Morgunblaðið - 12.04.1981, Síða 33

Morgunblaðið - 12.04.1981, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 33 Tillaga Davíðs Oddssonar og Alberts Guðmundssonar í borgarráði: Ekkert réttlætir byggð norðan Rauðavatns Þessar myndir voru teknar á föstudaginn. Önnur sýnir svæöiö norðan Rauöavatns og sjást snjóskaflar í hálendinu, þar sem hin nýja byggð á að rísa samkvæmt hugmyndum vinstri manna. Hin sýnir Breiö- holtshverfiö og þar sést eng- inn snjór. Breiðholtsmyndin er þó tekin yfir noröausturhliðar en Rauöavatnsmyndin yfir suö- urhlíöar. Sjö aðfínnslur Sjálfstæöismanna við skipulagshugmyndir: Tómstundum, útivist og friðun úthýst „SkipulaxstillaKan «erir ráð fyrir því að verulegur þáttur i uppbygginKU Reykjavikur á allra næstu árum fari fram á heiðum uppi norðan Rauðavatns. Bornar- ráð tclur að enn séu enitar þær forsendur fyrir hendi sem réttlæti að Kera ráð fyrir því svæði sem byKKÍngarlandi fyrir Reykjavik á næstu árum og rcyndar sé flest sem til þess bendi að þetta svæði komi aldrei til álita sem byggingarland fyrir borgina. Þessum þætti tillog- unnar er því visað frá.“ Þannig hljóðar tillaga.sem borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þeir Davíð Oddsson og Albert Guð- mundsson lögðu fram í borgarráði föstudaginn 10. apríl. Flutnings- menn rökstyðja þá skoðun sína, að ekki beri að.„skipuleggja byggð á heiðum uppi norðan Rauðavatns með ítarlegri greinargerð. Er hún hér birt í heild: Vatnsvernd Forsendur skipulagsins á Rauða- vatnssvæðinu eru m.a. þær að létta megi af þeirri vatnsvernd sem sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér saman um og stað- fest er af félagsmálaráðherra 28. febrúar 1969. Talið var nauðsynlegt í ágúst 1980 að setja á laggirnar sérstakan vinnuhóp vísindamanna til að kanna áhrif þess, að leggja vatnsbólin Bullaugu niður sem neyzluvatnsból, á vatnasvið Elliða- ánna. Fram hefur komið með óyggj- andi hætti, að þessar athuganir séu ekki enn hafnar í raun. Því eru enn ekki neinar forsendur þess að létta vatnsvernd af Bullaugnasvæðinu og setja allt neyzluforðavatnsbúr borg- arinnar á einn stað, Heiðmerkur- svæðið. Engar viðræður hafa átt sér stað við nágrannasveitarfélögin sem eru aðilar að hinu staðfesta sam- komulagi um vatnsverndina og því ekkert um þeirra sjónarmið vitað. Ljóst er að vatnsvernd verður ekki létt af nema að um það náist samkomulag við nágrannasveitarfél- ögin. Örugg og næg neyzluvatnsból eru einn höfuðlandkostur hverrar byggðar og neyðin þarf að vera mikil til þess að réttlætanlegt geti verið að taka einhverja áhættu í þeim efnum. Sprungusvæði Jarðfræðilega er Rauðavatns- svæðið ekki rannsakað svo fullnægj- andi sé. Þannig hafa til að mynda ekki átt sér stað þær jarðvegs rannsóknir sem unnar voru í sam- bandi við undirbúning aðalskipu- lagsins 1977 á norð-austursvæðinu. Þó er alvarlegra, að fram hafa komið aðvaranir þeirra jarðvísindamanna sem gleggst þekkja til varðandi Rauðavatnssvæðið sem gera það óverjandi að ætla á þessu stigi að það svæði verði það framtíðarbygg- ingaland borgarinnar, sem grípa á til á allra næstu árum. Vísindamenn telja að svæðið sé eitthvert þéttriðn- asta sprungusvæði landsins og hafa áréttað að umfangsmiklar rann- sóknir þurfi til að koma, áður en að hægt sé að taka ákvörðun um að koma byggð fyrir á svæðinu. Yfirlýs- ingar þeirra sem að lítt athuguðu máli kasta því fram, að vel megi „Við borgarráðsmenn Sjálfstæð- isflokksins fluttum á föstudaginn 8 tillögur á fundi ráðsins. þar sem mótmælt er þeim atriðum, scm við teljum sérstaklega ámælisverð i skipulagstillögum vinstri meiri- hlutans i