Morgunblaðið - 22.03.1981, Síða 19

Morgunblaðið - 22.03.1981, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 19 „Ég man varla eítir mér öðru visi en með þá fram- tíðardrauma, að verða listmálari.“ Rætt við Pétur Friðrik listmálara Viðtal: Anders Hansen. Myndir: Emilía Björg Björnsdóttir. — Nei, ljósmyndir nota ég aldrei við vinnu mína, enda held ég að það gæti ekki gefið eins góða raun og þegar málað er úti í náttúrunni sjálfri. Sjáðu skugg- ann til dæmis. Á ljósmyndum er hann alltaf steindauður, en úti í náttúrunni er hann síkvikur og fullur af lífi, og því er unnt að koma til skila í málverki." Bæði vetrar- og sumarmyndir Pétur kveðst mála jöfnum hönd- um sumarmyndir og vetrarmynd- ir, þó sumarmyndirnar verði sennilega fleiri af eðlilegum ástæðum. „Færðin í vetur hefur til dæmis verið þannig að erfitt hefur verið að komast nokkuð út í náttúruna." Hann segir það mis- jafnt, hvernig hann ljúki við myndirnar. „Stundum klára ég þær alveg úti í náttúrunni, stund- um vinn ég þær að miklu leyti sitjandi inni í sendiferðabílnum með aðra hliðina opna, og svo geri ég stundum skyssur sem ég full- vinn heima, en allt er þetta jafn misjafnt og myndirnar eru marg- ar, og eins er það mjög breytilegt hve langan tíma tekur að mála eitt málverk, og gæði myndanna fara ekki endilega eftir því hve margar vinnustundir liggja í hverri og einni. En best finnst mér, þegar hægt er að komast út og mála undir berum himni." Á Borgarfirði eystra með Veturliða Pétur segist víða leita fanga, er hann svipast um eftir mótífum fyrir myndir sínar. „Ég fer tals- vert austur á Þingvöll, þar sem feikimikið efni er, þótt þess sé líka að gæta að mjög mikið hefur verið málað frá Þingvöllum. Þá fer ég einnig í skemmri ferðir, svo sem á Hellisheiði og Mosfellsheiði, en einnig enn lengra í burtu. víðast hvar annars staðar hér við land. Sennilega er það ljósi skelja- sandurinn sem gerir þessa grænu birtu í sjónum þarna." Pétur segist annars oft fara á sömu staði til að mála hvað eftir annað, jafnvel sömu eða svipuð mótíf, þótt myndirnar verði gjör- ólíkar. Alltaf sé hægt að finna eitthvað nýtt á hverjum stað, birtan sé breytileg og allar að- stæður, svo og hughrif málarans hverju sinni. „Ég er heldur ekkert einsdæmi hvað þetta snertir, heldur fara allir þeir sem mála náttúrumyndir meira og minna aftur og aftur á sömu slóðir, og flestir málarar eiga sér sína uppáhaldsstaði. Þekkt er til dæmis hve Kjarval málaði mikið úr Gálgahrauni sem hann hafði sérstakt dálæti á. Þá má nefna að Ásgrímur málaði mjög gjarna frá Þingvöllum, og þá alveg sérstaklega í Vatnsvík við Þingvallavatn." Uppáhaldsmálarar Pétur kveðst halda mest uppá þessa gömlu meistara, svo sem' Ásgrím og Kjarval, einnig Jón Stefánsson og yngri menn á borð við Jóhannes Geir, Einar G. Bald- vinsson, Veturliða og Hrólf Sig- urðsson og Sigurð Sigurðsson, fleiri nöfn mætti einnig nefna sagði hann, svo sem Snorra Arin- bjarnar, Scheving og Júlíönu Sveinsdóttur. Við ræddum um landslags- og náttúrumyndir, og þá staðreynd að um tíma voru þeir málarar er fengust einkum við þær, lítils metnir. „Já, það er rétt,“ segir Pétur, „að um tíma voru menn sem við slíka myndlist unnu ekki mjög hátt skrifaðir, og gagnrýn- endur áttu það til að fara um okkur hörðum höndum. Það var eins og allir væru skyldugir til að fara út í abstraktmyndlist, og annað væri aðeins hjóm og hismi. — Ég fékkst aðeins við slíkt um tíma, en fann mig hreinlega ekki i þeirri list, og hélt mig því við það eftir að hafa leitað í ýmsum stefnum, sem ekkert nema gott er um að segja." Ekki aðeins íslenskt landslag „Nei, ég hef ekki einungis málað íslenskt landslag," segir Pétur, „ég hef líka málað töluvert í útlönd- um. Ég hef til dæmis farið oftar en einu sinni til New York, Vermount og Rhode Island í Bandaríkjunum, þar sem ég á kunningja, þá hef ég málað skóga i Noregi og Þýskalandi, og fleira gæti ég nefnt. Á Rhode Island eru til dæmis mjög skemmtileg húsamótíf í litl- um bæ sem ég hef talsvert málað, og yfirleitt er hægt að finna mótífin hvar sem er.“ út undir bert loft með pensil og liti. Það er fátt skemmtilegra en að vera úti í vornóttinni hér, þá er svo mikil kyrrð yfir öllu og birtan er líka önnur en á daginn. Ég get verið úti heilu næturnar að mála, og sef þá heldur á daginn. — Þetta er. raunverulega sérkennileg reynsla að vaka á þessum tíma sólarhringsins, reynsla sem flestir fara á mis við, sofandi heima í rúmi.