Morgunblaðið - 21.02.1981, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 21.02.1981, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 35 UmHORF Gústaf Níelsson Barátta fyrir virku lýdrædi Efnahagslíf á íslandi er í ógöngum. Atvinnulíf og framleiósla er meira og minna háö stjórnvaldsákvöröunum. Samband framleiöenda og neytenda er meö óeölilegum h»tti, verðmyndun óeölileg og veröskyn stórlega brenglaö. Bjartsýna stefnumörkun skortir. Veröbólgan œðir áfram og svona mætti lengi telja. íslenskt þjóöfélag stendur á tímamótum, en heföbundin, árangurslaus stefna er enn á oddinum. Hér á eftir fer viötal viö Jón Magnússon formann Sambands ungra sjálfstaaöismanna, en þar kemur hann m.a. inn á atriöi sem þessi og margt fleira. HVERS VEGNA ER JÓN MAGNÚSSON FORM. SUS? .Sennllega vegna þess aö ég hef alltaf haft ákveönar skoöanlr f þjóömálum og Innanflokksmálum og ekkl dregiö dul á þaö sem ég tel aö gera ætti. Þetta hefur hins vegar ekki valdiö vinsældum á efrl hæö flokkskerfisins, ekki enn, en ég er sannfæröur um þaö, aö ef þeir sem ráöa í flokknum heföu fyrr hlustaö á þaö sem viö ungir sjálfstæöismenn höfum aö segja og heföu skynjaö sinn vitjunar- tfma þá heföi aldrei skapast þaö ástand, sem rfkir nú innan flokks- Ins og hann væri nú f stórkostlegri sókn." MARGRIR HALDA ÞVÍ FRAM AÐ UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN SÉU MARGKLOFNIR EINS OG ÞEIR ELDRI OG GÆTU ÞVÍ EKKI LEITT FLOKKINN ÚT ÚR VANDAMÁLUM? .Innan raöa ungra sjálfstæö- ismanna eru mismunandi viöhorf til ýmissa dægurmála og til manna eins og gengur. Ástandiö f SjálfsteBÖisflokknum hefur aö sjálfsögöu haft sín áhrif. Ýmsir eldri menn hafa líka reynt aö efla áhrif sín meöal ungra sjálfstæö- ismanna og eignast sér hand- gengna menn í þeirra rööum. Aö mínu mati hefur þeim gengiö of vel í þvf efni. Ég hef litiö þannig á, aö þrátt fyrir þetta væri þaö von Sjálfstæöisflokksins aö yngra fólkiö í flokknum léti ekki þá eldri rugla sig í ríminu, en miöaöi þess heldur störf sín viö þaö aö móta sterkari Sjálfstæöisflokk á grunni sterkra og mannúölegra hugsjóna flokksins, sem og 50 ára sögu hans, en láti ekki tímahundnar erjur eldri manna villa sér sýn.“ SAGA SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS — HVAÐ ÁTTU VIÐ MEÐ ÞVÍ? .Sjálfstæöisflokkurinn hefur verlö fremsti flokkur í fslenskum stjórnmálum þau ár sem hann hefur starfaö. Flest þau mál, sem horft hafa til heilla fyrlr íslenska þjóö, hafa veriö framkvæmd undir forystu Sjálfstæöisflokksins eöa meö atbeina hans. Þaö þjóöfélag, sem Sjálfstæöisflokkurinn átti mestan þátt f aö móta veitti fólkinu betri Iffskjör og meiri jöfnuö, en þekktist í þjóöfélögum sem búa viö svipaöar aöstæöur. Sterkir forystumenn hafa leitt flokkinn. Menn sem tvfmælalaust hafa veriö fremstir stjórnmála- menn sinnar samtíöar. Sjálfstæö- Ismenn geta sótt styrk og for- dæmi í þessa sögu og elga aö hafa hana til viömiðunar." HVERS VEGNA TEKUR ÞÚ ÞÁTT í STJÓRNMÁLASTARFI? Sennilega hefur Bjarni Bene- diktsson öörum fremur bent á nauösyn þess f lýöræöisþjóöfé- lagi, aö fólkiö f landinu tæki sem virkastan þátt í stjórnmálastarfi. Virk þátttaka fólksins er til þess fallin aö skapa stjórnmálamönn- um aöhald og auöveldar þvf aö greina á milli pólitfsks loddara- leiks og ábyrgrar framkomu í þjóömálum. Þaö er síöan