju í þessu erindi nota ég hugtakið stóriðja um þrenns konar orku- frekan iðnað, sem ég þekki sæmi- lega til, þ.e. framleiðslu á áli, kísiljárni og kísilmálmi. Að sjálf- sögðu eru til fleiri tegundir stór- iðju, sem til greina gætu komið hér á landi og nauðsynlegt er að hafa augun opin fyrir, en ég mun takmarka mig við þessi þrjú efni, enda ætti annar slíkur iðnaður lengra í land hérlendis en þessir. Ymislegt, sem hér verður rætt, á þó jöfnum höndum við um annan stærri iðnað. Þær þrjár tegundir málma og málmsambanda, sem ég felli hér undir stóriðjuhugtakið, eiga það sameiginlegt að vera mjög orku- frekir miðað við hvert framleitt tonn eða sem svarar á bilinu 10—15000 kWst/t. Þetta er mik- ilvægt af því að flutningskostnað- ur hráefna að verksmiðju og fullunninna vara frá henni verður hlutfallslega lægri miðað við orkukostnað, en gildir um önnur efni af þessu tagi, s.s. krómjárn og járnmangan. Nauðsynlegt er að gera skörp skil milli þessara tegunda iðju- rekstrar vegna stærðar. Álver þarf 6—700 starfsmenn til að vera nógu stórt, en kísiljárn- eða kís- ilmálmverksmiðjur þurfa 150— 200 manns. Stóriðja hér- lendis nú og í framtið Þegar ætlunin er að íhuga stóriðju hér á landi á komandi árum og áratugum, þarf að skoða efnið í samhengi við atvinnu- rekstrarfjárfestingu í landinu sem heild eins og hún er og eins og hún kann að verða. Þá verður fyrst fyrir spurning- in, við hvaða aðstæður í atvinnu- rekstri erum við nú að ræða þetta efni? Fjárfesting i íslenska hagkerf- inu á liðnum árum hefur verið mikil. Arðsemi þessarar fjárfest- ingar er trúlega ekki góð að jafnaði. Verðbólguaðstæður hafa valdið því, að mikið af fjárfestingu er ekki arðbær. Menn hafa margir hverjir lagt áherslu á fjárfestingu, sem gæti varið fjármuni þeirra fyrir verðbólgunni og helst fært þeim verðbólguhagnað fremur en að þeir hafi miðað að framleiðslu- hagnaði. Með erlendum orðum sagt hefur stór hluti fjárfestingar fremur verið „spekúlatíf" en „pró- dúktíf". í sömu átt vegur mikil fjárfesting í alls konar opinberri þjónustu, sem alla vega ekki skilar beinum arði og fjárfesting, sem fremur hefur verið tengd byggð- aþróun en að markmiðið hafi verið hámörkun arðs af fjárfestingunni. Arður af hluta þeirrar fjárfest- ingar, sem ráðist hefur verið í síðustu áratugi, fer trúlega vax- andi á næstu árum, en að hluta til er arðurinn beinlínis neikvæður, þannig að vafasamt má telja hvort spurningunni um hverjir séu okkar raunverulegu möguleikar til að byggja upp stóriðju hér á landi á næstu árum og áratugum. Island hefur upp á að bjóða tiltölulega hagkvæma raforku, góðan mannafla og tiltölulega traust stjórnarfar, þótt mörg ár til viðbótar af 50—60% verðbólgu gæti farið að höggva í traust manna á því. Allt annað er okkur andsnúið. Við höfum engin hráefni til þess- arar vinnslu hérlendis og höfum þess vegna háan flutningskostnað þeirra umfram flesta aðra fram- leiðendur. Við erum langt frá stórum mörkuðum og höfum því háan flutningskostnað fyrir full- unna vöru. Því sama máli gegnir raunar um ýmsa aðra framleið- endur. Það eru mörg önnur lönd, sem geta boðið hagstæða raforku. Við þetta bætist sú staðreynd, að samkeppni nýrra verksmiðja er alltaf að hluta til við eldri, afskrifaðar og ódýrari verksmið- jur. Viðbætur við slíkar verksmið- jur eru þar að auki alltaf hagstæð- ari en nýbygging frá grunni. Erlend fyrirtæki í framleiðslu af þessu tagi skoða að sjálfsögðu alla möguleika, sem þau þekkja, ef þau ætla að auka við framleiðslu- getu sína og reyna að velja þann, sem þau telja sér hagstæðastan. gerst hefur hingað til í stóriðju í ljósi þessara atriða, sem rakin voru. Álsamningarnir voru, eins og áður var getið, fyrsta skrefið á þessari braut, mjög umdeildir fyrr og síðar og jafnvel haldið fram að þeir hafi verið glappaskot. Það er með öllu ósanngjarnt að meta álsamningana á öðrum for- sendum en þeim, sem voru ríkj- andi, þegar