Morgunblaðið - 22.03.1981, Side 2

Morgunblaðið - 22.03.1981, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 Fagridalur mik- ill f arartálmi Ljósafellið fékk á sig brotsjó Fáskrútefirði, 20. marz. SAMGÖNGUR hafa geng- ið með afbrigðum illa síð- ustu daga og er nánast um neyðarástand að ræða. Sem dæmi um að hingað hefur hvorki verið hægt að flytja mjólk né brauð síð- an á mánudag og fólk, sem kom með flugvél austur á Egilsstaði á fimmtudag situr enn fast á Egils- stöðum. Svo einkennilegt, sem það kann að virðast, þá var snjóblásari sá, sem notaður hefur verið til að halda Fagradal opnum. JNNLENT sendur vestur á ísafjörð fyrir nokkru síðan. Vega- gerðin er því nánast tækjalaus og engan veginn í stakk búin til að mæta þeim vandamálum, sem við er að glíma í sam- göngumálum. Togarinn Ljósafell fékk á sig brotsjó í byrjun vikunnar. Rúða í brú brotnaði og sjór komst í tæki og olli miklu tjóni. Menn frá tryggingarfé- lagi skipsins eru meðal þeirra, sem bíða tepptir á Egils- stöðum og kemst skipið ekki út fyrr en þeir hafa komist hingað til Fáskrúðsfjarðar til að meta tjónið. Sá farartálmi sem Fagridal- urinn er og hefur minnt á sig síðustu daga styrkir mjög þá skoðun Suðurfjarðamanna, að nauðsyn sé á góðum flugvelli í Breiðdal. Þess má geta að greiðfært hefur verið allar götur frá Reyðarfirði suður til Reykjavíkur. — Albert Borárangur í Svarts- engi sá bezti í heimi? „BORÁRANGUR í Svarts- engi er mjög góður, hugsan- lega sá bezti í heimi,“ segir í grein Jónasar Elíassonar, prófessors, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. í grein- inni fjallar hann um mögu- leika í virkjun háhita og f jallar einkum um Svartsengi og Reykjanes. Leiðrétting í FRÉTT í Morgunblaðinu á blað- síðu 3 í gær þar sem m.a. var sagt frá framleiðslu frystihúsa innan SH í ár misritaðist framleiðslu- tala þessa árs. Hið rétta er, að frá 1. janúar til 15. marz framleiddu hús SH samtals 15.946 lestir af frystum fiski, árið 1980 var fram- leiðslan 22.240 lestir. Á sama tímabili hefur framleiðslan því dregist saman um 6.294 lestir. Þar kemur fram, að í Svartsengi er nú virkjuð meiri jarðgufa, en á öllum öðrum háhitasvæðum landsins til samans. Holugerðinni í Svartsengi hefur verið breytt með þeim árangri að holurnar skila allt að þreföldum afköstum á við það, sem sótzt var eftir. Hver hola í Svartsengi gefur nú um tíu sinnum meiri orku en góð hola hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Jónas segir það vera mjög fýsilegt að byggja jarðgufuraf- stöðvar, sem þjóni sem toppafls og varastöðvar og segir, að á Reykja- nesskaga séu beztu aðstæður, sem nú þekkist til að byggja slíkar stöðvar ódýrt, en slík stöð hefði gert mikið gagn í orkuskortinum í vetur. Hann bendir á, að á Reykja- nesi séu góðir möguleikar á að framleiða gufu til iðnaðarnota og loðnuverksmiðjur og frystihús geti nýtt þessa gufu. Landrými sé á svæðinu til að byggja verksmiðj- ur og segir að t.d. sé pappírsverk- smiðja bezt staðsett á Reykjanesi. Auk þessara nemenda Tónlistarskólans munu um 40 aðrir leika á hljóðfæn sín á tónlistardögum skólans að Kjarvalsstöðum. Ljósmynd Mbi. Rax. Tónlistardagar á Kjarvalsstöðum Tónlistarskólinn í Reykjavík á hálfrar aldar afmæli um þessar mundir og i tilefni þess varða haldnir tónlistardagar á vegum skólans i næstu viku. Alis verða 4 slikir dagar haldn- ir á Kjarvalsstöðum og næsta laugardag verður klykkt út með þvi að kór og hljómsveit skólans halda tónleika i Há- teigskirkju og flytja þá meðal annars Sálumessu, Requiem, eftir Max Reger. Að sögn Jóns Nordals, skóla- stjóra