Morgunblaðið - 06.03.1981, Síða 11

Morgunblaðið - 06.03.1981, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981 11 PípureykinKamenn sem aðrir reykingamenn á sviði skáklistarinnar verða að geyma sér tóbakið meðan þeir tefla á „Skák i hreinu lofti II“. Og engir öskubakkar munu sjást þá á skákborðum. Skák í hreinu lofti II Annað „reyklausau skákmótið hér á landi „Skák í hreinu lofti 11“ nefnist skákmót sem Taflfélag Reykjavíkur, Reykingavarnanefnd, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Ábyrgð hf., tryggingafélag bindinds- manna, munu halda um næstu helgi. Eins og nafnið ber með sér, verða keppendum ekki leyfðar reykingar að tafli og er þetta í annað sinn sem slíkt „reyklaust" skákmót er haldið hér á landi. Sumarið 1976 stóðu sömu aðilar fyrir slíkri keppni eins og frægt varð á sínum tíma. Á blaðamannafundi sem að- standendur skákmótsins héldu nýverið, kom fram að reyk- ingar væru ekki heimilaðar á skákmótum yngstu aldurs- flokkanna, og töldu menn æski- legt að sú tilhögun færðist upp aldursflokkana í áföngum. Dæmi eru um það hér á landi að menn hafi hætt á skákmot- um vegna reykinga. Okkar sterkustu skákmenn reykja þó flestir hverjir ekki, og aðeins einn íslenskur titilhafi í skák reykir. „Skák í hreinu lofti 11“ stendur í tvo daga og hefst næstkomandi sunnudag, 8. mars, klukkan 14. Mótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Grensásvegi í Reykjavík. Tefldar verða ellefu umferðir eftir Monrad-kerfi, 15 mínútna skákir, sex umferðir fyrri daginn og fimm þann seinni. Teflt verður í tveimur flokkum, unglingaflokki, 14 ára og yngri, og flokki fullorðinna. Verðlaun verða vegleg á „Skák í hreinu lofti II“. I flokki fullorðinna verða veitt 8 verð- laun: 1. verðlaun: 2.500 kr.; 2. verðlaun 1.500 kr.; 3. verðlaun 1.000 kr.; 4. verðlaun 500 kr.; 5. verðlaun 400 kr.; 6. verðlaun 300 kr.; 7. verðlaun 200 kr.; 8. verðlaun 100 kr. í unglinga- flokki verða verðlaunin 5 tals- ins: 1. verðlaun 500 kr.; 2. verðlaun 400 kr.; 3. verðlaun 300 kr.; 4. verðlaun 200 kr.; 5. verðlaun 100 kr. Einnig munu allir keppendur fá viðurkenn- ingarskjal fyrir þátttökuna. Ollum er heimil ókeypis þátttaka, meðan húsrúm leyfir og eru keppendur beðnir að skrá sig í síma 83540 og í síðasta lagi laugardaginn 7. mars. Forráðamenn keppninn- ar sögðust stefna að því að reyklaus skákmót yrðu héðan í frá árviss viðburður, og þeir vonuðust eftir því að þetta framtak leiddi til þess í fram- tíðinni að öll skákmót yrðu „reyklaus". Aðalfundur kattavina AÐALFUNDUR Kattavinafélags- ins verður haldinn að Hallveigar- stöðum sunnudaginn 8. marz nk. og hefst hann klukkan 14. Félagið varð nýlega 5 ára gamalt og hyggur á byggingarframkvæmdir eins og fram hefur komið. „Ballettsýning46? Listdanssýning i Þjóðleikhúsinu. Dansarar: íslenski dansflokk- urinn og Eske Holm. Stjórnandi og danshöfundur: Eske Iiolm. Islenski dansflokkurinn býður upp á verkin Hjartaknúsarinn og Vorblót eftir Danann Eski Holm. Hver á frumkvæðið á því að fá hann hingað væri forvitni- legt að fá að vita. Islenski dansflokkurinn á ekki að vera tilraunadýr fyrir sér- vitra útlendinga. Þeir mega gera tilraunir og vera „frumlegir" heima hjá sér fyrir mér. En að auglýsa þessa sýningu sem ballettsýningu er fyrir neð- an allar hellur. Þarna örlar ekki á ballett hvorki klassískum né nútímaballett. „Hreyfingar" mætti kalla sum atriðin. í guðanna bænum verið vand- lát í vali danshöfunda og snobbið ekki niður fyrir ykkur í list ykkar, eins og oft er gert nú til dags. Frumlegheit eru ekki frumleg frumlegheitanna vegna. Sumir fá útrás í að hneyksla aðra og segja þá gjarna, að þeir hafi ekki eftir Lilju Hallgrímsdóttur vit á hlutunum er gagnrýna þá. Og veitir það þeim vissa ánægju að halda að þeir viti betur. Að koma hér með danskar þjóðfélagsádeilur, illa útfærðar í „hreyfingum", sóðaleg tjöld, misheppnað „Porno“ og miðl- ungs dansara (Eske Holm). Hver ber ábyrgð á slíku? Unnendur Islenska dansflokksins eiga rétt á að fá að vita það. Ég sé ekki ástæðu til að fjalla um einstök atriði sýningarinnar, þar sem ég tel ekki að hér hafi verið um ballettsýningu að ræða. En legg til að fleiri sýningar en þær tvær, er þegar hafa verið, verði ekki leyfðar. Lilja Hallgrimsdóttir. Ægis veröur í Sigtúni fimmtudagskvöld 12. mars n.k. Aðalvinningur: ZUZUKI bíllinn sparneytni er til sýnis í Vörumarkaönum og Ægisfélagar munu selja aögöngumiöa og bingóspjöld viö bílinn í dag. Verö aögöngumiða kr. 20, bingóspjöld kr. 50. Spilaöar veröa 15 umferöir um fjölda annarra glæsilegra vinninga og stjórnandi veröur Svavar Gests. Tryggið ykkur spjöld í forsölunni í Vörumark- aðnum. — Takmarkað magn. ilabingo Komdu og skoðaöu — það er alltaf eitthvað nýtt að sjá. Opið föstudag til kl. 8 - Vörumarkaðurinn hf. sími 86112.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.