Morgunblaðið - 04.03.1981, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.03.1981, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981 11 SigurÖur Þorbjarnar, Geitaskarði: Maldað í móinn við landlækni Sjálfboðaliðar Rauða krossins við föndurstörf. Jón Ásgeirsson: 200 millj. gkr. til sjúkrabíla á sl. ári 7 árlegur merkjasöludagur Rauða kross íslands er í dag, öskudag Á SÍÐASTA ári nam fiárfesting M' Rauða krossdeilda á Islandi í sjúkrabílum alis um 200 milljónum gkr. ef með eru taldir þeir bílar sem eru væntanlegir til landsins alveg á næstunni. Sex nýir bílar hafa verið pantaðir til landsins, og eru deiid- irnar á Akureyri, i Grundarfirði, í Vestur-Barðastrandarsýslu (Patr- eksfirði), Hvammstanga, Austur- Húnavatnssýslu (Blönduósi) og á Sauðárkróki nú i óða önn að safna peningum til kaupanna. f fyrra komu til landsins 7 nýir sjúkrabílar, og lætur nærri, að á einu ári hafi verið keyptir hingað sjúkra- bílar á vegum Rauða krossdeilda fyrir um það bil 2 milljónir nýkróna, og er þá ekki meðtalinn ýmiss konar búnaður, sem nauðsynlegur er. Það er öllum landsmönnum ljóst, að einn meginþátturinn í starfsemi Rauða kross íslands er kaup og rekstur sjúkrabíla. Þannig á Reykja- víkurdeildin fimm sjúkrabíla, sem gerðir eru út frá slökkvistöðinni í Reykjavík. í fyrra voru á vegum deildarinnar fluttir um 12 þúsund sjúklingar á Reykjavíkursvæðinu. Að undanförnu hefur Rauði kross íslands oft verið í umræðum manna á meðal, og í fjölmiðlum hefur oftsinnis verið um stofnunina fjallað í blaðagreinum og víðar. Einkum hefur þetta komið fram nú síðustu misseri í sambandi við öldrunarmál, sem hafa verið í brennidepli vegna hins slæma ástands, sem ríkir í þeim málum víðast á landinu. Þá hefur einnig verið á Rauða krossinn minnst vegna sérstaks verk- efnis, sem unnið var að á síðasta hausti, þ.e. Afríkuhjálparinnar 1980. í þeirri fjársöfnun sýndu landsmenn í verki traust sitt til Rauða krossins og vilja til að koma bágstöddum til hjálpar, þótt í fjarlægum löndum séu. Vegna þessa mikilvæga skamm- tímaverkefnis féllu önnur í skuggann á meðan, verkefni sem alla jafna er unnið að á innlendum vettvangi alla daga árið um kring. Þau eru nú aftur komin fram í umræðum fólks, og er sýnt, að það er Rauði krossinn, sem landsmenn treysta best til að leysa mestu vandamálin. Og þau eru mörg. Nægir að benda á sjúkraflutningana, sem fyrr er getið, einnig öldrunar- málin, og er þar einkum átt við þjónustu kvennadeildarinnar í Reykjavík, neyðarvarnir má nefna, skyndihjálp, rekstur sjúkrahótela, hjálpartækjabankann, blóðsöfnun o.H. Allt frá stofnun kvennadeildar Reykjavíkurdeildar RKÍ 1966 hefur heimsóknarþjónusta verið eitt af verkefnum deildarinnar. Einmana fólk, sjúkir og aldraðir fá þá heim- sóknir frá konum í deildinni, og hefur árangurinn af þessu merka starfi verið ótvíræður. Þá hefur deildin einnig annast félagsstarf fyrir eldri borgara í samvinnu við Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, og felst sú þjón- usta einkum i því, að sjálfboðaliðar deildarinnar aðstoða eldri borgara með ýmsum hætti er þeir koma saman sér til dægrastyttingar. í kvennadeildinni eru nú 652 kon- ur. Ljóst er, að öll sú starfsemi, sem hér hefur verið getið, og Rauði krossinn annast um allt land, kostar mikið fé. Ein meginfjáröflunarleið Rauða krossins er merkjasala á öskudegin- um, og hefur svo verið um árabil. Þann dag eru Rauða kross-merkin seld um allt land, til ágóða fyrir hina margþættu starfsemi sem deildirnar hafa með höndum. í fyrra tóku um 600 skólabörn þátt í merkjasölu Rauða krossins, en þáttur skólabarna hefur um áratuga- skeið verið mjög mikilvægur í þessu sambandi. Margir þeirra, sem nú skipa sjálfboðasveitir Rauða kross íslands, kynntust fyrst starfinu með merkjasölu á öskudeginum. Innan Rauða kross íslands eru nú starfandi 42 deildir á landinu. Alls eru félagsmenn um 20.000, þar af um helmingur þeirra á höfuðborgar- svæðinu. Nú er verið að undirbúa stofnun tveggja nýrra deilda, á Flateyri og Þórshöfn. Merki Rauða krossins verður af- hent sölubörnum í skólunum eins og venja hefur verið undanfarin ár. Jón Ásgeirsson Það varð undirrituðum ekki undrunarefni, að sjá að landlækn- ir hafði lesið lokuðum augum öll þau rök, sem fyrir því eru færð í greininni Barnsfæðing (Morgunbl. 