Morgunblaðið - 06.03.1981, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981
Edda Kvaran rit-
símaritari - Minning
í dag verður vinur minn Edda
Kvaran kvödd hinstu kveðju. Edda
var ekki nema sextug að aldri, og
þótt hún hafi ekki ætíð verið
heilsuhraust, þá kom dauðans kall
óvænt og fyrirvaralítið.
Edda Kvaran var fædd 21. ágúst
1920. Foreldrar hennar voru Ág-
úst Kvarn leikari og síðar útibús-
stjóri á Akureyri og Soffía Guð-
laugsdóttir leikkona. Edda giftist
6. febrúar 1944 Jóni Þórarinssyni
tónskáldi og áttu þau þrjá syni.
Þeir eru Þórarinn starfsmaður á
Álafossi, Ágúst dómarafulltrúi og
Rafn skrifstofumaður. Þau Jón og
Edda skildu 1959.
Edda stundaði nám í Verzlun-
arskólanum og lengst af starfaði
hún sem ritari hjá símstöðinni í
Reykjavík. En alla tíð stóð hugur
hennar fyrst og fremst til leik-
hússins og leiklistarinnar. Kom
þar fram sá góði jarðvegur sem
hún var sprottin úr. Ágúst faðir
hennar var mjög virkur leikari um
langa hríð og Soffía móðir hennar
er talin ein allra glæsilegasta
leikkona sem þetta land hefur
eignast. Þegar þau Jón og Edda
dvöldu í Bandaríkjunum lagði hún
stund á leiklistarfræði við Yale-
háskólann og eftir heimkomuna
tók hún þátt í sýningum Leikfé-
lags Reykjavíkur og sat í stjórn
félagsins um skeið.
Edda var leiftrandi skemmtileg
heim að sækja og var einstaklega
lagin að hrífa fólk með sér. Gleði
hennar var smitandi og sönn. Ég
átti því láni að fagna á æsku og
unglingsárum að verða heima-
gangur hjá henni í krafti vináttu
okkar Ágústs sonar hennar. Ég
hafði ekki oft komið á hennar
heimili, er við þóttumst eiga hvert
bein hvort í öðru. Hún var fljót-
tekin en jafnframt vinaföst og
trygg.
Ég býst við að Edda hafi átt
marga drauma sem ekki rættust
einsog gengur og hún hafi fengið
óskertan hlut af mótlæti í lífinu.
Samt var hún hvorki beizk eða
bitur og átti reyndar töluvert
afgangs af bjartsýni á lífið og
tilveruna handa öðrum. Ég er því
viss um að fleirum sé farið einsog
mér, að þegar nafn Eddu Kvaran
er nefnt, kallast um leið fram
góðar minningar um rismikla
konu, sem gott var að eiga að vini.
Davíð Oddsson
í dag verður frú Þórdís Edda
Kvaran jarðsett, en hún lést
aðfaranótt laugardagsins 21.
febrúar sl. Edda Kvaran fæddist í
Reykjavík 21. ágúst 1920, þannig
að það eru aðeins 6 mánuðir síðan
hún hélt upp á 60 ára afmæli sitt.
Foreldrar hennar voru þau hjónin
Ágúst Kvaran og Soffía Guðlaugs-
dóttir, svo hún átti ekki langt að
sækja áhuga sinn á leikhúsi. Hún
lagði stund á leiklistarnám, fyrst
hjá móður sinni, síðan hjá Lárusi
Pálssyni og loks í Yale University
Drama Department í Bandaríkj-
unum árin 1945 til 1947. — Hún
var aðeins 16 ára þegar hún lék
sitt fyrsta hlutverk hjá Leikfélagi
Reykjavíkur, en það var Nonny
Lawrence í „Æska og ástir" eftir
C.L. Anthony, sem var frumsýnt
24. apríl 1936, og lék eftir það
mikið með Leikfélaginu, að undan-
skildum námsárunum erlendis.
Hún tók m.a. þátt i leikför Leikfé-
lagsins með „Gullna hliðið" til
Helsingfors sumarið 1948, þó hef-
ur hún leikið minna hin síðari ár.
Þá stundaði hún lengi skrifstofu-
störf fyrir Leikfélagi Reykjavíkur,
Þjóðleikhúsið, Ríkisútvarpið og
Bandalag íslenskra leikfélaga. —
Hún gerðist félagi í Félagi ís-
lenskra leikara 1949 og gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir fé-
lag sitt um tíma, var m.a. gjald-
keri félagsins frá 1956 til 1957 og í
stjórn Leikfélags Reykjavíkur á
sama tíma.
