Morgunblaðið - 06.03.1981, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 06.03.1981, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981 29 Skrefatalráng Guðjón B. Baldvinsson skrifar: „Við athugum ekki alltaf hvað næsta skref þýðir, þegar við stígum það. Þess vegna felur augnablikið oft í sér ærinn sársauka, bitra reynslu seinni tíma. Og það er ekki alltaf auðvelt að læra af reynslunni, en oftast mjög gagnlegt að reyna það. Við teljum ekki alltaf skrefin okkar, sem betur fer. Við eigum öll þann eiginleika að vilja gefa, vilja þjóna, vilja færa öðrum gleði. Vissu- lega er stundum djúpt á þessari eigind, og hún vill stundum hverfa bakvið eða undir eigingjarna hvöt, sem leynist í undirdjúpunum, og á oft greiða leið upp á yfirborðið. Þetta eru almenn orð um skref okkar á lífsleiðinni, sem vitanlega verða mismörg, mislöng og misjafn- lega affarasæl. Þegar stigin eru skref á leið löggjafans og stjórnvalda, þá er raunar þörf sömu aðgæslu hvar stigið er niður og þegar gengið er á nýrunnu hrauni eða um óþekkt hverasvæði. Ekki kannski vegna þess að brenna eigin fætur, heldur og stundum vegna þess að hætta er á að stíga ofan á tærnar á náunga sínum. Ef við eygjum slíka hættu ber okkur að vara við því „og ekki veldur sá er varar, þó að verr fari“. Stjórnvöld hyggja á skrefatalningu Auðvitað hafa stjórnvöld starað á verðbólguskrefin án þess þó að geta stöðvað þau. En það er nú einkum hugað að skrefatalningu, sem vænt- anleg er hjá Landssímanum. Fögur orð eru notuð um réttlæti í því sambandi. Jafnrétti milli landshluta skal það heita. En hver er vandinn við þessa framkvæmd? Efnahagslegt réttlæti verður kannski seintekið. Það er t.d. ekki upplýst hver raunverulega lagði fram fé til að koma upp símakerfi um landið. Fjárfesting síðari ára er ekki heldur opinberlega skrásett á þann veg að við vitum hvaðan peningarnir komu, aðeins ákveðinn grunur fólks á þéttbýlissvæðunum að frá því hafi peningarnir fengist, sem liggja í fjárfestingu símans á dreifbýlissvæðunum. Við teljum það auðvitað ekki eftir fremur en annað, ef það ætti svo ekki að hefna sín á þeim þegnum þessara svæða, sem minnst mega sín, og jafnvel haft við orð að þetta séu óhjákvæmileg skref, til þess að unnt reynist að ná til þeirra stofnana, sem mest notin hafa af símkerfinu. Er ætlunin að milli- færa skrefagjaldið? Það sem öllum mun svíða sárast er skert aðstaða eldra fólks og öryrkja til þess að ná sambandi við umheim sinn. í því sambandi er rétt að vekja athygli á tvennu. Hið fyrra er hversu erfiðlega gengur oft að ná sambandi við opinberar stofnanir, þ.e.a.s þá einstaklinga, sem þar fá sitt lifibrauð af þeim starfa á staðnum, sem flestir þurfa að leita til. Hvernig á að ná réttlæti vegna þeirra skrefa, sem talin eru meðan verið er að bíða eftir viðkomanda, leita að honum eða þeim, eða bíða eftir að lokið sé við þá símtölum. Hver á að greiða þessi skref? Er kannski ætlunin að millifæra skrefagjaldið á þann, sem ekki er við á auglýstum tíma? Hitt atriðið er, ef notkun símans á vissum timum fer fram úr því marki, sem kerfið leyfir fjölda símtala á sama tima. Hvað er þá til ráða? F.S.P.H. skrifar: „Kæri Velvakandi! Við sitjum saman fáeinir borgar- ar yfir kaffibollum og ræðum símamálið svonefnda og þá skugga- legu stefnu sem það virðist vera að