Morgunblaðið - 22.03.1981, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981
Svarthveðnir sá, sem skipverjar á Iíásteini ÁR fengu á miðvikudag og er stærsta skepna þessarar
tegundar, sem sögur fara af. (Ljósm. Rax)
Ennisfiskur.
Trjónufiskur
Fjölbroddabakur
Stóra brosma
„I>ær vilja sjá ís-
land og deyja síðan44
Af „furÖufiskum". sem borizt hafa Ilafrannsóknastofnun
BÚRFISKA, trjónufisk, stóru
brosmu, sædjöfla, ennisfisk,
svarthveðnir, fjöibroddabak.
ókennileg tegund af angaætt, og
fleiri sjaldséða fiska hefur und-
anfarið mátt finna i frystigeymsl-
um Hafrannsóknastofnunar við
Skúlagötu i Reykjavik. Alltaf
annað slagið fréttist af þessum
furðufiskum sjávarins og ef þeir
berast stofnuninni eru það Gunn-
ar Jónsson, Jutta og Jakob Magn-
ússon, sem skoða skepnurnar
eftir kúnstarinnar reglum og
stundum er það þeirra hlutskipti
að gefa fiskunum íslenzk nöfn ef
þau hafa ekki fengið slik áður.
„Það er alltaf eitthvað um það,
að við fáum þessa sjaidgæfu fiska
hingað til athugunar og undanfar-
ið hefur verið skemmtilega mikið
af þessum sendingum," sagði
Gunnar Jónsson, er Morgunblaðið
heimsótti bækistöðvar Hafrann-
sóknastofnunar. Gunnar sagði það
vera mjög gagnlegt að fá vitneskju
um útbreiðslu sjaldgæfra fiska við
Island og æskilegast væri að fá
fiskana í hendur. Með því móti
væri hægt að gera ýmsar rann-
sóknir á fiskunum, en vitneskja
um margar þessar fisktegundir
væri af skornum skammti.
Á síðasta ári rannsakaði Haf-
rannsóknastofnun fjölbroddabak,
en sú fisktegund hafði ekki áður
fengizt við Island svo vitað sé. I
bæklingi um nýjar fisktegundir á
íslandsmiðum segir Gunnar Jóns-
son meðal annars, að hér hafi
fjölbroddabakur fyrst fundizt í
leiðangri Hafrannsóknastofnunar
á rannsóknaskipinu Bjarna Sæ-
mundssyni djúpt undan Suðvest-
urlandi í apríl 1980.
Fiskur þessi hefur fundizt í
vestanverðu Miðjarðarhafi, NA-
Atlantshafi, við Azoreyjar, við
SV-írland og hér við SV-Island, í
NV-Atlantshafi, í Davíðssundi við
V-Grænland, við Nýfundnaland og
víðar. Fjölbroddabakur er frekar
lítill fiskur, sá stærsti sem veiðst
hefur var 41 cm. Litur er gráblár
að ofan, en dökkblár að neðan.
Hann er mjög dökkblár í kringum
munninn og á tálknlokum. Hann
er langvaxinn og mjög þunnvax-
inn.
Þá fékkst hér við land á síðasta
ári fiskur af angaætt og einnig
hann er nýr hér við land. Ekki var
Gunnar alveg viss um hvað þarna
var á ferðinni og sendi fiskinn því
til kollega síns í Þýzkalandi til
greiningar. Þá fékk hann einnig í
fyrra í hendurnar furðulegan fisk
austan af Héraðsflóa og sendi
þann fisk sömuleiðis til Þýzka-
lands til að fá gripinn staðsettan í
kerfinu.
Notar trjónuna til
að róta í botninum
Morgunblaðið hefur undanfarið
sagt frá sædjöflum og ennisfisk-
um, en einkum er sá síðarnefndi
sjaldgæfur við ísland. Gunnar gaf
fiski þessum nafn og var það ekki
erfitt, þar sem fyrirbærið er með
hátt enni og greindarlegt mjög,
eins og sjá mátti á myndum í Mbl.
á fimmtudag í síðustu viku.
