Morgunblaðið - 06.03.1981, Page 15

Morgunblaðið - 06.03.1981, Page 15
15 Perú: 27 fangar brunnu inni Lima, 5. marz — AP. 27 FANGAR létu lífið í eldsvoða, sem varð eftir að uppreisn var Kerð i fangelsi einu i Perú i dag. Hafði hópur fanga læst klefum sínum ok hellt paraffinoliu á KÓlfið. Eldur kom upp i einum klefanum. sem á örskammri stundu varð eitt eldhaf. með ofangreindum afleiðingum. Auk þeirra 27 fanga sem brunnu inni eru nítján aðrir illa leiknir eftir átök, sem urðu í þessari uppreisnartilraun. í þessu fangelsi er gert ráð fyrir 250 föngum, en þar hafa nær ellefu hundruð fangar verið hafðir í haldi að undanförnu, og urðu átökin í framhaldi af mótmælaaðgerðum vegna óviðunandi aðbúnaðar í stofnuninni. Kemst Mengele senn undir mannahendur? Vín. 5. mars. — AP. SIMON Wiesenthal. sem elt hefur uppi striðsglæpamenn nasista um langan aldur, sagði i dag, að hann væri þess fullviss, að brátt tækist að hafa hendur í hári Josefs Mengeles. Mengele er eftirlýst- ur fyrir stríðsglæpi en hann var læknir í útrýmingarbúð- unum í Aushwitz og notaði fangana sem tilraunadýr. í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Wiesenthal, að hann hefði síðast haft fréttir af Mengele þegar hann flúði frá Uruguay. „Fyrir nokkrum árum fengum við upplýsingar um ferðir hans einu sinni eða tvisvar á ári en nú fáum við fréttir af honum í hverjum mánuði," sagði Wies- enthal. Hann þakkaði þessar auknu upplýsingar einkum því, að mikið fé hefði verið sett til höfuðs Mengele eða um 50.000 dollarar. Simon Wiesenthal, sem er gyðingur, var í útrýmingarbúð- um nasista, fjórum alls, á stríðsárunum en lifði samt af. Veður víða um heim Akureyri 4 snjókoma Amsterdam 3 snjókoma Aþena 16 heiðskírt Berlín 2 skýjað BrUssel 5 skýjað Chicago 3 skýjað Feneyjar 8 þokumóöa Frankfurt 4 skýjað Færeyjar 0 snjókoma Genf 6 heiöskírt Helsinki -5 heiðskírt Jerúsalem 18 heiðskfrt Kaupmannahöfn 0 skýjaö Las Palmas 20 o « ;>í JÉ • 5 Lissabon 16 skýjað London 8 heiðskírt Los Angeles 18 rigning Madrid 15 heiðskírt Malaga 17 heiðskírt Mallorca 15 skýjað Miami 23 skýjað Moskva -1 skýjað New York 5 snjókoma París 7 skýjað Reykjavík 4 skafr. Ríó de Janeiro 39 skýjað Rómaborg 13 heiðskírt Stokkhólmur 1 skýjaö Tel Aviv 25 heiðskirt Tókýó 13 heiðskírt Vínarborg 5 skýjað Vancouver 5 skýjað Hann hét því í fangabúðunum, að ef hann kæmist lífs af skyldi hann helga líf sitt því einu að draga böðla fyrir rétt þar sem þeir yrðu látnir gjalda glæpa- verka sinna. Aðalstöðvar hans eru í Vín í Austurríki þar sem hann hefur komið sér upp miklu skjalasafni um eftirlýsta stríðsglæpamenn. Jarðskjálftar skelfa Grikki Aþenu, 5. mars. — AP. ÖFLUGUR jarðskjálfti varð í Grikklandi í gær og fannst hann víðast hvar um landið. Einn maður lést og um 30 sa‘rðust. 