Morgunblaðið - 12.04.1981, Qupperneq 26
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA?
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981
ALÞ YÐULEIKHUSIÐ:
Stjórnleysingi annað kvöld
SKÓLAKÓR GARÐABÆAR:
Vortónleikar í Bæjarbíói
í kvöld sýnir Alþýðuleikhúsið
Stjórnleysingi ferst af slysförum
ok er það næst-síðasta sýninií
fyrir páska. en StjórnleysinKÍnn
verður einnig sýndur að kvöldi
skírdags.
Þar segir frá dára nokkrum sem
villist í hendurnar á lögreglunni í
Mílanó, en brátt má ekki á milli
sjá hver hafi lent í höndum hvers,
því dárinn heldur uppi sprelli
miklu. Hann fær lögregluna til að
trúa því að hann sé rannsóknar-
dómari, sendur frá höfuðstöðvun-
um í Róm. Svo slysalega vildi til
nokkru áður, að stjórnleysingi
sem var í yfirheyrslu á lögreglu-
stöðinni flaug skyndilega út um
glugga á fjórðu hæð og lét lífið og
var lögreglan tví- og jafnvel þrí-
saga hvernig þetta hafði getað
gerst. Dárinn ákveður að rann-
saka málið.
Bjarni Ingvarsson hefur nú tek-
ið aftur við hlutverki sínu, en
Borgar Garðarsson hefur leikið
það meðan Bjarni var í leikför
með Pæld’íðí. Aðrir leikendur eru
Þráinn Karlsson, Viðar Eggerts-
son, Arnar Jónsson, Björn Karls-
son og Elísabet Þórisdóttir.
Eiríkur Árni við eina af
myndum sínum
Sýningu
Eiríks
Arna að
Ijúka
í dag lýkur sýningu Eiríks
Árna Sigtryggssonar sem
haldin er á vegum Hafnfirsku
menningarvökunnar, og er
opið í dag frá kl. 14—22. Á
sýningunni sem er til húsa að
Reykjavíkurvegi 66, Hafnar-
firði, eru 58 olíumálverk og 10
vatnslitamyndir.
Þetta er áttunda einkasýn-
ing Eiríks Árna, en hann hefur
starfað að tónlistar- og mynd-
listarmálum á íslandi og í
Svíþjóð, þar sem hann starfar
nú við tónlistar- og myndlist-
arkennslu. Hann var um 5 ára
skeið stjórnandi karlakórsins
Þrasta í Hafnarfirði.
Vortónleikar Skólakórs Garða-
bæjar verða haldnir í Bæjarbiói í
Hafnarfirði á morgun og hefjast
kl. 17.15.
Á efnisskránni eru alls 28 lög,
mörg þeirra eftir tónskáld frá 16.
og 17. öld og nokkur eftir síðari
tíma tónskáld. Þá eru á söng-
skránni sex íslenzk þjóðlög í
útsetningu Jóns Ásgeirssonar,
í dag verða haldnir tónleik-
ar í Grindavíkurkirkju og
hefjst þeir kl. 15.
Þar mun Sigurður Pétur
Bragason tenórsöngvari, Árni
Róberts A. Ottóssonar og Sigur-
sveins D. Kristinssonar. Loks eru
á efnisskránni sjö lög frá Norður-
löndum en kórinn fer í söngferða-
lag til Noregs og Svíþjóðar í næsta
mánuði í boði norræna félagsins í
Asker og Heggedal- Barn- og
ungdomskor og íslendingafélag-
anna í Svíþjóð. Stjórnandi Skóla-
kórs Garðabæjar er Guðfinna
Dóra Ólafsdóttir.
Sighvatsson baritónsöngvari,
Haraldur Árni Haraldsson
básúnuleikari og Úlrik Ólason
orgelleikari flytja verk eftir
ýmsa höfunda, bæði innlenda
og erlenda.
Pissani (Bjarni Ingvarsson) og lögreglustjórinn (Arnar Jónsson)
reyna að hafa stjórn á félaga sínum Bertozzo (Viðar eggertsson).
Dárinn (Þráinn Karlsson) hefur gaman af.
Vorsýning Myndlist-
arskólans í Reykjavík
Skólakór Garðabæjar
Tónleikar í
Grindavíkurkirkju
VORSÝNING Myndlistarskólans
í Reykjavík verður opnuð í dag,
og stendur hún til 20. apríl. Það
er orðinn árlegur viðburður að
nemendur Myndlistarskólans
sýni verk sín í páskavikunni. Að
þessu sinni er lögð megináherzla
á módelteikningu. dúkristu og
vatnsliti.