taka. Vafalaust fara umræður af þessu tagi fram í hverju húsi, en það er bara ekki nóg að tala um þessi mál heima, við verðum að fá þau rædd ítarlegar á opinberum vettvangi, af þeim sem hafa með þau að gera og einnig hinum, sem eru á móti þeirri breytingu sem í ráði er að koma á. Þetta á ekki að vera einkamál neinnar einokun- arstofnunar. Við sem komin erum á efri ár, eigum ekki að láta bjóða okkur það orðalaust að milljóna- fyrirtækjum sér rutt í framkvæmd, hvað sem það kostar — við eigum að láta til okkar taka. Fjöldinn er á móti þessari skrefatalningu. Von- andi mótmælir almenningur þessu harðlega. Merjíurinn málsins Við förum fram á betri stjórn simamála og helst samkeppni. Kannski við verðum að fara í mótmælagöngu, eins og nú er í tísku, en til þess að svo geti orðið þarf að hitta á gott veður, því að mörg okkar geta ekki farið út í hvaða veður sem er, heilsunnar vegna, og það er mergurinn máls- ins, við verðum að hafa símann. Þetta er enginn lúxus lengur eins og í okkar ungdæmi. Kannski eiga þessir herrar eftir að verða gamlir og einir. Þá munu þeir skilja þetta betur. Við skorum á núverandi stjórn símamála að láta ekki fyrir- hugaða skrefatalningu koma til framkvæmda og nota heldur þessar óheyrilega háu upphæðir til þess að hjálpa öldruðu og sjúku fólki. Með þökk fyrir birtinguna." (GretðSVu^- Látum til okkar taka í símamálinu LITASJÖNVÖRP 22” — 26” Sænsk hönnun^ Sænsk ending ★ Bestu kaupin! ★ HLJÓMTÆKJADEILD kSxkarnabær LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999 Utsolustaöir Karnabær Laugavegi 66 —- Karnabær Glæsibæ — Fataval KeflaviK Portið AKranesi — Eplið Isafiröi — Alfhóll Siglufiröi — Cesar AKureyri — Hornabær Hornafirði—MM h f Selfossi qq —Eyiabær Vestmannaeyjum Bó£'<*X*h Hvar var rauði dregillinn? Guðrún Á. Símonar skrifar: „Ég get ekki orða bundist, þess vegna tek ég mér penna í hönd. Forsetinn okkar, frú Vigdís, kom, sá og sigraði í Danmörku. Hún stóð sig stórkostlega, var yfirveguð og róleg, hnyttin í svörum og hefur ríka kímnigáfu, fallega framkomu, ég tala nú ekki um það, að geta talað mörg tungumál. Frú Vigdís var eins og tízku- dama í klæðnaði, auglýsti vel okkar tízku, ég segi okkar tízku, við getum ekki klætt okkur öllum þeim tízkufyrirbrigðum úti í heimi, vegna okkar dyntóttu veðráttu. Eftir alla þessa frægðarför forsetans, hvað skeður, þegar heim er komið? Forsetans bíða aðeins nokkrir háalvarlegir embættismenn, sem voru svo teinréttir, að þeir virtust ekki hafa nein liðamót. Ljósmyndara og fréttamenn var hægt að telja á fingrum annarr- ar handar. Hvar var rauði dregillinn, er hanii bara fyrir erlenda þjóð- höfðingja, ekki gat hann verið í hreinsun af ofnotkun? Að síðustu, hvar var allt fólkið, sem studdi frú Vigdísi? Það er ekki nóg að styðja fólk í embætti, það verður að fylgja því eftir. Stuðningsmenn forseta Islands hefðu átt að mæta fylktu liði og hrópa mörg húrrahróp og færa henni stóran blómvönd. Ég er viss um að það hefði glatt forsetann okkar." Ga"ialt VVlrY" Bókamarkadurínn SÝNINGAHÖLLINNI ÁRTÚNSHÖFÐA S3? SlGtA V/GGÁ £ A/lveRau EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al (iLYSlNGA- SÍMINN ER: 22480 WYt/)uWA« \ Vtf' Wfl W/W« fflllA’ST'l . vm 'At&nj ámoi f<wum NV Vfifj 4P KvZ.4 \WW \ vóritf/ MWtflWWWl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.