Morgunblaðið - 22.03.1981, Side 38

Morgunblaðið - 22.03.1981, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 + Móðir mín, SIRGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 34, andaöist í Borgarspitalanum 20. marz. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Árni Jón Baldursson. Gíslína Björg Ólafs- dóttir - Minning + Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi, HAFSTEINN GÍSLASON, vörubifreiöastjóri, Ölduslóö 19, Hafnarfiröi, andaöist 16. marz sl. Útför hins látna fer fram frá ÞJóökirkjunni í Hafnarfiröi mánudaginn 23. marz kl. 14. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Sigríóur Guóbjörnsdóttir, Guöfinna Hafsteinsdóttir, Pétur Ingibergsson, Guóbjörn Hafsteinsson, Elsabet Baldursdóttir, Gísli Hafsteinsson og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, stjúpfööur og afa JÓNS MATTHIASSONAR, Bjarnhólaatíg 8, Kópavogi, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 24. marz kl. 3 e.h. Guórún Þóróardóttir, Aóalbjörg Jónsdóttir, Lilja Jónsdóttir, Ægir Geirdal, Sigurborg Hjartardóttir, Hrefne Matthiasdóttir, Nói Marteinsson, Frlóa Siguróardóttlr, bórdfa Marteinadóttir, Ólafur Daviósson, Þóróur Marteinsson, Guórún Halkfórsdóttir og bamabörn. Fædd 12. júni 1895. Dáin 15. marz 1981. Aðfaranótt sunnudags 15. marz andaðist á Borgarspítalanum Gíslína Björg Ólafsdóttir eftir erfiða sjúkralegu, á áttugasta og sjötta aldursári. Þrátt fyrir háan aldur var Gíslína ávallt heilsu- hraust, utan síðustu sex mánuðina sem hún lifði. Við fráfall þessarar góðu konu er mér ljúft að minnast hennar og þakka ánægjuleg og eftirminnileg kynni þau tuttugu og átta ár sem ég hef fengið að njóta þess að vera í návist hennar, en hún bjó í næsta húsi við foreldra mína. Gíslína var fædd að Ólafsbakka við Bakkastíg 12.06. 1895. Foreldr- ar hennar voru þau ólafur Björns- son útgerðarmaður og Þorbjörg Málfríður Jónsdóttir. Gíslína var næstyngst af sex systkinum, en yngsta systir Gíslínu, Jónína, and- aðist fyrir rúmum átta árum, þá 74 ára gömul. Var það mikill missir fyrir GíslLnu því þær systur höfðu búið saman alla tfð og voru mjög samrýndar. Árið 1922 sigldi Gíslína út til Kaupmannahafnar á Kunstflids- forenings handavinnuskóla og var þar í 6 mánuði. Eftir heimkomuna vann hún við ýmis störf en árið 1954 réðist Gíslína að saumastofu Þjóðleikhússins, og vann þar við saumaskap í 15 ár. Ekki er hægt að minnast Gísl- fnu án þess að nefna heimili þeirra systra sem bar öll einkenni þess hve gífurlega mikla vinnu þær höfðu lagt við útsaum og aðra markaour Nú er mikið um aö vera í Blómaval við Sigtún. Skoðiö hið fjölbreytta úrval okkar af allskonar ungplöntum á mjög hagstæðu verði. Veitið ungplöntunum áframhaldandi ræktun heimafyrirog látið þærvaxa.í höndum ykkar. Hafsteinn Hafliðason, garðyrkjufræðingur, leiðbeinir viðskiptavinum þessa helgi um pottaplöntur, meðferð þeirra, umpottun og staðsetningu. Það er margt að sjá í Blömaval. Opið frá kl. 9—21 blériMmllfða Gróðurhúsinu við Sigtún:Símar36770-86340 handavinnu. Móðir mín átti því láni að fagna að kynnast Gíslínu á unglingsárum sínum. Þróaðist sá vinskapur með árunum, en árið 1944 buðu foreldrar mínir þeim systrum í mat á aðfangadagskvöld og hélst sá siður allt fram að síðustu jólum er Gíslína dvaldi á sjúkrahúsi, eða í samfleytt 35 ár. Eftir að þær systur fluttu á Bárugötu 37 var það okkur systk- inunum sem annað heimili, enda vorum við þar daglegir gestir og hlutum við þar alltaf hlýjar mót- tökur. Sérstaklega voru þær syst- ur