Morgunblaðið - 06.03.1981, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981
23
vera bæði góður nemandi í krefj-
andi námi og vera góð móðir.
Birna útskrifaðist frá MR 1976
með góðum árangri, sem er erfitt,
þegar gæta þarf lítils barns sam-
hliða náminu. En Birna átti góða
að. Ömmur barnsins hennar
hjálpuðu henni mikið.
Eftir stúdentspróf réðst Birna
sem kennari að Laugalandi í
Holtum, Rangárvallasýslu og
dvaldist þar þrjá vetur og leysti
það starf vel af hendi. Hún talaði
oft um hve mikil lífsreynsla það
hefði verið fyrir sig, borgarbarnið,
að kynnast sveitalífinu, náttúr-
unni og heilbrigðum hugsunar-
hætti fólksins er sveitirnar
byggðu. Birnu leið mjög vel fyrir
austan og einnig fannst henni
sveitalífið hafa góð áhrif á Tinnu
litlu, sem henni var svo annt um.
Einir aðalkostir Birnu voru
fórnfýsi hennar, óeigingirni og
hjálpsemi, ef henni fannst fólk
eiga bágt. Man ég sérstaklega eftir
einu tilviki, er Birna kom í bæinn
og var þá að safna fötum fyrir
fólk, er var hjálparþurfi. En Birna
ákvað að koma aftur í bæinn og
mennta sig meira til að tryggja
framtíð sína og barnsins og settist
í Kennaraháskóla íslands haustið
1979.
Birna var fædd 4.8. ’56, dóttir
Ólafar Pálsdóttur og Bjarna K.
Bjarnasonar borgardómara. Á
þessari stundu er mér efst í huga
að þakka henni góða og trausta
vináttu, sem mér finnst ég hafa
lært svo mikið af.
Megi góður Guð styrkja Tinnu
litlu, foreldra hennar, systkini og
aðra aðstandendur.
Margrét Kaldalóns Jónsdóttir
í dag er til moldar borin Birna
Kristín Bjarnadóttir. Hún var,
þótt ung væri, sérstæð persóna,
áræðin, sjálfstæð, og sinni sann-
færingu trú. Hún hafði sérstakan
hæfileika til að umgangast fólk.
Allir þeir sem að einhverju leyti
máttu sín minna í lífinu áttu í
henni öruggan málsvara.
Við skiljum ekki ráðstafanir
Guðs. Ég get aðeins sagt, — Guð
blessi og styrki barnið hennar,
foreldra og aðra sem henni þótti
vænt um. —
Við vinir hennar munum minn-
ast hennar með virðingu og þökk.
— Vertu Guði falin að eilífu. —
Nafna
Birna er dáin. Þessi setning
hefur hljómað í huga mínum aftur
og aftur. Birna, sem alltaf var svo
hress, skemmtileg og hrókur alls
fagnaðar. Það er erfitt að sætta
sig við þegar ungt fólk deyr svo
snögglega í blóma lífsins.
Mig langar til að minnast þess-
arar lífsglöðu frænku minnar með
nokkrum orðum. Við áttum góðar
minningar úr sveitinni, hjá ömmu
og afa á Búrfelli, og rifjuðum oft
upp skemmtilega daga, þegar leið-
ir okkar lágu saman á ný í
Kennaraháskólanum.
Birnu var margt til lista lagt.
Hún var dugnaðarforkur við allt
sem hún tók sér fyrir hendur,
hugmyndarík, sjálfstæð og fór oft
sínar eigin leiðir. Hún hafði mik-
inn áhuga á ýmsu, m.a. myndlist,
leiklist, bókmenntum og stærð-
fræði. Sérstaklega hafði hún gam-
an af að ræða um kvikmyndun og
allt sem henni viðkom. Birna var
mikið í sundi og körfubolta sem
stelpa og hafði alltaf áhuga á
íþróttum.
Þó ung væri hafði hún komið
miklu í verk, bæði í handavinnu og
ýmsu öðru, enda rösk og atorku-
söm.
Eftir stúdentspróf kenndi Birna
að Laugalandi í Holtum í 3 vetur
og fór síðan í Kennaraháskólann.
Er ég viss um að hún hefði orðið
góður kennari, áhugasöm, þolin-
móð, nærgætin og vildi gera öllum
gott. Birnu leið vel fyrir austan og
þótti vænt um börnin og ungl-
ingana sem hún kenndi þar og var
góður vinur þeirra. Þó að hún væri
hætt að kenna, var hugurinn
alltaf þar.