Um leið og við þökkum Eddu
fyrir störf hennar í þágu félags
okkar og ævinlega dyggan stuðn-
ing við það, færum við börnum
hennar og fjölskyldu allri innileg-
ar samúðarkveðjur.
F.h. Félags íslenskra leikara.
Gísli Alfreðsson.
Þegar vinnufélagi fellur frá
mitt í önn dagsins, koma að
sjálfsögðu ýmis leiftur liðinna ára
upp í hugann, leiftur er geyma
minningar um þá persónu, er
menn hafa kynnst og umgengist í
áraraðir.
Edda Kvaran var þannig mann-
eskja sem menn gleyma ekki svo
fljótt. Hún var fædd í Reykjavík
21.8. 1920 og lést að heimili sínu
hér í borg þann 21. febrúar
síðastliðinn. Foreldrar Eddu voru
Soffía Guðlaugsdóttir leikkona og
Ágúst Kvaran. Hún ólst upp í
miðbæ Reykjavíkur, nágrenni
Tjarnarinnar og fylgdist með
borginni vaxa úr bæ og í þá borg
er við þekkjum í dag og minntist
hún oft liðinna æskudaga með
sinni lifandi hógværð og róman-
tíska ívafi.
Edda var alin upp á miklu
menningar- og listunnendaheimili
og þar drakk hún í sig með
móðurmjólkinni þann mikla lista-
og sérílagi leiklistaráhuga er hún
hafði alla tíð. Er fram liðu stundir
giftist Edda Jóni Þórarinssyni
tónskáidi. Þau eignuðust þrjá syni
er nú eru uppkomnir menn. Jón og
Edda slitu samvistum seinna. Á
sínum tíma bjuggu þau Edda og
Jón meðal annars í Bandaríkjun-
um og Austurríki. Minntist Edda
oft þessara liðnu tíma með mikilli
gleði og þá sérstaklega hins mikla
leik- og tónlistarlífs í hinni fögru
borg Vín, og hvarflaði hugur
hennar oft til þeirra tíma.
Edda hóf störf á ritsímanum í
Reykjavík sem ung stúlka og
starfaði þá allnokkur ár. Seinna
hóf hún störf aftur á sama stað og
hafði starfað þar nú er hún lést í
tugi ára. Edda var frábær starfs-
kraftur er mátti ekki vamm sitt
vita í neinu er að starfi hennar
laut, hún var hrein og bein, stór í
lund, en undir sló gott hjartalag
sem menn fundu og mátu. Það fer
ekki hjá því að á vinnustað, sem
menn starfa saman á í áratugi
nær daglega, sé margt skrafað og
skeggrætt um lífsins gátur. Vissu-
lega var oft fjör í þeim umræðum
og kynnast menn því allnáið hver
öðrum og viðhorfum hver annars.
Edda var vissulega oft veitandi á
sinn kímna og græskulausa hátt.
Við vinnufélagarnir á ritsíman-
um í Reykjavík sendum sonum
Eddu okkar innilegustu samúð-
arkveðjur, svo og öðrum aðstand-
endum. Við þökkum góðri konu
samfylgdina og óskum henni Guðs
blessunar í nýjum heimkynnum.
Starfsfólk ritsímans
í Reykjavík.
Guðrún Vilhjálms-
dóttir frá Siglufirði
Fædd 5. mars 1932.
Dáin 9. febrúar 1981.
Mig langar til að minnast með
nokkrum orðum frænku minnar
Guðrúnar Vilhjálmsdóttur, er lést
á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri, þann 9. febrúar sl.
Ekki datt mér í hug, þegar ég
heimsótti hana á Sjúkrahúsið að
kvöldi 1. des. og hún sagði mér, að
hún ætti að gangast undir upp-
skurð eftir nokkra daga og að hún
yrði komin heim fyrir jól, að ég
ætti eftir að sitja við banabeð
hennar rúmum tveimur mánuðum
seinna.
Oft þegar ég heimsótti hana á
kvöldin, rifjuðum við upp gamlar
minningar frá Siglufirði og lifðum
okkur inn í glauminn og gleðina
sem þar ríkti á síldarárunum,
þegar við vorum að alast upp, eða
skíðaferðir fram á fjörð, að kvöldi
til, þegar hjarn var yfir öllu og
tunglskinið fyllti fjörðinn og bjart
var sem á degi.
