Morgunblaðið - 12.04.1981, Side 19

Morgunblaðið - 12.04.1981, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 19 Leirlistamenn stofna félag LEIRLISTAMENN hafa nú bund ist samtökum. Félag íslcnskra leirlistamanna var stofnaö þann 27da mars síðastliðinn ok voru stofnendur ellefu talsins. Leirlista- menn se«ja helstu markmið með stofnun félaKsins að efla leirlist á íslandi otc kynna íslendinKum sem og útlendinKum islenska leirlist. Félagsmenn a'tla sér að stofna til sambanda við útlend söfn ok út- lenskar sýninKar — komast i samband við umheiminn, eins ok þeir orðuðu það á fundi með blaðamönnum. FélaKÍð mun cinnÍK vinna að ýmsum haKsmunamálum leirlistamanna ok stuðla að mciri samvinnu þeirra á meðal. En hvernig skyldi leirlista- mönnum ganga að lifa af sinni leirlist? Haukur Dór sagði sér hefði gengið prýðilega vel: Hann byggi í einbýli á Arnarnesi — en yfirleitt væri það nú svo, að leirlistamenn ættu bágt með að lifa af sinni leirlist. Mjög erfitt væri að komast af stað, af því stofnkostnaður væri mikill: — Þetta er svipað og að koma upp tannlæknastofu, sagði einhver. En þetta er allt afskaplega skemmtilegt þó vinnudagurinn sé oft langur. — Það skiptir mestu að komast að samkomulagi við efnið, sagði Gestur Þorgrímsson og kona hans, Sigrún, tók þá að vitna í útlenda og kannski löngu dauða menn og sagði, að leirlist væri ekki atvinnugrein, heldur sjúkdómur. Þar höfðu blaðamenn það. Svo sögðu leirlistamenn að mjög mikill áhugi væri fyrir leirlist meðal íslendinga, þó hans gætti nú ekki í innkaupum Listasafns íslands! Leirlistamenn ætla að halda samsýningu á verkum sínum á listahátíð 1982, og þeir ætla líka að safna heimildum um sögu leirlistar á Islandi, en leirbrennslur hófust hér uppúr aldamótum. Félagsmenn hafa mikinn áhuga á því að koma upp yfirlitssýningu íslenskra leir- muna. Steinunn Marteinsdóttir mun hafa umsjón með söfnun heimilda um leirlistarsögu og skulu þeir sem eitthvað þekkja til leir- brennslu á fyrri hluta aldarinnar snúa sér til hennar. Stofnendur hins nýja félags eru þau BorKhildur Óskarsdóttir, Edda Óskarsdóttir, Elísabet Haraldsdótt- ir, Gestur Þorgrímsson, Guðný Magnúsdóttir, Haukur Dór Stulu- son, Jóna Guðvarðardóttir, Jónína Guðnadóttir, Kolbrún Björgólfs- dóttir, Sigrún Guðjónsdóttir og Steinunn Marteinsdóttir. I stjórn Félags íslenskra leirlista- manna voru kjörnar þær Edda Óskarsdóttir, Jónina Guðnadóttir og Steinunn Marteinsdóttir. — Það bíða okkar ótal skemmtileg verk- efni, segja leirlistamenn. Stofnendur Félags íslenskra leirlistamanna á svölunum hjá Gesti og Rúnu. Á myndina vantar Guðnýju Magnúsdóttur og Kolbrúnu Björgólfsdóttur. Ljósm. Ól.K.M. Nokkrir þátttakenda í meistarakeppni Klúbbsins og Útsýnar. Myndin var tekin á fimmtudagskvöldið áður en undankeppnin hófst. Ljósm. Kmiiía. Meistarakeppni Klúbbsins og Útsýnar: Um 70 manns tóku þátt í undankeppninni ÞAÐ VAR margt um manninn f veitingahúsinu Klúhbnum sið- astliðið fimmtudagskvöld, en þá stóð þar yfir undanúrslitakeppni fyrir danskeppnina sem þar mun fara fram í kvöld. sunnudags- kvöld. Klúbburinn hefur um ára- bil vcrið leiðandi aðili i dans- keppnum af ýmsu