Morgunblaðið - 12.04.1981, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 12.04.1981, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 25 Nýja Galleríið Að Laugavegi 12. á annarri hæð, hefur verið opnaður nýr sýningarsalur er hefur hlotið nafnið „Nýja galleríið“. Mér er fullkomlega ókunnugt um að- standendur þess og þá stefnu er þeir hyggjast marka sér. En það er rétt og skylt, að geta þess er nýir sýningarsalir opna í mið- borginni því að slíkir ættu að geta stuðlað að því að gera borgarbraginn mannlegri. Húsa- kynnin eru lítil en snotur og vel mætti koma þar fyrir ágætum sýningum ef vel yrði á málum haldið, en það er mikill vandi að reka sýningarsal svo vel fari í höfuðborginni. — Að sjálfsögðu óskar maður sýningarsalnum alls góðs í framtíðinni og svo er að bíða og sjá hvað fram kemur. — Það er ungur nýliði, Hreggviður Hermannsson, sem sýnir um þessar mundir og kemur hann undirrituðum fyrir sjónir sem dæmigerður tóm- stundaföndrari í listinni. Hér er eftir BRAGA ÁSGEIRSSON um teikningar að ræða, sem eru hvergi nærri nógu tæknilega útfærðar né traustlega byggðar upp. Hér ráða tilviljanir og hugdettur svo sem einkennir þá er fleyta sér á yfirborðinu og eiga langt í land til þess áfanga að ná að tengja vinnubrögð sín innri lífæðum listsköpunar. Engu er hægt að spá hér um framtíðina — hún liggur í hönd- um gerandans sjálfs, vinnu- brögðum hans og þrautumgleði við að skóla sig og mennta. Rissmynd af kirkjunni og safnaðarheimilinu. Sr. Sigurður Pálsson: Selfosskirkja 25 Selfosskirkja var vígð á pálma- sunnudag 1956. Hafði undirbún- ingur þeirrar hátíðar þá staðið í 23 ár. Margar hindranir urðu á þeirri leið. Eins og venja er sýndist sitt hverjum um það efni. Sumir töldu að kirkjubygging væri ótímabær. Hér vantaði skóla, félagsheimili og sjúkrahús. Og vissulega vantaði allt þetta þá. Samt varð það úr að kirkjan var reist á 4 árum eins og hún er nú. Og hvað hefur gerst í bæjarmál- um síðan? Skólar hafa risið miklu meiri en nokkurn mann dreymdi þá um. Sjúkrahús er risið og félagsheimili í byggingu. Bygging þess hefur þó mætt afgangi, vegna þess að hér voru önnur hús, sem bættu að verulegu leyti úr þörfum fyrir það. Hér hefur risið eitt fullkomnasta íþróttahús landsins, sem engan dreymdi þá um. Lítil- fjörlegum fótboltavelli, sem þá var að verða til, hefur verið breytt í fullkomið íþróttasvæði. Er þá ótalið það stórvirki að endur- byggja nær allar götur bæjarins og leggja á þær slitlag, nema nýjasta hverfið. Þá var það svo fjarlæg hugsun að menn töluðu ekki um það nema í hljóði, til að forða sér frá að verða að athlægi. íbúatala staðarins hefur meira en tvöfaldast og hann hefur fengið bæjarréttindi. Sá tími er að hefj- ast að forysta bæjarmála er að komast í hendur innfæddra Sel- fyssinga og mun það hafa í för með sér meiri festu í bæjarmálum. Það er ekki venja hér á landi að hrósa sveitarstjórnum eða veita þeim óflokksbundið hrós. Þegar við lítum yfir sögu Sel- foss síðastliðin 25 ár, með þessar staðreyndir í huga, er skylt að ára viðurkenna að margt hefur verið vel gert hér þrátt fyrir mistök á sumum sviðum. Þökk sé þeim, sem hér hafa verið að verki. Þetta yfirlit sýnir áþreifanlega, að ekki þarf ein framkvæmd að standa í vegi fyrir annarri þegar hagsýni og framtak vinna saman. Þegar kirkjubyggingin hófst, var orðið vandræðaástand hér með að geta framkvæmt helgiat- hafnir. Varð að leita til annarra kirkna, en þær voru þá of litlar til að geta bætt úr þessum vanda. Og nú er ástandið orðið líkt. Hin mikla fólksfjölgun með vaxandi vandamálum