borgarstjórn,“ sagði Dav- ið Oddsson, oddviti borgarstjórnar- flokks sjálfstæðismanna, þegar Mbl. sneri sér til hans. „Mest hefur verið rætt um Rauða- vatnssvæðið og annmarka á því,“ byggja á svæðinu þrátt fyrir hina miklu óvissu um sprungur og mis- gengi sýna mikla léttúð og ábyrgð- arleysi sem á ekki við þegar höfuð- borg landsins tekur sínar stærstu ákvarðanir. Ekki er verjandi að ætla framtíðarbyggð á svæði sem er slíkum jarðfræðilegum annmörkum háð, þegar nægir aðrir kostir eru fyrir hendi. Veðuríar Ekki er um það deilt að Rauða- vatnssvæðið er veðurfræðilega miklu óhagstæðari kostur sem bygg- ingarsvæði en þeir kostir sem byggja á því, að meðfram ströndinni verði byggt. Fyrir utan stórkostlegt veður- fræðilegt óhagræði, sem væntan- legum íbúum kæmi vissulega í koll, er ljóst að umframkostnaður borgar- innar vegna snjómoksturs og hálku- eyðingar yrði gífurlegur við það að beina byggð upp í þessa hæð inn í landinu einsog skipulagstillagan gerir ráð fyrir. Veðurfarskort af svæðinu sýna verulegan mun Rauða- vatnssvæðunum í óhag og er reyndar ljóst að veðurfar þar er mun erfiðara en á Breiðholts- og Selássvæðum, sem þó hefur valdið verulegum erfiðleikum einsog alkunna er. 17 milljörðum gkr. dýrari Fram hefur komið af hálfu gatna- máladeildar borgarverkfræðings- embættisins að kostnaður við að gera Rauðavatnssvæðið byggingar- hæft er a.m.k. 170 milljón krónum (17 milljörðum gkr) meiri en að gera þau svæði sem bent hefur verið á norðaustanvið núverandi byggð. Fram hefur komið af hálfu gatna- deildarinnar, að þessar tölur séu varlega áætlaðar, svo að skekkjur sem á slíkum útreikningum kunna að vera, séu Rauðavatnssvæðinu í óhag. Léttvæg mótrök Þessir annmarkar sem að framan eru raktir eru stórkostlegir. Það eina sem nefnt hefur verið til mótvægis þessum annmörkum og til að rétt- læta tillögugerðina er að þessi svæði séu nær núverandi byggð í Árbæ og Breiðholti og geti sótt þangað þjón- ustu og því þurfi ekki að koma henni fyrir á hinum nýju svæðum, a.m.k. ekki fyrst um sinn. Þessi mótrök eru vissulega harla léttvæg, jafnvel þótt þau stæðust, sem þau gera ekki. Allt að 15000 manna byggð sem ætluð er á Rauðavatnssvæðunum hlyti frá upphafi að þurfa að búa við eigin innri þjónustu. Hana gætu væntan- legir ibúar ekki sótt um alllangan veg yfir mestu hraðbraut landsins, Suðurlandsveginn, yfir í Árbæjar og Breiðholtshverfin. Skipulagsmál borgarinnar hafa nú verið tafin um nær þriggja ára skeið. Þær tafir munu valda borginni óbætanlegu tjóni. Öllu verra er þó, að með því að gefa til kynna í aðalskipulagstillögu að Rauðavatnssvæðið eigi að vera aðalbyggingarkostur Reykvíkinga í næstu framtíð, er verið að stefna uppbyggingu borgarinnar í óefni um langa hríð. Borgarráð hlýtur því að grípa í taumana og koma í veg fyrir slík mistök. hélt Davíð áfram. „I því sambandi hefur sérstaklega verið vakið máls á vatnsvernd, sprungumyndun og veð- urfari. Til viðbótar þessum alvarlegu annmörkum er nú ljóst af fyrirliggj- andi útreikningum frá gatnamála- deild borgarverkfræðings, og með samanburði á kostnaði við byggð annars vegar uppi til heiða norðan Rauðavatns og hins vegar meðfram ströndinni í áttina að Korpúlfs- stöðum, að það kostar 170 millj. kr. (17 milljarða gkr.) meira að gera Samhliða þvi, sem borgarráðs- menn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram mótmæli sin gegn þvi, að byggð væri skipulögð á heiðum uppi norðan Rauðavatns, mótmæltu þeir öðrum þáttum í skipulagstil- lögum vinstri meirihlutans. Eru þau mótmæli i 7 liðum og birtast hér á eftir. Sjónarmið hestamanna Borgarráð samþykkir að