Morgunblaðið - 04.03.1981, Side 1

Morgunblaðið - 04.03.1981, Side 1
32 SIÐUR 52. tbl. 69. árs. MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Snorri Hjartarson tekur við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs úr hendi Knud Enggaards forseta ráðsins við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn í gær. Nánar segir frá þeim atburði á bls. 16. símamyndN«rdf(.t«. Norskir loðnubátar: Aðeins ein veiði- ferð til Jan Mayen Frá Jan Erik Laure. fréttaritara Mbl. í Norejci. 3. marz Sjávarútvegsráðuneytið norska hefur tilkvnnt loðnu- kvóta norskra skipa við Jan Mayen i ár og fá norskir loðnubátar að veiða 83 þús- und lestir. Þetta er um 25 þúsund lestum minna en í fyrra. Leiv Grönnevet. for- maður útvegsmanna. lét í Ijósi vonbrigði með minnkun kvóta og sagði. að minnkaður kvóti hefði slæmar afleið- ingar fyrir marga útvegs- menn. Ilann sagði. að nú fengju norskir loðnubátar að- eins að fara eina ferð á miðin við Jan Mayen í stað tveggja í fyrra og þriggja árið 1978. í fyrra voru um 110 bátar að veiðum við Jan Mayen og ástæða er til að ætla, að jafnmargir loðnubátar verði að veiðum við Jan Mayen í ár. Norskir sjómenn eru uggandi um, að skip frá ríkjum Efna- hagsbandalagsins muni hömlulaust veiða loðnu Græn- landsmegin við Jan Mayen. Kirkjan styður aðgerð- ir stjómvalda í Póllandi Varsjá. 3. marz. — AP. Rómversk-kaþólska kirkjan í Póllandi lýsti í dag yfir stuðningi sínum við áætlanir stjórnvalda um endurreisn efnahags- lífsins. Pólska útvarpið skýrði frá þessu í dag. Þá hafa ríki og kirkja komist að samkomulagi um, að kirkjunnar þjónar megi framkvæma trúarathafnir í opinberum stofnunum. Slíkt hefur verið hannað Brezhnev endur- kjörinn aðalritari Mwkvu. 3. marz. — AP. LEONID BREZIINEV var í dag endurkjörinn aðalritari sovéska kommúnistaflokksins. Hann til- kvnnti. að engar breytingar hefðu verið gerðar á stjórnmála- ráði kommúnistaflokksins, en í henni eiga 14 menn sæti. Allir voru endurkjörnir til fimm ára. Hussein í Bagdad Baxdad. Teheran, 3. marz. — AP. Hussein Jórdaníukonungur kom í dag til Bagdad til fundar við Saddam Hussein, forseta íraks. Hussein styður málstað íraka í styrjöldinni við írani. Ríkisútvarpið í Saudi-Arabíu tilkynnti í dag, að friðarnefnd múhameðstrúarríkja færi á morgun til Teheran og myndi hún kynna stjórnvöldum í Bag- dad og Teheran nýjar friðar- tillögur samtaka múham- eðstrúarríkja. Styrjöld Iraka og írana hefur nú staðið í liðlega hálft ár. Gifurlegur fögnuður greip um sig meðal fulltrúa á 26. flokks- þingi kommúnistaflokksins þeg- ar Leonid Brezhnev tilkynnti forustu flokksins. Um fimm þúsund fulltrúar sungu Internationalinn, hrópuðu slagorð og hylltu Brezhnev í nokkrar mínútur. Sjálfur lét Brez- hnev fá svipbrigði í ljós, klappaði þó og um varir hans lék dauft bros. Meðalaldur meðlima stjórn- málaráðsins er liðlega 69 ár. Sjálfur er Brezhnev 74 ára gamall og hefur átt við vanheilsu að stríða. Brezhnev um lanRt árahil. Stofnuð hefur verið sérstök samstarfsnefnd ríkis og kirkju og á næstunni munu fara fram samn- ingaviðræður um þá kröfu kirkj- unnar, að prestar fái að starfa