kallar á aukna fé- lagslega starfsemi i söfnuðinum, sem engin tök eru að sinna nema með auknum húsakosti. Mörgum er óljóst að lausn þessa vanda hvílir á almenningi. Margir halda að þetta sé mál ríkis og sveitarfélaga en svo er ekki. Hin árlegu kirkjugjöld sem ríkisvaldið heimilar að leggja á sóknarfólk eru svo lág að þau duga ekki fyrir hita og hirðingu kirkjuhúsanna nema hjá stóru söfnuðunum. Fé til allra framkvæmda verður söfnuð- urinn að safna með öðru móti og er þá eina leiðin að safna gjöfum. Nú er hafin ný framkvæmda- lota. Árið 1978 var steyptur grunnur undir safnaðarheimili, turn og forkirkju. Síðastliðið sumar voru veggir safnaðarheim- ilisins steyptir upp og nú er bráðnauðsynlegt að geta haldið áfram. Þetta virðist mikið átak en verður mjög létt ef allir sameinast um það. Verðugt er að Selfossbú- ar, krýni undangengið framfara- tímabil með því að hrinda þessu máli í framkvæmd og til stuðnings hollu menningarlífi framtíðarinn- ar. Vænta má þess að ungir og gamlir allir sem einn leggi fram gjafir sínar á þessu afmælisári kirkjunnar. ófriðar dregur. í hverra þágu eru allar þessar staðhæfingar?" Kjarnorku- vopnalaus Nordurlönd Innan vinstri flokka á Norður- löndunum hafa menn af og til dustað rykið af þeirri hugmynd, sem Uhro Kekkonen, forseti Finnlands, nefndi fyrst 1963 um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum. Vinstrisinnar hafa oftar en einu sinni hreyft þessu máli á Norðurlandaráðs- þingum nú síðast í Kaupmanna- höfn. Tilgangurinn með talinu um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd er í raun að slá ryki i augu almennings og þjónar það því sama tilgangi og blaður her- stöðvaandstæðinga um kjarnorku- vopn í tengslum við ísland. Hvergi á Norðurlöndunum eru kjarnorku- vopn, það er staðreynd. Á það hefur hins vegar verið bent, að í næsta nágrenni Norðurlanda, við landamæri Noregs og Finnlands, hafa Sovétmenn kjarnorkuvopn og einnig um borð í sex kafbátum af Golf-gerð, sem hafa bækistöð á Eystrasalti. Yfirlýsing um kjarn- orkuvopnalaust svæði á norður- hveli jarðar í Evrópu ætti ekki að takmarkast við Norðuriöndin heldur ætti hún einnig að ná til eina kjarnorkuveldisins í þessum hluta heims, Sovétríkjanna. Gegn þessum rökum segja nor- rænir vinstrisinnar næsta lítið en halda áfram að berja hausnum við steininn, ekki endilega vegna þess að þeir séu fullir sannfæringar í málflutningi sínum heldur telja þeir það málstað sínum til fram- dráttar að ala á hræðslu fólks með tali um kjarnorkuvopn. Á norræn- um vettvangi eins og hér á landi er hræðsluáróðurinn haldreipi mestu sérvitringahópanna til vinstri. Sovétmenn leggja þessu fólki ótrauðir lið sitt og nú hafa' þeir í fyrsta sinn gengið svo langt, að taka undir það með herstöðvaand- stæðingum á íslandi, að hér á landi kunni að leynast kjarnorku- vopn. Boöskapur Novosti Hér á landi starfrækir sovéska sendiráðið áróðursskrifstofu undir heitinu Novosti og gefur hún meðal annars út ritið Fréttir frá Sovétríkjunum með liðssinni þeirra Maríu Þorsteinsdóttur og Hauks Más Haraldssonar, blaða- fulltrúa ASÍ. Þegar mikið liggur við taka þau sig einnig til og skrifa „friðargreinar" í þágu Sovétríkjanna í blöð eins og Dagblaðið og Þjóðviljann. Novosti sendir til fjölmiðla og annarra ýmislegt efni, sem endurspeglar auðvitað allt skoðanir og stefnu húsbændanna í Kreml. í kringum 24. mars barst Morgunblaðinu grein frá Novosti eftir Ilja Baran- ikas „fréttaskýranda" um Norður- löndin og kjarnorkuvopnalaus svæði. í þessari grein er því haldið fram, að Noregi, Danmörku og íslandi megi