ákaflega mismunandi atriöi sem fólk metur mest, þegar þaö ákveöur aö ganga í stjórnmálaflokk og starfa f honum. Lffsskoöun hvers og eins ræöur þar mestu, en virk þátttaka f stjórnmálastarfi er venjulega byggö á því aö menn vilji láta eitthvaö gott af sér leiöa meö þvf aö þoka þeim málum áfram sem þeir bera fyrir brjósti. HVAÐ VILT ÞÚ í PÓLITÍK? Þar koma tll mörg mál, en fyrst og fremst vil ég nefna baráttu fyrir virku lýöræöi. Lýörasöi er ekki bara fólgiö í kosningum á fjögurra ára fresti, heldur gerir þetta fyrir- komulag kröfu til ákveöinna vinnubragöa og tillits til allra sjónarmlöa. Eitt helsta atriöiö aö þessu leyti er aö tryggja réttindi minnihlutans hverju sinni, en lýö- ræölsfyrirkomulagiö er eina stjórnarkerfiö sem tryggir slíkan rétt. Mér finnst mikilvægt aö kraftur og hæfileikar hvers ein- staklings fái aö njóta sín sem best og í því skyni veröur aö móta fjölbreytt þjóöfélag sem gefur sem allra flestum tækifæri viö sitt hæfi. Sjálfstæöisflokkurinn er ekki aðeins flokkur einstaklingshyggju heldur tekur hann samkvæmt grundvallarviöhorfum sínum fullt tillit til þeirra sem minna mega sín ( þjóöfélaginu. Þetta er sá grund- völlur sem hafa veröur ríkt í huga ef viö viljum aö allir njóti lág- markslífskjara. Þar sem tekju- og eignamunur er óhóflegur veröur alltaf spennuástand. Ákveöin dreifing fjármagns og öryggi í lífsafkomu þarf þvi' aö eiga sér staö. fslendingar eru um 240 þúsund, svo fámennri þjóö veröur ekki stjórnaö eftir kennisetningum sem e.t.v. kunna aö eiga viö ( milljónaþjóöfélögúm. Hér veröur aö taka tillit til þess hversu lítill íslenskur markaöur er og hversu viökvæmt íslenskt atvinnulíf er. En til þess aö gera langa sögu stutta þá er sú stefna sem ég vil beita mér fyrir í þjóömálum í meginatriðum í samræmi viö þá stefnu sem einkenndi stjórnmála- baráttu Sjálfstæöisflokksins og geröi hann aö fjöldaflokki fólks úr öllum stéttum. TELUR ÞÚ ÞÁ AÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKK- URINN HAFI ÞVÍ ALLTAF VERIÐ AÐ ÖÐRUM ÞRÆÐI RÍK- ISHYGGJUFLOKKUR? .Sjálfstæöisflokkurinn hefur alltaf veriö flokkur einstaklings- hyggju, sem kalla mætti mannlega einstaklingshyggju. Hann er fjöldahreyfing, sem samræmir ólík sjónarmið og er aö því leyti ööru vísi en hægri flokkar í nágranna- löndunum. Flokkurinn hefur sam- þykkt ríkisafskipti og einokunar- aöstööu sem ákveönir íhalds- menn myndu ekki faliast á, en ( þessum efnum hefur þó verió gengiö of langt aö mínu mati." NÚ HAFA HEYRST RADDIR ÞESS EFNIS AÐ FLOKKURINN HAFI TILHNEIGINGU TIL AUKINNAR HÆGRI STEFNU UMFRAM ÞAÐ SEM ÁÐUR HEFUR VERIÐ, HVAÐ SEG- IR ÞÚ UM ÞAÐ? Skilin á milli hægri og vinstri ( þessu sambandi eru óglögg. Meira og minna hefur verið fariö Inn á braut aukinna ríkisafskipta, framleiöslan stendur ekki undir lífskjörum og stööugt sígur á ógæfuhliöina. Þess vegna er ekk- ert óeölilegt aö Sjálfstæöisflokk- urinn leiti nýrra leiöa. Hvort þaö er hægristefna skal ósagt látiö, en kjarni málsins er sá aö lelta þarf nýrra leiða.