Morgunblaðið - 21.02.1981, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 21.02.1981, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 45 fremur skal á það bent, að sund- laugaverðir eru við þessa sundlaug eins og aðrar sltkar hér í höfuð- borginni. Foreldrar ættu að sjá svo um, að ung börn þeirra ósynd eða lítið synd séu í öruggri fylgd en treysta ekki alltaf og alfarið á aðra með gæslu barna sinna. En það á ekkert fremur við í sam- bandi við sundlaugina hér en aðra staði, þar sem hætta getur steðjað að. Vil taka undir með Bryndísi Þá vildi ég benda á að börn 12 ára og yngri, munu eiga að vera komin heim fyrir kl. 20 á þessum árstíma. Leiðinlegt er að vita til þess, hvað fólk getur sett út á allt, en kann ekki að þakka það sem vel er gert. Við Breiðholtsbúar meg- um vera ósköp ánægðir með að hafa fengið jafngóða sundlaug og þessa, þó að segja megi, að þeir sem hönnuðu laugina, hefðu mátt hafa hana stærri og grunnsvæði fyrir ung börn. Að endingu vil ég taka undir með Bryndísi sem skrifaði í dálka þína um leið og móðirin margnefnda, að ég er hæstánægð með laugina og starfs- fólkið er frábært. Þessir hringdu . . . Verður þá að gilda í framtíð- inni um alla Breiðholtssundlaugin: Opnunar- tími fram- lengdur Velvakandi hafði sam- band við Hallgrím Jónsson sundlaugarstjóra og spurði hann álits á þeim athuga- semdum sem undanfarið hafa komið fram hjá bréf- riturum hér í dálkunum um Breiðholtslaugina. Hall- grímur kvaðst aðeins vilja taka fram eftirfarandi: 1. Kennslulaugin er í stanslausri notkun til kl. 20 alla virka daga. 2. Stöðug vakt er frá morgni til kvölds til að fylgjast með sundlaug- argestúm, stórum og smáum. 3. I athugun er að skipta lauginni með merkisnúr- um til að skapa svigrúm fyrir þá sem vilja synda. 4. Opnunartími hefur verið framlengdur til kl. 21, en hætt að selja aðgang kl. 20.30. Langholtsbúi hringdi og kvaðst óttast að menn létu leiða sig í ógöngur ef taka ætti af almannafé til að bæta það tjón, sem varð í ofviðrinu á mánu- daginn. — Það hefur ekki farið hátt þótt einn og eirin maður hafi orðið fyrir tjóni á fasteign- um eða lausafé, og hafa þeir orðið að taka það á sínar herðar sig einir og óstuddir, jafnvel þó að um stórtjón hafi verið að ræða. Það virðist því svo, að öllu skipti að margir verði illa úti, þá fer allt í gang. En ég fæ ekki séð hvernig það stenst, að hlaupa nú til og greiða mönnum bætur, en láta svo óbætt verða, þegar fáir einstaklingar verða fyrir tjóni. Það verður að vera samræmi í þessu og þetta verð- ur þá að gilda í framtíðinni um alla. hún lagfærð og eilífri sælu frestað um ófyrirsjáanlegan tíma. Sumir fara jafnvel að neita endurkomu Krists og hæðast að fyrirheitinu um endurkomu hans. Þegar Páll postuli ritaði 1. þessaloníkubréf, bjóst hann fast- lega við að vera á lífi við komu drottins. Höfundur 1. Pétursbréfs er alveg sömu skoðunar og segir að endir allra hluta sé í nánd. í Jakobsbréfinu er einnig sagt að koma drottins sé í nánd og lesendurnir beðnir að þreyja þangað til drottinn komi. Um misskilning að ræða Fyrst og fremst er það opinber- un Jóhannear, sem heldur hjátrú þessari lifandi. Sigurbjörn Ein- arsson biskup, segir um það efni í bók sinni um „Opinberun Jóhann- esar": „Enn er Opinberunarbók lesin með það fyrir augum að finna, hvar komið sé sögu heims- ins og hve langt muni að bíða efsta dags. Og sama máli gegnir um spámannsbækur Gamla testa- mentis. Þótt þeir, sem b» nnjrr Igqo^ viíji ekki taka neitt tillit til. ábyrgra, vísindalegra biblíurann- sókna, ætti augljós reynsla, gömul og ný, að geta sannfært þá um, að hér hlýtur að vera um misskilning að ræða.