Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981
+
Bróðir okkar,
ÓTTAR EGGERT PÁLSSON,
andaðist í Borgarspítalanum 20. febrúar.
Systkini hins látna.
Eiginmaður minn, taöir okkar og tengdafaöir,
GUÐBJÖRN JENSSON,
skipstjóri,
lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 19. febrúar.
Viktoría Skúladóttir,
synir og tengdadóttir.
+
Faöir okkar,
STEINN STEINSEN,
fyrrverandi bssjaratjóri,
andaöist á Landspítalanum fimmtudaginn 19. febrúar.
Eggert Steinsen,
Gunnar M. Steinsen.
+
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
JÓN FRIORIKSSON,
Toronto, Ontario, Kanada,
áóur í Montreal,
lést að morgni 18. febrúar 1981.
Geröur Friöriksson,
Alda Sólveig Friöriksson,
Stefán Eiríkur Friöriksson,
Pátur Ólafur Friðriksson,
Lillý Jónsdóttir.
+
Móöir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR,
lést 7. þ.m. Jaröarföriri hefur fariö fram í kyrrþey, að ósk hinnar
látnu.
Jón S. Guömundsson, Kristjana V. Guömundsdóttir,
Kristinn Ólason Svava Ingvarsdóttir,
Hulda Guömundsdóttir, Aöalsteinn Gíslason,
Ragnheiður Guömundsdóttir, Jóhannes Ólafsson,
Guömundur R. Guömundsson, Guórún Pétursdóttir.
+
Kveöjuathöfn um fööur okkar og tengdafööur,
HALLDÓR OAVIÐSSON,
frá Syóri-Steinsmýri, Meóallandi,
veröur gerö frá Dómkirkjunni, mánudaginn 23. febrúar kl. 3. Jarö-
sett veröur frá Prestbakkakirkju, laugardaginn 28. febrúar kl. 2.
Bióm og kransar vinsamlega afþakkaöir, en þeim, sem vildu
minnast hins látna, er bent á Blindraheimiliö, Hamrahtíö 17.
Börn og tengdabörn.
+
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, sem vottuöu okkar samúö
og vináttu meö blómum og skeytum viö andlát og útför fööur
okkar, tengdafööur, afa og iangafa,
JÓNS KJARTANSSONAR,
bifreiöastjóra,
frá Sólbakka, Hofsósi.
Sigríóur Jónsdóttir, Jónmundur Gíslason,
Anton S. Jónsson, Jórunn Jónasdóttir,
Kristrún Jónsdóttir, Magnús B. Magnússon.
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilega þökkum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og
vinarhug viö andlát og jaröarför mannsins míns, fööur, tengdaföö-
ur og afa,
OLIVERTS A. THORSTENSEN,
Granaskjóli 9.
Sérstakar þakkir viljum viö færa söngstjóra og söngfélagi
Skaftfellinga.
Katrín Hildur Siguröardóttir,
örn Thorstensen, Guöbjörg Grétarsdóttir,
Ágúst Thorstensen, Anný Berglfnd Arnardóttir,
Ríkard Thorstensen, Bergþór Olivert Arnarson,
ölvir Thorstensen.
Jón Ingimarsson
Akureyri - Minning
Við andlát Jóns Intjimarssonar
formanns Iðju, félags verksmiðju-
fólks á Akureyri, er margs að
minnast. Fjölbreyttir hæfileikar
hans skipuðu Jóni strax frá unga
aldri í framvarðasveit, á hinum
ólíklegustu sviðum, jafnt í leik
sem starfi. Sambandsverksmiðj-
urnar á Akureyri eiga langt líf
sitt, ekki síst að þakka því starfs-
fólki sem þar hefir lagt hönd á
plóginn.
Sumir hafa starfað þar alla
æfina og í nokkrum fjölskyldum,
mann fram af manni, en augljóst
er hve dýrmætt það er hverju
fyrirtæki. Fjölskylda Jóns Ingi-
marssonar hefir þannig verið ein
af þessum styrku stoðum, sem
hafa hjálpað þessum iðnaði dyggi-
lega, til þess að standa af sér
„storma sinna tíða.“
Ingimar, faðir Jóns hafði starf-
að í Gefjun ásamt bróður sínum
Tryggva um árabil þegar Jón tók
þar til starfa árið 1934.
Þat valdist hann fljótt til for-
ystu meðal starfsfélaga, og var
éinn þriggja, sem á fyrsta starfs-
ári Iðju undirrituðu fyrir hönd
félagsins, beiðni um fyrstu kaup-
gjaldsviðræður við iðnrekendur
hér í bæ.
A þessum árum var blómlegt
félagslíf í verksmiðjunum, og
einnig var þar Jón fremstur í
flokki, jafnt í leikstarfseminni,
sem á öðrum sviðum, m.a. í
pöntunarfélagi verksmiðjustarfs-
fólksins.
