Morgunblaðið - 21.02.1981, Side 27

Morgunblaðið - 21.02.1981, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 27 Ingólfur A. Þorkelsson skólameistarí: Kennslustjóri Háskól- ans gerir bragarbót Enginn marktækur munur á mennta- skólunum samkvæmt leiðréttingu hans Formáli I öndverðum desembermánuði sl. komu saman á fund skóla- meistarar og rektorar framhalds- skólanna. Kennslustjóri Háskóla íslands kom og á þennan fund með upplýsingar, könnun um árangur stúdenta á fyrsta ári í Háskólan- um, skólaárið 1979—1980. í máli kennslustjóra voru ýmsir fyrir- varar, og hann sló marga var- nagla. Fundarmenn töldu að gera þyrfti slíka athugun í allmörg ár áður en marktæk niðurstaða feng- ist. A jólaföstu birti Morgunblaðið þessar upplýsingar um árangur stúdentanna án fyrirvara og skýr- inga. Nú hefur kennslustjóri gert bragarbót og leiðrétt fyrri út- reikninga. Niðurstaðan birtist í viðtali við hann í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Vegna þessa viðtals og fyrri skrifa um málið bið ég Morgunblaðið að birta eftirfar- andi: Athugasemdir 1. Varhugavert er að draga víð- tækar ályktanir af einni slíkri könnun, niðurstöðum eftir eitt skólaár. Þetta var meginathuga- semd mín í desember sl. er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við mig um þetta mál. 2. Meðal þeirra skóla, sem settir eru hlið við hlið til samanburðar eru Tækniskóli íslands og Menntaskólinn við Hamrahlíð. Um er að ræða 6 nemendur frá Tækniskólanum og próf þeirra, 49 að tölu, eru látin hafa sama vægi og 939 próf 166 nemenda frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. í viðtali við Morgunblaðið lýsti Bjarni Kristjánsson, rektor Tækniskólans, því yfir, að þessi könnun væri ekki marktæk hvað Tækniskólann varðaði. 3. Fylgnireikningar fylgdu ekki töflunni, þ.e. samanburður á stúd- entsprófseinkunn umræddra nem- Ingólfur A. Þorkelsson enda og einkunn þeirra eftir fyrsta árið í Háskólanum. 4. Meðaltöl einkunna í ýmsum deildum Háskólans eru mjög mis- jöfn. Þannig er meðaltalið í guð- fræðideild 7,39 en 5,60 í verkfræði- deild. Nú hefur kennslustjóri, sem fyrr segir gert bragarbót og leið- rétt þetta síðast talda og þá breytist röð skólanna. Ég nefni sem dæmi, að Menntaskólinn í Kópavogi fer upp um þrjú sæti og meðaleinkunn hans hækkar úr 5,86 í 6,23. Raunar var útkoma skólans góð miðað við fyrri út- reikninga, sé tekið mark á þeim, væri grannt skoðað. Enginn marktækur munur Kennslustjóri segir, sem satt er, að minni munur verði á meðal- einkunn skólanna með þessu móti. Og síðan segir hann orðrétt: „Það er marktækur munur á skólunum, ef munur á meðaleinkunn er meiri en 0,5.“ Svo mörg voru þau orð. Samkvæmt þessum nýja útreikn- ingi kennslustjóra, leiðréttingu hans, er enginn marktækur mun- ur á menntaskólunum. Það sýnir taflan, sem birtist með viðtalinu. Þetta er kjarni málsins og því er ekki unnt að draga menntaskólana í dilka, sé tekið mark á könnun kennslustjóra og leiðréttingu hans. Frumhlaup Umræðurnar um þetta mál leiða, að mínum dómi, fyrst og fremst í ljós, hve varhugavert er að hlaupa í blöð með „niðurstöður" á fyrsta stigi rannsóknar og draga ályktanir án allra fyrirvara af ónógum forsendum. Kennslustjóri Háskólans reynir stundum í fyrr- nefndu viðtali að tala dálítið strítt sbr. eftirfarandi: „Ég hefði hikl- aust gefið fjölmiðlum þessar upp- lýsingar með eðlilegum skýring- um, hefði þess verið farið á leit við mig.