1 dag varð annar skjálfti nokkru minni og jók hann mjög á ótta manna við meiriháttar hamfarir en margir höfðust við úti undir berum himni í nótt. Skjálftinn í gær mældist 6,2 stig á Richter-kvarða en í dag 5,8 stig. Að sögn lögreglunnar hafa nokkur hundruð hús á landsbyggðinni hrunið til grunna og miklu fleiri hafa skemmst mikið. í Aþenu var ekkert skólahald í dag og víða voru verslanir og skrifstofur lok- aðar. Upptök jarðskjálftanna eru í Korintu-flóa, 70 km fyrir vestan Aþenu, þau sömu og skjálftanna 24. febrúar sl. þegar 18 manns fórust og miklar skemmdir urðu á mannvirkjum. Peter Keegan sést hér aka sallarólegur út í Thames-á í London á Ford Escortinum sinum en það gerði hann til að sýna að hann færi ekki með neitt fleipur þegar hann héldi því fram. að LPS I væri efni, sem segði sex. LPS I hindrar ryðmyndun og er auk þess hentugt til að verja vélarhluti fyrir vatni. Escortinn var búinn út með auka sog- og útblástursgrein og Keegan ók honum fram og aftur um Thamesárbotn eins og ekkert væri. AP^imamynd. Árás armenskra hryðjuverkamanna: Airnar Tyrki lést í nótt Simon Wiesenthal Paris, 5. mars. — AP. TILKYNNT var í París í dag, að tyrkneskur sendiráðsmað- ur, sem særðist í gær í árás armenskra hryðjuverka- manna. hefði látist í nótt á Val de Grace-sjúkrahúsinu. Landi hans og starfsbróðir féll í gær í árás Armenanna. Fimm tyrkneskir sendi- menn hafa fallið í Frakklandi fyrir hendi armenskra hryðju- verkamanna síðan þeir síðar- nefndu hófu alþjóðlega hermdarverkaherferð fyrir sex árum, og 17 alls víða um heim. Fátt hefur verið með Tyrkj- um og Frökkum á síðustu árum vegna þess hve armensk- ir hryðjuverkamenn hafa leik- ið lausum hala í Frakklandi en nú þykir víst, að vinskapurinn versni um allan helming. Tyrknesk stjórnvöld kölluðu í dag á sinn fund sendiherra Frakka í Tyrklandi og báru fram mjög harðorð mótmæli við því, sem þau kalla getu- leysi Frakka við að ráða niður- lögum hryðjuverkamannanna. Verðhrun á gullinu London, 5. mars. — AP. MIKIÐ verðhrun varð á gulli í gær og hefur það ekki verið lægra síðan í desember 1979. Dollarinn virtist hins vegar vera á báðum áttum eftir verðfallið síðustu tvo daga. í London var gullverðið í gær skráð á 475 dollara únsan eða 10 dollurum lægra en deginum áður. Lægst komst gullverðið í gærmorgun í New York þar sem únsan fór á 451 dal en það hækkað nokkuð þegar á leið daginn. A óvissum tímum fjárfesta menn gjarna í gulli og hæst komst únsan í 875 döllara í janúar 1980 vegna innrásar Rússa í Afganistan. Meðalverð síðasta árs var 600 dollarar en það hefur fallið eftir því sem dollarinn hefur sótt í sig veðrið. Deilt um vinnslu úrans í Svíþjóð Stokkhólmi. 4. marz, frá Gudfinnu Ragnarsdóttur fréttaritara Mbl. EIGA Sviar að nýta sitt eigið úran? bað er spurning sem rædd er af miklum þunga og hita þessa dagana í Svíþjóð, og sem trúlega á eftir að valda deilum innan sænsku rikisstjórnarinnar i vor. Úran er víða að finna i sænsku bergi og i sambandi við þjóðaratkvæðagreiðsluna um kjarnorkuver i fyrra var úranmálið mikið á dagskrá. Talið er að þau 12 kjarnorkuver. sem ákveðið hefur verið að taka i notkun. muni þurfa um 1400 tonn af úrani árlega. en hingað til hafa Sviar flutt inn allt sitt úran. Námufyrirtækið LKAB hefur nú sótt um að fá að hefja rekstur úrannáma í Pleutajokk í N-Svíþjóð, en þar hafa fundist um sex þúsund tonn af úrani. Áætlað er að árlega megi fá fjögur til fimm hundruð tonn af úrani úr Pleutajokknám- unni. Andstæðingar úranvinnsl- unnar benda á þau gífurlegu lands- spjöll sem hún hefði í för með sér, en úranmagnið er mjög lítið í hverju tonni af jarðvegi. Til þess að fá 450 tonn af úrani þarf að sprengja sex til sjöhundruð þúsund tonn af bergi. Auk þess telja andstæðingar