“ Pétur hefur nú í allmörg ár lifað einvörðungu af list sinni, en áður vann hann á teiknistofu í ein 13 ár. „Það háði mér talsvert, að ráða ekki tíma mínum sjálfur. Oft varð ég að vinna á teiknistofunni þegar mig langaði mest út að mála, og svo kom fyrir að ég gat ekki málað einmitt þegar ég átti frí. Ég tók mér þó venjulega þriggja mánaða frí úr vinnunni á sumrin, en einhvern veginn dugði það ekki til. Mikið safnaðist upp af ókláruðum myndum, sem ég varð síðar að fleygja eða hef enn ekki lokið við. margt enn ósagt. Pétur segist alltaf vinna við dagsljós, raf- magnsljós henti illa við þessar myndir, segir hann. Vinnustofan er enda björt og rúmgóð, og snýr út í lokaðan garð, sem húsið er byggt umhverfis. Talið berst einnig að gagnrýn- endum, sem hann segir misjafna eins og mennina, og að auki hái það þeim hér á landi hve allt er smátt í sniðum og kunningsskap- urinn ráðandi. Því sé í rauninni æskilegast, að málarar geti fengið dóma erlendis, og slíka dóma geti menn tekið mun alvarlegar heldur en hér heima, þegar hættan á ósanngirni eða of miklum velvilja sé fyrir hendi í landi frændsem- innar og kunningsskaparins. Pétur segist einnig telja, að hér á landi sé til ákveðin „Mafía“ í listum og menningarlífi, þó hann vilji ekki ræða þá hluti frekar. Hins vegar sagðist hann gjarna vilja gagnrýna hið opinbera örlít- ið, sem oft virtist fremur vilja hagnast á listinni en styrkja hana, eins og stjórnmálamenn þó segja í orði kveðnu. „Við erum að vísu fátæk þjóð og fámenn,“ segir Pétur, „og ekki er hægt að styrkja alla list eða alla listamenn. Én ýmislegt mætti þó færa til betri vegar, eins og til dæmis að hætta að skattleggja málningu til list- málara í hæsta skattstiga, sem lúxusvarning. Hvað sem líður öll- um framförum og velmegun hér á Islandi, þá stöndum við að sumu leyti verr að vígi en fyrir 20 árum.“ Hann ræðir einnig um lista- verkin, sem listmálarar skapa, en fá sjaldnast að hafa hjá sér. „Það er óneitanlega oft dálítið sárt að sjá á bak myndum sem maður hefur sérstakt dálæti á, en það er víst hlutur sem listmálarar og margir aðrir listamenn verða að sætta sig við! — Alla vega er erfitt að hugsa sér að listmálarinn eigi allar sínar myndir sjálfur, en selji þær ekki til annarra, bæði sér til lífsviðurværis og til að koma listinni á framfæri." Við spyrjum Pétur að lokum, hvort ný sýning sé á leiðinni á AA störfum á vinnustofunni heima i Hegranesi. Listmálarinn að störfum á vinnustofu sinni, hér að „fínpússa“ mynd frá Hvammstanga. Mikil vinna liggur i hverri mynd, en þó mismikil segir Pétur, alit frá klukkstund upp í marga daga eða vikur. Við fórum til dæmis saman austur í Borgarfjörð í sumar er leið, við Veturliði Gunnarsson, og máluðum þar í nokkra daga. Bjuggum við í Félagsheimilinu í 10 daga, og kokkuðum í okkur sjálfir, en mjög skemmtilegt var að vinna þarna. Þetta er einn fallegasti staður sem ég hef komið á, sérstaklega ströndin, þar sem klettar og sífellt brim mynda sérkennilegar myndir. Þá er sjór- inn þarna líka einkennilega fagur, einhvern veginn allt öðru vísi en sem mér var kærast, náttúru- og landslagsmyndir. Tel ég mig hafa verið fyllilega heiðarlegan í minni list ekkert síður en þeir sem aðrar leiðir fóru, og ekki hvarflar að mér að gagnrýna þá. Hver og einn verður að hafa frelsi til að taka þá stefnu er hann kýs. Það situr hins vegar ekki í mér nein beiskja þess vegna, og þeir dómhörðu hafa nú mjög mildast með árunum, og mála nú margir hverjir einnig „hefðbundinn stíl“, Málar mikið á nóttunni Já, það er rétt, að mér finnst einn árstími betri en annar, og raunar einnig sérstakur tími sól- arhringsins," segir Pétur þegar hann er spurður hvenær honum finnist best að mála. >>Það kpmur - mig einhver sérkennileg óró þegar fer að vora og daginn að lengja, svo oft á ég ekki gott með að vera innivið af óþreyju eftir að komast — Nú orðið gengur þetta mun betur, þegar vinnan kallar ekki á mann á ákveðnum tímum, heldur er ég minn eiginn herra í því efni.“ Eftirsjá í góðum myndum Við höfum gengið um vinnu- stofu Péturs Friðriks, sem er í einum hluta hússins við Hegranes á Arnarnesi, og samræðurnar hafa farið inn á ýmsar brautir, og næstunni, og kveður hann nei við. Of mikil vinna liggi í uppsetningu slíkra sýninga til að unnt sé að halda þær á fárra ára fresti, auk þess sem ákveðinn tími verði að líða á milli. — Þar með er þó ekki sagt að fólk geti ekki nálgast myndir Péturs Friðriks, því fólk kemur gjarna til hans á vinnustof- una og sér hvað það er sem unnið er á hverjum tíma og kaupir síðan mynd eða kaupir ekki, eftir því hvernig því líst á hverju sinni. - AH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.