Morgunblaðið - 22.03.1981, Side 39
Birni Sigurðssyni bankastjóra og
konu hans. Sú næstelsta, Guðríð-
ur, giftist Guðjóni Gamalíelssyni,
fiskimatsmanni. Yngstu systurn-
ar, Gíslína og Jónína, voru mjög
samrýndar og bjuggu saman alla
tíð. Eftir lát föður þeirra héldu
þær heimili með móður sinni, þar
til hún lést 1939. Naut hún góðrar
umhyggju þessara dætra sinna, en
hún var blind síðustu fjórtán árin.
Ég á margar góðar minningar
frá heimsóknum mínum til þeirra
systra og gömlu konunnar á
Bakka og mun ætíð minnast þeirr-
ar hlýju, sem þar var ætíð að
finna. Mikil eftirsjá er eftir gamla
húsinu með fiskireitunum og kart-
öflugörðunum í kring.
Bræðurnir tveir, þeir Ólafur og
Guðlaugur, voru sjómenn en þeir
drukknuðu báðir í aftakaveðrum. I
minnisblöðum um minnisverð tíð-
indi, sem ég hef skrifað þegar ég
var þrettán ára, stendur m.a.:
„Föstudaginn 28. febrúar 1941
geisaði mikið illveður við Island.
Mikið tjón varð af völdum veðurs-
ins. Járnplötur fuku af húsum,
rúður brotnuðu í gluggum og
menn dóu og slösuðust. Tveir
vélbátar sukku á innri höfninni og
nokkrir smábátar brotnuðu í spón.
Tvö útlensk skip strönduðu á ytri
höfninni. Um hádegi var búið að
bjarga öllum mönnunum af skip-
unum. Tveir breskir hermenn fuku
í sjóinn af garðinum sem liggur út
í vitann, annar bjargaðist, en hinn
drukknaði. íslenski togarinn
Gullfoss hefur ekki komið fram
síðan fyrir óveðrið, þar fórust 8
menn, fullvaxnir dugandi sjómenn
og var einn þeirra frændi minn,
Ólafur Ólafsson fiskilóðs frá
Ólafsbakka. Lætur hann eftir sig
konu, Margréti Guðmundsdóttur,
og 6 börn.“
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981
39
Ég minnist enn þeirra tára er
hrundu af hvörmum móður minn-
ar á þeirri kvöldstund, er tilkynn-
ing um þetta sjóslys var lesin í
útvarpinu og öllum var hugsað til
frændfólksins á Bræðraborgar-
stígnum, sem hafði misst svo
mikið.
Eigi er ólíklegt að henni hafi þá
verið hugsað til annars svipaðs
atburðar, er faðir hennar, Björn
Gíslason skipstjóri frá Bakka,
drukknaði, þegar kútter „Emelíe"
fórst með allri áhöfn í apríl 1906.
í skipsrúmi hjá Birni var ungur
frændi hans, Guðlaugur, sonur
hjónanna á Bakka, en þeir Björn
og Guðlaugur voru bræðrasynir og
uppeldisbræður.
„Emelíe" hafði komið inn til
hafnar nokkru fyrir óveðrið með
bilað stýri, sem gert var við til
bráðabirgða, því kappið var mikið
og eigi langt til vertíðarloka.
Kannski réði stýrið úrslitum um
líf eða dauða 24 vaskra sjómanna.
Björn hafði misst föður sinn,
Gísla Björnsson, þegar hann var á
fermingaraldri, er Gísli drukknaði
í sjóróðri og ólst Björn síðan upp
með móður sinni, Jórunni, og
systur, Björgu Gísladóttur, er
síðar giftist Isleifi Guðmundssyni
fiskimatsmanni í Hafnarfirði.
Einnig var Björn mikið undir
verndarvæng þeirra Bakkahjóna,
Þorbjargar og Ólafs föðurbróður
síns.
Mikill harmur var aftur kveðinn
að ekkjunni og systkinunum á
Bræðraborgarstígnum, þegar eldri
sonurinn, Olafur Björn, drukknaði
í sjóróðri nokkrum árum síðar hér
á Faxaflóanum. Ekki er ólíklegt að
eiginkonur, mæður, dætur og syst-
ur þessara sjómanna hafi oft
hugsaö líkt og stendur í sálmi
Valdimars V. Snævarr:
BreiðÍKt. Guð, þin biessun yfir
bát á miði, skip á sjó.
Leiddu aftur heilu ok hðidnu
heim til lands hvern unnarjó.
Forsjón þinni felum vér
fiskimanna djarfan her.
