Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 Það var eingöngu af ryki sem myndaðist í herbergjum og hann lagði mér lífsreglurnar, þessi sænski maður, og þær dugðu. Ég svaf eftir þetta í gardínulausu herbergi við 19—20 gráðu hita og opinn glugga hvernig sem viðraði og skipti alveg um rúmfatnað á sex mánaða fresti. Síðan hefur asmi ekki bagað mig. Það fannst mér einkennilegt, að engu máli skipti þó ég þvældist um í eld- smiðjunni, í þeirri remmu sem oft var þar. Samt þoli ég illa rammt loft, og hef ekki reykt frá því ég var strákur. Svo var ég ákaflega slæmur í fótunum fyrir nokkrum árum. Þá var að smáeyðast brjóskið í hnjá- liðunum á mér. Ég fékk bót á því sömuleiðis úti í Svíþjóð. Þar fékk ég nýja liði í hnén, annars vegar rústfrítt stál og hins vegar plast eða öllu heldur nælon. Það er allt annað líf eftir það. Að vísu get ég ekki hlaupið, en ég fer auðveldlega allra minna ferða. Ég átti orðið svo erfitt með gang og það fylgdi þessu mikill sársauki. Það eru orðin fjögur ár síðan ég fékk nýja hnjáliði. Vélsmiðja Það var 1928 sem við Ellert bróðir minn stofnuðum vélsmiðj- una. Okkur langaði til að standa á eigin fótum. Það var ágætt sam- komulag milli okkar og Ólafs, en hann var orðinn svolítið íhaldssamur, gamli maðurinn, tregur til að kaupa nýtísku verk- færi. Hann vildi til dæmis lítið eiga við rafsuðu. En mestu réði þó, að við vildum sjálfir eiga og reka fyrirtæki, og töldum okkur tryggt að fá viðskiptavini, eins og kom á daginn. Þetta var ósköp smátt í sniðum hjá okkur, of smátt raunar, því það er ekki hollt að reka mjög lítil fyrirtæki í iðnaði. Við reistum okkur fyrst lítinn skúr og seinna 60 fermetra hús og réðum brátt til okkar lærling. Hjálmar Gunrtarsson í Grundarfirði er eigandi aö nýja togaranum, ásamt syni sínum. — Ákaflega traustur framsóknarmaður, segir Þorgeir um Hjálmar. Þorgeir og kona hans, Svanlaug Sigurðardóttir. Myndimar em teknar á sjötugsafmæli þeirra hjóna, 1972. Við keyptum Sindra af Lands- bankanum í desember 1937. Skipið kostaði 85 þúsund og gátum við skrapað saman þær 20 þúsund krónur sem greiða átti við afsal. Kristján Kristjánsson var ráðinn Bæjarútgerð Þegar það kom til tals, að Akranesbær stofnaði bæjarútgerð var andstaðan svo til engin. Það var þá erfitt um atvinnu á Akra- Eystra-Miðfell á Hvalljarðarströnd. Myndin hefur veríð tekin í kríngum 1930. Þá var nú Þorgeir búinn aö stofna eigið fyrirtæki ásamt bróöur sínum, en EUert smíöaði hlööuna. Þorgeir, um það leyti sem þeir bræður stofnuðu vélsmiðjuna. Nei, ég hef aldrei átt pening fyrir því sem ég hef keypt. Við fengum bankalán og foreldrar okkar hjálpuðu til. Maður var sannfærður um að allt væri hægt í þá daga. Ég hafði kvænst tveimur árum áður og reisti okkur hjónum hús árið 1927, sem enn stendur. Það var strax farið að kalla smiðjuna „Þorgeir og Ellert" til aðgreiningar frá vélsmiðju Ólafs gamla, og þegar við þurftum að fara að þinglýsa eignum, létum við smiðjuna bara heita „Þorgeir og Ellert“, og það hefur hún heitið síðan. Jóhann Pálsson réðst til okkar lærlingur strax 1928, Hinrik Steinsson var hjá okkur af og til en alfarið eftir ’35. Vigfús Run- ólfsson kom svo fljótlega uppúr því. Þetta voru afbragðs menn og Hinrik og Vigfús