tagi og hafa danskeppnir þar oftast verið haldnar í samvinnu við Ferða- skrifstofuna Útsýn og hina ýmsu dansskóla í Reykjavik. Að þessu sinni er um nýstárlega keppni að ræða, „Meistarakeppni í samkvæmisdönsum", sem haldin er í samvinnu við Útsýn og nokkra dansskóla í Reykjavík. Er keppt í rúmbu, jive og jassballet og einnig í svokölluðu „free style disco". í samkvæmisdönsunum er um að ræða parakeppni en para- hópkeppni í jass-ballett og „free style disco“. Keppni þessi er með töluvert öðru sniði en fyrri danskeppnir á vegum Klúbbsins. Fer keppni nú fram á 4. hæð þar sem ljósagólfið á jarðhæðinni hentar ekki fyrir samkvæmisdansa. Þar hefur nú verið sett upp sérstakt discotek til að flytja tónlistina fyrir keppend- ur. Mikil þátttaka var í undan- keppninni á fimmtudaginn og kepptu þá rúmlega 70 manns. Voru þrjú pör valin til að taka þátt í úrslitakeppninni í sam- kvæmisdönsum, þrír hópar til að keppa til úrslita í jass-ballett og tveir hópar til að keppa til úrslita í „free styie disco“. Urslitakeppnin fer svo fram í kvöld kl. 21.00 sem áður segir. Dómnefndina skipa: Guðrún Páls- dóttir, Hermann Ragnar Stef- ánsson, Iben Sonne, Ingibjörg Jóhannsdóttir og Órn Guð- mundsson. Ferðaskrifstofan Út- sýn veitir sigurvegurunum rausn- arleg verðlaun og nema þau sam- tals kr. 10.000,00. SPARNAÐAR TÍMABIL DÆMI UM MÁNAÐARLEGA INNBORGUN SPARNAÐUR í LOK TÍMABILS IÐNAÐARBANKINN LÁNAR ÞÉR RÁDSTÖFUNAR- FÉ MEÐ VÖXTUM MÁNAÐARLEG ENDURGREIÐSLA ENDURGR. TÍMABIL 3 , man. 700.00 1.000.00 1.500.00 2.100.00 3.000.00 4.500 nn 2.100.00 3.000.00 <• cnn nn 4.277.50 6.130.00 741.60 1.059.40 2.0CC.0Ö 6.000.00 t.JWV.UV 6.000.00 12.260.00 TT5®9!lí 2.118.80 man. 5 , man. no DW.. _ 1.000.00 1.500.00 2.000.00 3.000.00 jnoo.oo 7.500.00 10.000.00 3.000.00 5.000.00 7.500.00 ÍC.000.00 6.217.50 10.362.50 15.541.25 20.725.00 653.95 1.089.95 1.634.95 2.179.90 5 . man. 9 , man. 800.00 1.000.00 1.500.00 2.000.00 7.200.00 9.000.00 13.500.00 18.000.00 7.200.00 9.000.00 13.500.00 18.000.00 15.638.00 ,5.177.50 28.763.75 38.355.00 922.21 1.152.75 1.729.15 3.306.10 9 . man. HÆKKUN í FLOKKUM. VERÐTRYGGING EF ÞÚ VILT Hæsta innborgun á mánuði er nú 2000 krónur. Stysta innborgunartímabii er 3 mánuðir. Að öðru leyti velur þú bæði innborgunarupphæð og lengd innborgunartímabils. Allt eftir þínum eigin þörfum. Svo höfum við stofnað nýjan lánaflokk: Verðtryggð IB-lán. Þau eru fyrir þá sem verðtryggja vilja innborgun sína, sem og lánið. Þau gilda fyrir sparnað í lengri tíma. Þá bætist verðtrygging við í hverjum mánuði. Þannig hefur þú til ráðstöfunarað loknu innborgunartímabili: Sþarnað þinn + verðbætur + vexti og IB-lán. Samtals aeta he«2 Oröio vSrL'íe2ar upphæðir. Athugaðu að þú mátt hækka innborganir og lengja sparnaðartíma. Einnig getur þú geymt þér réttinn til lántöku. Allt eftir efnum og ástæðum. Því segjum við aftur: Það býður enginn annar IB-lán. Bankiþeirra, sem hyggja aó framtlóinm Iðnaðarbankinn Akureyri: Glerárgata7 Reykjavík: Hafnarfjörður: Strandgata 1 Dalbraut 1, Drafnarfell 14-16 Selfoss: Austurvegur38 Háaleitisbraut 58-60, Lækjargata 12 1!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.