Morgunblaðið - 21.02.1981, Side 44

Morgunblaðið - 21.02.1981, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 HÖGNI HREKKVÍSI COSPER Jæja — jæja. Ég lýsi þá yfir ófriði, bara til þess eins að fá frið! Ast er... ... að óska þess aö hann sé hitapokinn \ sinn. TM R*g U.S. P«f Off -aH right# rmmntmí • 1978 Los AngetM Time* Syndicats Dýrlegur staður S.Á. skrifar: „Mikið er ég undrandi á þessum leiðindaskrifum í dálkum þínum um sundlaugina í Breiðholti eftir móður í því ágæta hverfi. Þar segir hún m.a. að hún hafi spurt „krakkarollinga", eins og hún orðar það, hvað þeir væru gamlir og þau svarað 5 og 6 ára. „Eruð þið með einhverjum?" spurði konan. „Nei, nei, bara ein,“ svöruðu börn- in. Svo vill nú til að ég er ein hinna mörgu sem fögnuðu tilkomu sundlaugarinnar og fer þangað á hverjum degi, síðdegis. Mótmæli ég því harðlega að hafa séð 5—6 ára gömul börn þar ein síns liðs og tel að þarna sé um að ræða ósannindi og áróður gagnvart starfsfólkinu. Þessi 5 barna móðir í Breiðholti ætti að beina börnum sínum á einhvern annan stað, þar sem hún telur börnin sín í svo mikilli hættu á sundstað þessum. Hins vegar er það mála sannast að slys geta víða orðið og gera sjaldnast boð á undan sér. Enn Um heimsendaspádóma Sigurþór Sigurðsson skrifar: Guðsmaðurinn og skáldið, Matt- hías Jochumsson, kallaði kenning- una um eilíft helvíti, „lærdóminn ljóta“, og var sú nafngift ekki vel tekin af öllum, þótt sönn hafi verið. Önnur er sú kenning sem lifir góðu lífi innan annars hvers sértrúarsafnaðar, sem með rentu bæri heitið „lærdómurinn heimski", en það er trúin á dómsdag og heimsendi. Enn eftir 389 ár Það er ekki aðeins kristindóm- urinn sem komið hefur fram með heimsendaspádóma. í' hinni eg- ypsku bók hinna dánu, er guðinn Atun látinn segja: „Ég mun eyði- leggja það, sem ég hef skapað. Ég mun sökkva jörðinni og jörðin skal aftur verða umflotin vatni." í fræðum Hindúa segir, að við lok hvers fjögra milljóna þrjúhundruð og tuttugu þúsund ára tímabils, sé jörðin eyðilögð í eldi og flóðum, en síðan endursköpuð. í hinni nor- rænu Völuspá, er gert ráð fyrir endalokum heims og eru þar kölluð „ragnarök". Samkvæmt boðskap Zaraþústra, stendur heimurinn í tólf þúsund ár. Það eru enn 389 ár eftir samkvæmt þeirra tímatali. Hefur aldrei haft göfgandi áhrif Frá Zóróasterstrúnni barst heimsendatrúin inn í Gyðingdóm- inn, ásamt öðrum kenningum sem teknar voru síðan í heild sinni í kristindóminn, s.s. barátta Guðs og Satans, englarnir, Messías- artrúin, upprisan, dómsdagur, ei- líf tortíming og eilíft líf. Ótti mannkynsins við hinn síð- asta dóm hefur aldrei haft göfg- andi áhrif. Drúsarnir á Englandi reyndu að fresta stundinni með því að fórna glæpamönnum og Inkarnir í Ameríku fórnuðu ung- um meyjum. Það er ekki lengra síðan en 1926, að fjölskylda á Spáni, fórnaði meybarni til þess að koma í veg fyrir yfirvofandi heimsendi. Og árið 1948 tókst að koma í veg fyrir að tveim börnum yrði fórnað í sama skyni. Eftir að allir óvinir hefðu verið yfirunnir Fyrstu hugmyndir Gyðinga um guðsríkið voru þær að það ætti að vera jarðneskt ríki, einungis ætlað hinni útvöldu