“ Það er allt annar handlegg- ur að gefa upplýsingar með skýr- ingum og fyrirvörum. Engin greinargerð fylgdi margnefndum upplýsingum, er Morgunblaðið birti þær í ofanverðum desem- bermánuði sl. Hvað er góður skóli? Ég tek undir þau orð rektora og skólameistara, er þeir létu falla í viðtali við Morgunblaðið um þetta mál 23. des. sl., að reikningur af þessu tæi geti verið mjög villandi — að slíkar upplýsingar segi ekki nema hluta sögunnar. Og síðast en ekki síst vek ég athygli á þessum orðum títtnefnds kennslustjóra: „Auðvitað ber að álykta varlega af upplýsingum sem þessum." í um- ræðum um margnefnda könnun hafa orð eins og „besta útkoma", „góður skóli", borið á góma. Getur slík könnun leitt ágæti skóla í ljós? Hvað er góður skóli? Ætli menn hafi svör á reiðum höndum við því? Þarf ekki að svara þessari spurningu áður en fleira er mælt og lengra er haldið? Úrskurður viðskiptaráðuneytisins: Aðalfundi Fiskeld- is hf. ekki frestað Viðskiptaráðuneytið hefur hafnað kröfu fjög- urra hluthafa í Fiskeldi hf. þess efnis, að aðalfundi félagsins verði frestað. Eins og komið hefur fram í viðtali Mbl. við Jakob V. Hafstein, einn fjórmenn- inganna, var það einnig krafa þeirra að ráðuneytið fyrirskipaði stjórn félags- ins að gefa út bráðabirgða- skírteini, sem greiðslu- kvittun fyrir innborguðu fé og að ráðuneytið ógiidi sölu hlutabréfa til nýrra félaga. Hér fer á eftir úrskurður ' viðskiptaráðuneytisins. Þess skal getið að aðalfundur Fiskeld- is verður haldinn á áður boðuð- um tíma, þ.e. í dag, 21. febrúar, og hefst klukkan 13.30 í Borgar- túni 22. Úrskurður ráðuneytisins er svohljóðandi: Úrskurður Með bréfi dags. 7. þ.m. fór Hörður Ólafsson, hrl., þess með- al annars á leit fyrir hönd fjögurra hluthafa í Fiskeldi hf., í Reykjavík, þeirra Eyjólfs Frið- geirssonar, fiskifræðings, Hverf- isgötu 47, Ingimundar Konráðs- sonar, frkvstj., Bakkagerði 16, Jakobs V. Hafstein, frkvstj., Grenimel 1, og Péturs Rafnsson- ar, frkvstj., Hagamel 17, Reykja- vík, að viðskiptaráðherra úr- skurðaði, sbr. 150 gr. nr. 32/1978 um hlutafélög, að stjórn Fiskeld- is hf. væri skylt að viðlögðum dagsektum eða vikusektum að fresta aðalfundi, sem til hefur verið boðað 21. febrúar nk., unz úrslit hafa fengizt um önnur kröfuatriði, sem nefnd eru í bréfinu. í 150 gr. laga nr. 32/1978 um hlutafélög segir að vanræki stjórnendur skyldur sínar skv. lögunum, félagasamþykktum eða ályktunum hluthafafundar geti ráðherra boðið þeim, að viðlagðri ákveðinni dagsekt eða vikusekt, að inna skylduverk af hendi. Kemur því ekki til greina að beita ákvæðinu um kröfu úrskurðarbeiðenda, sem lýtur að frestun starfa innan félagsins. Engin önnur ákvæði laganna heimila ráðherra að bjóða fé- lagsstjórn að fresta aðalfundi. Því úrskurðast: Krafa úrskurðarbeiðenda verður ekki tekin til greina. Frá blaðamannafundi forráðamanna Samvinnutrygginga i gær: Rafn Guðmundsson, deildarstjóri í bifreiðadeild, Bruno Hjaltested, aðstoð- arframkvæmdastjóri, Hallgrimur Sigurðsson. framkvæmdastjóri, Héðinn Emilsson. deildarstjóri i brunadeild. og Benedikt Sigurðsson, deildarstjóri i fjármáladeild. Ljásm. Kristinn. Samvinnutryggingar: Kaskó-trygging bæt- ir tjón af völdum foks í óveðrinu SAMVINNUTRYGGINGAR hafa nú ákveðið að breyta skilmálum kaskó-tryggingar sinnar á þann veg að kaskó-trygging bæti tjón á bilum sem verður vegna foks, og ætla forráðamenn fyrirtækisins að láta þá breytingu ná til þess tjóns sem varð á bílum í fárviðrinu þann 16. og 17. febrúar sl. Þetta kom m.a. fram á fundi sem ráðamenn í Samvinnutrygg- ingum héldu 1 gær með blaðamönnum til að kynna fyrir mönnum rétt þeirra til bóta vegna