Morgunblaðið - 25.02.1981, Síða 2

Morgunblaðið - 25.02.1981, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981 Verðmæti hverfa úr vörslu Seðlabankans Starfsmaður bankans í gæsluvarðhaldi STARFSMAÐUR Seðlabanka ís- lands var á mánudaginn úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 4. mars næstkomandi, vegna hvarfs á verðmætum úr skjalasafni bank- ans. Þórir Oddsson vararannsókn- arlögreglustjóri staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að úr vörslu Seðlabankans væru horfin talsverð verðmæti. Grunur beindist að því, að starfsmaður bankans, maður á fertugsaldri, sem hafði þann starfa að gæta verðmætanna, væri viðriðinn mál- ið. Maðurinn var handtekinn um síðastliðna helgi, og hefur verið í stöðugum yfirheyrslum síðan. Þórir Oddsson sagði, að rannsókn- in væri skammt á veg komin og væri því ekki hægt að skýra frekar frá málavöxtum á þessu stigi. Opinber heimsókn for- seta Islands til Dan- merkur hefst i dag OPINBER heimsókn forseta ts- lands, Vigdísar Finnbogadóttur, hefst i dag. Átti forsetinn að leggja upp með fylgdarliði sinu með flugvél Flugféíags tslands kl. hálfátta i morgun og koma til Kaupmannahafnar i opinbera móttöku á Kastrup-flugvelli kl. 11.30 að dönskum tíma. En þar tekur Margrét drottning á móti forsetanum, sem verður gestur hennar í þrjá daga. Opinberu heims«')kninni lýkur á föstudags- kvöld, en forsetinn dvelur á laugardag áfram i Kaupmanna- höfn, tekur á móti íslendingum o.fl. og kemur heim á sunnudag. Á þessum þremur dögum verður mjög þétt setin dagskrá með hátíðarkvöldverði Danadrottn- ingar í kvöld í Kristjánsborgar- höll, hátíðarsýningu í Konunglega leikhúsinu annað kvöld og kvöld- verðarveislu forseta Islands á Langelinie-Pavillion á föstudags- kvöld. En hver dagur fer í skoðun- arferðir og móttökur af ýmsu tagi. I dag tekur forsetinn á móti sendiherrum erlendra ríkja í Kristjánsborgarhöll, þar sem hún býr ásamt fylgdarliði sínu. I fylgd með forsetanum fara Ólafur Jó- hannesson, utanríkisráðherra, og frú Dóra Guðbjartsdóttir, Hörður Helgason, ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneyti, og frú Sara, Birgir Möller forsetaritari og frú Gunn- illa, Vigdís Bjarnadóttir, fulltrúi á forsetaskrifstofu, og í Kaup- mannahöfn bætast hefðum sam- kvæmt við sendiherra íslands, Einar Ágústsson og frú Þórunn Sigurðardóttir. Allmikill undirbúningur hefur verið í Kaupmannahöfn vegna komu forseta Islands og hefur þessi heimsókn þegar vakið at- hygli. Blaðamaður Morgunblaðs- ins, Elín Pálmadóttir, fór utan í morgun og mun fylgjast með heimsókninni fyrir blaðið. Mývetningar anægð- ir með kvótakerfið Dorgað eftir urriða í gegnum vök á ísnum. ÞEIR bændur við Mývatn, sem rétt hafa til silungsveiði úr vatninu. eru nú margir hverjir búnir eða langt komnir með að veiða upp í silungs- kvóta sinn, en veiðar í gegnum is byrjuðu 1. febrúar. í vetur var í fyrsta skipti ákveðinn hámarksafli úr vatninu og ákveðið að skipta honum á milli rétthafa i hlutfalli við arðskrá og annaðist Veiðifélag Mývatns framkvæmdina eftir að fiskifræðingar höfðu gert tillögu um hámarksafla. Heildarkvótinn var ákveðinn 4.200 fiskar og hafa 36 bændur rétt til veiðanna. Þeir sem mestan rétt hafa mega veiða 270 fÍ8ka. en flestir mega veiða 100—135 fiska fram í mai. Arngrímur Geirsson í Álftagerði er formaður veiðifélagsins og sagði hann, að þó ekki væri