starfa hér enn. Ellert bróðir minn átti við Ellert Jósefsson erfiðan sjúkdóm að stríða og hætti svo til allri vinnu árið 1934. Hann lést ári síðar, 32ja ára gamall. Faðir minn dó sama ár, og bjó móðir mín áfram næstu árin að Eystra-Miðfelli ásamt yngsta bróður mínum. Ekkja Ellerts vildi ekki standa í því að eiga helming vélsmiðjunnar og varð að ráði, að Jóhann Pálsson keypti hlut Ell- erts. Jóhann var framúrskarandi maður, og sonur hans, Valur, er nú rennismiður hjá okkur. Valur á sæti í stjórn fyrirtækisins, að föður sínum látnum. Rekstur vélsmiðjunnar gekk ágætlega þessi fyrstu ár. Starf- semin óx hægt og sígandi og það hefur hún alla tíð gert — og þannig verður það, svo íengi sem eitthvað verður að gera: annað hvort fer fyrirtæki á hausinn, ellegar það er í stöðugum vexti. Jóhann Pálsson, sem keypti hlut ENorts. Víðisfélagið Árið 1938 stofnuðum við Akur- nesingar Víðisfélagið, hlutafélag um kaupin á Sindra frá Hafnar- firði. Upphaflega ætluðum við að kaupa báta frá Svíþjóð, en stjórn- völd synjuðu okkur um gjaldeyris- yfirfærslu. Við keyptum í staðinn togarann Sindra, ex Víðir. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Pétur Ottesen, Halldór Jónsson og ólafur B. Björnsson og var Ólafur framkvæmdastjóri. 1943 urðu þær breytingar að ég kom í stjórnina, en Ólafur hvarf úr henni og Jón Sigmund8son varð framkvæmda- stjóri. Við vorum litlir útgerðar- menn og gerðum þetta í atvinnu- bótaskyni. Þá voru erfiðir tímar fyrir atvinnuvegina og fólkið í landinu. Valur Jóhannesson. Hann á nú sæti í stjóm tyrirtækisins að föður sínum, Jóhanni, látnum. skipstjóri og fór Sindri á veiðar í febrúar 1938. Útgerðin gekk þol- anlega, en skipið var gamalt, og dýrt á því viðhaldið. Sindri sigldi stríðsárin og þá tók Jónmundur Gíslason við skip- stjórn. í stríðinu smíðaði ég fyrir félagið 100 tonna bát sem við skírðum Víði, og einnig keyptum við 70 tonna bát frá Svíþjóð, Val. En útgerðin brást á þeim síldar- leysisárum sem komu í kjölfarið. Og fór svo að útgerð þessi lagðist af snemma á sjötta tug aldarinnar. Áður hafði Valur farist í ofsaveðri með allri áhöfn. Víði seldum við til Austfjarða og Sindra hafði rekið upp frá festum sínum í Hvalfirði árið 1947. Enginn okkar var út- gerðarmaður af lífi og sál. Við gerðum þetta til að auka atvinnu í Akranesbæ og tókst okkur það. Jósef H. Þorgeirsson, alþingm- maður. Hann hefur unnið mikið í fyrírtækinu og situr nú í stjóm þess, ásamt föður sínum og Val. nesi og við vildum ekki taka þá ábyrgð á okkur, bæjarstjórnar- menn, að sleppa nýsköpunartog- ara, fyrst við áttum kost á honum. Svo voru menn bjartsýnir og engum kom til hugar að við myndum stórtapa á nýjum togara. Sumarið 1947 kom svo Bjarni Ólafsson. Ég var formaður togara- nefndar fyrstu árin og sat í henni til 1954. Útgerð Bjarna Ólafssonar var sama hörmungasagan og út- gerð annarra nýsköpunartogara útum land. Landsbyggðin var ekki viðbúin þessum stóru og full- komnu skipum. Þar kom margt til. En tapið á Bjarna Ólafssyni var þó ekki meira en svo, að við áræddum að kaupa Akureyna haustið 1951. Árið 1%1 losuðum við okkur við báða togarana. Þá voru þeir orðnir slíkur fjárhagslegur baggi á bæj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.