“ Mikil er trúgirni fólks Að sjálfsögðu sköpuðust ýmsar bábiljur kringum þessa trú. Á miðöldum trúðu menn því, að í manninum væri eitt bein sem aldrei gæti eyðilagst, hvorki rotn- að né brunnið. Það var kallað upprisubein, en út frá því átti líkaminn að holdgast aftur. Og þegar einhver missti fingur, hönd eða fót, var limurinn vandlega geymdur til að leggja í kistuna hjá viðkomandi þegar að dauða hans kæmi, þvi annars gæti hann átt á hættu að rísa upp án þessa lims, á upprisudeginum. Mikil er trúgirni fólks. I>á rennur upp guðs- ríki á jörðu Predikari einn, Berthold frá Regensburg, tók til að reikna út, hve margir muni verða sáluhólpn- ir. Hann komst að þeirri niður- stöðu, að það mundi ekki verða nema einn af 100.000. Það gæti táknað um 100 sálir, af öllum þeim sem fæðst hafa á íslandi síðastlið- in þúsund ár, og að sjálfsögðu enginn fyrir kristnitökuna. Berthold biður fólk að hugsa sér, hvernig það muni vera, að engjast í hvíglóandi helvíti í hvítglóandi himingeimi fram að dómsdegi, en þá muni þjáningarn- ar aukast til mikils muna. Þessi ósköp áttu að halda hér áfram í jafnmörg ár eins og öll þau ár væru að tölu sem vaxið hefðu á öllum skepnum jarðarinnar frá upphafi sköpunar. Reyndar verða engir syndarar til eftir dómsdag, samkvæmt trú Votta Jehova, þeir eiga allir að slokkna út. Og reyndar tók guðs- ríki þeirra til starfa árið 1914, en aðeins á himnum til að byrja með. Þúsund ára ríkið byrjaði hjá þeim það ár. Að því liðnu verður dómsdagur og þá rennur upp guðsríki á jörðu. En ekkert gerðist Aðventistar eru ekki svo heppn- ir að eiga þúsund ár eftir að dómsdegi, þeirra dómsdagur er innan nokkurra ára í það allra mesta. Það var loforð Neal C. Wilson, sem kjörinn var yfirmað- ur Kirkju sjöundadags aðventista fyrir nokkrum árum. En á meðan skulu hinir látnu aðventistar sofa djúpum Þyrnirós- arsvefni, meðan sálir hvítasunnu- manna lifa í gleði og glaumi og skemmta sér yfir óförum þeirra í því neðra. Sálir þjóðkirkjumanna una sér eflaust við hörpuna sína og sálmasönginn. Sterkustu boðendur heimsendis hér á landi eru aðventistar. Þeir eiga upphaf sitt aftur til ársins 1832. Það var bóndi nokkur, Willi- am Miller að nafni, sem gerði það heyrum kunnugt það ár, að heim- urinn myndi farast árið 1843 og byggði hann spásögn sína á út- reikningum sínum á ritningunni. Tókst Miller að vekja mikla athygli á boðskap sínum. Nokkur hundruð þúsund Ameríkumenn létu sannfærast og urðu „Millerít- ar“. Bækur og áróðursbæklingar voru gefnir út í tugatali og dreift um allt til stuðnings málstaðnum. í ársbyrjun 1843 yfirgáfu hundruð Milleríta heimili sín og atvinnu, klæddust hvítum klæðum og hugðust eyða síðustu dögum sínum í söng og bænir. Dóu fjögur börn úr sulti í New York-ríki vegna þess að foreldrar þeirra, sem voru Millerítar, yfirgáfu þau. Þúsundir hvítklædds fólks biðu þess allan daginn 20. mars, en þá átti