komin mikil reynsla á kvótakerfið, þá teldi hann, að það lofaði góðu og menn væru almennt ánægðir með það. „Með þessu fyrirkomulagi höfum við meira vald á því hvað mikið er veitt úr vatninu. Einnig hefur ákveðinn fjöldi fiska það í för með sér, að menn leggja nú meira upp úr því en áður að reyna að fá vænni fiska, en það hlífir þá ungfiskinum um leið. Þeir, sem byrjuðu í febrúarbyrjun eru búnir eða langt komnir með að veiða upp í kvóta sinn enda eru þetta ekki ýkja margar bröndur, sem koma í hlut hvers og eins,“ sagði Arngrímur Geirsson. Þeir bændur, sem ekki veiða sil- ung í gegnum ís í vetur, halda vetrarkvóta sínum í sumarveiðinni næsta sumar. Slitnað upp úr farmannasamningum: Báðir aðilar höf nuðu tillögu sáttanefndar SLITNAÐ hefur upp úr viðræð- um undirmanna á farskipum og útgerðum kaupskipanna, en verkfall gagnvart Eimskipafé- laginu, Hafskip, Nesskip og Jökl- um kom til framkvæmda á mið- nætti i fyrrinótt. Þegar hafa stöðvazt tvö skip, Goðafoss og Selá, sem kom í gærkveldi og i dag er Langá væntanleg til Reykjavikur. Þá hafa undirmenn boðað verkfall hjá öðrum skipa- félögum. Skipadeild SÍS, Ríkis- skip, Kyndli og Víkum frá og með mánudeginum 2. marz, hafi samningar ekki tekizt. Sáttanefnd ríkisins og sátta- semjari lögðu í fyrrakvöld, rétt áður en upp úr slitnaði, fram sáttatillögu, sem báðir aðilar munu hafa hafnað, vinnuveitend- ur þó ekki þegar í stað. Tillagan tók ekki á fjarvistarkröfum sjó- manna, sem þeir hafa haldið mjög á lofti og vinnuveitendur hafa algjörlega hafnað. Hins vegar var aðalinntak tillögunnar að vinna upp röskun launastiga, sem orðið hafði á síðasta samningstíma, rétta úr aldurshækkunum, sem hafa skerzt, og hefði sú leiðrétting þýtt l'A til 2% meðaltalshækkun launa undirmanna umfram það ll'A%, sem áður hafði verið samið um. Þá tók tillagan til þess, að fyrra samkomulag stæði og sam- komulag um þau atriði, sem náðst hefðu síðan. Má þar m.a. nefna atriði er varða tryggingamál og heilsugæzlu. Nýr sáttafundur í kjaradeilunni hefur ekki verið boðaður og eins og áður sagði hafa þegar tvö skip stöðvazt, eitt af skipum Eimskipa- félagsins og eitt af skipum Haf- skips og annað skip hins síðar- nefnda félags stöðvast í dag. Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra: „Virkjun Blöndu er næst á dagskrá“ „Umfram allt ekki orkuskort,44 segir Steingrímur „Þurfum ekki að vera skelfingu lostnir,“ segir Páll Pétursson „ÉG TEL AÐ undirbúningur virkjunar Blöndu og Sultartanga sé á svipuðu stigi,“ sagði Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra í samtali við Mbl. i gær, „en ég tel að Fljótsdalsvirkjun sé nokkuð á eftir. Það er um það yfirlýsing 1 stjórnarsáttmálanum að næsta stórvirkjun verði utan eldvirknisvaða og ég tel að það sé mjög nauðsynlegt að geta staðið við þær fyrirætlanir rikisstjórnarinnar margra hluta vegna. Ég hef verið mikill áhugamaður um virkjun Blöndu. tel það bæði mjög hagkvæmt og mikið stórmál fyrir þann landshluta sem ég er fulltrúi fyrir að Blönduvirkjun verði na-st." „Nú er unnið að því að reyna að ná samkomulagi um tilhögun virkjunarinnar af aðilum heima í héraði, orkumönnum og stjórn- völdum. Eg vona að þær tilraunir beri þann árangur að menn verði á eitt sáttir og það hindri ekki að þessi virkjunarkostur verði næstur á dagskrá í framkvæmd. Virkjanir eru dýr mannvirki og það er skylt að nýta það sem er hagstæðast, en eins og mál varðandi Blöndu standa nú er það mitt mat að þar sé um hagstæðasta kostinn að ræða. Komi í ljós að aðrir kostir sýnist hagkvæmari eru veigamikil rök fyrir því að velja annað, en á meðan svo er ekki, er Blanda næst á dagskrá, en ég tel nauðsynlegt að ákveða á næstu vikum með fram- kvæmdir og lagaheimilda þarf að afla fyrir þinglok.