á svipstundu breyta í kjarnorkuárásarstöðvar á Sovét- ríkin (kenning Ólafs R. Grímsson- ar). Um ísland segir „fréttaskýr- andinn“ samstarfsmaður Maríu og Hauks Más hjá Novosti: „Hvað ísland snertir, þá eru öllum kunnar ráðagerðir um stækkun bandarísku herstöðvar- innar í Keflavík. Þar er ráðgert að byggð verði þrjú flugskýli fyrir „Fantom“-flugvélar. Þessar flug- vélar bera kjarnorkuvopn. Það er talið mjög sennilegt, að kjarn- orkuvopn séu til staðar á tslandi. Á síðast liðnu ári birtust í dag- blaðinu „Þjóðviljinn" ljósmyndir af hinu svokallaða Patton-svæði á Keflavíkurflugvelli, og af þeim mátti draga þá niðurstöðu að til staðar væri varnarbúnaður, sem venjulega er notaður þar sem kjarnorkubirgðastöðvar eru. Margir hernaðarsérfræðingar telja og þar á meðal eru banda- rískir, að kjarnorkuvopn séu stað- sett á íslandi." Langt er siðan gleggra dæmi um lygafréttamennsku eða það, sem á erlendum málum er nefnt „disin- formation" og vitað er, að Sovét- menn ástunda af miklu kappi, hefur birst um ísland. í þessari klausu er öllúm hefðbundnum aðferðum lygafréttamannsins beitt. Eins og Sovetskaja Rossyia gerði 27. mars vitnar „fréttaskýr- andi“ Novosti auðvitað í Þjóðvilj- ann, þegar hann spinnur lygavef sinn. Kröftug mótmæli Ekki er að efa, að herstöðvaand- , stæðingar gleðjast yfir því, að með | brölti sínu hefur þeim loks tekist að draga athygli vina sinna í Sovétríkjunum að áróðri sínum hérlendis. Þeir hafa áorkað því, sem Morgunblaðið og Tíminn vör- uðu sérstaklega við á síðasta sumri, að fá Sovétmenn til að taka fremur mark á stuðningsmönnum sínum hér en íslenskum stjórn- völdum. „Fréttaskýrandi" Novosti lætur þess auðvitað að engu getið í lygafrétt sinni, hvað Ólafur Jó- hannesson og aðrir stjórnmála- menn íslenskir en úr röðum kommúnista sögðu um þessi mál á síðasta sumri. Lygafréttamennsk- an þolir auðvitað ekki staðreyndir og þær eru bannorð í kokkabókum KGB. Hvernig væri, að Íslend- ingar á launum hjá Novosti reyndu að koma hinu sanna um land sitt og þjóð á framfæri við yfirboðara sína? Ólíklegt er, að þau María Þorsteinsdóttir og Haukur Már Haraldsson kveðji sér hljóðs út af þessu máli, enda er það aðalatriðið í „friðarboðskap“ þeirra, að kjarnorkuárás verði gerð á ísland, og þau fagna því vafalaust, að Sovétmenn eru að fikra sig í þá átt, að þeim finnist réttlætanlegt að gera slíka árás. í kjarnorkuumræðunum á síð- asta sumri hélt Ólafur Jóhannes- son fast á málstað íslands gagn- vart Bandaríkjastjórn til að fá í eitt skipti fyrir öll málin á hreint. Nú þarf utanríkisráðherra og ráðuneyti hans að mótmæla kröft- uglega við Sovétrikin út af lyga- frétt, sem út er gefin á ábyrgð sovéska sendiráðsins í Reykjavík. „Fréttaskýrendur“ Novosti segja ekki annað en það, sem samþykkt hefur verið á æðri stöðum, því að þeir eru eins og allir aðrir þegnar Sovétríkjanna starfsmenn hús- bændanna í Kreml. Hafi Sovét- stjórnin skipt um skoðun síðan Kosygin flutti ræðu sína í sept- ember 1977, þarf að upplýsa það á opinberum vettvangi, hvaða ástæður liggja þar að baki. Ekki á að láta staðar numið í mótmæla- aðgerðum gagnvart Sovétstjórn- inni, fyrr en fyrir liggur skrifleg og opinber viðurkenning hennar á því, að „fréttaskýrandi" Novosti fari með rangt mál. Við fram- kvæmd stefnu sinnar í þessu máli má íslenska ríkisstjórnin ekki láta neinn bilbug á sér finna. Eða hefur ríkisstjórn íslands sam- þykkt flutning kjarnorkuvopna til landsins síðan utanríkisráðherra gaf yfirlýsingu sína 11. ágúst .síðastliðinn?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.