Módelteikning er kennd í fjór-
um deildum skólans, og eru kenn-
arar Hringur Jóhannesson, Ragn-
ar Kjartansson og Sigurður Þórir
Sigurðsson. Dúkrista er nú sérstök
deild, en var áður einungs kennd
innan unglingadeildar — kennari í
dúkristu er Valgerður Bergsdóttir.
Vatnslitadeild tók aftur til starfa í
vetur eftir nokkurt hlé en þar
kennir Gunnlaugur Stefán Gísla-
son. Þá hefur skólinn alla tíð lagt
ríka áherzlu á höggmyndadeildir
og var til skamms tíma eini
skólinn á landinu er sinnti slíku.
Myndlistarskólinn í Reykjavík
tók til starfa árið 1947 og var þá
rekinn af Félagi fristundamálara.
Fijótlega var hann þó gerður að
sjálfseignarstofnun og fékk styrk
frá ríki og borg. Skólinn var lengst
af í Ásmundarsal en haustið 1978
fluttist hann að Laugavegi 118 og
var þá fyrst hægt að sinna að fullu
eftirspurn eftir skólavist. Hlut-
verk skólans er margþætt — hann
annast fullorðinsfræðslu í ríkum
mæli á ýmsum sviðum mynd-
mennta og undirbýr nemendur
undir frekara myndlistarnám. Þá
eru barna- og unglingadeildir
skólans fjölmennar. Nemendur
greiða sem samsvarar 'A af
rekstrarkostnaði en að öðru leyti
er reksturinn fjármagnaður af
ríki og borg.
Kennarar í vetur eru
16 talsins en deildir 21. Skólastjóri
Myndlistatskólans í Reykjavík er
Katrín Briem.
Kiíbönsk mynd
í Regnboganum
Á morgun. mánudag. hefjast
i Regnhoganum sýningar á
kúbönsku kvikmyndinni
„Lucía“ eftir Humberto Solás.
Mynd þessi var gerð árið 1968
og er 'ein þekktasta kvikmynd
Kúbumanna til þessa. Hún
hiaut á sínum tíma fjölda verð-
launa á alþjóðlegum kvik-
myndahátíðum víða um lönd.
Lucía er löng mynd, sýn-
ingartíminn er u.þ.b. þrír tímar.
Hún er samsett úr þremur hlut-
um og fjallar hver hluti um
ákveðið tímabil í kúbanskri
sögu. Kona er aðalpersóna í
hverjum hluta, og heita allar
konurnar Lucía. Hin fyrsta
Lucía er uppi skömmu fyrir
aldamót, og lifir frelsisstríð
Kúbumanna gegn Spánverjum.
Hún er af ríku fólki komin og
flækist inn í atburði styrjaldar-
innar vegna þess að biðill henn-
ar er Spánverji, en bróðir henn-
ar er í uppreisnarhernum. Næsti
hluti gerist árið 1933. Enn er
barist fyrir sjálfstæði Kúbu.
Harðstjóra er steypt af stóli og
við tekur framfarasinnuð stjórn,
sem verður þó fljótlega spilling-
unni að bráð. Lucía þess tíma er
einnig af borgarastétt, en verður
ástfangin af uppreisnarmanni og
segir skilið við stétt sína til að
fylgja honum. Þriðji og síðasti
kaflinn gerist svo eftir 1960. Þar
er Lucía alþýðustelpa, sem vill fá
að læra að lesa og skrifa en fær
það ekki fyrir afbrýðisömum
eiginmanni, sem lokar hana inni
til að hafa hana fyrir sig einan.
í öllum sögunum þremur er
verið að fjalla um konuna og
hlutskipti hennar, þátt hennar í
baráttunni fyrir betra samfé-
lagi. Hverju söguskeiði eru gerð
afar sannfærandi skil, bæði
leikrænt og myndrænt. Leikkon-
urnar þrjár, sem leika Lucíu, eru
hver annarri betri: Raquel Revu-
elta, Eslinda Nunez og Adela
Legrá.
Lucía er svart-hvít mynd,
sýnd með spönsku tali og ensk-
um skýringartextum. Hún verð-
ur aðeins sýnd í nokkra daga.