“ HVERJAR ERU HINAR NÝJU LEIÐIR OG í HVERJU FELAST ÞÆR AÐ ÞÍNU MATI? .Ríkisafskiptastefnan hefur gengiö sér til húóar. Hún er þegar orón þjóöinni alltof dýrkeypt og hefur ekki leitt til þess árangurs, sem ætlast var til. Áratugur henn- ar hefur einkennst af upplausn, veröbólgu, landflótta, óstjórn og skorti á framkvæmdavilja. Ég tel aö næsti áratugur veröi aö ein- kennast af sókn, vexti, uppbygg- ingu, stöövun landflóttans og samstööu stétta þjóöfélagsins. Tll þess aó þetta geti gerst þarf aó kalla nýtt fólk til ábyrgöar. Stefna pólitísks vaxtar veröur m.a. aö fela þaö í sér aö taka forréttindin af fullnýttu greinunum, til aö auövelda nýsköpun. Viö eigum aö stefna frá rányrkju til nýsköpunar m.a. með markvissri iðnvæöingu, en láta ekki gamlar tröllasögur og bábiljur hindra sókn þjóöarinnar í þessu efni. En þó aö á þetta sé bent, veröa stjórnmálamennirnir að gera sér grein fyrir því aö þaö er ekkl þelrra hlutverk aö segja nákvæmlega fyrir um þaö hvaöa atvlnnuvegir eigi aö taka viö og eflast, heldur eiga þeir aö skapa skilyröi þess aö hægt sé aö stunda aröbæran atvinnurekstur. en þá þarf fjármagn aö vera fyrir hendi, sem beinist til þeirra staöa þar sem mest og hagkvæmust uppbygging getur orðiö og aröur mestur. Til þess aö þessi pólitík vaxtar geti oröiö, þarf tortryggni milli dreifbýlis og þéttbýlis aö linna. Hafa verður í huga, aö byggöastefna á aö ná til landsins alls og markmiöið er fyrst og fremst aö stöóva landflóttann. Fjölgun þjóðarinnar hlýtur síðan óhjákvæmilega aö leióa til þess aö hver einasta byggö styrkist." RÍKISAFSKIPTI HAFA OFT VERIÐ RÉTTLÆTT MEÐ ÞEIM RÖKUM, AÐ ÁN OPINBERRAR STÝRINGAR ÞRÍF- IST ENGIN BYGGÐA- STEFNA. HVERNIG SAMRÆMIST ÞETTA ÞÍNUM VIÐHORFUM OG MEÐ HVAÐA HÆTTI Á AÐ DRAGA ÚR RÍKISAFSKIPTUM? .Þaö hefur veriö opinber stefna ( nokkra áratugi aö reka öfluga byggöastefnu, en hinar dreiföu byggöir hafa hins vegar ekki styrkst, þrátt fyrir þaö aö verulegu fjármagni hafi veriö variö til þessa verkefnis og annaö arðbærara þvi látiö sitja á hakanum. Þaö er þvi Ijóst aö þessi stefna rfkisins hefur verlð röng og oft á tiöum miöast viö gjafapólitík og mútugjafafyr- irgreiöslu til styrktar einstökum stjórnmálamönnum á einstaka staö, en hagsmunir heildarinnar fyrir borð bornir. Mikilvægasta Viðtal við Jón Magnússon formann SUS byggöastefnan er fólgin í bættum samgöngum og hefur þaö veriö Ijóst um langt árabll. Þaö er sú byggöastefna, sem leggja ber áherslu á númer eitt. Þrátt fyrir þaö aö þetta hafi veriö augljóst um alllangt skeiö, hafa íslenskir stjórnmálamenn ekki horfiö frá byggöastefnu vinargreiöans, en breyting á því er forsenda þess aö okkur takist aö skapa atvinnulíf vaxtar, sem ég talaöi um áöan. Þaö mikilvægasta í sambandi viö takmörkun ríkisafskipta er aó takmarka mögulelka stjórnmála- manna aö ganga í vasa almenn- ings. í því sambandi mætti hugsa sér aö skattlagning ríkis- og sveitarfélaga mætti aldrei fara fram yfir ákveöiö mark og þá mun lægra mark en er f dag, nema sérstakar aðstæöur komi til, t.d. vegna náttúruhamfara. Stjórn- málamenn yröu þá aö haga sér líkt og ábyrgir foreldrar, sem veröa aö takmarka útgjöld s(n viö tekjur. Heildarskattbyröin er orðin þaó mikil aö stórir hópar fólks í landinu eru orðnir eins konar vinnuþrælar ríkisins. Þessi eyöslu- stefna hefur ekki á nokkurn hátt bætt aöstööu eöa hag fólks, heldur skapaö þær aöstæöur, aó framkvæmdavilji hefur veriö drep- inn niöur, lífskjör versnaö og veröbólgan ætt áfram. Þetta þrennt er fyrst og fremst eyöslu- stefnu stjórnmálamanna aö kenna. Mér finnst alveg Ijóst aö íslenskt efnahagslíf veröur ekki reist viö og grundvöllur sterks