Birna var félagslynd og tók
virkan þátt í félagslífi hvar sem
hún var.
Birna lætur eftir sig dótturina
Tinnu Laufeyju, sem er nýorðin
sex ára, og var ekki til innilegra
samband milli móður og dóttur.
Birna hafði mikinn áhuga á að
fræða Tinnu sem best um alla
hluti og lífið sjálft og er ég viss
um að Tinna býr að umhyggju og
ástúð mömmu sinnar alla tíð.
Að lokum bið ég Guð að styrkja
fjölskyldu og vini. Góðar minn-
ingar um Birnu munu lifa.
Ýr
Elskuleg frænka er látin.
Hvernig má það vera, svo ung og
lífsglöð, með óteljandi framtíðar-
áform?
Birna Kristín var fædd þ. 4.
ágúst 1956 og ólst upp hjá foreldr-
um sínum, þeim Ólöfu Pálsdóttur
og Bjarna K. Bjarnasyni, við
mikið ástríki og kærleika.
Mörg sumur dvaldi hún hjá
ömmu og afa á Búrfelli. Þar lærði
hún öll algengustu verk sem til
falla í sveitinni, hvort heldur var
úti eða inni. Enginn var viljugri
né kraftmeiri en Birna Kristín,
alltaf svo fljót til og rösk. Hún
vildi Ijúka því af sem gera þurfti,
svo frekar væri þá tími til að fara
i leiki, en í öllum leikjum var hún
hugmyndarík og skemmtileg. Á
Búrfelli lærði hún að umgangast
dýrin og náttúruna, enda var hún
alla tíð mikið náttúrubarn.
Vorið 1976 lauk Birna Kristín
stúdentsprófi með góðum vitnis-
burði, réði sig svo um haustið til
kennslustarfa austur að Lauga-
landi í Holtum. Þar kenndi hún
næstu þrjá vetur og fórst það vel
úr hendi, átti mjög gott með að
umgangast og leiðbeina börnum.
Fólkinu í sveitinni samlagaðist
hún einnig sérlega vel, tók mikinn
þátt í félagslífinu og eignaðist
marga góða vini.
Haustið 1979 settist Birna
Kristín svo í Kennaraháskóla ís-
lands. Hún var þá búin að finna að
kennarastarfið féll henni vel og
vildi því afla sér fyllstu menntun-
ar og réttinda til þeirra starfa.
Mikinn sólargeisla skilur Birna
Kristín eftir sig, er það dóttirin
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, sem
er fædd 1975. Sérlega skýrt og
efnilegt barn. Milli þeirra
mæðgna voru mjög sterk bönd.
Fáa hef ég þekkt sem gáfu sér eins
mikinn tíma til að hlusta og tala
við barn sitt og Birnu Kristínu, er
því sár harmur kveðinn að Tinnu
litlu. En hún á góða að, sem verða
hennar styrkur og stoð.
Eitt var það er einkenndi Birnu
Kristínu öðru fremur, en það var
sérstök hjáipsemi og greiðvikni,
hún vildi og gerði öllum gott. Hún
var mjög listræn, hafði gaman af
að mála og teikna og hefði vafa-
laust náð langt á þeirri braut.
Nú kveðjum við vinir og skyldu-
lið góða stúlku hinstu kveðju langt
um aldur fram, en geymum í huga
og hjarta Ijúfar minningar allt frá
fyrstu kynnum. Við biðjum góðan
Guð að blessa og styrkja fjölskyld-
una á Einimelnum og aðra vanda-
menn. Blessun fylgi henni.
Ragnheiður Pálsdóttir
Okkur langar í nokkrum orðum
að minnast Birnu Bjarnadóttur.
Hún var ákaflega litrikur per-
sónuleiki og fór ekki framhjá
neinum sem hana umgekkst. Hún
var ekki vön að sitja við orðin tóm
heldur framkvæmdi það sem hún
ætlaði sér. Hún var dugleg í
félagslífi og tók sér margt fyrir
hendur og jafnvel svo að erfitt var
að fylgjast með öllu því sem hún
ætlaði sér að gera og gerði. Gott
dæmi um framtakssemi hennar
var þegar hún heyrði í vetur
fjallað um efni í útvarpinu sem
hún var algjörlega ósammála og
hafði gert ritgerð um. Þá lét hún
sér ekki nægja neinar eldhúsum-
ræður um málið heldur fór í
útvarpið og færði góð rök á móti.
