Morgunblaðið - 21.02.1981, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 21.02.1981, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 31 Síðasta miðnœtur sýning á Á laugardagskvöld sýnir Leik- féiag Reykjavikur leikritiÖ ROMMÍ eftir bandaríska leik- ritahöfundinn D.L. Coburn. en fyrir þetta leikrit hlaut hann Pulitzer-verðlaunin árið 1978. Leikritið hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í allan vetur, og eru nú sýningar orðnar nálægt 50 að tölu. Sýningunni hefur verið tekið ein- staklega vel, bæði af gagnrýnend- um og áhorfendum, og leikstjóri og leikendur hafa þótt koma vel til skila bæði gamansömum og alvar- legum þáttum verksins. Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson og með hlutverk leiksins fara þau Sigríð- ur Hagalín og Gísli Halldórsson. Virðist höíða til allra aldurshópa í kvöld kl. 23.30 verður síðasta miðnætursýning á söngleiknum „Gretti" í Austurbæjarbíói, en undanfarið hefur það færst í vöxt, að fólk óski eftir því að geta séð sýninguna fyrr á kvöldin, ekki síst vegna þess, að efni verksins virðist höfða til allra aldurshópa jafnt. Fyrsta kvöldsýningin var í vik- unni sem leið og seldust aögöngu- miðar upp á örskömmum tíma. Næsta kvöldsýning verður nk. miðvikudagskvöld kl. 21.00. Höf- undar þessarar spaugilegu útgáfu af „Gretti sterka" eru þeir Egill Ólafsson, Ólafur Haukur Símon- arson og Þórarinn Eldjárn. Þursa- „Gretti flokkurinn flytur tónlistina, en alls koma 16 leikarar, söngvarar og tónlistarmenn fram í sýning- unni. Höfundur dansa er Þórhild- ur Þorleifsdóttir og leikstjóri Stefán Baldursson. Á meðfylgj- andi mynd sést Kjartan Ragnars- son, en hann hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn í hlutverki Grettis. Spaugileg uppátæki, ást og sprell Annað kvöld er 10. sýning á gamanleik Shakespeares „ótemj- unni“. Sýningunni hefur verið mjög vel tekið og hefur verið uppselt á allar sýningar fram að þessu. Ótemjan er einn alvinsælasti gamanleikur höfundar, fullur af spaugilegum uppátækjum, dular- gervum, misskilningi, ást og sprelli, en lýsir þó fyrst og fremst viðureign þeirra Katrínar og Petr- útsíós, og hvernig hann beygir kvenskassið til hlýðni og undir- gefni svo að friður megi ríkja í sambúð kynjanna. Alls koma fram í sýningunni 15 leikarar og hljómlistarmenn, en aðalhlut- verkin eru í höndum þeirra Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur og Þorsteins Gunnarssonar. Eggert Þorleifsson hefur samið tóniist við sýninguna, sem hann flytur ásamt leikurum, og leikstjóri er Þórhild- ur Þorleifsdóttir. Bodil og Gunnar Kvaran. Tónleikar í Mosfellssveit í dag verða haldnir tónleikar í Hlégarði í Mosfellssveit og hefjast þeir kl. 15. Danska óperusöngkonan Bodil Kvaran syngur, Gunnar Kvaran leikur á celló og Gísli Magnússon á píanó. Flutt verða verk eftir Beethoven, Schubert, Brahms, Faure o.fl. Bodil Kvaran starfar nú við konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn og eru þetta einu tónleikar hennar hér á landi að þessu sinni. Laugarásbíó frumsýnir Blúsbrœðurna í dag frumsýnir Laugarásbíó bandaríska mynd, Blúsbræðurn- ir. með John Belushi og Dan Aykroyd í aðalhlutverkum. Leik- stjóri er John Landis. Jake Blues er nýsloppinn úr fangelsi, en tekur sér það fyrir hendur ásamt bróður sínum, Elwood, að ná saman gömlu hljómsveitinni sinni og efna til tónleika, í því skyni að bjarga munaðarleysingjahæli frá því að lenda undir hamrinum. En ekki ætlar það að ganga vandræða- laust. Úr „Peysufatadegi“ Kjartans Ragn- arssonar sem Nemendaleikhúsið sýnir i Lindarbæ. „Peysufatadagui* í fjórða sinn Annað kvöld verður 4. sýning Nemendaleikhússins á Peysufata- degi