námureksturs- ins að hann hafi í för með sér aukna hættu á lungnakrabba sök- uin geislavirkni úransins, bæði fyrir þá sem vinna í námunum, og þá sem búa í næsta nágrenni, þar sem stór landsvæði munu verða þakin geislavirkum úrgangsmálmi. Umsókn LKAB að fá að hefja námureksturinn hefur nú verið send út til ýmissa félaga og sam- taka til umsagnar og eru skoðanir manna mjög skiptar. Forráðamenn LKAB hafa bent á að með úrannámurekstri í Pleuta- jokk verði Svíþjóð að hluta óháð erlendri úranframleiðslu, en úranið í Pleutajokk mundi sjá sænskum kjarnorkuverum fyrir um þriðjungi þess úranmagns sem þau þurfa á að haida. Auk þess fengju um 200 manns vinnu við námureksturinn, en ástandið í atvinnumálum Norður- Svíþjóðar er vægast sagt alvarlegt. Aðstoðarforstjóri LKAB heldur því einnig fram, að um leið og Svíar ákváðu að byggja kjarnorkuver, hafi þeir einnig ákveðið að nýta úrannámurnar, en þar eru ekki allir á sama máli. Sænsk bæjarfélög hafa í dag rétt á að stoppa námugröft og annað álíka umrót á landi innan sinna marka, en ekki er búist við að viðkomandi sveitarfélag noti sér réttinn að þessu sinni. Ríkisstjórnin mun taka ákvörð- un í vor, og búist er við miklum deilum Hægri flokksins og Mið- flokksins í þessum efnum. Miðflokkurinn hefur frá byrjun verið mjög á móti allri úranvinnslu og landbúnaðarráðherra Svía, Anders Dahlgren, sagði á fundi með umhverfismálaráði nýlega, að úranvinnsla í Pleutajokk kæmi aðeins til greina ef hún yrði rekin með gróða, og ef hægt yrði að leysa mengunarvandamál. Undanfarna mánuði hefur verð á úrani á heimsmarkaði lækkað mjög ört og mjög hefur dregið úr bygg- ingu kjarnorkuvera undanfarin ár, og aðeins verið lokið við um 20% af þeim fjölda sem reiknað var með fyrir nokkrum árum. Þetta hefur haft í för með sér, að ekki er neinn skortur á úrani í bráð, og verðið því stórlækkað. Kílóverðið á úranoxíði er nú um 270 sænskar krónur, en var 1975 um 700 krónur. Talið er að úranmagn jarðarinn- ar, að austurlöndum frátöldum, sé um fimm milljón tonn, og er þá reiknað með því úrani sem vitað er um og áætlað að sé fyrir hendi. Auk þess gera jarðfræðingar ráð fyrir, að sjö til fimmtán milljón tonn af úrani muni koma í ljós á næstu áratugum. Gífurleg leit að úrani hefur farið fram undanfarin ár og mun árlegur kostnaður við úranleitina vera um 2.000 milljónir sænskra króna. Kaffibollinn indæll er — en hvers vegna? New York, 5. mars. — AP. BANDARÍSKIR visindamenn hafa nú fundið út hvers vegna kaffibollinn er svona hressandi og hrindir á burt drunga og dcyfð þegar svefnhöfginn sækir að. Ástæðan er sú, segja þeir, að koffeinið i kaffinu heldur I skefjum róandi efni, sem heilinn framleiðir þegar honum finnst likaminn vera hvíldarþurfi. Koffeinið í kaffi, te, súkkulaði og mörgum koladrykkjum er það örvandi efni, sem mest er notað um heim allan, segir dr. Solomon H. Snyder, sem stjórnaði rann- sóknunum við Læknadeild John Hopkins-háskólans. Við rannsóknirnar kom í ljós, að heilinn framleiðir efni, sem kallast adenosine og dregur úr starfsemi líffæranna þegar þau eru þreytt. Koffeinið hindrar eðlilegan flutning þessa efnis um líkamann og heldur honum þess vegna gangandi oft lengur en góðu hófi gegnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.