Eftir því sem árin liðu óx álagið
á félagsmálasviðinu og árið 1946
segir Jón lausu starfi sínu hjá
Gefjun, og er það ár kosinn
formaður Iðju. Hann verður
starfsmaður verkalýðsfélaganna á
Akureyri 1953 og frá 1962 starfs-
maður Iðju, jafnframt formennsk-
unni.
Jón var einn af stofnendum
félagsins hinn 29. marz, 1936 og
þegar hann fellur í valinn er hann
enn við stýrið sem formaður, eða í
35 ár samfleytt. Það mun áreiðan-
lega einsdæmi, að njóta slíks
trúnaðar samferðarmanna, og
segir jafnframt sína sögu um
þann hug sem borinn var til Jóns
af þeim sem best þekktu til.
Obrotgjarnari minnisvarða
reisa menn sér trauðla. Jón Ingi-
marsson var heilsteyptur maður,
sem óx með vandanum hverju
sinni. Á 40 ára afmæli Iðju þar
sem Páll Ólafsson, iðnverkamaður
rekur sögu félagsins er þetta
skráð í félagsblaðinu:
„Jón hefir verið formaður í Iðju
óslitið í 30 ár. Allir sem til þekkja,
vita vel að Iðjufélagið hefir frá
stofndegi eða réttara sagt frá
„fæðingu" og fram á þennan dag
verið óskabarn Jóns Ingimarsson-
ar. Og að hann hefir alla stund
kappkostað að hlynna sem mest og
sem best að þessu óskabarni sínu,
enda hefir barnið dafnað vel og
tekið út góðan vöxt, sem allir
mega sjá. Margar eru ferðirnar,
sem formaður Iðju hefir farið í öll
þessi ár til samningagjörða og
ýmissa annarra erinda í félagsins
þágu, og ótal styttri ferðir til að
reyna að miðla málum er í odda
skarst, og hefir Jóni jafnan tekist
vel málamiðlunin. Ber margt til
þess. Má þar til nefna, að hann er
fastur fyrir og með lipurri festu og
þolgóðri elju vinnur hann sína
sigra."
Undir þetta allt skal fúslega
skrifað og bent á það samtímis, að
auðvitað óx starfsemi Iðju í réttu
hlutfalli við aukin umsvif í iðnaði
samvinnumanna og annarra.
Þetta hefir verið ánægjuleg þróun,
þar sem velferð annars hefir verið
hagur hins í bestu merkingu
þeirra orða. Þessu til áréttingar er
ánægjulegt að tilfæra grein Jóns í
Iðjublaðinu 1979 þar sem hann
brýnir fyrir mönnum mikilvægi
afurðanna, ullar og gæra, húða,
mjólkurafurða og margs fleira
með tilliti til atvinnuafkomu og
atvinnumöguleika iðnverkafólks,
sem vinnur að úrvinnslu þessara
afurða og segir síðan orðrétt:
„Þegar ég hugsa þessi mál
verður mér efst í huga áskorun til
iðnverkafólks með tilliti til áfram-
haldandi uppbyggingar iðnaðarins
á Akureyri. Vandið eftir getu öll
ykkar störf. Framtíðin er hagur
okkar allra. Hamingjan er okkar
megin“.
Þarna talar bjartsýnn forystu-
maður.
En Jóns Ingimarssonar naut
víðar við, þar sem um hagsmuni
iðnverkafólks var að telja. Má í
því sambandi minnast þess, að
hann var í nefnd Alþýðusamtak-
anna á Norðurlandi sem undirrit-
aði 1966 samning um kaupin á
Ulugastöðum í Fnjóskadal fyrir
orlcfsheimili þau, sem nú hafa
veitt mörgum ómælda hvíld og
ánægju í áranna rás. Enn má geta
þess, að þegar Landssamband iðn-
verkafólks var stofnað á Akureyri
1973 var Jónn einn af forsetum
þingsins og varaformaður í fyrstu
stjórn og æ síðan. Þannig er
vegferðin vörðuð baráttunni og
trúnaðarstörfum í þágu umbjóð-
enda sinna frá því fyrsta til hins
síðasta.
Jón Ingimarsson átti um árabil
sæti í bæjarstjórn Akureyrar,
starfaði í nefndum á vegum bæjar
og ríkis, og var einn stofnenda
Styrktarfélags vangefinna á Ak-
ureyri.
í einkalífi sínu naut Jón sam-
fylgdar ástríkrar eiginkonu Gefn-
ar Geirdal, sem bjó manni sínum
fagurt heimili, en sem um nokk-
urra ára skeið hefir mátt þola
langar legur á sjúkrahúsi.
Þann kross hefir Gefn borið af
skapfestu hinnar heilsteyptu
konu. Börnin eru Hekla, Hreiðar,
Hólmfríður, Ingimar, María og
Saga. í fari þeirra allra má greina
ýmislegt það besta sem taka má í
arf frá kærleiksríkum foreldrum
úr föðurgarði.
