Morgunblaðið - 21.02.1981, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 21.02.1981, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 Gjerde út- varpsstjóri Frá Jan Erik Laure. fréttaritara Mbl. i Osló, 20. febrúar. BJARTMAR Gjerde, fyrr- um olíu- og orkumálaráð- herra Noregs var í dag Bjartmar Gjerde. útnefndur útvarpsstjóri í Noregi. í viðtali í dag, sagðist Gjerde hlakka til að hefja störf á nýjum vettvangi og hann lét í ljósi létti yfir að hafa dregið sig út úr pólitík- inni. Gjerde var um tíma upplýs- ingamálaráðherra og sem slíkur yfirmaður norska ríkisútvarps- ir.s. Þegar Odvar Nordli lét af embætti forsætisráðherra fyrir skömmu, var Gjerde talinn hinn eini, sem hugsanlega gæti veitt Gro Harlem Brundtland keppni um embætti forsætisráðherra. Þá hafði hann hins vegar sótt um stöðu útvarpsstjóra og möguleikar hans því engir. Margir flokksmanna Verka- mannaflokksins ásökuðu Gjerde um að svíkja flokkinn þegar hann sótti um stöðu útvarps- stjóra. Júgóslavía: Dæmdur fyrir að gagnrýna Zagreb. 20. febrúar. — AP. DR. FRANJO Tudjman, fyrrum hershöfðingi við hlið Titós marskálks í heimsstyrjöldinni síðari, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi og honum var bannað, að gefa út rit á prenti næstu fimm árin. Réttarhöldin yfir Tudjman eru hin fyrstu í Júgóslavíu eftir fráfall Títós. Dr. Franjo var ákærður fyrir óhróður um Júgóslavíu. í viðtölum við v-þýzk, frönsk og sænsk tíma- rit gagnrýndi Tudjman júgóslavn- esk stjórnvöld og sagði frelsi verulega skert í landinu. Þá sagði hann, að ferðabann hefði verið sett á sig. Þá ásakaði hann stjórnvöld um að mismuna þjóðar- brotum Júgóslavíu. Sagði að Kró- ötum væri mismunað í landinu. Dr. Franjo Tudjman er sagnfræð- ingur. Sexburar fædd- ir í S-Afríku? Jóhannesarborg. S-Afriku, 20. febrúar. AP. TVÖ blöð í S-Afríku, Beeld og The Mail, skýrðu frá því í morgun, að sexburar hefðu fæðst í landinu. Blöðin sögðu að fæðingin hefði átt sér stað fyrir fjórum mánuðum, en að fréttunum hefði verið haldið leyndum. Blöðin sögðu, að öll börnin væru við góða heiisu. En eitthvað virðast fréttir blaðanna málum blendnar. Rand Daily Mail, stærsta blað S-Afr- íku birti síðar í dag frétt á forsíðu þar sem staðhæft var að ólíklegt væri að sexburar hefðu fæðst í landinu. Blaðið átti viðtal við lækna, og drógu þeir í efa sannleiksgildi fyrri frétta. í frétt Beeld og The Mail var staðhæft að móðir barnanna hefði ekki tekið frjósemislyf og að fimm barnanna hefðu fæðst fyrir fjór- um mánuðum en hið sjötta 23 dögum síðar. Báðar þessar full- yrðingar drógu iæknar í efa. Þá þótti mönnum með ólíkindum að hægt væri að halda fæðingu sexbura leyndri í fjóra mánuði. Slíkt hefði spurst út. Samkvæmt fréttum Beeld og The Mail, þá var fæðingu sexburanna haldið leyndri vegna þess, að faðir barnanna var kvæntur annarri og kona hans mátti ekki frétta af víxlspori manns síns! Móðir sex- buranna var sögð 17 ára gömul. Blaðamenn í S-Afríku fóru í dag á stúfana í leit að börnun- um. Þeir fundu enga sexbura en hins vegar fundu þeir „móður og föður" barnanna