Þannig var öll hennar fram-
koma og allt hennar líf. Hún var
mjög áhugasöm um allt sem hún
tók sér fyrir hendur og hafði
mikinn áhuga á því starfi sem hún
hafði valið sér, þ.e.a.s. kenn'ara-
starfinu. Hún hafði kennt áður en
hún kom hingað og hafði mjög
ákveðnar hugmyndir um kennslu.
Hún var annar tveggja fulltrúa
okkar í Kennarasambandi íslands
og sat stofnþing þess auk þess sem
hún tók virkan þátt í félagslífi
innan skólans.
Við höfum misst góðan félaga
sem við munum minnast. Líf
Birnu sýndi okkur að það að lifa er
meira en það eitt að vera til.
Við vottum Tinnu dóttur hennar
og öðrum aðstandendum innileg-
ustu samúð okkar.
Skólafélagar í
Kennaraháskóla íslands.
Því verður ekki lýst, þegar inn í
skóla berast þær harmafregnir að
einn af þeim sem deginum áður
gekk til starfa í hópi félaga sinna
hafi látist. Nemendahópurinn,
sem áður sat og vann verkefni
dagsins er skyndilega rofinn og
samband leiðbeinanda og nem-
anda, sem mótast hafði í umræð-
um um viðfangsefni lífs og starfs
er fyrirvaralaust slitið. Samband
kennara og nemenda er oft undur-
samlegur vefur ofinn úr sameigin-
legri reynslu, jákvæðu samstarfi
og góðum vilja og er það líklega
miklu oftar en margur hyggur.
Birna Kristín var nemandi í
Kennaraháskólanum í tæp tvö ár.
Hún kom í skólann með meiri
reynslu en algengt er og hafði þá
starfað við skóla að Laugalandi í
Holtum í þrjú ár. Hún vissi vel að
hverju hún gekk með námi sínu
hér og áhugi hennar fyrir marg-
slungnu hlutverki kennarans var
ódrepandi. Við kennararnir fórum
ekki varhluta af því og við minn-
umst samræðna og skoðanaskipta,
sem ýttu duglega við okkur sjálf-
um og fengu okkur til að leiða
hugann að nýjum umhugsunar-
efnum og athuga önnur betur.
Fyrir þetta erum við nú þakklát.
Skólinn þakkar Birnu mikið og
gott starf að stjórnunar- og skipu-
lagsmálum innan skólans, en hún
var fulltrúi nemenda í skólaráði
um skeið og sl. vor sat hún með
okkur, þegar aðrir voru komnir út
í sumarið við að undirbúa starfið á
næsta skólaári. Það var á einum
nefndafundinum þá, að hún sagði
okkur frá kennaraþingi, sem hún
hafði setið fyrir hönd nemenda
KHÍ. Áhyggjur hennar beindust
að því, hvað kennarasamtökin,
sem héldu þetta þing virtust vita
lítið um það sem er að þróast og
mótast í KHÍ og vildi hún heldur
betur taka til hendinni og bæta úr
því.
Við höfum margs að minnast
frá samstarfinu við Birnu er seint
mun gleymast. Blessuð sé minning
hennar.
Dóttur Birnu, Tinnu, foreldrum,
systkinum og öðrum vandamönn-
um votta ég dýpstu samúð.
Stefán Bergmann
Það er þungbært að standa
andspænis því að þurfa að kveðja
einn úr hópnum. Við, sem erum
svo ung og hraust og hugsum til
framtíðarinnar með áratuga áætl-
anir í huga — eða látum hverjum
degi nægja sína þjáningu, allt
eftir því hvernig liggur á okkur í
það og það skiptið. Tíminn er jú
nægur, eða hvað? Skyndilega þarf
að horfast í augu við þá staðreynd
að sumum okkar hefur verið
úthlutað skemmri tima en öðrum.
Við kveðjum í dag Birnu Krist-
ínu Bjarnadóttur, vinkonu og
skólasystur, sem kunni að nota
timann sinn.
Gömul þjóðsaga segir frá konu
nokkurri, sem gerði álfkonu
greiða, eins og titt er í íslenzkum
þjóðsögum. Hlaut hún að launum
eina ósk til handa barni því er hún
bar þá undir beltisstað. Konan
óskaði þess að barnið mætti öðlast
vinnugleði.
Þetta virtist lötum skólakrökk-
um vera heldur undarleg ósk þó að
sögunni fylgdi að konunni hefði
orðið að henni og barnið orðið
mikil gæfumanneskja.
