Morgunblaðið - 12.04.1981, Side 38

Morgunblaðið - 12.04.1981, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 t Útför sonar okkar og bróöur, ÞÓRDAR PÁLS HARÐARSONAR, Furugrund 10, Kópavogi, sem lést sunnudaginn 5. apríl á Barnadelld Landspítalans, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 14. apríl kl. 13.30. Bára Þóröardóttir, Höröur Sveinsson, Magnea Ingigerður Harðardóttir. t Elskulegur sonur okkar og bróöir, GUNNAROLAFSSON, Hraunbæ 13, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 13. apríl kl. 10.30 f.h. Guöríóur Jónsdóttir, Jóna Ólafsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Hafdís Ólafsdóttir. I t Eiginmaður minn, faöir okkar og tengdafaöir, GUÐFINNUR ÞORBJÖRNSSON, Víöimel 38, veröur jarösunginn frá Neskirkju á morgun, 13. apríl, kl. 13.30. Marta Pétursdóttir, Vigdís Guöfinnsdóttir, Loftur J. Guöbjartsson, Pétur Guöfinnsson, Stella Sigurleifsdóttir, Þorbjörn Guðfinnsson. t Eiginkona mín og móöir okkar, OLGA andaöist í Landspítalanum 7. apríl. Útför hennar fer fram fró Dómkirkjunni miövikudaginn 15. apríl kl. 10.30. Jarösett veröur í Fossvogskirkjugaröi. Gunnar Árnason og börn, Grundarstíg 8, R. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem velttu okkur ómetanlega hjálp og auösýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns og fööur okkar, GUNNARS H. STEFÁNSSONAR flugumferóarstjóra. Þóra Ólafsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Anna María Gunnarsdóttir, Stefén Gunnarsson, Vigdís Gunnarsdóttir, Þóra Rósa Gunnarsdóttir. t Útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, JÓNS BERGMANNSJONSSONAR fré Litla-Langadal, fer fram frá Breiöabólstaöarkirkju á Skógarströnd, þriöjudaglnn 14. apríl kl. 14.00. Sigurfljóó Jónsdóttír, Margrét Jónadóttir, Þorleifur Jónsson, Guómundur Jónsson, Jón Jónsson, Ingunn Jónsdóttir, ögmundur Sigurðsson, Siggeir Björnsson, Jakob Jónason, Guöríóur F. Guöjónsdóttir, Olafía Þorsteinsdóttir, Oddur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, RAGNA MATTHÍASDÓTTIR fré Holti, Ljósheimum 20, Reykjavík, veröur jarösungin frá Dómkirkjunnl í Reykjavík, þrlöjudaginn 14. apríl kl. 3 e.h. Ragnheiður Indrióadóttir, Bírgir Indrióason, Baldvin Jóhannesson og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afl, JÓN B. BENEDIKTSSON, Skipholti 28, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaglnn 14. apríl kl. 16.30. Blóm vinsamlega afþökkuö. Sigríður Björnsdóttir, Björn Ómar Jónason, Friörik Jónsson, og barnabörn. Sólveig Jónsdóttir, Kristbjörg Þóröardóttir, Sigrún Guómundsdóttir Guðfinnur Þorbjörns- son - Minningarorð Fæddur 11. janúar 1900. Dáinn 4. apríl 1981. Einn þeirra manna er uppi hafa verið hér á landi og lengi mun minnst að öllu góðu, er Guðfinnur Þorbjörnsson, forstjóri. Hann féll frá 4. apríl sl. eftir mjög erfiða sjúkdómslegu. Guðfinnur hefir orðið mörgum manni harmdauði fyrir sakir mannkosta og góðrar viðkynningar. Er skarð fyrir skildi. Hinn ógleymanlegi velgjörðarmaður minn átti þann höfuðkost góðra kennara, að geta vakið hjá nem- endum sínum lifandi og varan- legan áhuga á námsgreinum þeirra. Auk margs annars má undirrit- aður minnast Guðfinns með þakklæti fyrir góð áhrif, hlýja vináttu fyrr og síðar. Guðfinnur Þorbjörnsson var fædcjur í Víðinesi á Kjalarnesi, finimtudaginn 11. janúar 1900. Hétu foreldrar hans, hjónin, Þor- björn Finnsson frá Álftaóf, Dyr- hólahr. V-Skaft. og Jónína Jóns- dóttir frá Helliskoti í Mosfells- sveit. Mannsefni hið bezta mun Guð- finnur þegar hafa þótt á uppvaxt- arárunum. Hann stundaði nám í járnsmíði hjá Guðmundi járn- smíðameistara Jónssyni í Reykja- vík 1920—23 og í Iðnskólanum s.á. Vélstjórapróf 1925. Vélstjóri á togurum 1925—26, síðan undir- vélstj. á e.s. Esju (1) til ág. 1928. Rak verkstæði á Eskifirði 1928— 30, síðan aðstoðarmaður hjá Gísla Jónssyni skipaeftirlitsm. 