Tónlistarskólans, verður fyrsti tónlistardagurinn næst- komandi mánudag og verður þá kynnt tónmenntakennara- og söngdeild skólans. Hina þrjá dagana munu allir nemendur skólans, tæplega 50 að tölu, leika á öll hugsanleg hljóðfæri, bæði einleik og kammertónlist og á meðal þeirra hljóðfæra, sem leikið verður á, eru harpa og sembal, en það eru fremur fátíð hljóðfæri hér á landi. Einnig má nefna að einleikur verður á kontrabassa, sem mun fremur fátítt. Tónlistardagarnir munu standa yfir vikuna 22. til 28. marz að undanskildum fimmtu- deginum og hefjast þeir klukkan 21.00 öll kvöldin. Auk þessa mun hljómsveit skólans koma fram í sjónvarpinu í kvöld, sunnudags- kvöld. Gatnakerfí vegna Austursvæða: Umferðarþungi um Suð- urhóla aukinn verulega SAMKVÆMT tillögu að nýju aðalskipulagi sem nú liggur fyrir er gert ráð fyrir mjög aukinni byggð í Seláshverfi og við Rauða- vatn. Til að auðvelda um- ferðartengsl við þau svæði er gert ráð fyrir að lögð verði ný brú yfir Elliðaárn- ar á þeim slóðum þar sem gamla vatnsveitubrúin er nú. Síðan verði lögð braut upp holtið að Suðurhólum. Þá verði í tengslum við þetta lögð braut niður af Suðurhólum og niður í Stekkjarhakka. Samkvæmt hugmyndum borgarstjórn- armeirihlutans sem skýrt hefur verið frá í blaðinu á að falla frá hugmyndum um Ilöfðabakkaveg og láta Stekkjarbakka taka við um- ferð um Höfðabakkabrú. Samkvæmt þessum hug- myndum mun umferð enn aukast um Stekkjarbakk- ann. „Við Hilmar Ólafsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulags- nefnd, béntum á í sérstakri bókun hve aðalgatnakerfið er meingallað samkvæmt þessu nýja skipulagi," sagði Birgir ísl. Gunnarsson borg- arfulltrúi í samtali við Morgun- blaðið. „Eitt af því sem við gagnrýnum harðlega er þessi nýja tenging yfir Elliðaárnar og upp í Suðurhóla, en með þeirri ráðstöfun eru Suður- hólar, sem eru inni í miðju íbúðahverfi og liggja m.a. fram hjá Hólabrekkuskóla, gerðir að þungri umferðargötu. Ennfremur er umferðin á Stekkjarbakka þyngd með þessari ráðstöfun og er þá gert ráð fyrir að halda honum í núverandi legu og hverfa frá hugmyndum eldra skipulags um að Stekkjarbakki sé fyrst og fremst gata til að þjóna hverfinu, en þyngri umferðaræð yrði síðan lögð fyrir neðan hann,“ sagði Birgir Isl. Gunnarsson. Mat bandarisks emhættismanns: Flugstöðin,ekki deilumál á Islandi Utanríkisráðuneytið sendi á föstudag frá sér fréttatilkynn- ingu. ásamt útskrift af umræð- um i undirnefnd fjárveitinga- nefndar Bandaríkjaþings 12. mars 1980 um framiög til hern- aðarlegra framkvæmda á ís- landi. í þeim umræðum kemur fram, að í júlí 1979 hafi ríkis- stjórnir íslands og Bandaríkj- anna undirritað samkomulag. þar sem meðal annars segir. að „Bandaríkin skuldhindi sig til að leggja fram ekki meira en 20 milljónir dollara“ til nýju flug- stöðvarbyggingarinnar, sem fyrirhugað er að reisa á Kefla- víkurflugvelli. Sá, sem frá þessum samningi skýrir í áheyrn fyrir undirnefnd- inni, er Iselin flotaforingi, yfir- maður byggingadeildar banda- ríska flotans. Athyglisvert er, að þetta samkomulag sem gert er með vísan til samkomulagsins milli ríkisstjórna íslands og Bandaríkjanna frá 22. október 1974 um breytingar á fyrirkomu- lagi á Keflavíkurflugvelli, er und- irritað í tíð ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar, þegar Alþýðu- bandalagið átti aðild að ríkis- stjórn íslands. Hins vegar er rétt að geta þess, að í skýrslu þeirri um flugstöðvarbyggingu á Kefla- víkurflugvelli, sem Benedikt Gröndal lagði fyrir Alþingi fyrir stjórnarslitin haustið 1979, er ekki á þetta samkomulag minnst. í skýrslunni segir