hrifnar af elsta bróður mínum, Jóhannesi Inga, enda dvaldi hann margar stundirnar hjá þeim. Einnig er mér ljúft að minnast ársins 1965, en þá var Gíslina 70 ára, kom hún til móts við okkur fjölskylduna til London, en við vorum á heimleið úr Evrópuferð. Dvöldum við í Englandi næsta hálfa mánuðinn. Var þá komið víða við og margt skoðað. Og naut Gíslína ferðarinnar í hvívetna. Nú þegar leiðir skilja viljum við, fjölskylda mín og litlu dætur okkar hjóna, foreldrar mínir og bræður og fjölskyldur þeirra þakka Gíslínu fyrir allar góðu samverustundirnar sem hún deildi með okkur. Guð blessi hana. Sigfriður Friðþjófsdóttir Á morgun, mánudaginn 23. mars, munum við kveðja Gíslínu B. Ólafsdóttur, en útför hennar fer þá fram frá Dómkirkjunni kl. 13.30. Gíslína Björg, eins og hún hét fullu nafni, var fædd 12. júní 1895, en lést aðfaranótt 15. þ.m. á Borgarspítalanum og var því á 86. aldursári. Hún var ein af sex börnum hjónanna Þorbjargar Jónsdóttur frá Hurðarbaki í Kjós og Ólafs Björnssonar útvegsbónda frá Bakka við Mýrargötu hér í Reykjavík. Systurnar voru fjórar, en bræðurnir tveir. Ólafur var sonur Guðfinnu Gísladóttur og Björns Guðlaugssonar er bjuggu í Björnsbæ við Mýrargötu. Hafði hann stundað sjóinn, en hóf síðar eigin útgerð og saltaði sinn fisk sjálfur, eins og þá tíðkaðist. Einn- ig var Ólafur fátækrafulltrúi hér í Reykjavík. Það var oft mannmargt í litla timburhúsinu á Bakka. Fyrir utan sjálft heimilisfólkið og vinnufólk voru oft margir vermenn, sem komu víða að. Þá voru oft leigð út eitt eða tvö herbergi uppi á lofti. Þær urðu því snemma að taka til hendinni, systurnar á Bakka, bæði við þjónustustörf, fiskvinnu og garðrækt. Það var því lítill tími til útsláttar. Gíslína var spengilega vaxin, kvik í spori og það var reisn yfir framkomu hennar. Henni fylgdi jafnan hressilegur andblær og hún fór ekki í neinar grafgötur með skoðanir sínar. Snyrti- mennska var henni í blóð borin og hennar aðal kappsmál var sjálf- stæði og að standa á eigin fótum. Fljótlega kom í ljós áhugi Gísl- ínu á hannyrðum og saumum og lærði hún því hjá systur Klemens- ínu í Landakoti og síðan lá leiðin á listaskólann í Kaupmannahöfn. Vann hún síðan mikið við sauma- skap, bæði heima hjá sér og í Haraldarbúð og eftir opnun Þjóð- leikhússins á saumastofu þess, þar til hún hætti vegna aldurs. Elsta systir Gíslínu var Guð- finna, en hún vann lengst af hjá + Útför fósturmóöur okkar, ÖNNU GUÐRÚNAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Sörlaskjóli 18, fer fram frá Dómklrkjunni í Reykjavík, mánudaginn 23. marz kl. 3 e.h. Fyrir hönd ættingja og vandamanna, Björgvin Þorbjörnsson, Sigurbjörn Þorbjörnsson, Betty Þorbjörnsson, Þorsteinn Þorbjörnsson, Guöný Jóhannsdóttir. + Útför systur okkar, GULLVEIGAR VALTÝSSON, sem lést 14. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 24. mars kl. 10.30. Þeim, er vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á líknarsjóöi. Svanfrid Diego, Svarre Valtýsson. + Faöir okkar, STEINGRÍMUR PÁLSSON, fyrrverandí alþingismaóu', Brú, Hrútafiröi, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunnl þriöjudaginn 24. marz kl. 1.30. Helgi Steingrímsson, Hólmfrföur Steingrímsdóttír, Þórir Steingrfmsson. + SKÚLI G. BJARNASON, fyrrv. póstmaöur, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 23. marz kl. 3. Blóm og kransar afþakkaöir, en þeir, sem vildu minnast hins látna, láti góöfúslega kristniboöiö í Konsó njóta þess. Vandamann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.