og hefst hún ki. 20 i Lindar- bæ. Leikstjóri er höfundurinn. Kjartan Ragnarsson. Magnús Pálsson gerði leikmynd og Fjóia Ólafsdóttir útsetti tónlistina. Leikritið gerist á „peysufatadag- inn“ 1937 og fjallar um sjö ung- menni sem eru að útskrifast úr Verslunarskólanum. Inn í leikinn fléttast pólitík þessa tíma og mikið af músik. Leikurinn er gamansam- ur en með alvarlegu ívafi. Fimmta sýning Peysufatadags verður á þriðjudagskvöld. HÁSKÓLABÍÓ „Mönnum verður ekki nauðgaðu Háskólabíó sýnir á mánudags- kvöld 1 síðasta sinn finnsku mynd- ina „Mönnum verður ekki nauðg- að“ (Mán kan inte váldtas) eftir Jörn Donner. Myndin er gerð árið 1979 eftir sögu Márta Tikkanen. Aðalpersóna myndarinnar er Eva Randers, frá- kilin kona á miðjum aldri. Á fertug- asta afmælisdegi sínum fór hún með vinkonu sinni á skemmtistað. Að áliðinni nóttu heldur hún heim með manni nokkrum, Martin Ester. Þeg- ar þangað er komið breytist fram- koma hans og Evu er nauðgað. Myndin fjallar um viðbrögð hennar við verknaðinum og tilraunum til að losna undan fargi niðurlægingarinn- ar. Myndinni hefur víða verið vel tekið og hún talin gott framlag til umræðu um þessi mál. í hlutverki Evu Randers er Anna Godenius en Gösta Bredefeldt leikur Martin Wester. Jörn Donner, leikstjóri myndar- innar, er án efa þekktasti leikstjóri Finna. Hann hóf feril sinn sem rithöfundur. Fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd (En Sondag í september) gerði hann í Svíþjóð 1963 en þar bjó hann um árabil. Galdraland í Kópavogi Garðaleikhúsið, sem hóf starf- semi sína um sl. helgi, sýnir barnaleikritið Galdraland eftir Baldur Georgs í Kópavogsbíói á morgun, sunnudag kl. 15. Leik- stjóri er Erlingur Gíslason en leikendur eru þrír, Þórir Stein- grímsson, Randver Þorláksson og Aðalsteinn Bergdal. Niræð: Guðrún S. Þorsteinsdóttir fyrrverandi barnakennari Guðrún Sveinbjörg er fædd 21. febrúar 1891 í Gíslastaðagerði á Völlum, Suður-Múlasýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Sigmundsson og Sigríð- ur Halladóttir, er síðar bjuggu á Sturluflöt í Fljótsdal. 1911—1913 stundaði Guðrún nám í Kennaraskólanum og lauk þaðan prófi. Seinna á árum sótti hún námskeið í þeim skóla og einnig kennaranámskeið í Svíþjóð 1934. Fyrstu ár að námi loknu var hún barnakennari í Fellnahreppi og Breiðdal. 1921 ræðst hún sem heimiliskennari að Laugarvatni og annan vetur að Spóastöðum í Biskupstungum, en 1923 er hún ráðin barnakennari í Laugardal og gegndi því starfi næstum samfellt til 1938. Síðar kenndi hún á ýmsum stöðum en lengst af í Fljótshlíðinni eftir að hún fór úr Laugardalnum. Nú er Guðrún á Dvalarheimili aldraðra í Hvera- gerði. Eins og fyrr segir kemur Guð- rún að Laugarvatni sem heimil- iskennari 1921. Það var alltaf mikil eftirvænt- ing í sveitunum í gamla daga þegar von var á nýjum kennara jafnt hjá ungum sem eldri. Þá tíðkaðist farkennsla svo að kenn- arinn dvaldi á mörgum bæjum hreppsins yfir veturinn og var hvar sem hann dvaldi aufúsu- gestur eða svo var með þá kennara í Laugardal er ég þekkti til. Ég man eins og það hefði gerst í gær, haustkvöldið er Guðrún Þorsteinsdóttir kom til okkar að Laugarvatni, en hjá okkur var hún fyrst ráðin til kennslu á heimilinu. Hún var öllum ókunn enda komin langt að, af Fljótsdalshéraði, þar sem hún var fædd og uppalin. Ég sé hana fyrir mér þar sem hún sat á rúmi í baðstofunni og virti fyrir sér unglingaskarann, sem var allt í kring. Þessi unga kennslukona var ljós yfirlitum með ljóst hár, svo var hún í svo fallegum, grænum ullartauskjól, sem fór henni mjög vel. Úrið sitt bar hún í vandaðri silfurfesti, kjörgripur að mér fannst, enda hefi ég ekki séð hana bera á