atvinnulífs lagöur, nema til komi verulegur samdráttur ríkisútgjalda og þá legg ég áherslu á þaö sem ég sagöi í upphafi aö virkasta leiöin er fólgin í takmörkun á rétti stjórnmálamanna til aö ganga í vasa vinnandi fólks í landinu. Viö væntanlegar breytingar á stjórn- arskránnl er vel athugandi aö setja ákvæöi þessa efnis. HVAÐA MAL TELUR ÞÚ MIKILVÆGUST FYRIR UNGT FÓLK? Mikilvægasta mál uppvaxandi kynslóöar hverju sinni er aö ríkj- andi kynslóö skili a.m.k. jafngóöu og helst betra búi í hendur þeirra sem taka viö. Þess vegna er sú skuldastefna sem rekin hefur ver- iö um nokkurt skeiö f beinni andstööu viö hagsmuni æskunn- ar. Þaö veröur aö gera þá kröfu aó erlendri skuldabyröi sem not- uö er til aö halda uppi fölskum lífskjörum veröi ekki velt yfir á unga fólkiö. Þessari skuldasöfnun veröur þv( aö linna. Annaö sem ég vil benda á hér er nauösyn þess aö skólakerfiö verói endurskipu- lagt þannig aó ungt fólk Ijúki námi fyrr en nú er eöa á svipuöum aldri og í nágrannalöndunum. Slfk endurskipulagning væri til bóta bæöi fyrir námsfólk og hiö opin- bera. Margt ( okkar skólakerfi nú ér hreinlega sóun á tíma og kröftum nemenda. HVAÐ MEÐ HÚS- NÆÐISMÁL? Húsnæöismál eru vissulega meöal mikilvægustu mála fyrlr ungt fólk. Aöalatriöiö er aó þeirri stefnu veröi fylgt aö fólk geti eignast sitt eigið húsnæöi og gert þaö án þess aó stofna andlegri og líkamlegri velferö sinni í hættu. En þá þarf lánafyrirgreiösla og skattastefna aö taka miö af þessu. Ég er ekki aö tala um þaö, aö þaö eigi aö gefa ungu fólki neitt, en lánafyrirgreiöslur veröa aö vera þannig aö hægt sé aó dreifa greióslubyröinni af fjárfest- ingu í húsnæöi á mörg ár og tekjuskattur og útsvar sé þannig aö þaö refsi ekki fólki sem leggur á sig mikla vinnu. i framhaldi af þessarí spurningu langar mig til aö minnast lítillega á dagvistun- armál barna. Þaö er mikið hags- munaatriöi fyrir ungt fólk aö myndarlega sé teklö á ( þeim efnum. Þó svo aö dagvistun sé eitthvaö niöurgreidd af hinu opin- bera, þá getur þaö samt veriö eölilegt og afsakanlegt og jafnvel skilaö sér til baka í aukinni verðmætasköpun, auk þess sem þaó óneitanlega stuölar aö auknu jafnrétti kynjanna hvað snertir vinnuframlag, alveg óháö því hvort viö teljum aö þaö eigi aö hafa slík áhrif eöa ekki, þá gerist þaö. önnur atriöi í þessu sam- bandi eru þau, aö þetta auöveldar ungu fólki aö byggja sig upp, gæti dregiö úr vinnuálagi en slíkt stuöl- ar aó aukinni velferö barnanna sem og annarra í fjölskyldunni. HVER ER ÞÁTTTAKA UNGS FÓLKS í STJÓRNMÁLUM? Því miöur viröist mér hún hafa minnkaö í öllum stjórnmálaflokk- um og þaö er skaðl. Stjórnmála- flokkarnir höföa ekki á sama hátt til hugs fólks og þeir geröu fyrir t.d. tíu árum. Ástæöan er líklega sú aö á þessu tímabili hefur öllum stjórnmálaflokkum mistekist aö framkvæma stefnu sem leitt getur þjóðina út úr þessum örðugleikum sem viö höfum rætt um. En þaö er undir unga fólkinu komiö hvort hér veröur stefnubreyting og ég vona og hef ástæöu til aö ætla aö ungt fólk geri sér grein fyrir því, að þaö er þörf fyrlr þaö í þjóð- málabaráttunni og meö því aö þaö veiti nýjum krafti inn í íslensk stjórnmál, þá eru auknar líkur á því aö þaö takist aö koma i framkvæmd þeim málum sem ég hef minnst á í þessu viötali. G.N.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.