Morgunblaðið - 21.02.1981, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.02.1981, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 JMtargtnililftfrtfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Verðskyn og verðkynning Verðlagsstofnun hyggst beita sér fyrir verðkynningu í einstökum vöruflokkum til að efla verðskyn almennings. Þetta er af hinu góða, eykur samkeppni, sem er raunhæfasta trygging almennings fyrir sanngjörnu og hagstæðu vöruverði. Hinsvegar verður að standa að slíkri verðkynningu með þeim hætti að neytendur geti fyllilega treyst því upplýsingastreymi, sem frá stofnuninni kemur, ella hefur það ekkert gildi. Upplýsingar verður einnig að byggja á bláköldum staðreyndum gagnvart viðkomandi fyrirtækjum, sem dreifa nauð- synjum til almennings, því tilgangurinn er hlutlaus þjónusta við fólk, ekki að valda fyrirtækjum skaða að ósekju. í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag birtir Verðlagsstofnun leiðréttingu við verðkynningu, sem hún hafði komið á framfæri við almenning, varðandi þjónustu tiltekinna fyrirtækja. Þar er lýst hvimleiðum mistökum sem áttu sér stað þegar ýtt var úr vör með annars þarfa þjónustu stofnunarinnar. Mistökum, sem geta komið illa við viðkomandi fyrirtæki, og eru ekki traustvekjandi gagnvart almenningi. Gera verður þá kröfu til stofnunarinnar að þessi mistök verði víti til varnaðar. Verðskyn hins almenna neytanda skiptir svo miklu máli, þ.e. sú viðleitni að vekja það og styrkja, að tilganginum má ekki tefla í tvísýnu með ónákvæmni í vinnubrögðum. Það er svo Verðlagsstofnun hinsvegar til lofs að hún viðurkennir og leiðréttir mistök sín. Það er ekki daglegt brauð þegar opinberar stofnanir eiga í hlut, stofnanir, sem eiga að vera þjónar almennings í daglegu lífi, en hafa of oft tilhneigingu til að setja sig í húsbóndasæti yfir þeim, sem reiða fram kaupið og kostnaðinn, fólki og fyrirtækjum í landinu. Það ber að fagna því að haffiar eru verðkannanir, í samræmi við lög um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti frá 1978, í því skyni að efla verðskyn almennings. Heilbrigð verzlunarsam- keppni og þroskað verðskyn hefur hvarvetna reynzt bezta verðlagseft- irlitið. Þar sem slíkir viðskiptahættir ríkja er miklu meiri stöðugleiki í verðþróun en hér á landi þar sem saman hafa farið verðlagshöft og verðbólga, engum til góðs en öllum til tjóns. Það er tímabært að draga rétta lærdóma af reynslunni í þessum efnum, bæði hérlendis og erlendis. Bræðrabyltan Það er kunnara en frá þurfi að segja að Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, er hönnuður þeirra málalykta varðandi kaup á svokölluðum Þórshafnartogara, sem ríkisstjórnin heimilaði raunar á fundi sínum 1. ágúst sl., og fólust í því að Framkvæmdastofnun lánaði 10% kostnaðarverðs, í stað þess að áður var talað um 20%, en 10% kæmu af sérstakri fjárveitingu tii stofnunarinnar, sem ríkisstjórnin útvegaði og ábyrgðist. Þann veg var ríkisábyrgð fyrir kaupunum hækkuð úr 80% í 90%. Það hefur vakið verðskuldaða athygli að Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, hefur gefið sért tíma frá skjalaröðun í ráðuneyti tií að raðast harkalega á þennan pólitíska skúlptúr