þjóð, þ.e. ríki ísra- els, bundið við Gyðingaþjóðina, eftir að allir óvinir þjóðarinnar hefðu verið yfirunnir, pólitískt ríki, er renna átti upp þegar ísrael hefði náð yfirráðum yfir öðrum þjóðum og undirokað þær. Og ekki aðeins hinir réttlátu (þ.e. trúuðu), sem á lífi væru þegar ríkið yrði stofnað, áttu að vera þegnar þess, heldur áttu einnig trúaðir Gyð- ingar, sem dánir væru, að ganga út úr gröfunum og njóta gæða ríkisins. Þannig hugsuðu þeir sér réttlætið Heiðingjarnir svokölluðu áttu ekki að fá inngöngu inn í þetta ríki (ekki frekar en í ríki kristin- dómsins), þeir áttu að halda sér í ríki síns þjóðflokks og búa þar við sitt gamla líferni, sömu sjúkdóm- ana, fátæktina og armæðuna. í Jesaja stendur t.d. ritað: „Þá mun öfund Efraims hverfa og fjand- skapur Júda, og Júda ekki öfund- ast við Efraím. Þeir munu steypa sér niður á síðu Filista gegn vestri og ræna í sameiningu austur- byggja; Edóm og Móab munu þeir hremma, og Ammonítar verða þeim lýðskildir." Þannig hugsuðu þeir sér réttlætið gagnvart öðrum þjóðum. Sól og tungl áttu að missa birtu sina Á síðustu öldinni fyrir Krists burð, verður breyting á þessum framtíðarvonum, hætt er við að vænta eilífs guðsríkis eða Messí- asarríkis hér á jörðu. Sú skoðun er orðin almenn meðal Gyðinga, að jörðin sé óhæfur staður fyrir guðsríkið og kemur þá fram hug- myndin um nýjan himin og nýja jörð. Þessi heimur var orðinn aðsetur syndar, neyðar og ófull- komleika og hlaut þess vegna að farast. Margskonar fyrirboðar áttu að koma fram á undan heimsendi, ægileg náttúrufyrirbrigði, hernað- ur og siðspilling. Stjörnurnar áttu að komast á ringulreið, vatnslind- ir áttu að þorna og úr trjám átti blóð að renna. Sól og tungl áttu að missa birtu sína, eða sólin að skina um nætur, en tunglið á daginn. Kemur þar fram sama ranga skoðunin og í sköpunarsögu fyrstu Mósebókar, að það sé eitt- hvert annað ljós en sólin sem gefur dagsbirtuna. Aðeins 15 ár eftir? Samkvæmt opinberun sem En- ok hafði hlotið um heimsrásina, áttu að vera 6 þúsund ár frá sköpun heims til dómsdags, en eftir það kæmi þúsund ára sælu- tími, og þaðan frá sælan eilífa. Nú vill svo til, að rektor og guðfræðingur við Cambridge há- sóla á seytjándu öld, hafði reiknað út með nákvæmum rannsóknum á ritningunni, að heimurinn hefði verið skapaður 23. okt. 4004 f. Kr., klukkan níu að morgni. Sam- kvæmt því verour uómsdagurinn eftir aðeins 15 ár, og eftir er að sjá hvort sá spádómurinn rætist frek- ar en aðrir. Beðnir að þreyja þangað til drottinn komi Þar sem Jesús var Gyðingur, ólst hann upp við trú á þessi fyrirheit. Hann boðaði heimsendi, dóminn og endurkomu sína. En trú hans var að stundin væri á næsta leiti, margir af samtíðar- mönnum hans muni alls eigi smakka dauðann fyrr en þeir sjái guðsríkið komið með krafti. Greinilegt er, að postularnir hafa trúað því, að þeir mundu alls ekki deyja, heldur ganga beint inn í hið nýja guðsríki, sem þeim hafði verið boðað og þeir trúðu fastlega á. En auðvitað var ekki lengi hægt að halda þeirri firru fram, þegar þeir dóu hver af öðrum, og þá var

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.