þeir voru gerðir. Þá þótti ljóst, að vatnsafl á útkjálk- um heimsins mundi missa alþjóð- legt verðgildi sitt innan 10—15 ára, þegar kjarnorkurafstöðvar framleiddu ódýrara rafmagn á hentugum stöðum. Jafnframt réðst hið svissneska fyrirtæki í stórfellda fjárfestingu við óþekkt- ar aðstæður. Síðast en ekki síst fólu samningarnir í sér að kröfu tslendinga, að íslenskir aðilar tóku enga áhættu af þeirri fjár- festingu, sem í var ráðist. Isal skyldi meira að segja greiða fullt verð fyrir raforku, þó svo hún nýttist ekki fyrirtækinu, t.d. af markaðsástæðum. Svo sem vænta mátti, sá öllu þessu stað í orkuverðinu til álvers- ins, sem var þá og er enn hagstætt fyrir ísal, jafnvel þótt það hafi verið endurskoðað. Það var svo óhapp, sem enginn gat séð fyrir, að orkuverðið og önnur viðmiðun Uppbygging stór- iðju á Islandi nettóafraksturinn af þeirri fjár- festingu, sem nú hefur verið ráðist í, fari vaxandi. Það er þetta nettóframleiðslu- verðmæti, sem hugur og hendur fólksins í landinu skapar með þcssari fjárfestingu síðustu t.d. 25 ára, sem ræður hinni eiginlegu afkomu þess. Itrekaðir kjara- samningar um önnur og betri kjör, þar sem deilt er út meira verð- mæti en þannig verður til, breyta þar engu um og verðbólgan verður að mestu leyti mælikvarði á hversu langt hefur verið farið út fyrir þessi mörk. Við þessar aðstæður er ljóst, að það, sem þarf til að frambúðar- lífskjör í landinu batni, er mikil og samfelld fjárfesting í þeim grein- um atvinnurekstrar, sem í bráð og lengd getur að öllu samanlögðu gefið bestan arð. Æskilegt er, að veigamikill hluti þeirrar fjárfest- ingar miði að gjaldeyrisöflun eða sé beinlínis gjaldeyrissparandi. I verkaskiptingu þjóðanna, sem ræðst af ýmissi aðstöðu þeirra, en þó mest af náttúrulegum og mannlegum auðlindum, eru mögu- leikar Islendinga ekki út um allt. Við eigum nokkuð í land að nýta sjávarfang eins og við vonum að það geti orðið. Nýr vaxtarbroddur atvinnulífs verður ekki að marki nema í iðnaði næstu áratugi og orkan, bæði varmaorka og vatns- orka er á því sviði hin eina grunnforsenda, sem við höfum umfram ýmsar aðrar þjóðir. Stór- iðju þarf til að nýta þessa vatns- orku að einhverju marki. Því getur ekki verið spurning um hvort við viljum byggja upp stóriðju, heldur hvort við getum það, hvenær við getum og gerum það og hvernig við förum að því. Ég sé ástæðu til að víkja aðeins úr leið frá þessu tali um stóriðju og benda á þá skelfilegu staðreynd hversu dáðlausir við höfum í raun verið í þróun atvinnurekstrar í stórum eða smáum stíl, sem reist- ur væri á varmaorku. Á því sviði þurfum við lítið sem ekkert að sækja til annarra landa, en samt hefur ekki mikið markvert gerst. Raunar á þetta við um nýfjárfest- ingu almennt utan hinna hefð- bundnu greina og er trúlega nægi- legt efni í aðra ráðstefnu. Áður en lengra er haldið, skul- um við stikla á stærstu atriðun- um, sem varða fjárfestingu í stóriðju hér á landi hingað til og sjónarmið henni viðkomandi. Við þekkjum hvernig álverið var byggt upp á 7. áratugnum og járnblendiverksmiðjan nú á þeim áttunda. Við vitum hversu fjár- magnsfrek og áhættusöm slík iðjuver eru. Við þekkjum hversu dýr í byggingu orkuverin eru, sem reisa þarf til að leggja þessum iðjuverum til rafmagn. Við vitum, að slík stóriðja byggist á tækni- þekkingu og markaðsaðstöðu, sem er til á tiltölulega fáum höndum. Við verðum að viðurkenna, að uppbygging stóriðju hérlendis með þeim hætti, að áhættu sé haldið innan marka, sem að svo stöddu eru viðráðanleg fyrir okkur, verður að eiga sér stað í samvinnu við einhverja þessara aðila. Við þekkjum þær hörðu deilur, sem verið hafa um álsamn- ingana og raunar raforkusamn- inginn við járnblendifélagið. Allt eru þetta hlutar af þeirri heild- armynd, sem taka þarf til um- ræðu, þegar stefnan um frekari uppbyggingu stóriðju er mörkuð. Þessi atriði geta þó horfið í skuggann, þegar velt er upp Því getur