tjóns sem varð í óveðrinu. Með tilkomu þeirrar breytingar sem Samvinnutryggingar hafa nú ákveðið að gera á þeim kafla Kaskó-tryggingarskilmála, sem um foktjón fjallar, segja forráðamenn fyrirtækisins, að nú séu fáanlegar fullnægjandi foktryggingar á allar almennar eignir manna, þ.e. hús, innbú, bíla o.fl. Þess vegna telja Samvinnutryggingar ekki þörf á því að lögum um Viðlagatryggingar verði breytt, eins og talað hefur verið um, þannig að Viðlagatrygg- ingin nái til foktjóns, þar sem vel er fyrir því séð með almennri vátrygg- ingaþjónustu tryggingarfélaganna. Hallgrímur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygginga, sagði forráðamenn fyrirtækisins al- farið á móti því, að ríkið færi að bæta tjón af völdum foks með Viðlagatryggingu. Fólk gæti tryggt. sig gegn tjóni af völdum foks hjá hinum almennu tryggingarfélögum og þyrfti ekki forsjá ríkisins í þeim efnum. Aftur á móti væri ekki á færi tryggingarfélaga að bæta tjón af völdum náttúruhamfara: eld- gosa, jarðskjálfta, snjóflóða, aur- skriða og vatnsflóða, og það tjón ætti Viðlagatrygging Islands að bæta, að svo miklu leyti sem slíkt væri mögulegt. Forráðamenn Samvinnutrygg- inga sögðu að það væri grundvallar- atriði að frjáls samkeppni ríkti í trygKÍngarmálum. Frjáls sam- keppni og frelsi einstaklingsins skapaði vátryggingarfélögunum einmitt það aðhald sem þau þyrftu til að geta veitt viðskiptavinum sínum viðunandi þjónustu, en ríkis- forsjáin og það sem henni fylgdi svæfði fólk. I því sambandi nefndu menn brunatrygginguna, en húseig- endur eru skyldir að brunatryggja eignir sínar hjá því tryggingarfé- lagi sem sveitarfélag þeirra skiptir við. Ráðamenn Samvinnutrygginga sögðu að þetta hefði það í för með sér að menn kynntu sér ekki nægjanlega hvar brunatrygging- unni sleppti; að nauðsynlegt væri að húseigendatrygging og heimilis- trygging fylgdi brunatryggingunni svo menn gætu sofið rólegir. Siglufjörður: Stórfækkað kom- um loðnuskipa Siglufirði. 20. febrúar. MJÖG hefur fækkað komum loðnuskipa hingað miðað við sama tima i fyrra og hefur það haft mikil áhrif á atvinnulif i bænum. í janúar 1980 komu 93 loðnuskip til Siglufjarðar og lönduðu 32.878 tonnum og i febrúar voru þau 39 með 12.272 tonn. Samtals eru þetta 132 skip með 45.049 lestir. í janúar í ár hafa hins vegar aðeins komið 4 skip og var afli þeirra 1.404 tonn. í febrúar hefur enn ekkert skip komið og er þetta því stórfelld fækkun. Eru þetta mjög sláandi tölur og hafa haft geysileg áhrif á allt atvinnulíf hér, m.a. verzlun og þjónustu. m.j. Verkalýðsfélagið Rangæingur: Skorar á þingmenn að forða ófremdarástandi í atvinnumálum héraðsins Á ALMENNUM félagsfundi i Verkalýðsfélaginu Rangæingi. sem haldinn var sunnudaginn 15. febr. sl. voru gerðar eftirfarandi samþykktir: „Almennur félagsfundur í Verkalýðsfélaginu Rangæingi haldinn 15. febr. 1981 skorar á þingmenn Suðurlandskjördæmis að vekja með tiltækum ráðum athygli á því óvissuástandi sem ríkir í atvinnumálum Rangæinga og leita allra leiða til þess að ekki skapist ófremdarástand í atvinnu- málum héraðsins þegar virkjunar- framkvæmdum á hálendinu lýkur næsta haust." „Almennur félagsfundur í V erkalýðsfélaginu Rangæingi haldinn 15. febr. 1981 mótmælir þeirri ákvörðun stjórnvalda að skerða með bráðabirgðalögum vísi- tölubætur á laun 1. mars nk. Þá harmar fundurinn þá lítils- virðingu sem ríkisstjórnin sýnir samtökum launþega og gildandi lögum með því að virða að vettugi allt samráð um slíkar aðgerðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.