Ekki verður svo skilið við þessi
minningarorð, að ekki sé getið
þeirra glöðu stunda sem Jón átti í
fjölmennum vinahópi, þar sem
hugðarefnum var sinnt á stopul-
um stundum frá önn dagsins.
+
SIGURVEIG ILLUGADÓTTIR,
sem andaöist á Elli- og hjúkrunarhelmllinu • Grund þann 13.
febrúar, veröur (arösungin fré Fossvogskirkju, mánudaginn 23.
febrúar ki 3.
Vandamenn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
útför móöur okkar,
ÞÓREYJAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
kaupkonu,
Snorrabraut 61, Reykjavík.
Þorsteinn Sigurösson, Helga Kristjénsdóttir,
Sigríóur Gyóa Siguróardóttir, Sigurgeir Sigurðsson,
Garóar Sigurósson, Hulda Guóréósdóttir,
og barnabörn._____________________________________
Að gleðjast með glöðum var
honum lífsnautn. Jón var í
fremstu röð fimleikamanna á
yngri árum og um langt árabil
einn fremsti skákmaður Akureyr-
inga, formaður í félagi þeirra
lengi og síðar heiðursfélagi. Söng-
maður var Jón góður og söng hann
um árabil í röðum karlakórs
Akureyrar. Þá átti Leikfélag Ak-
ureyrar traustan liðsmann í Jóni
frá fyrstu tíð.
Af framansögðu er augljóst að
með Jóni Ingimarssyni er horfinn
af sjónarsviðinu eftirminnilegur
persónuleiki sem var trúr köllun
sinni til hinstu stundar, en sem
auðnaðist einnig að auðga mann-
lífið í kringum sig með fjölbreytt-
um hæfileikum og lífsgleði. Að
leiðarlokum kveðja íslenskir sam-
vinnumenn Jón Ingimarsson sem
verðugan foringja sinnar fylk-
ingar.
Saga hans er einnig frækin
sóknarsaga íslensks iðnaðar til
farsældar. ÖUum aðstandendum
eru vottaðar innilegar samúðar-
kveðjur.
Iljörtur Eiríksson.
Jón Ingimarsson, form. Iðju,
félags verksmiðjufólks á Akur-
eyri, var fæddur 6. febrúar 1913 á
Akureyri. Foreldrar hans voru
Ingimar Jónsson iðnverkamaður
og kona hans, María Kristjáns-
dóttir. Hann ólst upp á Akureyri
og réðst 1934 til Ullarverksmiðj-
unnar Gefjunnar en þar starfaði
hann til 1945. Þá verður hann
starfsmaður verkalýðsfélaganna á
Akureyri til ársins 1962 er hann
verður alfarið starfsmaður Iðju,
félags verksmiðjufólks á Akur-
eyri. Hann var einn af stofendum
Iðju og var formaður félagsins sl.
36 ár.
Það er ekki ofsögum sagt, að
hann væri mikill félagsmálamað-
ur, því auk þess að vera einn
virkasti forystumaður verkalýðs-
hreyfingarinnar var hann einnig
lífið og sálin í Skákfélagi Akur-
eyrar árum saman og lengi for-
maður þess. Einnig starfaði hann
mikið með Leikfélagi Akureyrar
og Styrktarfélagi vangefinna á
Akureyri og var stofnandi þess
félags. Hann tók mikinn þátt í
stjórnmálum á Akureyri og var
varabæjarfulltrúi og bæjarfulltrúi
1946—1970. Hann kvændist Gefn
Geirdal 1934 og börn þeirra eru:
Hekla (fósturd.), Heiðar, Hólm-
fríður, Ingimar, Maria og Saga.
Ég kynntist Jóni fyrst 1958 á
Alþýðusambandsþingi og fannst
maðurinn mikið róttækur, en
málflutningur hans hógvær og
prúður.
Síðan urðu kynni okkar nánari í
starfi innan verkalýðshreyfingar-
innar og kom þá í ljós hvílíkan
drengskaparmann hann hafði að
geyma. Hann bar verkalýðshreyf-
inguna alltaf fyrir brjósi, hag
hennar og velferð og í öllum
málum mótaðist afstaða hans af
því, hvaða gagn væri hægt að
vinna iðnverkafólkinu á Akureyri,
félögunum í Iðju. Það eru ekki
margir núlifandi, sem hafa helgað
líf sitt jafn einlæglega starfinu
fyrir verkalýðshreyfinguna hér á
íslandi, fórnað heimilishögum,
tekjum og öðrum persónulegum
velfarnaði til þess að ná sem
mestum árangri í starfi fyrir þá
sem minna mega sín í Iífsbarátt-
unni. Jón var aldrei mikill stjórn-
málamaður. Til þess var hann allt
of hreinlyndur. hann var hug-
sjónamaður, viðkvæmur í lund og