17/2) að þar er um að ræða mjög vítaverð starfsglöp læknis, með óhugnanlegum og örlagaríkum af- leiðingum. Hann talar þar með myndug- leika þess manns, sem veit sig fara með umboð voldugs stéttarkerfis, um að „rangur áburður leysi engan vanda", og vitnar í sömu andrá til álits tímenninganna sér- fróðu. í greininni var sýnt fram á að álit þetta þjónaði hvorki sannleika né réttlæti. Það var algjör þver- stæða sýnilegra og áþreifanlegra staðreynda, — þverstæða heil- brigðrar skynsemi og óbrenglaðr- ar réttlætiskenndar. Álit þessara tíu manna, er trúlega ein hin gildasta af mörg- um stoðum undir þeirri útbreiddu skoðun, að mistök lækna séu utan seilingar réttlætisins. Það er glögg og hávær ábending um þá brýnu þörf, sem á því er að löggjafinn tryggi rétt fólks í slíkum tilvikum. Landlæknir segir, að för barns úr móðurkviði — svo stutt sem hún er, sé hin hættulegasta sem farin verður. Sé það rétt, sem trúlegt er, veltur á miklu að þeir sem telja sig sérhæfða til leið- sagnar á því ferðalagi, séu þeim vanda vaxnir — hafi til að bera þá þekkingu, getu og mannkosti, sem duga mega til farsælla ferðaloka. Því var ekki að heilsa í tilfellinu sem hér um ræðir — og því fór sem fór. í viðtali við Þjóðviljann 18/2, er á landlækni að skilja að flest þau mál, sem til meðferðar koma hjá embætti hans, vegna meintra mis- taka lækna, séu óraunhæf. Þau stafi af misskilningi annaðhvort hjá sjúklingi eða lækni. Hæpið verður að telja að sjúklingar, sem þolendur eru í slíkum málum, taki undir að áföll þeirra séu „mis- skilningur". A.m.k. er víst, að áfall ungu konunnar og barns hennar var það ekki, og þeim er þetta ritar er ekki kunnugt um að máli þeirra hafi verið skotið til læknaráðs, né vísað til Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar og við „óháða" sérfræðinga er óhætt að setja nokkur spurn- ingamerki. Landlæknir boðar greinargerð frá Fæðingardeild Landspítalans um þetta mál. Undirritaður hefir þegar í höndum eina slíka og fróðlegt verður að sjá þá næstu. Varla er að efa að hún miðast við að veita vörn og hlíf þeim, sem rétti kornabarni örkuml í vöggu- gjöf, hinn 7. mars í fyrravetur. Trúlegt er líka, að þar verði tekið mið af þeim möguleika að girða fyrir frekari kröfugerð um jafna réttarstöðu, öllum til handa, hvar í stétt sem þeir standa — og spurningin er — gæti það tekist? Sigurður Þorbjarnar, Geitaskarði. AUCLÝSINCASÍMINN ER: 224BD ^---> SG-170H 3 tæki í einu. Meiriháttar steríó samstæóa meó hátölurum, í vinsæla ,,silfur“ útlitinu. WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og gerðir SöiyiirOmiiDiLDF Vesturgötu 16, sími 13280 Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til ísiands á næstunni sem hér segir: ROTTERDAM Arnarfell 23/3 Arnarfell 6/4 Arnarfell 20/4 ANTWERPEN Arnarfell 6/3 Arnarfell 24/3 Arnarfell 9/4 Arnarfell 23/4 GOOLE Arnarfell 9/3 Arnarfell 26/3 Arnarfell 6/4 Arnarfell 20/4 LARVÍK Mvassafell 16/3 Hvassafell 30/3 Hvassafell 13/4 Hvassafell 27/4 GAUTABORG Hvassafell 17/3 Hvassafell 31/3 Hvassafell 14/4 Hvassafell 28/4 KAUPMANNAHÖFN Hvassafell 18/3 Hvassafell 1/4 Hvassafell 15/4 Hvassafell 29/4 SVENDBORG Hvassafell 19/3 Skip 23/3 Hvassafell 2/4 Hvassafell 16/4 Hvassafell 30/4 HELSINGFORS: Helgafell 11/3 Dísarfell 10/4 HAMBORG Dísarfell 9/3 GLOUCESTER, MASS Skaftafell 5/3 Jökulfell .............. 7/3 Skaftafell ............. 8/4 HALIFAX, KANADA Skaftafell ............. 9/3 Jökulfell .............. 11/3 Skaftafell ............. 10/4 m SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.