ekki verið spurning um hvort við vilj- um byggja upp stóriðju, heldur hvort við getum það, hvenær við getum og gerum það og hvernig við förum að því 66 Víst er um það, að slík fyrirtæki bíða ekki í röðum eftir tækifærum til að komast í íslenskt rafmagn. Því er það svo, að raforkan er okkar eina aðgangskort að þessari vinnslu. Því aðeins getum við vænst uppbyggingar á þessu sviði í samvinnu við þá aðila, sem dregið geta úr rekstraráhættunni af slíkri uppbyggingu, að við séum tilbúnir til að selja raforkuna á tiltölulega hagstæðu verði fyrst í stað. Með öðrum orðum sagt fæ ég ekki séð, að við getum vænst uppbyggingar stóriðju miðað við að orkuframleiðslan verði neins konar uppgrip til skemmri tíma litið, en til lengri tíma getur slíkur rekstur malað okkur mikla fjár- muni, bæði í framleiðslunni og orkusölu. Því fyrr, sem þessi uppbygging nær fram, þeim mun fyrr skilar hún veigamiklu innleggi í lífsaf- komu fólksins í landinu. Af þessu er sjálfgefin sú ályktun, að því fyrr sem við getum tekið ákvarð- anir um frekari uppbyggingu stór- iðju, þeim mun betri eru þær. En það eru fleiri takmarkanir á uppbyggingu stóriðju en þær, sem tengjast samningum við erlenda aðila og raforkuverði. Hún verður jöfnum höndum að ráðast af fjárfestingargetu hagkerfisins, öðrum fýsilegum möguleikum til arðbærrar fjárfestingar og ríkj- andi stjórnmálalegum viðhorfum um hvað njóta skuli forgangs í því sambandi. Vilji menn raunveru- lega bæta kjör landsmanna á næstu árum og áratugum við sæmilega stöðugt verðlag, verður tvennt að gerast í stefnunni á þessu sviði. Hlutfall arðbærrar fjárfestingar í framleiðsluiðnaði af heildarfjárfestingunni verður að vaxa og innlendur sparnaður verður að fjármagna umtalsverð- an hluta þessarar fjárfestingar. Við verðum að hætta að fjár- magna innlendan kostnað við byggingu orkuvera og iðjuvera með erlendu lánsfé. Slíkt verður ekki gert nema með seðtaprentun og verðbólgu. Álið og orkan Við skulum nú skoða það, sem gjalda skyldi í samningunum ákveðin í Bandaríkjadölum í stað svissneskra franka. Ég met það svo, að ákvörðunin um álsamninga hafi reynst rétt, án tillits til þess, hvort samning- arnir mega eftir á teljast góðir eða vondir, en fyrst og fremst vegna þess að þeir voru gerðir á þessum tíma. Samningsgerðin var mikil- vægur þáttur í þróun virkjunar- framkvæmda á vegum Lands- virkjunar, sem síðan hefur orðið. Álverið hefur þrátt fyrir allt tal um lágt rafmagnsverð greitt fyrir sinn hluta virkjunarinnar við Búrfell, greitt höfnina sem það notar, greitt umtalsverð fram- leiðslugjöld til ýmissa aðila, veitt fjölda fólks vel launaða atvinnu við byggingu og þó einkum rekstur iðjuversins og aflað verulegs 'gjaldeyris. Þannig hefur álverið aldrei ver- ið annað en jákvætt innlegg í íslenska efnahagsþróun. Sé þetta skoðað og kallað glappaskot, veit ég ekki hvaða nöfnum ætti að nefna ýmsa þá fjárfestingu, sem við höfum sjálfir ákveðið og stjórnað og nú er bein byrði á efnahagslífinu og afkomu fólksins í landinu sem heildar. Jáfnblendiverksmiðjan er, eins og kunnugt er, næsta skrefið í þessari uppbyggingu. Sá munur, sem er í grundvallar- atriðum milli þessara tveggja fyrirtækja og aðstöðu þeirra, er mjög fróðlegur til samanburðar til undirbúnings þeirri stefnu, sem marka þarf til framtíðar á þessu sviði. I fyrsta lagi er meirihlutaeign íslenska ríkisins að járnblendifé- laginu mjög mikilvæg og gerir mikinn og margskonar mun í samanburði við félag, sem er algerlega í erlendri eigu. Ákvarð- anir, sem teknar eru um ísal, hljóta að mótast af hágsmunum þeirrar heildar, sem ísal er lítill hluti af. Ákvarðanir um málefni járnblendifélagsins ættu hins veg- ar að geta mótast alveg af hags- munum þes sem sjálfstæðs ís- lensks fyrirtækis. Jákvæð rekstr- arafkoma og greiðsluflæði um- fram eðlilega útborgun arðs úr fyrirtækinu yrði grunnur undir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.