Morgunblaðið - 21.02.1981, Síða 47

Morgunblaðið - 21.02.1981, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 47 B-keppnin í Frakklandi: „Munum ekki sýna okkar sterk- ustu hlið fyrr en gegn Svíum“ - segir Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari - íslendingar hafa tvívegis sigrað Austurríki B-heimsmeistarakeppnin i handknattleik hefst hér i Frakkl- andi i dag. Fyrsti leikurinn i A-riðiinum er á milli Frakka og Svía. Strax á eftir þeim leik mætir íslenska landsliðið Austur- ríki. Leikir þessir fara fram í borginni St. Etienne, sem margir kannast við þar sem besta knattspyrnulið Frakklands kem- ur frá þeirri borg. briðji leikur- inn í A-riðlinum er milli Pólverja og Hoilcndinga og fer sá leikur fram í Valence. í B-riðlinum leika Danir gegn ísraelsmönnum, Tékkar gegn Norðmönnum og Sviss gegn Búlg- aríu. íslenska liðið tók létta æfingu í gærdag og var gott hljóð í leik- mönnum liðsins. Leikmenn og fararstjórn íslenska liðsins eru ánægðir með allan aðbúnað og aðstæður og hafa ekki yfir neinu að kvarta. Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari mun ekki til- kynna liðið sem leikur gegn Aust- urríki fyrr en á hádegi í dag en sagði í spjalli við Morgunblaðið, að hann myrtdi vera með örar skiptingar á leikmönnum í leikj- unum gegn Austurríki og Hol- landi. „Eg mun engu að síður nota mest vissan kjarna leikmanna, en við viljum komast hjá því að sýna okkar sterkustu hliðar fyrr en í leiknum gegn Svíum." Sá kjarni sem Hilmar mun nota mest eru Stefán Halldórsson og Bjarni Guðmundsson í hornunum, Guð- mundur Guðmundsson og Páll Ólafsson verða notaðir til þess að hvíla þá. Ólafur H. Jónsson verður á línunni ásamt Steindóri. Og Þorbergur Aðalsteinsson, Páll Björgvinsson og Sigurður Sveins- son leika fyrir utan. Þorbjörn Guðmundsson mun skipta þannig Þórarinn Ragnarsson símar frá Lyon Hilmar Björnsson ætlar ekki að tefla fram því sterkasta gegn Austurríki. við Sigurð Sveinsson, að Sigurður mun leika í sókn, en Þorbjörn í vörn. Þá mun Axel Axelsson hvíla útileikmennina. Leikurinn gegn Austurríki leggst vel í leikmenn íslenska liðsins og reynt verður að ná góðu markahlutfalli í leiknum, þar sem það getur hugsanlega haft áhrif á lokastöðuna í riðlinum. Lið Austurríkis er ungt og leikmenn greinilega ekki leik- reyndir samkvæmt leikskrá sem gefin hefur verið út í sambandi við mótið. Leikreyndasti leikmaður liðsins hefur leikið 66 landsleiki og sá sem næstur kemur hefur leikið 47 landsleiki. ísland hefur leikið tvo landsleiki gegn Austurríki, síðast léku þjóðirnar saman árið 1972 og þá í forkeppni Ólympíu- leikanna á Spáni. Islenska liðið sigraði í leiknum með 6 marka mun, 25—19. Fyrri leikur þjóð- anna var í Reykjavík 15. október 1969 og þá sigraði ísland með yfirburðum, 28—10. Menn eru þvi bjartsýnir á hagstæð úrslit í leiknum í dag. Það verður nóg að gera hjá fararstjórn íslenska liðsins, liðið hefur með sér fullkomið mynd- segulbandstæki, em verður óspart notað til að taka upp leiki and- stæðinganna. Þannig mun leikur Frakklands og Svíþjóðar verða tekinn upp á myndsegulband og leikmenn og leikaðferðir liðanna rækilega skoðuð. í gærdag var farið margoft yfir landsleiki með austurríska landsliðinu. „Gott ef við vinnum með 5 marka mun - segir Bjarni Guömundsson — Ég tel það gott ef við sigrum Austurrikismenn með 5 marka mun eða meira. sagði hinn eldsnöggi hornamaður ís- lenska landsíiðsins, Bjarni Guð- mundsson, í gærdag. Bjarni Guðmundsson er 24 ára gamall og starfar sem tölvutæknir hjá Skýrsiuvélum Reykjavíkur. Bjarni hefur leikið 84 lands- lciki og hefur nú um tveggja ára skeið veri einn albesti leikmaður ísienska landsliðsins í handknattleik. Bjarni er ieik- maður sem aldrei gefst upp, sýnir jafnan mikið keppnisskap og baráttu vilja. Og oftar en einu sinni hefur hann náð að jafna metin fyrir íslenska landsliðið í landsleikjum með dugnaði sinum og útsjónarsemi. Morgunblaðið innti Bjarna eftir því hvernig leikirnir legð- ust í hann og hverjir möguleikar