endirinn að verða, að verða hafnir upp til himna, en ekkert gerðist. Eftir þetta töpuðu sumir trúnni, en aðrir styrktust eins og gengur og mynduðu þeir nýjan söfnuð, sem fékk nafnið „Kirkja sjöunda- dags aðventista". Það var árið 1844. Engum til góðs Margaret Rowan var ung kona sem frelsast hafði á vakninga- samkomu aðventista og varð hún eins konar völva þeirrar trúar- stefnu. Lýsti hún því yfir seint á árinu 1924, að heimurinn mundi farast 13. febrúar 1925. Messías mundi birtast á austurhimni sem hnefastórt ský og mundi vera að nálgast jörðina á 7 dögum, svo að syndurum gæfist færi á að sjá að sér. Hinir útvöldu, 144.000 talsins, mundu verða hafnir til himna í Kaliforníu, en allir aðrir farast í eldi og jörðin með. í San Diego afsöluðu sér 30 aðventistar öllum eigum sínum, klæddust hvítum klæðum og fóru upp á fjall i grenndinni. í Pennsylvaníu hengdi sig koma í skógarkofa, eftir að hafa rifist við fjölskyldu sína um dómsdaginn. í Cleveland í Ohio- ríki gerðist það eftir vakninga- samkomu aðventista, að sex stúlk- ur tóku þátt í óhóflegu svalli með sex piltum, en daginn eftir framdi allur hópurinn sjálfsmorð. Sýnir þetta að dómsdagsspár- kreddurnar eru engum til góðs, enda eiga þær sér aðeins stað hjá hugsunarlitlu fólki, sem hægt er að fá til að trúa næstum hverju sem er. Byggist öll hópsefjun enda á því að ekki er hugsað á sjálf- stæðan hátt, heldur öðrum trúað í blindni og lítið eða ekkert gert til þess að athuga málavexti. Bílastillingar Björn B. Steffensen Hamarshötöa 3. Sími 84955. Sparid bensín — Vel stilltur bíll eydir minna. Sólarkaffi Vestfiröingafélagiö í Keflavík og nágrenni heldur hiö árlega sólarkaffi sitt í dag, laugardaginn 21. febrúar í Stapa og hefst kl. 21.00. Miöasala við innganginn og borö tekin frá um leiö. Hvetjum sérstaklega ungt fólk til aö fjölmenna. , Nefndin Hestamenn — Gustarar Bjóöiö elskunni ykkar á góugleðina hjá Gusti í Félagsheimili Kópavogs 2. hæö í kvöld, laugardaginn 21. febr. Hljómsveitin Mars leikur fyrir dansi. Húsiö opnað kl. 21.00. Skemmtinefnd. HILDA HF. t Orðsending til prjónakvenna Höfum bætt viö nýjum móttökustöðum í Keflavík og Breiöholti. Tökum nú við lopapeysum á eftirtöldum stööum: Keflavík Heiðarbraut 23, sími 3287, mánudaga kl. 5—6. Breiöholti Yztaseli 5, sími 81699, miðvikudaga, kl. 4—6. Selfossi Sléttuvegi 2, sími 1444, fimmtudaga. Reykjavík Bolholti 6, sími 81699, þriðjudaga kl. 10—6, miðvikudaga kl. 10—3, fimmtudaga kl. 10—3. HILDA H/F, BOLHOLTI 6. BIBLÍUDAGUR1981 sunnudagur 22.febrúar Arsfundur Hins ísl. Biblíufélags verður í kirkju Aðventista SD við Ingólfsstræti, Reykjavík, sunnudaginn 22. febrúar nk. í framhaldi af guösþjónustu í kirkjunni, er hefst kl. 14.00, þar sem prestur safnaðarins, Jón H. Jónsson, predikar. Dagskrá aöalfundarins: Venjuleg aöalfundarstörf. Auk félagsmanna er öðrum velunnurum Biblíufélgsins einnig velkomiö aö sitja fundinn. Á Biblíudaginn verður tekið á móti gjöfum til styrktar starfi félagsins viö allar guösþjónustur í kirkjum landsins (og næstu sunnudaga í kirkjum, þar sem ekki er messað á Biblíudaginn), svo og á samkomum kristilegu félaganna. Heitiö er á alla landsmenn aö styöja og styrkja starf Hins ísl. Biblíufólags. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.