á sjúkrahúsum, hælum, í fangelsum og sumarbúðum. Þá munu viðræð- ur fara fram um kröfur kirkjunn- ar um greiðari aðgang að fjölmiði- um. Kirkjan krefst þess, að fá að gefa út eigið dagblað. Þeir Stanislaw Kania, leiðtogi pólska kommúnistaflokksins, og Wojciech Jaruzelski, forsætisráð- herra, voru í Moskvu í dag þegar þingi sovéska kommúnistaflokks- ins var slitið. Þeir voru viðstaddir þingsetningu en brugðu sér til Póllands til samningaviðræðna við leiðtoga kirkjunnar. Jaruzelski átti í dag viðræður við Nikolai Tikonov, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna. Að sögn Tassfréttastof- unnar sovésku, þá lét Jaruzelski í ljós þakklæti Pólverja við stuðn- ing Sovétmanna. S-Afríku vikið af fundinum Frá Önnu Hjarnadóttur. íréttaritara Mbl. í WashinKton. 3. marz. FULLTRÚA S-Afríku var neitað um áheyrn «g vísað af fundi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. þegar málefni Namibíu komu til umraðu. Samþykkt var með 113 atkva'ðum gegn 23 að vísa fulltrúa S-Afríku af fundi. S-Afríka hefur ekki átt fulltrúa á Allsherjar- þinginu síðan 1974. Island var í hópi landanna 23, sem vildu leyfa S-Afríku að sitja fundi Allsherjar- þingsins að þessu sinni. Tómas Tómasson, fasta- fulltrúi íslands hjá Samein- uðu þjóðunum, hafði orð fyrir Norðurlöndunum og hann sagði að hann teldi það löglegan rétt S-Afríku, að sitja þingið en ítrekaði, að Norðurlöndin væru andvíg apartheidstefnu stjórnvalda í Pretóríu. Vill til íran Kahúl. 3. marz. — AP. FLUGRÆNINGINN, sem rændi pakistanskri farþegaþotu í inn- anlandsflugi í landinu. hefur krafist þess, að þotunni verði flogið til írans. Farþegaþotan er nú á flugvellinum i Kabúl í Afganistan. Að sögn útvarpsins í Kabúl. þá hefur heiðni flugræn- ingjans verið komið til iranska sendiráðsins í borginni. Um borð i flugvélinni eru 148 manns. Heimildir í Pakistan segja, að flugræninginn hafi hótað að sprengja flugvélina í loft upp verði ekld gengið að kröfum hans. Kosningabandalag er í burðarliðnum Lundúnum. 3. marz. — AP. DAVID STEEL, leiðtogi Frjálslynda flokksins, og David Owen. leiðtogi þeirra, sem hafa sagt sig úr Verkamannaflokkn- um, skýrðu i dag frá stofnun samráðsnefndar til undirbún- ings kosningabandalagi. Auk þingmannanna 12. sem sögðu sig úr Verkamannaflokknum i gær, hafa níu meðlimir lávarða- deildarinnar sagt sig úr Verka- mannaflokknum. Samráðsnefndinni er ætlað að koma vikulega saman til funda. Að sögn náinna samstarfsmanna 0*en Stcel Steels, þá vonast hann til, að eftir flokksþing frjálslyndra í haust, verði formlegt bandalag jafnað- armanna og frjálslyndra stofnað. A fimmtudag munu jafnaðarmenn og frjálslyndir leggja fram tillögu í þinginu um breytingu á kosn- ingafyrirkomulaginu. I stað ein- falds meirihluta i kjördæmi verði hlutfallskosningu komið á. í þing- kosningunum 1979 fengu frjáls- lyndir 18% atkvæða en aðeins 11 þingsæti af 635. Ron Hayward, ritari brezka Verkamannaflokksins, krafðist þess í dag, að þingmenn þeir, sem hafa sagt sig úr flokknum, afsali sér þingsætum sínum. Þeir hafa alfarið hafnað þessari kröfu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.