flokksbróður síns, fjármálaráðherrans, og sjávarútvegsráðherrans, Steingríms Her- mannssonar. Hefur Hjörleifur valið þessari samsmíð Ragnars og Steingríms hin háðulegustu orð. „Það þarf að læra af þessum mistökum", segir hann, „og það er fleiri en einn og fleiri en tveir sem þurfa þess með“. Það éru sum sé fleiri en „þessir tveir" sem iðnaðarráðherra ætlar að taka á sitt álkné og kenna lexíuna. „Ég tel þetta mál ekki afgreitt", sagði hann ennfremur, en fjármálaráðherra hafði látið sterklega að því liggja í þingræðu að svo væri — „og þar þarf að endurmeta það“, bætti hann við. Þegar gengið er á iðnaðarráðherra um efnisatriði andstöðu hans við þessi umdeildu kaup fer hann fljótt yfir sögu en endar á þeim hættuboða, sem virðist mergurinn máls hans, „að mikil hætta sé á öðrum bakreikningum“, eins og hann orðar það. Og ekki stendur á skýringu á hvað ráðherrann eigi við með orðinu „bakreikningur". Önnur byggðalög, og ráðherrann nafngreinir sérstaklega Djúpavog, munu fylgja í kjölfarið. Það þarf sum sé að „endurmeta“ málið, ella fylgir Djúpavogur í kjölfarið. Og Djúpivogur er í kjördæmi ráðherrans. Og þá verður enginn flóafriður til skjalaröðunar. Dugar jafvel ekki að setja starfshóp í málið. Hér skal ekki lagður dómur á þá bændaglímu sem hafinn er milli fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra Alþýðubandlagsins, heldur ekki glímubrögðin, þó allan frískleika skorti í þau. Hitt kæmi ekki á óvart, eðli málsins samkvæmt, að lyktirnar yrðu bræðrabylta. „Þrátt fyrir allar bre; er Fiskifélagið öflugr un, en það hefur áðui Stjórn Fiskifélagsins og heiðursgestir á fundinum í Höfn í gær. Vinstra m< Asgeirsson, Hilmar Bjarnason, Tómas Þorvaldsson, Marias Þ. Guðmundson, Þ Elísson er í ræðustóli. Hægra megin eru: Guðmundur Karlsson, Andrés Finnl Isfeld Eyjólfsson, Ingólfur Arnarson og Lúðvik Kristjánsson. HÁTÍÐAFUNDUR var hald- inn í stjórn Fiskifélags ís- lands í gær í tilefni af 70 ára afmæli félagsins, en það var stofnað 21. febrúar árið 1911. Á fundinum voru þeir Davíð ólafsson, seðlabankastjóri og fyrrum fiskimálastjórai, og Lúðvík Kristjánsson, rithöf- undur og fyrrum ritstjóri Ægis, útnefndir heiðursfélag- ar Fiskifélags Islands, „fyrir mikilvæg störf í þágu félags- ins og íslenzks sjvarútvegs“. Að lokinni ræðu Más Elís- sonar, fiskimálstjóra, tóku þeir Davíð og Lúðvík til máls og þökkuðu þann heiður, sem Fiskifélagið hafði sýnt þeim. Ingólfur Arnarson afhenti Fiskifélaginu vandaðan ræðustól fyrir hönd Fiski- deildarinnar i Reykjavík, Hafnarfirði og nágrenni, Jón Páll Halldórsson afhenti fé- laginu fundarhamar, silfur- sleginn úr búrhvalstönn, frá deildum Fiskiféiagsins á Vestf jörðum, og Helgi Laxdal afhenti fyrir hönd starfsfólks Fiskifélagsins myndir af öll- um fyrrverandi forsetum Fiskifélags Islands, þeim Hannesi Hafliðasyni, Matthí- asi Þórðarsyni, Jóni Berg- sveinssyni, Kristjáni Bergs- syni og Davíð ólafssyni. Þá bárust Fiskifélaginu árnað- aróskir úr ýmsum áttum í tilefni þessa áfanga í sögu félagsins. I ræðu sinni rakti Már Elísson tildrög að stofnun Fiskifélagsins og störf þess í stórum dráttum síðstliðin 70 ár. í lok ræðu sinnar sagði Már m.a.: „Félagið hefur frá upphafi gegnt því