Eða aðfangadagskvöldin heima
hjá henni, þegar við frændsystkin-
in á báðar hliðar, vorum boðin
þangað heim til að ganga í kring
um jólatréð, sem var svo stórt að
það náði upp í loft í skálanum, allt
ljósum prýtt og skreytt með ís-
lenskum fánum og alla vega litum
kúlum. Vilhjálmur gekk með
okkur í kring um tréð og söng með
okkur jólasálmana og önnur lög
sem tilheyra jólunum, á meðan
Auður hitaði súkkulaði og svo var
sest að veisluborði. Þetta var
yfirleitt hápunktur jólanna.
Mikill samgangur var á milli
heimila okkar og fannst mér
þessar litlu frænkur mínar alltaf
vera mér mjög nátengdar.
Guðrún var fædd á Siglufirði 5.
mars 1932, dóttir hjónanna Auðar
Sigurgeirsdóttur og Vilhjálms
Hjartarsonar, útgerðarmanns.
Rúna, eins og hún var kölluð af
frændfólki sínu, ólst upp hjá
foreldrum sínum ásamt þrem
systrum, á storu og fallegu heim-
ili, þar sem háttprýði og reglusemi
voru í hávegum höfð.
Sem barn var Rúna sérlega
kátur og fjörugur krakki, sem
erfitt var að hemja, ekki síður en
ljósu lokkana á höfði hennar.
En um sex ára aldur verður hún
fyrir þeirri sáru reynslu að veikj-
ast og mörg sín bernsku- og
æskuár verður hún að láta sér
nægja að horfa á jafnaldra sína
leika sér, en sjálf að sitja hjá. Þó
gerðu foreldrar hennar allt sem í
þeirra valdi stóð, til að leita henni
lækningar. En þrátt fyrir að hún
næði aftur heilsu, voru örin eftir á
bæði á sál og líkama.
Þrátt fyrir þetta tók hún gagn-
fræðapróf og fór síðan í Hús-
mæðraskólann að Laugalandi og
ber handavinna hennar þaðan
fagurt vitni um listræna hæfileika
hennar og framúrskarandi vand-
virkni við allt sem hún snerti á.
Um tvítugt fer Rúna til Reykja-
víkur og vinnur í nokkur ár í
Bókaverslun Isafoldar.
í Reykjavík kynnist hún eftirlif-
andi manni sínum, Sigurpáli
Óskarssyni, sem þá var við guð-
fræðinám í Háskólanum. Giftu
þau sig árið 1959 og fluttu til
Bíldudals, þar sem hann verður
prestur. Eftir nokkurra ára dvöl
þar flytjast þau til Hofsóss og
hafa búið þar síðan.
Það var mikil ánægja fyrir
foreldra hennar að fá þau svona í
nábýli við sig, þar sem þau voru
farin að eldast og dæturnar farnar
að heiman.
Þau Sigurpáll eignuðust þrjá
syni, Vilhjálm, sem er giftur og á
eitt barn og Baldvin og Hjört, sem
á viðkvæmum aldri verða fyrir því
að missa móður sína.
Rúna skapaði manni sínum og
sonum fallegt heimili, þar sem
myndarskapurinn og reglusemi
fóru saman. Ekki vantaði heldur
kökur í kassana ef mann bar að
garði, var þá slegið upp veislu-
borði og voru húsbændur reglu-
lega skemmtilegir heim að sækja.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég frænku mína og þakka
henni fyrir allar þær stundir sem
við höfum átt saman frá bernsku
til fullorðinsára. Megi góður Guð
styrkja eiginmanninn, synina,
systur hennar og aldraða foreldra
og minningin um hana lýsa sem
ljós í myrkrinu.
Helga Torfadóttir
Hjónaminning:
Arnbjörg Stefánsdótt
ir og Jón Hafliðason
Arnbjörg
Fædd 29.12.1895.
Dáin 22.2. 1981.
Jón
Fæddur 8.3. 1891.
Dáinn 24.1.1981.
I dag er til moldar borin Arn-
björg Stefánsdóttir. Það er
skammt stórra högga á milli, það
liðu aðeins 28 dagar á milli
andláts þeirra hjóna, Arnbjargar
og Jóns Hafliðasonar.
Trúin var þeirra vegvísir í
gegnum lífið og ástin sem felst í
trúnni, að við eigum að elska
„alla“ eins og trúin boðar okkur.
Aldrei minnist ég þess í gegn um
öll árin að þau hafi hallmælt
nokkurri persónu hvernig sem hún
var af Guði gerð, þau sáu alltaf
eitthvað gott í hverri mannveru.
