Morgunblaðið - 12.04.1981, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981
41
w*aö er sorglegt aö nú þegar einn skemmtistaöur hefur loksins náö því
aö vekja athygli á „lifandi tónlist“ skuli hann vera aö hætta. Eins og flestir
vita stendur til aö selja Hótel Borg, en þar hefur blómstraö „lifandi
tónlist" undanfarna mánuöi. Á miövikudags- og fimmtudagskvöldum (og
jafnvel öörum), hefur hópur ungmenna og áhugamanna um dægurtónlist
flykkst á Borgina aö fylgjast meö og „tékka" á hljómsveitunum sem þar
hafa spilað. Þó aö salurinn sé kannski ekki eins og best veröur á kosiö
fyrir slíka starfsemi hefur hann ekki aftraö þessum hóp sem þangaö
sækir aö stækka.
Hér birtum viö myndir af Utangarösmönnum, en þeir hafa fengiö flesta
hingaö til, auk myndar af Einari Benediktssyni, sem kom þar fram fyrir
nokkru (og á föstudaginn) með hljómsveit sína Purrkur Pillnikk, en sú
hljómsveit hefur nýveriö tekiö upp 14 laga plötu (á 15 tímum), sem kemur
út innan skamms. hia
Þegar ég hlustaöi fyrst á
þessa plötu hélt ég aö þetta
gæti veriö þrælgóö plata, þar
sem platan byrjar á þrælgóö-
um rokkara, „Rock’n’Roll Lov-
er“ meö ágætum texta.
En því miður stenst ekkert
annaö lag á plötunni viðmiöun
viö þaö. Russ Ballard er enginn
nýr „amerískur rokkari" heldur
34 ára gamall Breti meö langa
sögu í frægum breskum hljóm-
sveitum.
Hann var fyrst gítarleikari í
hljómsveit Adam Faith, Roul-
ettes 1963, síöan kom Unit
4+2, en 1969 stofnaöi hann
Argent ásamt Rod Argent og
lagöi grundvöllinn aö stööu
sinni í dag sem góöur laga-
smiður sem aðrar hljómsveitir
sækja „hit“ til.
Russ var alltaf leiöarljósiö í
Argent sem hætti skömmu eftir
að hann hætti í hljómsveitinni
1975.
Ballard hefur síöan gefiö út
fjórar sólóplötur á undan þess-
ari. En þær hafa aldrei náö
verulegum vinsældum.
En lögin hans hafa hins
vegar náö miklum vinsældum í
meöförum annarra, Eins og
„Liar“ (Three Dog Night)
„Come & Get Your Love”
(Pointer Sisters), „I Don’t Be-
lieve in Miracles” (Colin Blun-
stone), „New York Groove”
(Ace Frehley), „Since You’ve
Been Gone“ (Rainbow), „So
You Win Again,, (Hot Choco-
late), „Free Me“ (Roger Dal-
trey), „I Surrender” (Rainbow)
og „Winning" (Santana)!
Flest þessara laga eru hans
melódískustu.
Á „Into The Fire“ syngur
Russ mikiö í stíl lan Gillan og
reynir viö Robert Plant-stílinn
hvaö þá meira.
Mikiö er hreinræktað „Heavy
Metal-Boogie Music“ eins og
Deep Purple var ‘rægust fyrir.
Ekki svo slæm plata, en hefði
getaö verið betri engu að síöur
miðað viö hápunktana.
Trommuleik Bob Henrit er
rétt aö benda trommuáhuga-
mönnum á, hann er grund-
vallargóöur.
Bob Geldof yfirburöarmaöur í The
Boomtown Rats, listamaöur á
heimsmælikvaröa og eins hoppaöi
hann hæst og best upp í loftiö þetta
kvöld. Geldof sem er ábyrgur fyrir
a.m.k. 95% af lögum og textum
„The Rats“ fór sem sagt á kostum
þetta kvöld og sérstaklega var
samband hans og áheyrenda at-
hyglisvert. Geldof lagöi greinilega
allt kapp á aö komast í „kontakt“
Rokk
og popp
á nýjustu plötum
Russ Ballard
„INTO THE FIRE”
En hljómleikarnir í Chateau Neuf
voru langt frá því aö vera þrauta-
lausir. Allt frá því í fyrsta laginu,
„Mood Mambo“ af nýju plötunni
„Mondo Bongo“, keyrðu The
Boomtown Rats á fullu og „hávaö-
inn“ var oft yfirþyrmandi. Sjaldan
undir skaðsemismörkum og mikiö
má vera ef einhverjir af þeim sem
næstir stóöu hátölurunum, hafa
ekki beöiö varanlegt tjón á hljóö-
himnum og öörum heyrnarfærum.