og skötuhjúin komu af fjöllum. Þau könnuðust ekki við neina fæðingu sexbura. Eitt blaðanna í S-Afríku skýrði frá því, að það hefði keypt einkarétt á myndum af börnun- um, en gallinn var bara sá, að engar myndir höfðu borist þegar síðast fréttist. Ritstjóri blaðsins tók þó skýrt fram, að ekki yrði greitt fyrir myndirnar fyrr en við afhendingu. S\TE ASSOCIATED PRESS Fréttaskýring Flokksþing sovéska komm- únistaflokksins hefst i mánu- dag. Það verður hið 26. í rððinni og hundruð kommúnista víðs vegar aö úr heiminum streyma nú til Sovétríkjanna til að vera viðstaddir opnun þingsins. En flokksþingið nú er haldiö í skugga margvíslegra erfiðleika, sem steðja aö Kremlarherrum, ólíkt flokksþinginu áriö 1976 en þaö var hið 25. í rööinni. Komm- únistar ( Víetnam höföu unniö sigur í styrjöldinni þar. Leonid Brezhnev lagöi þá ríka áherzlu i öldungar skipa stjórnmálaráö sovéska kommúnista flokksins. Flokksþing í skugga vaxandi erfiðleika ræðu á slökun spennu og teikn voru á lofti um friðsamlegri sambúð austurs og vesturs. Aö vísu voru haröar deilur um Evrópukommúnismann — viö- leitni kommúnistaflokka V-Evr- ópu til aö losa sig undan ægivaldi Kremlarherra. En nú eru erfiöir tímar og nánast sama hvert litiö er, Kremlverjar eiga í vök aö verjast. Atburöina í Póllandi ber hátt. Frelsisviðleitni Pólverja er herr- unum í Kreml mikill þyrnir í augum, og - Sovétmenn hafa stefnt hermönnum sínum aö landamærum Póllands. Þegar svipuö staöa hefur komiö upp — nefna má Ungverjaland, Berlín, Tékkóslóvakíu og síöast Afgan- istan — þá hafa valdhafar í Moskvu ekki hikaö viö innrás. Þaö sanna dæmin. Þaö hriktir í stoöum kommúnísks skipulags í Póllandi. Áriö 1976 var allt í lukkunnar velstandi. Edward Gierek var þá sýndur sérstakur sómi. Hann fékk fyrstur útlend- inga aö flytja ræöu eftir aö herrar Kreml höföu flutt þingheimi boöskap sinn. Áriö 1976 voru bundnar vonir viö slökunar- stefnu. En nú er öldin önnur — innrás Sovétmanna í Afganistan hefur sannaö mönnum, aö valdhafar í Moskvu svífast einskis þegar því er aö skipta. Innrásin hefur mætt mikilli andstööu um allan heim. Meira aö segja ríki í A-Evrópu hafa gagnrýnt hana og sovéski herinn hefur átt fullt í fangi meö aö fást viö frelsissveitir Afgana. Ekki er búist viö aö innrásin í Afganistan fari hátt í þingsölum 26. þingsins. Þeim mun meira veröur rætt um ástandiö í Pól- landi. Stanislaw Kania, leiötogi kommúnista í Póllandi veröur á þinginu og án nokkurs vafa mun hann fullvissa Sovétmenn um tryggö Pólverja, þrátt fyrir erfiö- leika heima fyrir. Búst er viö, aö sérstakur leiötogafundur veröi kallaöur saman og aö gerö veröi sérstök ályktun um Pólland og hvernig bregðast skuli viö. Raunar steöja vandamál aö allri austurblokkinni eins og þau, sem Pólverjar fást viö nú. Gífurlegir efnahagsörö- ugleikar steöja nú aö ríkjum A-Evrópu og matarskortur er víöa. Ef leiðtogafundur verður, þá veröur þaö í fyrsta sinn frá því í desember síðastliönum aö leiö- togar austurblokkarinnar koma saman til funda en þá var samþykkt sérstök traust yfirlýs- ing á