Arnbjörg var sterk !:ona vegna
þess að hún var sterk í trúnni.
Hún þurfti að sjá á bak tveimur
sonum sínum, fyrst Eyþóri, síðan
Óla Þór — trúin hjálpaði henni í
gegn um það.
Það hefur alla tíð verið íslensku
þjóðinni í blóð borin gestrisni ef
gest bar að garði. Gömlu hjónin
áttu þessa gestrisni til í miklu
ríkari mæli en flestir aðrir, ekki
aðeins kaffi og kökur eins og
tíðkast hjá svo mörgum, heldur
aftur á móti óvenju mikla hjarta-
hlýju í garð annarra og velvilja.
Það hefur verið einstaklega
giftusamt fyrir mig og mína
fjölskyldu að hafa verið þeirrar
gæfu aðnjótandi að hafa kynnst
þeim og getað notið þeirrar
ánægju að geta sótt þau heim.
Éggleymi aldrei hversu fróðlegt
og skemmtilegt var að ræða við
Jón. Seglbátar gamla tímans og
gömlu árabátarnir var Jóni ætíð
ánægjulegt umræðuefni, því Jón
hafði kornungur verið í sjóróðrum
á árabát.
Gömlu dagarnir í heild voru
honum kærkomið umræðuefni
eins og aldinna karla er vísa. Þess
vegna var mér, unga Reykvíkingn-
um, sem þyrsti í að heyra allt það
gamla um Reykjavík, kærkomið
að hlusta á hann tala um „Gömlu
Reykjavíkina“ og lýsingar hans á
mönnum og málefnum var unun
að hlusta á, því hann bókstaflega
þekkti alla og gat ættfært þá,
einnig hvaða ættir höfðu tengst
blóðböndum en hann sagði frá
hlutunum á sinn góðmannlega
hátt, glettinn og gáskafullur.
Gömlu hjónin voru óvenju
giæsileg hjón, allir vita að það er
gnótt glæsilegra hjóna hér á landi
en fyrir utan ytri glæsileik gömlu
hjónanna var innri glæsileikinn
mikilfenglegur — innri hlýjan er
yljaði ölium um hjartaræturnar.
Ég hefði aldrei trúað því að
óreyndu að fólk fram á háan aldur
gæti verið eins og nýtrúlofað fram
að dánarbeði. Nú hef ég sannreynt
það. Slíka sambúð hef ég ekki séð
hjá neinum þeim hjónum er ég
þekki sem komin voru á þennan
aldur. Þetta er svo einstætt dæmi
í mínum augum að ég tel þau vera
stórkostlegustu hjón er ég hef
kynnst um dagana.
Kynni mín og gömlu hjónanna
hófust með þeim hætti að bræð-
urnir ÓIi Þór og Gunnar, synir
Arnbjargar, voru nánir vinir mín-
ir, Óli Þór er látinn fyrir tæpum
tveimur árum. Þannig þróuðust
þessi kynni á þann hátt að ég fór
að heimsækja þau án þess að þeir
væru með í förinni vegna þess að
ég hreifst af gömlu hjónunum,
síðan slóst konan mín í hópinn og
börnin.
Synirnir voru reyndar fleiri:
Eyþór, sem er látinn fyrir nokkuð
mörgum árum, og Örn og eru þeir
allir synir Arnbjargar frá hennar
fyrra hjónabandi.
Einstakt er einnig að vita
hversu mikla hlýju Jón sýndi
sínum stjúpsonum því það er ekki
alltént slíkt með stjúpbörn al-
mennt, ekki að minnsta kosti eins
og hjá Jóni.
Jón átti börn frá sínu fyrra
hjónabandi, en hann missti konu
sína fyrir 41 ári. Börn hans eru
Kristín og Hafliði og tveir drengir
er dóu kornungir. Eg efa ekki að
Kristín og Hafliði hafa sýnt Arn-
björgu mikla hlýju því ég er viss
um að þau hafa erft hugarfar
föður síns.
Títt var að fólk nefndi Jón „Jón
í Völundi" því í hugum fólks var
Jón og Völundur „eitt“.
í hugum fólks voru þau Jón og
Arnbjörg „eitt“.
Óli Þór hafði rétt fyrir sér þegar
hann sagði oft er við ræddum um
þessi heiðurshjón: „Hvort þeirra
sem deyr á undan, mun trúlega
verða skammt á milli þeirra, slík
er ást þeirra."
Ég og fjölskylda mín vottum
ættingjum og venslamönnum
okkar dýpstu samúð.
Jón Kúnar Oddgeirsson