Morgunblaðið - 08.03.1981, Page 15

Morgunblaðið - 08.03.1981, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1981 15 Drake- leiðangurinn 1. grein Eftir Úlfar Daníelsson Á úlföldum í fótspor Rudolfs gamla Operation Drake er íarin á vegum breska vísinda- og landkönnunarfélagsins. Ferðin er farin í minn- ingu þess að 400 ár eru liðin frá því að Francis Drake fór í kringum hnöttinn. 22. október 1978 lagði seglskipið Eye of the Wind af stað í kringum hnöttinn í leiðangur sem nefndist Operation Drake. Eye of the Wind er 150 tonna briggskip. Ferðin í heild tekur tvö ár og var skipt niður í 10 áfanga. Leiðangurinn leyfir yfir 200 sérstaklega völdum ungmennum (Young Explores) frá um 28 löndum að taka þátt í dagsskrá leiðangursins. sem saman stendur af margskonar vísindaverkefnum.hjálpar- starfi og litlum leiðöngrum. Frá íslandi tóku þátt í leiðangrinum Guðjón Arngrímsson (Reykjavík), Hrafnhildur Sigurðardóttir (Garðabæ), Börkur Arn- viðarson (Húsavík), Bjargey Ingólfsdóttir (Akur- eyri), ásamt mér frá Vestmannaeyjum. Kenya Ég tók þátt í leiðangrinum í Kenya, þar sem ég átti að vera skipstjóri á um 15 tonna bát á Lake Turkana vatni. Skömmu eftir komu mína til Kenya 25. júlí var mér boðin ný staða en það var að vera vaktarformaður, „watch leader", á Eye of the Wind. Höfuðstöðvar Operation Drake í Kenya voru í breskum æfingaherbúðum „BATSLK" rétt fyrir utan Nairobi. Þegar þangað kom fóru að renna tvær grímur á mannskapinn. Spurn- ingin var hvort við værum á vegum Operation Drake eða komnir í breska herinn. Allt sem Operation Drake notar er fengið að láni frá hernum. Karlmenn- irnir sváfu í 12 manna hertjöld- um á óþægilegum herrúmum sem gerð eru úr vírum og striga og yfir okkur höfðum við græn ljót moskítónet til varnar gegn moskítóflugunum. Kvenfólkið svaf í heimavistarskóla skammt frá. Maturinn sem við fengum í búðunum var dósamatur frá hernum en herinn notar ekki dósamat nema þegar þeir eiga í stríði, svo við borðuðum gamlan mat þar sem dagssetningin var útrunnin. Matarílátin okkar voru svokallaðar „messtin"- matarkrúsir sem við notuðum til að borða, drekka og elda úr. í allt vatn sem við drukkum þurft- um við að setja klór anti klór „Puritaps“-töflur en þá bragðast drykkjarvatnið eins og sund- laugarvatn. Seinnipart annars dags fórum við í útilegu, „survival camp“. Galvaskur hópur í útilegu ( Kenya. Farið var í Ngong-fjöllin rétt fyrri utan Narobi. Þar var slegið upp tjöldum og sváfu 2 og 2 saman í tjaldi. Yfirmennirnir skiptu sér niður í kennsluhópa og kenndi hver sína sérgrein, t.d. lærðum við á hertalstöð og talstöðvar yfirleitt, undirstöðu- atriði í hvernig á að lifa einn af náttúrunni, lesa af korti, skyndi- hjálp o.fl. Á þriðja degi fórum við í ratleik. Við vöknuðum kl. 6.30, elduðum og lögðum af stað í gönguna sem var um 30 km. Gangan tók um 8 tíma og þurftum við að ganga upp 1000 m hátt fjall. Margt torveldaði gönguna, við áttum t.d. að finna vatn, en fundum það ekki, því það þornaði upp fyrir mörgum árum. Hitinn var alveg að drepa okkur og loftið var þynnra en við áttum að venjast. Við gengum Bjargey Ingólfsdóttir ásemt víni sínum sem hún fann í Afríku. þetta matarlaus og með aðeins 1 V4 lítra af vatni. Þegar við loks komum til tjaldbúðanna vorum við úrvinda af þreytu, matar- og vatnsskorti því vatnið kláraðist fljótt í göngunni. Daginn eftir tókum við upp búðirnar og fórum til BATSLK en þá um kvöldið fékk hver þátttakandi (Young Explorers) að vita hvaða verkefni hann átti að starfa við í Kenya. Nú þegar allir voru búnir að vita sín verkefni var ekkert annað að gera en að bíða. Flutningar voru vandamál í Op. Drake í Kenya og því þurftu allir að vera í startholunum, tilbúnir að stökkva upp í flutningabíl með dótið sitt. Biðin hjá sumum var allt upp í eina viku. Þau verkefni sem voru á boðstólum í Kenya voru: Lake Turkana: Ýmsar grasa-, dýra- og mannfræðilegar rannsóknir voru gerðar úr fiskibát sem sigldi um vatnið og svo var Lake Turkana þjóðgarðurinn girtur. Ulfaldaleiðangur: Farin var sama ferð og Rudolf gamli fór þegar hann fann vatnið Lake Rudolf öðru nafni Lake Turkana. Ferðin var farin á úlföldum eins og hann fór. Köfun: Við ströndina var hóp- ur að kafa, markmið hans var að finna fallega staði sem kunna að laða ferðamenn að sér. Kenyafjail: Year endurreistu útsýnispall fyrir ferðamenn en hann hrundi fyrir nokkrum ár- um. Mass-Avara: Dýr flykkjast nú yfir landamæri Kenya frá Tans- aníu vegna þurrka, til vatnsbóla í Mass-Avara. Hlutverk leiðang- ursins á þessu svæði var að telja dýrin, tegundirnar, athuga kyn, aldur og hvernig tegundirnar umgangast hver aðra. Einnig var farið á loftbelg yfir Mass- Avara og dýrin talin og voru notaðar myndavélar og tölvur við aðstoðina. Susua Crater (eldgígur): Gerð- ur var leiðangur til Susua- svæðisins en þar eru þrír eld- gígar sem eru hver inni í öðrum. I miðjunni í innsta gígnum er svolítil háslétta og átti að kanná lífið á henni. Enginn lifandi maður hefur komist inn á há- sléttuna en þangað hafa verið gerðir út nokkrir leiðangrar. Mjög erfitt er að komast að hásléttunni því stórgrýtt hraun eru umhverfis hana og ekkert vatn þar að finna. Moska í Nairobi. Einn snarvilltur, eins og sjá má af svipnum, íratleik ( Kenyafrumskógi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.