Morgunblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981
13
Stefnir í atvinnuleysi menntamanna?:
Fundur menntamálanefndar
Vöku fjallar um málið í kvöld
í KVÖLD, föstudaKÍnn 6. mars kl.
20.30, verður haldinn umræðu-
fundur um atvinnuhorfur háskóla-
menntaðra manna.
Þeir Guðmundur Magnússon
rektor Q.I., Halldór Guðjónsson
kennslustjóri H.t. ok Sigmundur
Stefánsson frá BandalaKÍ Háskóla-
manna munu flytja stutt erindi og
svara fyrirspurnum fundarmanna
um þetta efni.
Fundurinn er haldinn á vegum
menntamálanefndar VÖKU, félaKs
lýðræðissinnaðra stúdenta við H.í.
ok verður í LöKberKÍ stofu 101 kl.
20.30.
Er þegar um atvinnuleysi að
ræða meðal ungra menntamanna?
Er Háskóli íslands að útskrifa ungt
fólk sem á enga möguleika á
atvinnu við sitt hæfi?
Mun offramboð á ungum mennta-
mönnum hafa áhrif á H.í. á kom-
andi árum?
Liggja fyrir upplýsingar um
áætlaða þörf atvinnulífsins fyrir
menntað fólk næstu árin og hvert
er gildi slíkra upplýsinga?
Slíkar spurningar eru ofarlega í
hugum stúdenta um þessar mundir.
Víða erlendis er það með stærstu
vandamálum að tryggja ungu fólki
atvinnu í samræmi við menntun og
hæfni. Stór hluti atvinnulausra í
velferðarríkjum samtimans þr ungt
fólk og mikill hluti menntaðra
manna stundar störf í öðrum grein-
um en þeir hafa menntun til.
Gífurleg fjölgun hefur orðið í öllum
framhaldsskólum og margir nýir
settir á stofn. Áætlaður fjöldi
nýstúdenta næstu 5 árin er um
5000. Á háskólastiginu stunda nú
um 5000 manns nám. Verður hægt
að sjá öllum þessum fjölda fyrir
atvinnu við sitt hæfi? Getur at-
vinnulífið, með breyttum atvinnu-
háttum, tekið við öllum þessum
fjölda?
Alþingi samþykkti fyrir þremur
árum þingsályktunartillögu sem fói
m.a. í sér „að láta gera athugun á
vinnuaflsþörf íslenskra atvinnu-
vega í nánustu framtíð með sér-
stöku tilliti til atvinnumöguleika
ungs fólks“. I greinargerð með
tillögum segir m.a.: „Það er keppi-
kefli sérhverrar þjóðar, að sem
flestir geti notið mikillar og góðrar
menntunar, en sú viðleitni getur
verið unnin fyrir gýg eða haft
takmarkaða þýðingu ef menntunin
kemur ekki að þeim notum sem
stofnað er til með löngu og erfiðu
námi, auk þess sem það hlýtur að
valda viðkomandi einstaklingi fjár-
hagslegu tjóni og sársauka að sjá
vonir ekki rætast að námi loknu.
Það er því mikilvægt að jafnvægi
sé milli menntunar annars vegar og
atvinnumöguleika hins vegar á
hverjum tima. Til þess að unnt sé
að gera sér skynsamlega grein fyrir
ástandi þeirra er nauðsynlegt að
jafnan liggi fyrir sem gleggstar
upplýsingar um eftirspurn atvinnu-
veganna eftir starfskröftum". Þrátt
fyrir samþykkt Alþingis hefur ekk-
ert gerst í þessu máli, engar
haldbærar upplýsingar liggja fyrir
um áætlaða vinnuaflsþörf atvinnu-
veganna næstu ár.
I skýrslu Háskólanefndar segir
um kannanir, þar sem reynt er að
meta þörfina á háskólamenntuðum
mönnum og bera hana saman við
væntanlegt framboð þeirra: „Niður-
staða þessara áætlana er því yfir-
leitt sú, að þegar yfir lengri tíma er
litið, hljóti framboð háskólamennt-
aðra manna að verða langt umfram
þarfir. Oft eru síðan þær ályktanir
dregnar, að knýjandi nauðsyn sé á
því að takmarka inngöngu í há-
skóla, eða einstakar deildir þeirra
og koma þannig í veg fyrir offjölg-
un háskólamenntaðra manna.