“ „IJmfram allt ekki orkuskort" Steingrímur Hermannsson sjáv- arútvegsráðherra sagði í Mbl. í síðustu viku að hann teldi Sultar- tanga næsta virkjunarkost til þess að fyrirbyggja orkuvandræði, þar sem svo lengi hefði dregist að ákveða með virkjunarframkvæmd- ir, en Hjörleifur sagði um þessi ummæli Steingríms að þau væru byggð á röngum forsendum og ótímabær. Steingrímur sagðist ekkert hafa um þetta að segja, það væri stefnt að virkjunum utan Þjórsársvæðis- ins, en umfram allt teldi hann að velja þyrfti virkjunarkost sem hamlaði gegn orkuskorti og þá virtist Sultartangi liggja beinast við, þar sem hann óttaðist að þær deilur, sem verið hafa norðan lands og austan, tefji fyrir í þessum efnum, en Steingrímur sagði það sitt álit, að ákveða ætti þrjár virkjanir nú á einu bretti. „Þurfum ekki að vera skelfingu lostnir" Páll Pétursson alþingismaður kvað mál ekki komin á það stig að unnt væri að slá því föstu hvaða virkjun ætti að reisa næst, „en ef menn vilja ekki samkomulag, þá getur slíkt orðið ofan á og það eru menn sem hafa gengið í að egna til’ ófriðar um Blöndu og taka illa hugmyndum til lausnar deilunni." Aðspurður um það hvort Fram- sóknarmenn hefðu miklar áhyggj- ur af seinagangi í ákvörðunum um virkjunarframkvæmdir eins og Steingrímur Hermannsson hefur sagt, sagði Páll: „Ég sé ekki að við þurfum að vera skelfingu lostnir, því það er nokkur tími til stefnu, allt verður þetta virkjað einhvern tíma. Blöndumenn hefur greint á, en tæknimenn hafa sérstaklega haldið fram einum virkjunarmögu- leika sem fer ósparlega með land og margir bændur eru því á móti því. Samninganefnd hefur sýnt lit til þess að kanna aðrar Ieiðir og ég tel bændur fyllilega til viðræðna um það. Tíminn er ekkert að hlaupa frá okkur en hins vegar kann að vera skynsamlegast að gera stíflugarð við Sultartanga til betri nýtingar fyrir svæðið. Hafi upphafleg áætl- un staðist um Tungnaársvæðið um vatnsmagn og möguleika, ætti ekki að þurfa neina panik, en hins vegar snör handtök ef um skyssur er að ræða. Það þarf því áður en langt um líður að ákveða í þessum efnum, en ég er á móti því að veigamestu ákvarðanir í orkumál- um séu teknar undir pressu eins og átti sér stað um Kröfluvirkjun." Dr. Gunnar Thoroddsen Akranes: Forsætisráð- herra ræðir efnahagsmál Sjálfstæðisfélögin á Akranesi halda almennan stjórnmálafund i Hótel Akranesi í kvöld. miðviku- daginn 25. febrúar, klukkan 20.30. Frummælandi verður dr. Gunn- ar Thoroddsen forsætisráðherra og ræðir hann um efnið: Hvert stefnir í efnahagsmálum? Á fund- inn mæta einnig Friðjón Þórðar- son dómsmálaráðherra og Jósef H. Þorgeirsson alþingismaður. Fundurinn er öllum opinn. Þessi fundur átti að fara fram mánudaginn 16. febrúar sl. en honum varð að fresta vegna óveð- urs. Þá átti fundurinn að verða í Sjálfstæðishúsinu en nú standa yfir breytingar á húsinu og var fundurinn því fluttur í hótelið. Skal vakin sérstök athygli á þess- ari breytingu á fundarstað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.