sér annan skartgrip um ævina, sem tók þessu úri fram. Fljótt leið fyrsta kvöldið og kynnin urðu auðveld. Kennslan hófst fyrir eldri sem yngri. Þeir sem eldri voru fengu tilsögn í ensku, dönsku og reikn- ingi og fljótlega var hún komin með heimiliskór, sungið með öll- um röddum. Guðrún spilaði á orgel og spilaði oft undir söng á skemmtunum. Seinna æfði hún kór í sveitinni og í Laugarvatns- skóla fyrsta veturinn, er skólinn starfaði. Vefnað, útskurð og bókband og margskonar föndur eins og það er núna nefnt átti Guðrún gott með að veita tilsögn í og var fljót að tileinka sér nýjungar ef þær báru í sér eitthvað gagnlegt. Ég var minn fyrsta vetur í barnaskóla hjá Guðrúnu. Þá var hún orðin fast- ráðinn kennari í Laugardalnum, en næstu 3 vetur var ég í skóla hjá bróður hennar, Sigurði, er var kennari á Minniborg í Grímsnesi. Ég var barnapía hjá Ragnheiði systur minni þar í 4 ár. Barnaskól- inn og heimavistin var viðbygging við íbúðarhús hennar svo að sam- gangur var mikill og sambýlið eftirminnilega gott við heimili Sigurðar. Ég kynntist mjög vel þessum systkinum og systrunum Sigríði og Jóhönnu, sem voru til heimilis hjá Sigurði, þar til hann giftist Ólöfu Ólafsdóttur ættaðri úr Grindavík. En Óiöf og Sigurður urðu ekki langlíf, þau létust í sama mánuði 1931 úr taugaveiki eftir 5 ára sambúð, öllum harm- dauði, er þau þekktu. Guðrún hafði oft dvalið á Minniborg að sumarlagi því systkinin voru sam- rýnd. En við fráfall bróðurins áttu þær þar ekki lengur samastað. Sigríður flutti í Borgarnes en Jóhanna fór heim á Hérað. Ég sá þær systur ekki í 40 ár en ekki voru þær mér ókunnar eða gleymdar, er fundum bar aftur saman. Sigríður er látin fyrir nokkrum árum en Jóhanna og Guðrún hafa heimsótt mig öðru hvoru og fylgir þeirri heimsókn bjarmi frá æskudögum, er aldrei hefur dvínað þótt liðið sé á ævina. Eftir að Guðrún flutti í Fljótshlíð- ina kenndi hún við unglinga- og barnaskóla þar, æfði kór sem orð fór af og var organisti í Hlíðar- endakirkju um árabil. Á sumrin vann hún í gróðrar- stöðinni í Múlakoti. Eftir að Guð- rún hætti kennarastörfum tók hún að sér ýmsan saumaskap á heimilum og var það vel þegið og naut þakklætis og hlýrrar vináttu af þessum samverustundum við heimilisfólkið. Það hefur verið henni ómetanlegt á langri ævi. Það sem hér hefur verið sagt um lífsstörf Guðrúnar er í rauninni ekki nema hálfsögð saga hennar. En það sýnir hve fjölhæf hún er og stórvel gefin. Foreldrar mínir og við systkinin mátum Guðrúnu mikils. Hún hefur komið öllum til nokkurs þroska. Guðrún mín, innilegar óskir um góða líðan og ylríkt ævikvöld við enduð 90 árin þín. Við systurnar þökkum góðar og lærdómsríkar samverustundir og biðjum þér Guðs blessunar. Lára Böðvarsdóttir Nýtt verð á rækju og hörpudiski Á FUNDI Verðlagsráðs sjávarútvegsins sl. þriðjudag varð samkomulag um eftirfarandi lágmarksverð á rækju og hörpudiski frá 1. janúar til 31. maí 1981: frá 1/1 frá 1/3 Rækja, óskelflett í vinnsluhæfu ástandi: til 28/2 til 31/5 a) 160 stk. og færri í kg. hvert kg. kr. 6.38 kr. 6.76 b) 161 til 180 stk. í kg. hvert kg. kr. 5.51 kr. 5.84 c) 181 til 200 stk. í kg. hvert kg. kr. 5.12 kr. 5.43 d) 201 til 220 stk. í kg. hvert kg. kr. 4.49 kr. 4.76 e) 221 til 240 stk. í kg. hvert kg. kr. 3.92 kr. 4.16 f) 241 til 260 stk. í kg. hvert kg. kr. 3.56 kr. 3.77 g) 261 til 340 stk. í kg. hvert kg. kr. 3.23 kr. 3.42 h) 341 stk og fleiri í kg. hvert kg. Hörpudiskur í vinnsluhæfu ástandi: kr. 2.00 kr. 2.12 a) 7 cm á hæð og yfir, hvert kg. kr. 1.95 kr. 2.07 b) 6 cm að 7 cm á hæð, hvert kg. kr. 1.60 kr. 1.70 Afhendingarskilmálar eru óbreyttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.