Morgunblaðið - 22.02.1981, Síða 31

Morgunblaðið - 22.02.1981, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1981 31 Og í vetur gekk okkur framar vonum. Við höfnuðum í öðru sæti í 1. deild og sjálfur skoraði ég 135 mörk og bætti því markamet Harð- ar Sigmarssonar. Þessi velgengni, bæði Þróttar og mín kom mér satt bezt að segja á óvart. Takmark okkar í Þrótti í haust var að halda sæti okkar í 1. deild. Auðvitað vonaðist ég til að skora mörk en að þau yrðu 135 dreymdi mig ekki um. En okkur gekk vel í fyrstu leikjum okkar og það þjappaði okkur sam- an. Þá er Ólafur H. Jónsson góður þjálfari og hann hefur hrifið okkur með sér með ákafa sínum. Það hefur verið góður andi innan liðs- ins. Allt þetta hefur stuðlað að velgengni Þróttar og um leið minni velgengni.“ Siguröur flmm ára — þá varð hann aö fara allra sinna feröa skríöandi. A-keppninni í V-Þýzkalandi að ári. Það yrði stórkostlegt ef það tækist og sjálfur hef ég trú á möguleikum okkar. Landsliðshóp- urinn hefur sífellt orðið samstillt- ari, allir eru staöráðnir í að gera sitt bezta. En auðvitað verðum við að ná okkar bezta til að ná takmarkinu — við verðum að sýna allar okkar beztu hliðar til að sigra Svía og einnig Frakka, að ég tali ekki um Pólverjana. Nú, tilboðin frá V-Þýzkalandi eru ákaflega freistandi. Hér heima er umbun lítil. Ég vinn hjá Vífilfell við að keyra út kók. Er aðstoðar- maður Páls Ólafssonar, félaga míns í Þrótti og landsliðinu, og það er krefjandi vinna. En ég hef ekki Á sjúkrahúsi, í maí 1964. Tilboð frá V-Þýzkalandi Þú hefur fengið tilboð frá V-Þýzkalandi um að leika með þarlendum félögum og þú hefur unnið þér fast sæti í islenzka landsliðinu. Frami þinn í heimi íþróttanna hefur verið mikill en svo leit ekki út fyrir 15 árum. „Nei, en að sjálfsögðu gerði ég mér þá enga grein fyrir hve alvarleg veik- tekið afstöðu til tilboðs frá Nett- elsted í V-Þýzkalandi — efsta liðsins í Bundesligunni. Að auki hafa tvö önnur félög spurst fyrir um mig. Það er freistandi að fara út og ákvörðun tek ég í vor eða sumar. Auðvitað er freistandi að vera heima og hver veit. Það yrði gaman að taka þátt í Evrópukeppni næsta vetur með Þrótti — það er ef okkur tekst að vinna sæti í Evrópukeppni. Siguröur fagnar sigri Þróttar ásamt félögum sínum, Siguröi markveröi og Ólafi H. Jónssyni. indi mín voru. En það er satt. Veturinn hefur verið ævintýri lík- astur, og þátttaka í landsleikjunum hefur verið ánægjuleg og spenn- andi. Ég hef nú leikið 31 landsleik og sigurleikirnir gegn heimsmeist- urum V-Þjóðverja og síðan gegn Ólympíumeisturum A-Þjóðverja eru minnisstæðir. Mér gekk ekki vel í leikjunum gegn A-Þjóðverjum en betur í V-Þýzkalandi. Ég byrjaði fremur illa gegn A-Þjóðverjum og varð taugaóstyrkur. Það er allt annað að leika með landsliði en félagsliði — pressan er svo mikil í landsliðinu. Þessir sigrar eru gott veganesti og við landsliðsmenn stefnum að því að ná einu af þremur efstu sætunum í Frakk- landi og tryggja okkur sæti í Þá er auðvitað freistandi að fylgja þessum góða vetri eftir með Þrótti og reyna að ná alla leið á toppinn. Víkingar hafa verið með yfirburða- lið í 1. deild — geysisterkt lið bæði í vörn og sókn og það hefur verið erfitt að leika gegn þeim — finna glufur í vörn þeirra. En ég á von á að keppnin í 1. deild verði jafnari og harðari og við Þróttarar ætlum okkur að ná alla leið á tindinn. Enn sem komið er er ég óráðinn og auðvitað liggur mér ekkert á. Ég er aðeins 21 árs gamall og á vonandi langan feril fyrir höndum — áhug- inn beinist fyrst og fremst að handknattleiknum og það yrði stórkostlegt að verða Islandsmeist- ari með Þrótti." II Halls. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU SMIDJUVEGl 6 SIMI 44544 Eigum aöeins nokkur sófasett eftir á lága verðinu. Komið og kynnið yður verð og gæði. SKOÐIÐ i DAG. KAUPIÐ Á MORGUN. VERIÐ VELKOMIN gróöurhustnu v/ Sigtun S. 36770. 86340 P'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.