hins vegar um stöðu flugstöðvarmálsins þá: „Bandaríkin greiða flugbrautir og flughlað að öllu. Kostnaður við bygginguna og annað viðkomandi henni er áætlaður 16,5 milljarðar króna. Af því munu Bandaríkin reiðubúin að greiða 6—7 millj- arða króna." Iselin segir nefndarmönnum, að áætlaður kostnaður við bygg- inguna í mars 1980 sé 46 milljónir dollara, Bandaríkjamenn muni greiða 20 milljónir en íslendingar 26 milljónir. Þá segir hann einn- ig, að á fjárlögum íslands fyrir 1981 muni verða gert ráð fyrir fé til flugstöðvarinnar væntanlega með lánsútvegun. Hann fullyrðir, að um þetta mál séu ekki pólitísk- ar væringar á íslandi. Af umræðunum er augljóst, að bandarísku þingmönnunum lýst ekki meira en svo á það að verja þessu fé til byggingar almennrar flugstöðvar á Islandi. Formaður nefndarinnar McKay þingmaður frá Utah spyr, hvort flotaforing- inn haldi, að unnt væri að gera slíkan samning um byggingu flugstöðvar í Ogden í Utah. Þá er þingmaðurinn leiddur í allan sannleika um starfsemi Banda- ríkjamamanna á Keflavíkurflug- velli, sem hann virðist ekki vita mikið um. Hann spyr að því, hvort ekki hafi legið beinna við að veita íslendingum fjárstuðn- ing til framkvæmdarinnar undir liðnum „foreign aid“, aðstoð við erlend ríki, eða hvort ekki hefði mátt lána Islendingum pen- ingana. Loks veltir hann því fyrir sér, hvers vegna ekki sé unnt að fá framlag úr sameiginlegum framkvæmdasjóði NATO. í öllum tilvikum svara embættismenn- irnir neitandi, hér sé um fram- kvæmd í tengshim við hernað- armannvirki að ræða, og á stríðstímum muni varnarliðið geta haft not af flugstöðinni, en NATO sé ekki reiðubúið til að leggja fram fé til mannvirkja, nema þau séu einnig til afnota fyrir heri bandalagsþjóðanna á friðartímum. Tilefni þess, að utanríkisráðu- neytið sendi út fréttatilkynningu sína ásamt útskriftinni úr banda- rísku þingtíðindunum, er frétt úr sömu heimild, sem Halldór Hall- dórsson flutti í hljóðvarpinu á sunnudagskvöldið. Fréttamaður- inn vakti þar sérstaka athygli á umræðum í þingnefndinni um nýjar radarstöðvar á Islandi. Um það segir í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins: „Það skal tekið fram, að engar endanlegar óskir liggja fyrir um þetta (þ.e. radaraðstöðu hérlendis innsk.) og hefur málið alls ekki komið til kasta íslenskra stjórnvalda." Þá segir utanríkisráðuneytið, að ummæli eins bandaríska emb- ættismannsins, þar sem hann fullyrðir að íslendingar muni /a land undir radarstöðvar séu aðeins „persónuleg skoðun eins embættismanns og hafa banda- rísk stjórnvöld ekki sett fram neina ósk um það efni“. I frétt útvarpsins var einnig látið að því liggja, að í ráði væri að reisa „sprengjugeymslur" í tengslum við ný flugskýli fyrir orrustuþotur á Keflavíkurflug- velli. Um það mál segir utanríkis- ráðuneytið, að síðustu fjárveit- ingar sem það samþykkti til skotfærageymslna hérlendis séu frá árinu 1978. Þessum fjárveit- ingum, sem komu frá Atlants- hafsbandalaginu, hefur verið var- ið á eftirfarandi hátt: A) Til endurbóta á aðkeyrslu milli skotfærageymslu og Patterson- flugvallar. B) Til viðhalds, þ.e. skipt var um geymslugrindur og lagfærðar voru hurðir, lýsing, frárennsli og fleira. Segir ráðu- neytið, að ofangreindum fram- kvæmdum sé lokið, ef frá er talin malbikun á vegi. Þá segir í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins: „í nóv- ember á sl. ári var samþykkt á fundi um byggingarframkvæmdir á Keflavíkurflugvelli að leyfa byggingu á húsnæði, sem nota á til eftirlits og viðhalds á flug- skeytum."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.