fela skipulagsnefnd að breyta skipulags- tillögunni svo, að fullt tillit verði tekið til sjónarmiða hestamanna við afmörkun byggðar í Selási eins og frekast er kostur. Verði í því sam- bandi höfð hliðsjón af þeirri skipu- lagstillögu saem skipulagsnefnd Fáks hefur kynnt fyrir borgaryfir- völdum, m.a. í þeim tilgangi að sjá fyrir þeim þjónustusvæðum, sem þar Rauðavatnssvæðið byggingarhæft en strandsvæðið, en eins og kunnugt er, viljum við sjálfstæðismenn, að byggt verði við ströndina. Þessi háa tala tekur auðvitaö ekki mið af kostnaði við snjómokstur, hálkueyð- ingu o.fl, sem fylgir erfiðum land- kostum í hálendinu. Það er þannig ekki eitt, heldur allt, sem mælir gegn því að byggt verði norðan Rauðavatns,* sagði Davíð Oddsson að lokum. er gert ráð fyrir ásamt nokkru svæði sem geri hestamönnum kleift að þróa þetta mikilvæga útivistar-, tómstunda- og íþróttasvæði í fram- tíðinni. Golfvöllurinn Borgarráð samþykkir að golfvöll- urinn í Grafarholti skuli ekki skert- ur. Er því skipulagsnefnd falið að endurskoða tillögur sínar hvað hann snertir, bæði varðandi ytri mörk hans og eins varðandi þá starfsemi sem nú er gert ráð fyrir við vesturenda hans og er líklegt til að þrengja verulega að honum í fram- tíðinni. Suðurhólar Borgarráð samþykkir að fella niður þær tengingar sem bersýnilega verða til þess að Suðurhólarnir verða gerðir að mikilli umferðaræð. Breytir engu hvað slíkt braut er kölluð á korti, eðli hennar er hið sama. Þessi tenging er ekki í sam- ræmi við áður samþykktar hug- myndir um Breiðholtshverfin og uppbyggingu þeirra. Útvistarsvæði við Árbæ Borgarráð samþykkir að svæði í Árbæjarhverfi meðfram Bæjarhálsi og Hraunbæ verði ekki atvinnusvæði eins og skipulagstillagan gerir ráð fyrir. Svæði þetta verði einvörðungu hugsað til útivistar eða annarra beinna afnota íbúa Árbæjarhverfis. Borgarráð samþykkir að láta þegar kanna sérstaklega kostnaðinn við að koma núverandi háspennulinum í jörð á þessu svæði. Friðun Elliðaáardals Borgarráð samþykkir að vísa frá þeirri tillögu skipulagsnefndar, sem gerir ráð fyrir íbúða- og stofnana- byggð við Stekkjabakka niður undir Elliðaám. Þessi tillaga skipulags- nefndar gengur þvert á hugmyndir um friðun Elliðaáardals. Jafnframt samþykkir borgarráð að gert verði ráð fyrir því í aðalskipu- lagstillögunni að tenging norðan Stekkjabakka við Höfðabakkabrú komi á skipulagstímabilinu, þvi ella er stefnt að því að Stekkjabakkinn verði mun meiri umferðaræð en nokkru sinni var gert ráð fyrir. Veikt samninKsstaða um Kcldnaland Borgarráð telur að skipulagstil- lagan veiki stórkostlega samnings- stöðu borgarinnar varðandi svonefnt Keldnaland, enda éru tillögurnar gerðar í samræmi við tillögur sem ljóst var að myndu aldrei ná sam- þykkt borgarráðs eða borgarstjórn- ar. Því felur borgarráð skipulags- nefnd að miða skipulag á þessu svæði við hagsmuni borgarinnar, sbr. tillögu borgarstjóra frá 23. janúar sl. um málefni Keldna. Aðfinnsla skipulags- stjórnar ríkisins Fram hefur komið í skipulags- nefnd að fulltrúi skipulagsstjórnar ríkisins telur að tillögur skipulags- nefndar varðandi skilgreiningu at- vinnuhúsnæöis í íbúðarhverfum og jafnframt varðandi tengibrautir gatnakerfis brjóti í bág við þá reglugerð sem skipulagsstjórn ríkis- ins starfar eftir og séu því ekki hæfar til samþykkis. Felur borgar- ráð skipulagsnefnd að bæta úr þess- um annmörkum, áður en hún sendir tillögurnar til endanlegrar staðfest- ingar í borgarstjórn. Davíð Oddsson um skipulagstillögur vlnstrí manna: 170 milljón króna auka- kostnaður við Rauðavatn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.