Sú eina sem eftir lifir af þessum
ættlið er hálfsystir þeirra Björns
og Bjargar, sæmdarkonan Gísl-
anna Gísladóttir. Hún er nú há-
öldruð en vel ern, þótt hún sé
komin vel á tíræðisaldur. Nýtur
hún nú góðrar umhyggju dóttur
sinnar, Jónu Þórðardóttur. Þeim
bræðradætrunum, Gíslínu og
Gíslönnu, var mjög vel til vina.
Minnist ég ánægjulegrar samveru
með þeim báðum á heimili Gísl-
önnu og Jónu.
Nokkrum árum eftir að Bakki
var seldur, eignuðust systurnar
fallegt og ánægjulegt heimili að
Bárugötu 37 og áttu þær því láni
að fagna að eignast gott sambýlis-
fólk, bæði í húsinu sjálfu og
sérstaklega í næsta nágrenni og á
ég þar við hjónin Sigríði og
Friðþjóf Jóhannesson. Vil ég
flytja þeim og börnum þeirra
alúðarþakkir fyrir frábæra vin-
áttu, umhyggju og tryggð við þær
systur, sérstaklega nú síðustu árin
í veikindum Gíslínu. Þá vil ég
einnig minnast og þakka áratuga
vináttu Valgerðar Kristinsdóttur,
við þær systur, svo og annarra
vina, skyldra og óskyldra, sem
réttu Gíslínu hjálparhönd í veik-
indum hennar.
Um leið og við kveðjum Gíslínu
og þökkum henni samfylgdina vil
ég að lokum færa öllu starfsfólki
Borgarspítalans alúðarþakkir
fyrir afbragðs umönnun á liðnum
mánuðum.
Björn Vilmundarson
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát
eiginkonu minnar, móöur okkar, dóttur og systur,
BIRNU MAGNÚSDÓTTUR,
Alfhólsvegi 45.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliös, samstarfsfélaga og
feröafélaga. i
Sævar Björnsson, i
Björn Sævarsson, Sæunn Þ. Sævarsdóttir,
Ingveldur Sævarsdóttir,
Magnús Sveinbjörnsson, Ingveldur Guömundsdóttir
og systkini. j
t
Þökkum innilega samúö og vináttu viö andlát og útför móöur
okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
STEINUNNAR SIGURJÓNSDÓTTUR,
frá Hátúni, Skagafiröi.
Sigurjón Jónasson, Sigrún Júlíusdóttír,
Gunnlaugur Jónasson, Ólina Jónsdóttir,
Hallur Jónasson,
Jónas S. Jónasson,
Ólafur Jónasson,
Guórún Jónasdóttir,
Bjarní Jónasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Aöalbjörg Jónsdóttir,
Ásta Pjetursdóttir,
Einar P. Kristmundsson,
Guóný Jónsdóttir,
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug, viö andlát og
jaröarför móöur okkar, fósturmóöur, tengdamóöur og ömmu,
GEIRÞRUOAR GEIRMUNDSDÓTTUR,
Ytri-K narrartungu,
Breiöuvík, Snæfellsnesi.
Jón Kristinsson,
Guöjón Kristinsson,
Kristgeir Kristinsson,
Hulda Kristinsdóttir,
Fjóla Kristinsdóttir,
Eliveig Kristinsdóttir,
Bjarni Th. Kristinsson,
Laufey Jónsdóttir,
barnabörn og barnaba
Anna Guölaugsdóttir,
Björg Jónsdóttir,
Ólafur Kjartansson,
Birkir Skarphéðinsson,
Sólveig Ingvarsdóttir,
Kristinn Arnberg,
JÓHANNES GÚSTAF NIELSEN,
lést í Landspítalanum mánudaginn 16. mars. Jarðarförin fer fram
frá Fossvogskapellu, mlövlkudaginn 25. mars kl. 10.30.
Vandamenn.
t
Móöir mín og tengdamóöir,
SESSELJA VALDIMARSDOTTIR,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 24. marz kl.
15.00.
Ingibjörg Haraldsdóttir,
Jóhann Briem.
+
Þökkum af hjarta samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför mömmu
okkar,
ÖNNU ÞORKELSDÓTTUR,
Njálsgötu 59.
Þóröur H. Teitsson, Haraldur Teitsson,
Elin Teitsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö við andlát
EGGERTS BACHMANN.
Guöbjörg Bachmann,
Helga Bachmann,
Björgúlfur Bachmann.
+
Þökkum innilega samúð og vináttu viö andlát og útför móöur
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
EINRUNAR ÍSAKSDÓTTUR,
frá Siglufiröi.
Edda ísaks, Rafn Sigurbergsson,
Hanna Marfa ísaks, . . _ B1 . _ „
barnabörn oo barnab Þorstemn Birgir Eg,|.,ont