1930— 34. Verkstjóri í Vélsm. Héðni 1934—39. Stofnandi Vélsm. Keilis hf. og forstjóri þar 1939—1947. Verksm.stj. S.R. á Siglufirði 1948—50 og á Ingólfsfirði 1951. Einn af stofnendum Verkstjórafél. Þórs og Meistarafél. járniðnað- arm. í Reykjavík. Vélsmiðjan Keilir var fyrst til húsa á Nýlendugötunni, en flutti síðan inn á Gelgjutanga, er þótti langt út úr borginni, þar vildi hann stofna Skipanaust, en því miður, annarleg öfl í stjórnmálun- um stöðvuðu málið. Guðfinnur hannaði og teiknaði af mikilli framsýni fyrsta stálbátinn á ís- landi, ennfremur má minnast á + Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÁSLAUGAR I. ÁSGEIRSDÓTTUR, Langageröi 2, fer fram frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 14. apríl kl. 3 e.h. Jarösett veröur í Hafnarfiröi. Hafdis Gísladóttir, Gísli Þór Gíslason, Ingibjörg S. Gísladóttir, Sveinbjörn Óskarsson og barnabörn. + Móöir okkar og tengdamóöir, ANNA MARÍA GÍSLADÓTTIR, Lönguhlíö 25, andaöist í Landspítalanaum 10. apríl. Karitas Guömundsdóttir, Þóra Hannesdóttir, Guöjón A. Guömundsson, Gunnar Magnússon, Borghildur Guömundsdóttir, Kristín G. Fenger, Geir Fenger. t Hjartans þakkir til allra þelrra sem auösýndu samúö og hlýhug vegna andláts konu minnar KRISTÍNAR BJÖRNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarllös Vífilsstaöaspítala fyrir góöa umönnun. Guö blessi ykkur ötl. Péll Þorgilaaon. + Hjartkær dóttir mín, systir og mágkona, MARGRÉT KARLSDÓTTIR, Granaskjóli 27, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þrlöjudaginn 14. apríl kl. 13.30. Kristjana Baldvinsdóttir, Sígríóur Karlsdóttir, Júlí Sæberg, Kriatjana Sæberg, Grétar Karlsson, Haraldur Karlsson, Hreiðar Karlsson, Karl Sæberg, Elísabet Björnsdóttir, Ingibjörg Arnadóttir, Elín Gestsdóttir. Lokað frá hádegi mánudaginn 13. apríl vegna jaröarfarar Jóns Þ. Árnasonar framkvæmdastjóra. Fiskifélag íslands. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöföa 4 — Sími 81960 davíðurnar, útbúnaðinn til varð- veizlu bátsins Gísla Johnsen björgunarbáts Slysavarnafél. ís- lands, þegar báturinn er ekki í notkun. Þeir, sem eitt sinn gjörðust viðskiptavinir Guðfinns, hurfu eigi frá aftur. Fékk hann strax í upphafi starfsferils síns hið bezta orð sem áreiðanlegur og réttlátur maður. Fannst flestum, sem við hann skiptu, að það að þekkja hann og kynnast honum væri sama og að láta sér verða vel til hans. Guðfinnur var frábær völundur á tré og járn. Guðfinnur Þor- björnsson gaf sér all-lítinn tíma til hvíldar og næðis. Um hann virtist enginn hafa neitt nema gott að segja. Viðmótið veitti tiltrú til mannsins, þegar við fyrstu viðkynningu, ég sem þessar línur skrifa varð þess þegar var, er ég hóf störf hjá honum á lagern- um í Keili hf. og síðar lærlingur hans, að hann hafði góðan mann að geyma. Það var eins og hann hugsaði gott eitt og hefði því ávallt gott eitt að leggja til mönnum og málefnum. Guðfinnur var maður orðvar og fáskiptinn um annarra hagi. Þyrfti einhver á að halda, var hann hinn raunbezti og höfð- ingi í lund í hvívetna. Allt gott var hann ávallt boðinn og búinn til að styðja með örlæti og risnu. Guðfinnur kvæntist 27. des. 1926 Mörthu Pétursdóttir skip- stjóra og hafsögumanns Þórðar- sonar. Börn þeirra eru; Vigdís húsfreyja, g. Lofti J. Guðbjarts- syni bankastjóra við útibú Útvegs- banka íslands Kóp.; Pétur fram- kvæmdastj. Stjónvarps, kv. Stellu Sigurleifsdóttur; Þorbjörn renni- sm. ókv. Heimilið á Víðimel 38, en það hús reisti Guðfinnur, sérlega vandað, snoturt og vel frá því gengið að ðllu leyti sem bezt mátti. Vinum þeirra hjóna og barn- anna var yndi að koma til þeirra, í híbýlaprýði þeirra og dást að, en beztar voru ávallt viðtökurnar sjálfar og hjartalagið, hið ástúð- legasta af allra hálfu. Sól er í hug og hlýindi í hjarta, er ég minnist vinar míns Guðfinns Þorbjörns- sonar. Guð blessi minningu hans. Birgir Þorvaldsson Frændi minn, Guðfinnur Þor- björnsson, járnsmíðameistari og vélstjóri, er látinn, og verður útför hans gerð frá Neskirkju á morgun, 13. apríl 1981. Guðfinnur Þorbjörnsson var fæddur í Víðinesi á Kjalarnesi 11. janúar 1900, og var hann því rúmlega 81 árs, er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Þor- björn Finnsson, ættaður frá Alftagróf í Mýrdal og Jónína Jónsdóttir, fsedd í Elliðakoti í Mosfellssveit, en móðurætt sína rakti hún austur á Síðu. Þorbjörn Finnsson var löngum kenndur við Ártún við Eliiðaár, en þar bjó hann lengstum, eða frá 1906 til 1930, og þar ólst Guðfinnur upp í foreldrahúsum fram til tvítugs- aldurs. Miklar og örar breytingar áttu sér stað á uppvaxtarárum Guð- finns í atvinnumálum þjóðarinn- ar, einkanlega við sjávarsíðuna, þar sem fiskiflotinn var að vél- væðast. Fékk Guðfinnur mikinn áhuga á þeim málum öllum og ákvað að hasla sér völl á því sviði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.