Reynslan hefur hins vegar leitt í
ljós, að þarfirnar eru miklu sveigj-
anlegri og breytilegri en menn gera
sér í hugarlund og framboð há-
skólamenntaðra manna lagar sig
eftir þeim aðstæðum, sem þróun
þarfanna felur í sér, jafnframt því,
sem hún hefur áhrif á þróun
þarfanna sjálfra. Þau vandkvæði,
sem áætlanirnar spáðu fyrir um,
hafa því yfirleitt ekki reynst raun-
hæfar, néma á takmörkuðum svið-
um og um skamman tíma. Eigi að
síður geta áætlanir af þessu tagi
haft nokkurt raungildi og skipt
máli fyrir einstaka hópa háskóla-
menntaðra manna, einkum þá, sem
þurfa að leggja fyrir sig langt og
sérhæft nám, er stefnir að störfum
á skýrt afmörkuðum sviðum."
Með fundinum er ætlunin að
velta upp öllum hliðum þessa máls,
kynna stúdentum ástand þessarra
mála í dag og kanna með hvaða
hætti stúdentar gætu tekið á þess-
um málum. Menntamálanefnd
Vöku hvetur alla stúdenta til að
mæta og taka þátt í umræðunum.
Fundurinn er öllum áhugamönnum
opinn.
(Fréttatilkynning fró mennta-
málanefnd Vöku, félags lýð-
ræðissinnaðra stúdenta.)
EINSTÆÐ
KAUP
koibhi*
Enn einu sinni getum við boðið fáeina
Plymouth Volaré Premier 4dr árgerð 1979 á
einstæðu verði sem ekki verður hægt að
endurtaka. Bílarnir voru smíðaðir sam-
kvæmt þýskum gæðakröfum, sem kunnar
eru. Af útbúnaði má nefna sjálfskiptingu,
vökvastýri, aflhemla, 318 cu. in 8 cyl. vél,
pluss klædd 60/40 stólasæti, auk Ijósa-
búnað, hitaða afturrúðu, rafmagnsklukku,
gúmmíkant og gúmmípúða á stuðurum,
styrktan undirvagn, deluxe hjólhemla og
m.fl.
Hér er um takmarkaða sendingu að ræða.
Verð aðeins ca. kr. 122.500.-
&%ökull hf.
Ármúla 36 Simi: 84366
f ,tn.
Islands
ferma skipin
sem hér
segir:
AMERIKA
PORTSMOUTH
Hofsjökull
Bakkafoss
Berglind
Goöafoss
NEWYORK
Berglind
Bakkafoss
Ðerglind
HALIFAX
Hofsjökull
Goöafoss
12. mars
16. mars
30. mars
31. mars
9. mars
18. mars
1. apríl
16. mars
3. apríl.
BRETLAND/
MEGINLAND
ROTTERDAM
Álafoss 12. mars
Eyrarfoss 16. mars
Álafoss 23. mars
Eyrarfoss 30. mars
FELIXSTOWE
Álafoss 10. mars
Eyrarfoss 17. mars
Álafoss 24. mars
Eyrarfoss 31. mars
ANTWERPEN
Álafoss 11. mars
Eyrarfoss 18. mars
Álafoss 25. mars
Eyrarfoss 1. apríl
HAMBORG
Álafoss 13. mars
Eyrarfoss 19. mars
Álafoss 26. mars.
Eyrarfoss 2. apríl
WESTON POINT
Urriöafoss 18. mars
Urriöafoss 1. apríl
Urriöafoss 15. apríl
NORÐURLOND/
EYSTRASALT
BERGEN
Dettifoss 9. mars
Dettifoss 23. mars
Dettifoss 6. apríl
KRISTIANSAND
Mánafoss 16. mars
Mánafoss 30. mars
Mánafoss 13. apríl
MOSS
Dettifoss 10. mars
Mánafoss 17. mars
Dettifoss 24. mars
Mánafoss 31. mars
GAUTABORG
Dettifoss 11. mars
Mánafoss 18. mars
Dettifoss 25. mars
Mánafoss 1. apríl
KAUPMANNAHÖFN
Dettifoss 12. mars
Mánafoss 19. mars
Dettifoss 26. mars
Mánafoss 2. apríl
HELSINGBORG
Dettifoss 13. mars
Mánafoss 20. mars
Dettifoss 27. mars
Mánafoss 3. apríl
HELSINKI
Múlafoss 16. mars
Múlafoss 2. aprí)
VALKOM
Múlafoss 17. mars
Múlafoss 3. apríl
RIGA
Ðifröst 9. mars
Múlafoss 19. mars
Múlafoss 5. apríl
GOYNIA
Bifröst 10. mars
Múlafoss 20. mars
Múlafoss 5. apríl
Frá REYKJAVÍK:
á mánudögumtil
AKUREYRAR
ÍSAFJARÐAR
EIMSKIP
NÝTT: FRÁ ÍSAFIRÐI TIL AKUREYRAR OG REYKJAVÍKUR ALLA þRIÐJUDAGA. FRÁ AKUREYRI TIL REYKJAVÍKUR ALLA FIMMTUDAGA.