íslenska liðsins væru. — Þessi keppni sem framundan er leggst mjög vel í mig, landsliðið er vel undirbúið og allt ^kipulag og stjórn í kringum liðið er eins gott og nokkur kostur er. Hins vegar er stóra spurningin sú hvort að liðið smellur saman og heilladísirnar verði okkur hlið- hollar. Það þýðir ekki að vera að hugsa um þriðja eða fjórða sætið í keppninni, heldur verður að taka hvern leik út af fyrir sig og sá leikur sem er efstur í hugum okkar allra, er leikurinn gegn Austurríki. Það yrði okkur gott veganesti ef vel gengur í fyrstu leikjum mótsins. Ég vara samt við of mikilli bjartsýni. Ég vil engu spá um úrslit, við verðum bara að bíða og sjá hvernig við spjörum okkur og vonandi hefur okkur gengið vel þegar upp er staðiö og keppninni er lokið, — sagði Bjarni að lokum. Hjartað er suður í Njarðvík Island mætir Hollandi í Lyon á morgun - Síöan frí til þriðjudags en þá mæta íslendingar hinum sterku Svíum „Heilinn í islenskum körfuknatt- íeik er kannski í skrifstofum KKÍ í Reykjavík, en hjartað í islenskum körfuknattleik er hins vegar hér suður í Njarðvík,“ sagði Stefán Ingólfsson formaður KKÍ, er hann óskaði leikmönnum UMFN til hamingju með ls- landsmeistaratitilinn. UMFN innsiglaði sigurinn með því að sigra Ármann með miklum yfir- burðum í siðasta leik sinum. Lokatölur urðu 122—66, eftir að staðan i hálflcik hafði verið 55—30. Orð Stefáns formanns kunnu Njarðvíkingar sannarlega að meta og var andrúmsloftið i iþróttahúsinu i Njarðvík mettað gleði og ánægju í gærkvöldi. Annars var leikurinn upp og ofan. Heimamenn voru með ein- dæmum seinir að taka við sér og eftir 7 mínútna leik, var staðan 14—13 fyrir Ármanni, sem þarna kvaddi úrvalsdeildina, a.m.k. um sinn. En leikmenn UMFN tóku sig saman í andlitinu og sneru vörn í sókn. Eftir að liðið komst yfir, var aldrei spurning. Danny Shouse bar nokkuð af á vellinum, en allir fengu að vera með og leikmenn Danny skoraði 55 stig. eins og Jónas, Valur og Gunnar léku mjög vel. Ármenningar börð- ust vel, en höfðu ekki erindi sem erfiði eins og svo oft í vetur. Mest bar á Valdemari, Kristjáni og Jóni Björgvinssyni. Stig UMFN: Danny 55, Valur 15, Gunnar 12, Jónas 10, Þorsteinn og Árni 8 hvor, Guðsteinn og Júlíus 6 hvor, Brynjar 4 og Jón Viðar 3 stig. Stig Ármanns: Valdemar 16, Kristján 13, Jón 12, Atli 7, Guð- mundur, Hörður og Murat 6 hver. -gg- ANNAR leikur íslendinga í B-keppninni fer fram á morgun. sunnudag, og mætir islenska lið- ið þá þvi hollenska. Frakkar spila við Pólverja og þessir leikir fara fram i borginni sem íslenska liðið býr í, Lyon. Þá leika Svíar gegn Áusturríkismönnum í skið- abænum Chambery. í B-riðlinum leika Tékkar gegn ísraels- mönnum. Svisslendingar gegn Norðmönnumog Danir gegn búlgörum. Á mánudag verða eng- ir leikir i keppninni og þá munu liðin hvilast. Staðan ætti að skýrast verulega eftir þessa tvo fyrstu leikdaga í báðum riðlun- um. Keppninni verður síðan framhaldið á þriðjudag og þá eru mjög þýðingarmiklir leikir á dagskrá í báðum riðlunum, ís- lendingar ma'ta hinu sterka liði Svía og Danir ma'ta Tékkum í B-riðli. tslenska landsliðið í hand- knattleik lék siðast við hollenska landsliðið árið 1979 i Barcelona á Spáni í forkeppni Olympíuleik- anna. Sigraði islenska iiðið þá KA sigraði Ármann naumlega með 15 mörkum gegn 14 í 2. deild íslandsmótsins i handknattleik i gærkvöidi. í hálfloik var staðan 8—7 fyrir KA. Leikurinn. sem fram fór á Akureyri, var þóf- kenndur og frekar slakur. en KA var ívið sterkara liðið. Heimaliðið leiddi allan leikinn, með 14 marka mun, 28 — 24. Það er mál manna. að hollenska liðið sé slakasta liðið i A-riðlinum og leikmenn liðsins eru yfirleitt ekki leikreyndir. forystan var þetta 1—3 marka. Annað er ekki að segja um gang leiksins. Friðjón Jónsson bar nokkuð af hjá KA, en að öðru leyti var meðalmennskan alls ráðandi. Þrátt fyrir að KA hafi unnið fremur sanngjarnan sigur, var liðið ekki sannfærandi. KA vann mjög nauman sigur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.