hlutverki að vera Alþingi og ríkisstórn til ráðgjafar um hags- munamál sjávarútvegsins og hefur tekizt á hendur fyrir hönd ríkis- stjórnar og Alþingis, framkvæmd margra þeirra mála, er til framfara hafa horft fyrir þennan atvinnuveg eins og að ofan greinir. Auk þess hefur félagið haft með höndum fjölda sjálfstæðra verk- efna, sem Fiskiþing hefur tekið ákvörðun um, og framkvæmanleg hafa reynzt, m.a. vegna þess stuðn- ings, er ríkisvaldið hefur veitt því hverju sinni. Það hefur mikla og ótvíræða kosti í för með sér, hversu starfsumgerð félagsins er rúm og sveigjanleg, þannig að jafnan hefur reynzt auðvelt að fella ný viðfangsefni inn í starfsemina og breyta þeim, er fyrir voru, eftir kröfum tímans. Þetta má m.a. þakka ágætri sam- vinnu og gagnkvæmum trúnaði við sjávarútveginn, góðu starfsliði og trúnaðarmönnum í hverri verstöð, svo og trausti ríkisstjórnar og Alþingis á því að störfin séu vel og dyggilega af höndum leyst. Nú hefur margt breytzt á þessum 70 árum. Þjóðfélagið er orðið marg- brotnara, ríkisvaldið hefur eflzt, svo hafa og ýmis hagsmunasamtök inn- an sjávarútvegsins. Kröfur hafa aukizt um þjónustu og aðstoð á ymsum sviðum. Á þessum tíma hefur og margt breytzt í starfsemi Fiskifélagsins. Margir málaflokkar, sem það hefur haft bein afskipti af, hafa flutzt til annarra stofnana eða hagsmunasamtaka. Slíkar breyt- ingar hljóta að gerast. Sumar voru eðlilegar — aðrar þeirra orka tví- mælis. til að bregðast við þessum breytingum og þróun, hafa lög og starfsreglur félagsins alloft verið endurskoðuð. Við lagabreytingu 1973 gerðust helztu samtök sjó- manna, útvegsmanna, svo og sölu- samtök aðilar að Fiskifélaginu. Hef- ur þetta án efa orðið félaginu til eflingar. Fiskifélagið er því þrátt fyrir allar breytingar öflugri stofnun nú, en það hefur áður verið. Það er vettvangur, þar sem þýðingarmikil hagsmunamál og vandamál at- vinnuvegarins sem heildar, eru rædd og tillögur gerðar til úrbóta, þar sem það á við. í upphafi sótti Fiskifélagið, eins og einnig Búnaðarfélagið, fyrir- myndir til Norðurlanda, þar sem áþekkar stofnanir starfa enn þann dag í dag, t.d. í Noregi og Svíþjóð. Eins og gefur að skilja hafa þessar stofnanir þróast á nokkuð mismun- andi vegu, m.a. oft á tíðum sökum ólíkra þarfa og staðhátta. Ég sagði áðan, að flóknari stjórn- sýsla, sem fylgir margbrotnara þjóðfélagi, bæði í tæknilegum og félagslegum skilningi, hefði haft í för með sér ýmsar breytingar á starfsemi Fiskifélagsins. Hitt er og hægt að styðja rökum, að marg- breytnin geri slíka stofnun nauð- synlega. I mörgum löndum, bæði austan og vestan Atlantshafsins — hafa á síðari árum ríkisvaldið og sjávarút- vegurinn tekið höndum saman um stofnanir með áþekku hlutverki og Fiskifélagið hefur. Er þar medð viðurkennd nauðsyn nánari tengsla, samskipta, sam- Meðal gesta á hátiðafundinum voru I Guðfinnsson, Ingvar Vilhálmsson, Jón og Hjalti Einarsson. Davið ólafsson, fyrrum fiskimálastjóri, Már Elisson, fiskimálastjóri, og Lúðvik Kristjánsson, fyrrum ritsjtóri Ægis. Þeir Davíð og Lúðvik voru útnefndir heiðursfélagar Fiskifélags íslands á hátiðafundinum í gær. (Ljósm. óiafur K. Magnússon).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.