Til marks um hávaöann má nefna,
aö undirritaður haföi stööugan són
fyrir öðru eyranu í hálfan annan
sólarhring eftir hljómleikana, eftir
aö hafa hætt sér of nærri hátalara-
kerfinu. — En skrambi voru nú The
Boomtown Rats annars góöir.
Athyglisvert samband
Að öllum öörum ólöstuöum, var
þaö Bob Geldof söngvari hljóm-
sveitarinnar, sem bar höfuö og
herðar yfir aöra þetta kvöld — og
þaö í tvennum skilningi. Bæöi er
viö viöstadda og veröur ekki annaö
sagt en aö honum hafi tekist þaö
vonum framar. Samband hans og
áheyrenda gaf einnig tilefni til
margra forkostulegra setninga og
meöal þess sem söngvarinn lét frá
sér fara var boö til viöstaddra um
aö „droppa inn“ á SAS hóteliö í
heimsókn eftir hljómleikana. í lag-
inu „Having My Picture Taken“, af
plötunni „The Fine Art Of Surfac-
ing“ bar þaö einnig til tíöinda aö
áheyrendur geröust full nærgöngul-
ir, en er starfsmenn og rótarar
hugöust ryöja sviðiö, stöövaöi
Geldof þá og sagöi, — it makes no
f. . . difference, the same thing
happened last year here in Oslo. —
Og þar viö sat.
Klöppuö upp tvisvar
Þaö vakti annars athygli mína aö
The Boomtown Rats léku aöeins
þrjú lög af nýju plötunni „Mondo
Bongo“ á hljómleikunum, „Mood
Mambo”, „Elephants Graveyard“
og „Banana Republic". Að ööru
leyti voru lög af „The Fine Art Of
Surfacing”, uppistaða hljómleik-
anna. Áöur eru nefnd lögin „I Don’t
Like Mondays” og „Having My
Picture Taken“, en auk þess léku
„The Rats“ lögin „Someone's Look-
ing At You“, „Nothing Happened
Today”, „Keep It Up“, „When The
Night Comes" og „Diamond Smil-
es“, sem var lokalag The Boom-
town Rats aö þessu sinni. Gömlu
góðu lögin „Rat Trap“, „Like
Clockwork" og „Tonic For The
Troops”, af samnefndri plötu voru
einnig á sínum staö og reyndar væri
erfitt aö hugsa sér hljómleika meö
The Boomtown Rats án þeirra.
Aö lokum er rétt aö bæta því viö
að hljómsveitin var klöppuö upp
tvisvar í lok hljómleikanna — nokk-
uö sem þekkist vart hér í Osló,
enda eru Norðmenn yfirleitt sparir á
lófatökin.
— ESE/Osló
TáZ C .
Það er ótrúlegt en samt satt, Ginger Baker, sem var
í Cream og Blind Faith hefur gerst trommuleikari í
Public Image Ltd. Johnny Rotten fyrrum Sex
Pistols-söngvari réði Baker fyrir tæpum tveim
vikum á þeim forsendum að hann þyrfti þann besta
til að leika tónlist þeirra af nýju plötunni, „Flowers
of Romance“.
Mánudagar
eru ekki til mæðu
Á mánudagshljómleikum meö The Boomtown Rats
Hingað til hafa mánudagar ekki veriö vinsælustu dagar vikunnar á mínu heimili og máltækiö
„mánudagur til mæöu“ því í heiörum haft. En síðasta mánudag brá þó svo til aö breyting varð
á þessu þegjandi samkomulagi mínu og vikudaganna. Orsök þess var ekki ómerkari en sú, að.
hljómleika írsku rokkhljómsveitarinnr The Boomtown Rats hér í Osló bar upp á mánudag og
„rotturnar“ sviku ekki frekar en fyrri daginn. Það var ekki að heyra að Bob Geldof og félögum
væri hiö minnsta í nöp við mánudaga og frægasta lag þeirra „I Don’t Like Mondays“, var
ótvírætt einn af hápunktum þessara velheppnuöu hljómleika.
Myndir og texti: Eiríkur St. Eiríksson