Fiskur þessi er fjórði eða
fimmti ennisfiskurinn, sem feng-
izt hefur hér við land samkvæmt
upplýsingum Gunnars Jónssonar.
Skipverjar á Faxa fengu hann í
net vestur af Reykjanesi. Vestur á
ísafirði er einn ennisfiskur í
athugun hjá Guðmundi Skúla
Bragasyni, útibússtjóra Haf-
rannsóknastofnunar, og loks er að
nefna ennisfisk, sem kom í net
skipverja á Hvalnesi vestur af
Reykjanesi aðfaranótt fimmtu-
dags. Undanfarið hafa ennisfiskar
því tæpast verið sjaldgæfir, en því
miður skila furðufiskar sem
ennisfiskar sér ekki ævinlega til
fiskifræðinga.
Um sædjöful er það að segja, að
slíkir finnast alltaf af og til við
landið, en enn þá eru þeir taldir
með sjaldgæfum fiskum. Tveir
sædjöflar voru í geymslum Haf-
rannsóknastofnunar er Mbl. leit
þar við, og á dögunum greindi
blaðið frá „djöfsa", sem skipverjar
á Hafeminum RE fengu í net sín
vestur af Garðskaga og útibúið á
ísafirði fékk fyrir nokkru sædjöf-
ul í hendur.
Tveir trjónufiskar fengust á
síðasta ári á talsverðu dýpi sunn-
an við Vestmannaeyjar. Árið 1968
skrifaði Gunnar Jónsson um
trjónufisk í Náttúrufræðinginn og
segir þar, að í maí 1957 hafi veiðzt
nokkrir trjónufiskar djúpt úti af
Reykjanesi í rannsóknarleiðangri
undir stjórn dr. Jakobs Magnús-
sonar, fiskifræðings. Síðan hafa
nokkrir trjónufiskar veiðzt á
miklu dýpi undan suðvestur- og
vesturströndinni.
Trjónufiskur er allstór fiskur og
getur orðið 136 cm langur eða
jafnvel lengri. Hann er auðþekkt-
ur á oddmjórri og framteygðri
trjónunni, sem hann notar til að
róta eftir fæðu í botnleir. Hann er
skyldur geirnyt og digurnef og
telst til sama ættbálks, hámús-
anna, undirflokkur hákettir.
Trjónufiskur telst hins vegar til
eigin ættar, trjónuættar. Trjónu-
fiskar hafa fundizt á 520—1463 m
dýpi í N-Atlantshafi beggja vegna,
þ.e. undan ströndum N-Ameríku
og vestan Irlands svo og á djúp-
miðum sunnan, suðvestan og vest-
an íslands. Tilraunir hafa sýnt, að
trjónufiskur er vel ætur og hefur
hann bæði verið soðinn og steiktur
hjá Rannsóknastofnun fiskiðnað-
arins, snæddur þar og þótti
smakkast vel.
Þá brá íiskiíræð-
ingnum í brún
Á fimmtudag barst enn ein
skepnan í hendur Gunnars Jóns-
sonar og sannast sagna brá fiski-
fræðingnum heldur en ekki í brún
er hann sá grip þennan. Þarna var
svarthveðnir á ferðinni, en í riti
Bjarna Sæmundssonar, Fiskarnir,
segir að svarthveðnir verði 40—70
cm á lengd. Þessi skepna var þó
talsvert lengri, því hún mældist
yfir 90 cm og var nema von að
fiskifræðingnum brygði. Það voru
Henning Fredreksen og hans
menn á Hásteini ÁR 8, sem fengu
þetta flykki í net á miðvikudag og
Snorri Snorrason, verkstjóri í
frystihúsinu á Stokkseyri, sendi
fiskinn þegar til Hafrannsókna-
stofnunar.
Um svarthveðni segir Bjarni
Sæmundsson í bók sinni, að hann
sé heldur fágætur, en útbreiðslu-
svæði hans nái frá Miðjarðarhafi
norður að Þrándheimi og vestur
til íslands. Hér við land fékkst
hann fyrst af þýzkum togara árið
1948. Svarthveðnir er náskyldur
bretahveðni.