stjórnvöld í Póllandi. Þá er búist viö, aö samþykkt verði sérstök yfirlýsing gagnvart stjórn Ronalds Reagans og um stjórn- málaviöhorfiö í heiminum al- mennt. Leiötogar helstu kommúnista- flokka Evrópu veröa aö líkindum ekki í Moskvu. Enrico Berlinguer, leiötogi ítalskra kommúnista, verður fjarstaddur en hann hefur veriö gagnrýninn á stefnu Sovét- manna varöandi Pólland og for- dæmt innrásina í Afganistan. Santiago Carillo, leiötogi spánskra kommúnista, veröur ekki á þinginu en hann hefur og gagnrýnt innrásina. Þá veröur Georges Marchais, leiötogi franskra kommúnista ekki á flokksþinginu. En þaö veröur ekki af vanþóknun á stefnu Sovétmanna í Afganistan eöa annars staöar — hann á í kosningabaráttu í Frakklandi. Heílsa Brezhnevs í brennipunkti Fréttamann munu fylgjast náiö meö heilsu Brezhnevs á flokks- þinginu. Síöustu árin hefur Brez- hnev átt viö vanheilsu aö stríöa. Meöalaldur í stjórnmálaráöinu sovéska er 69 ár — en alls eru meölimir þess 14. Sjö meölima eru eldri en 70 ára. Á síöasta flokksþingi, áriö 1976, beindist athygli aö heilsu Brezhnevs en þá flutti hann ræöu sem stóö í liölega fimm klukkustundir en meö hléum þó. Áriö 1971 stóö ræöa hans í sex klukkustundir. Búist er viö aö ræöa Brezhnevs muni ekki vara jafnlengi en vitaö er, aö undanfariö hefur hann tekiö sér frí frá störfum og notið hvíldar. í staö langrar ræöu Brezhnevs er búist viö, aö Nikolai Tikhonov, hinn 75 ára gamli forsætisráöherra Sovétríkjanna, muni halda ítarlega ræöu ura efnahagsmál en eins og áöur sagöi steöja erfiöleikar nú aö sovéskum iönaöi og einnig land- búnaöi. Kjöt og mjúólkurfram leiösla var minni á síöasta ári en 1979 og hveitiuppskera minnkaöi um 20% frá árinu áöur. Alls munu um 6 þúsund fulltrúar sitja 26. flokksþing kommúnistaflokksins. Nicaragua: Gonzales handtekinn vegna yfirlýsinga Managua/San Salvador, 20. febrúar. AP. Dómsmálaráðherrann í Nicaragua, Ernesto Cast- illo, sagði í dag að Jose Esteban Gonzalez, formað- ur mannréttindahreyf- ingarinnar í Nicaragua hefði verið handtekinn. „Gonzalez var handtek- inn vegna yfirlýsinga sem hann hefur gefið bæði um ríkisstjórn Nicaragua hér og erlendis,“ sagði Cast- illo. Gonzalez orsakaði mikil upp- þot í Nicaragua vegna yfirlýs- inga sem hann gaf í Evrópu. Hann sagði að stórn Sandinista léti pynta fanga og notaði aðrar fleiri aðferðir svipaðar þeim sem stjórn Somoza notaði. Hann sagði einnig að um 800 pólitískir fangar hefðu horfið í landinu. Stjórnin í Nicaragua hefur neitað þessum ásökunum. Castillo sagði að ákvörðun yrði tekin í máli Gonzalezar á næstu tveimur dögum. Mann- réttindasamtök hans sem eru sjálfstæður hópur fá að starfa áfram að sögn Castillos. Flugmaður sem hefur flogið fyrir ríkisflugfélagið í Nicara- gua sagði í sjónvarpi í San Salvador í gær að hann hefði tvisvar flogið með vopn frá Nicaragua til skæruliða í E1 Salvador. Hann sagði að leið- togar landsins, þar á meðal innanríkisráðherrann Tomas Borge, hefðu vitað af því og hjálpað til við að skipuleggja framkvæmdirnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.