Morgunblaðið - 21.02.1981, Síða 26

Morgunblaðið - 21.02.1981, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 LUNDALÆTI í EYJUM Sigurgeir Sigurjónsson Bjarn- Það er sjaldjíseft að lundinn mæti til leiks á miðjum vetri ok þurfi areyingur með lundann sem að sitja undir éljaKangi. hann hitti á götu einn vetrar- , daginn. Prófasturinn 10 vik- um á undan áætlun Um miðjan mánuðinn voru nokkrir lundar mætt- ir til Vestmannaeyja tveimur og hálfum mánuði á undan hefðbundnum tíma og telja menn að það viti á mikinn vertíðarafla fyrir Suðurlandi. Fyrstu lundana sá aflakóngurinn Sigurjón óskarsson á Þór- unni Sveinsdóttur fyrir austan Eyjar, þá mætti einn lundi um borð í skut- togarann Vestmannaey og einn brá sér i bæinn í Eyjum og gerði Bjarnarey- ingi bilt við, því grónum úteyingum og lundaveiði- mönnum verður ekki um sel þegar þeir sjá lunda spranga um snjóskafla á aðalgötum. Þá hefur mikið súlukast verið í hafi að undanförnu og Eyjabátar hafa dregið lifandi súlur í veiðarfæri sín. Eyjólfur Pétursson á Vest- mannaey sagði í talstöðvarsam- tali við Mbl. í gær að lundinn hefði lent í olíudalli undir spilinu og skipverjar hefðu strax tekið hann og verkað upp, sett hann í bað og gefið honum að borða. „Hann hakkaði í sig brauð, heilhveitibrauð," sagði Eyjólfur, „en vildi ekki sjá franskbrauð. Við höfðum hann um borð í fjóra daga og það fiskaðist vel á meðan, þetta var lukkufugl. Helst hefðu við viljað hafa hann áfram, en þá var ekki um annað að gera en stoppa hann upp og viðkunn- anlegra þótti okkur að sleppa honum þótt því sé ekki að neita Eyjólfur Pétursson skipstjóri á Vestmannaey með „lukkufuglinn Teddi vélstjóri á Sæbjörgu með eina súiuna sem þeir veiddu i netin, en súlan er grimm og verst af alefli þeim sem vogar sér inn i landhelgi hennar. að sumir sleiktu út um þegar lostætið flaug um borð.“ Tólfta þessa mánaðar var Sig- urgeir Sigurjónsson Bjarnarey- ingur á leið heim í matinn þegar hann mætti félaga sínum úr Bjarnarey á vetrargöngu. Sigur- geir brá við en þar sem Bjarnar- eyingar eru öllu vanir í nábýli við Elliðaeyinga, eyjarnar teljast til austureyja Vestmannaeyja, þá kippti hann sér ekki upp við það óvænta, en kom prófastinum í hús. Þess varð vart í Suðureyjum í Vestmannaeyjum sl. sumar að sumar pysjurnar voru seinar til og telja úteyingar Suðureyjanna að hér sé um fuglá frá þeim að ræða, en þessir snemmbúnu og bjartsynu prófastar eru hins veg- ar fullvaxnir, bráðþroska og þróttmiklir og því augljóslega í hópi bjargbúa austureyjanna, Elliðaeyjar og Bjarnareyjar. Sovétmenn sýna áhuga á fleiri síldarafurðum SÖLUSTOFNUN lagmetis undir- ritaði í gær samninga við fyrir- tækið „Prodintorg- i Moskvu um sölu á gaffalbitum tii afgreiðslu á 2. og 3. ársfjórðungi þessa árs. Samningsupphæðin er tæplega 10 milljónir nýkr. og er þetta fyrsti samningurinn, sem gerður er við Prodintorg á árinu. Samhliða er nú gengið endan- lega frá samningi við Sovézka samvinnusambandið, Sojuzko- opvneshtorg, með milligöngu Iðn- aðardeildar Sambands ísl. sam- vinnufélaga, um gaffalbita að verðmæti um 7 milljónir nýkr. og er þá tryggð sala á þessari tegund lagmetis fyrir um 17 milljónir nýkr. (gkr. 1,7 milljarðar) með þessum fyrsta samningi. I viðræðunum við Sovétmenn hefur komið fram að þeir hafa áhuga á að kaupa aðrar lagmetis- tegundir og hafa þeir einkum sýnt áhuga á fleiri tegundum síldaraf- urða. Voru þau mál rædd í Moskvu og verður samningaumleitunum haldið áfram við verzlunarfulltrúa Sovétmanna hér. Sölustofnunin vonast til að samningar muni að þessu sinni takast um sölu fleiri tegunda, einkum þar sem gert er ráð fyrir því í nýjum viðskiptasamningi milli landanna, að kaup Sovét- manna á lagmeti geti á þessu ári farið upp í 6,5 milljónir dollara, sem eru rúmlega 43 milljónir nýkr. (4,3 milljarðar gkr). (Frétt frá Solustofnun.) Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar: Hagkvæmast að einangra þökin með plasti og álpappír að innanverðu MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá framkvæmdanefnd byggingar- áætlunar: Vegna vandamála, sem komið hafa upp í þakrýmum parhúsa i Hóiahverfi og hefur nú orðið blaðamatur vill FB taka eftirfar- andi fram. Á undanförnum árum hefur það orðið mjög algengt að klæða þök aöeins með bárujárni á lektum, þegar þakrými er ekki ætlað til notkunar. Rennistigi úr risi var aðeins hugsaður til nota við eftirlit á þaki að innan. í flestum húsunum hefur þakrými verið tekið til notkunar sem geymsla. Við slíka notkun fer of mikill hiti og raki úr íbúðinni upp í þakrýmið og mynd- ar hrím á þakplötur. Framkvæmdanefndin hefur gert sér ljóst að þarna sé á ferðinni vandamál, sem verði að leysa og hefur falið sínum eftir- litsmönnum að kanna málið, og gera tillögu til úrbóta. Dagana 17. og 18. febrúar fóru eftirlitsmenn FB í flest nefnd parhús og athug- uðu aðstæður. Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir aftakaveður, sem gekk yfir 16. þessa mánaðar hafa engar skemmdir orðið á þökum nefndra FB-húsa, en í sumum tilfellum hefur snjór skafið inn um loftop, sem virðast vera of stór, en ekki of lítil eins og verktakafyrirtækið Ármannsfell, sem byggði húsin fullyrti í blaða- viðtali. Sú lausn, sem virðist vera hag- kvæmust og fljótvirkust er að einangra þökin að innanverðu með plasti og álpappír. Með þessum aðgerðum telur nefndin að komið verði í veg fyrir hrímmyndun í þaki. Jafnframt verða gerðar ráðstafanir sem miða að því að draga úr hættu á snjófoki um loftræstingu. Ákveðið hefur verið að nú þegar verði gerðar ráðstafanir til að hefja þessar breytingar og þar með verði vandinn leystur, og væntum við góðrar samvinnu við húseigendur. Frá óveðrinu í Djúpinu Bæjum. Snæfjallaströnd. 18. febrúar. HÉR HEFUR ekki orðið mikið um áföil í óveðrinu, þó hafa fokið þök af f járhúsum og hlöðum, sem hætt er að nota. Rak einnig trillu á land, sem var í höfn í Æðey. Að Látrum i Mjóafirði fauk þak af tveimur 'súrheystóftum. í Reykjanesi fauk þak af íbúðar- húsi, skemmdist það eitthvað. Á Kirkjubóli í Langadal fuku nokkr- ar plötur af fjárhúsi og ein þeirra fór í gegnum glugga í íbúðarhús- inu og nokkrar plötur fuku einnig af íbúðarhúsinu að Kirkjubóli. Allt rafmagn fór af öllum í ísafjarðardjúpi, aðeins var raf- magn að Bæjum á Snæfjalla- strönd. En þetta er allt komið í lag núna. Símalaust hefur verið síðan á mánudagskvöld í öllu Djúpinu nema á Snæfjallaströnd. 15 staur- ar munu vera brotnir í Seyðisfirði, vestan við Djúpið. Mikið veður og vont hefur verið hér og ísing mikil, þó er mannhelt og allt í góðu lagi. Fagranesið var í slipp suður í Reykjavík og átti að koma um síðustu helgi, en var fyrst að koma í dag. Það kemur í Djúpið á morgun eftir heillar viku fjarveru. Jens i Kaldalóni Betri er Hlíð en Kriki Á FUNDI borgarstjórnar síðast- liðinn laugardag gerði Sjöfn Sig- urbjörnsdóttir borgarfulltrúi að umtaisefni tiilögur að nýjum götunöfnum, sem lagðar voru fram í byggingarnefnd um miðj- an mánuðinn. Göturnar sem til- lögur voru gerðar um munu verða i væntanlegri ibúðarbyggð við Öskjuhlíðarskóla og var lagt til að samheiti þeirra yrði Krik- ar, eða Hliðarkrikar. Sjöfn fannst nöfnin óþjál í meira lagi og nefndi hún ákveðin götunöfn í þvi sambandi, svo sem Oskjukriki, Bugðukriki, Bogakriki, Slakkakriki og fleiri. Sagðist Sjöfn telja að senda ætti þetta aftur til byggingarnefndar. Sigurður Harðarson tók til máls og sagðist telja að í byggingar- nefnd væri lítill áhugi fyrir krik- um þessum, enda hefði málið ekki verið afgreitt á fundi hennar. Taldi hann að mestur áhugi væri fyrir því að nota Hlíða-nafnið enn um sinn og því væri ólíklegt að nokkuð yrði af krikunum. Hins vegar kvaðst hann hafa heyrt á skotspónum að gatan sem liggja ætti meðfram slökkvistöðinni myndi verða kölluð Brennihlíðl, en kvaðst ekki vilja staðfesta að rétt væri. Albert Guðmundsson sagði í ræðu að hann væri sammála athugasemdum Sjafnar, vegna nafngiftanna. Sagðist hann vilja fá upplýst hverjir væru höfundar að tillögum þessum, því þeir væru greinilega komnir á leiðarenda í hugmyndaflugi. Hver ók á bíl við Burkna? Rannsóknarlögreglan í Hafnar- firði hefur beðið Mbl. að auglýsa eftir vitnum að ákeyrslu á Linn- etsstíg við blómabúðina Burkna um klukkan 15 mánudaginn 15. febrúar sl. Bifreiðin er af Skoda- gerð og ber einkennisstafina G- 12355 og var hægra afturbretti skemmt. Tjónvaldurinn og vitni gefi sig fram við lögregluna í Hafnarfirði. INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.