En lífið er vinna og sjaldan
næst árangur ef ekkert er lagt á
vogarskálarnar. Þetta verður
sumum ljóst eftir dúk og disk og ef
til vill bitra reynslu, en er öðrum í
blóð borið.
Ef einhver átti heima meðal
þeirra síðasttöldu, þá var það
Birna.
Hún var með eindæmum virk og
skapandi manneskja, lifði lífinu
lifandi og hafði hæfileika á mörg-
um sviðum. Hún var sterkur
persónuleiki og lét til sín taka
hvar sem hún kom.
Aðrir munu eflaust verða til
þess að rekja æviágrip Birnu, af
nógu er að taka þó að árin yrðu
ekki fleiri.
En það var hún, sem strax fyrir
fermingu var farin að hanna og
sníða sín eigin föt. Það var hún,
sem skipulagði alls konar furðu-
ferðir og uppátæki, sem sum hver,
eftir á að hyggja, eru meðal
skemmtilegustu æskuminninga
þeirra sem þátt tóku í þeim.
Það var Birna sem var „fjall-
drottning" þeirra fyrir austan og
orti síðan drepfyndnar vísur um
alla kallana þegar af fjalli var
komið. En að loknu stúdentsprófi
var hún þrjú ár við kennslu að
Laugalandi í Holturn, við góðan
orðstír eins og við var að búast.
Þegar vini úr Reykjavík bar að
garði þar eystra, en Birna var
höfðingi heim að sækja, var hún
ýmist að koma frá því að þjálfa
félaga ungmennafélagsins í körfu-
bolta, setja upp leikrit í félags-
heimilinu, eða eitthvað allt annað,
sem fáum öðrum hefði til hugar
komið. Því ímyndunaraflið var
óþrjótandi og Birna ómissandi
þegar eitthvað stóð til.
Birna fór ekki alltaf troðnar
slóðir, frekar en aðrir, sem for-
sjónin hefur gefið góða greind og
sterkan vilja.
Hún hratt hugmyndum sinum í
framkvæmd og lifði samkvæmt
eigin sannfæringu, óháð skoðun-
um annarra. Þetta var óaðskiljan-
legur hluti persónuleika Birnu og
eitt af því sem gerði hana svo
sérstaka. Hún var hugrökk og
þorði oft þegar aðrir þögðu. Smá-
munasemi átti hún ekki til.
Við kveðjum æskuvinkonu
okkar með söknuði. Bestu minn-
ingarnar og heilsteyptustu mynd-
ina af góðri stúlku geymum við í
hjörtum okkar um ókomin ár.
Við vottum Tinnu litlu, dóttur
Birnu, og fjölskyldu hennar allri
okkar dýpstu samúð.
Vinir og skólasystkin úr MR
+
Eiginmaöur minn
OLAFUR EGGERTSSON,
Kvíum í Þverárhlíö.
veröur jarösunginn frá Norötungukirkju, laugardaginn 7. marz kl.
14.00.
Ferð veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 10 árdegis.
Sigriður Jónsdóttir.
f
Þökkum innilega samúö og vináttu viö andlát og útför
SIGURLÍNU EBENEZERSDÓTTUR
Tómasarhaga 41.
Ingibjörg Ebba Magnúsdóttir,
Ragnhildur J. Magnúsdóttir, Kristján Kristjánsson,
Helga Magnúsdóttir, Siguröur Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu við andlát og
jaröarför systur okkar
KRISTÍNAR YNGVARSDÓTTUR.
Ólöf Yngvarsdóttir,
Árni Yngvarsson,
og systkinabörn.
+
Viö þökkum öllum nœr og fjær fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö
fráfall og jaröarför systur okkar
ÖNNU SIGRÍDAR EINARSDÓTTUR,
Kleppsvegi 120.
Sérstakar þakkir tll sambýlisfólks hennar fyrir hlýhug og viröingu
viö hina látnu.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna
Jónína Einarsdóttir, Margrát Einarsdóttir,
Guöbjörg Einarsdóttir, Hrefna Einarsdóttir.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför
eiginkonu minnar, móöur okkar og tengdamóöur,
LOFÍSU ELÍFASDÓTTUR.
Einar Helgason,
Ólafur Jón Einarsson, Hildur S. Hilmarsdóttir,
Finnbogi Finnbogason, Friögeröur Danielsdóttir,
Elín Rósa Finnbogadóttir, Kristján Guömundsson.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.