Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1981 61 t,« Jóakim á útídyratröppum viðtalinu. „spýtuhússins". sem kemur við sögu i Til vinstri er Brekka, húsið sem Jóakim fæddfst i en til hægri Heimabær, sem föðurbræður hans byggðu. Bakkavegur 4 og Bakkavegur 6 aftar á myndinni. f húsunum sem eru svo til eins og byggö samtimis búa Jóakimar, Jóakim Pálsson á númer 4, en Jóakim Hjartarson á 6. Pálsson, Halldór og Bjarni Ingi- marssynir, allir skipstjórar í Reykjavík hjálpuðu okkur við stofnunina og eiga miklar þakkir skilið. Þetta hefur gengið afburða- vel hjá okkur alla tíð. Ég held að það sé fáheyrt, að ekki hafi verið skipt um eigendur í fyrirtæki sem þessu í þetta langan tíma. Við stofnuðum fyrst til útgerðar 1939 með 15 tonna báti sem smíðaður var hjá Marselíusi á ísafirði. Hann hét Páll Pálsson. 1949 feng- um við bát frá Neskaupstað, hann hét einnig Páll. Þá fengum við annan bát 1956 aftur frá Marselí- usi. Allir okkar bátar hafa borið heitið Páll Pálsson nema einn, sem við fengum frá Þýskalandi 1964. Þá var búið að taka af okkur nafnið og það komið á bát frá Sandgerði. Sá bátur hlaut þá nafnið Guðrún Guðleifsdóttir, en við fengum nafnið aftur á nýja skuttogarann okkar, sem við feng- um 1973. Páll Pálsson hefur reynst okkur happanafn.". — Aldrei farið á hausinn, eins og það er kallað? „Nei, það höfum við aldrei reynt. Rákum eitt ár með tapi, sem ég man. Síldarárin fóru reyndar illa með okkur. Við fórum varhluta af síldinni hér fyrir vestan og misstum margt gott fólk í síld. Ég var sjálfur á Neskaup- stað í þrjú sumur. Það voru góðir dagar og þaðan á ég marga góða vini. ¦ Auðvitað verður að reka fyrir- tæki með hagnaði, annars getur engin endurnýjun farið fram. Ég veit þó og viðurkenni, að það getur gengið erfiðlega og hvernig á annað að vera þegar hið opinbera er með puttana ofan í öllu? Skattheimtan nær engu tali leng- ur." — Nú virðist sumum finnast þAð lítið tiltökumál þó fyrirtæki sem þetta fari á hausinn og það jafnvel oftar en einu sinni. Hið opinbera hleypur þá undir bagga og menn segja að alltaf megi fá nýtt skip og föruneyti? „Það er háttur sumra að reka fyrirtæki þannig. Mönnum á mín- um aldri getur ekki liðið vel við slíkar aðstæður. Það er kannske breyttum tíðaranda að kenna að slfkt þekkist — ég veit það ekki. Okkar háttur er að reka fyrirtæk- ið þannig, að allt geti gengið snurðulítið fyrir sig. Viðgerðar- menn á ísafirði gera við alla hlUti sem hægt er að gera við jafnóðum. Rekstur sem þessi þolir ekkert stopp og skip sem eru eiliflega í slipp standa ekki undir sjálfum sér, hvað þá öðru." Á móti kvótakerfinu — Telur þú að togaraeign okkar íslendinga sé orðin of mikil? „Það segir sína sögu um það, að togararnir þurfa að vera á öðrum veiðum hálft árið. Skrapdagarnir verða alltaf fleiri og fleiri. Við " Markvisst unnið að því að drepa niður allt sjálfstæði og einkaframtak" Texti og myndir: Frífta Proppé erum búnir að halda Páli úti á 45 skrapdögum frá áramótum, það er mikið." — Þórshafnartogarinn? „Er nú ekki búið að segja nóg um hann. Ég tel að það sé alls ekki verið að gera fólkinu þarna neinn greiða með þessu. Þessi togari er ekki það sem fólkið þarf. Mér sýnist þetta snúast mest um hagsmuni einhverra pólitíkusa." — Fiskverndarstefnan? „Ég er alls ekki mótfallinn henni. Við fengum óvægna reynslu af síldinni og mér finnst að við verðum að ganga ha>Kt um gleð- innar dyr hvað stofnana varðar. Við yrðum illa á vegi stðdd ef fiskurinn hyrfi. Ég tel að fisk- verndarstefna hafi þegar sýnt að hún á rétt á sér. Það er greinilegt að fiskurinn sem við veiðum er stærri nú en fyrir nokkrum árum. — Bn ég er alfarið á móti núverandi kvótakerfi. Menn eiga að fá að veiða eftir 'getu og dugnaði þangað til heildarmagn- inu er náð. Það er með þessu markvisst unnið að því að drepa niður þá duglegustu, allt sjálf- stæði og einkaframtak." — Hvað telur þú hafa verið þína mestu gæfu í starfi? „Það er allra gæfa að vinna — að vakna til að vinna. Vinnan er mín mesta og bezta gjöf, mitt lán. Ég veit að fólki líður illa að standa í vinnudeilum, það er andstætt eðli þess að leggja niður vinnu, en það hefur sýnt sig, að oft brýtur nauðsyn lög." Fundasetur og innantómt blaður — Ertu félagsmálamaður Jóa- kim? „Nei, af og frá. Ég er enginn félagsmálamaður. Ég rekst ekki í félögum. Hef aldrei haft neina hæfileika til þess." — Þú sast þó um árabil í hreppsnefnd? „Já, í átta ár og leiddist þar mikið. Var búinn að fá meira en nóg og sagði þá hingað og ekki lengra. Mér dauðleiddist allar þessar fundasetur og innantómt blaður alla daga." — Margir eiga sér áhugamál utan starfsins. Hvað með þig? „Starfið hefur nú nægt mér. Þá hef ég átt góða fjölskyldu. Mér líður bezt með góðum vinum og fólki og hef verið svo lánsamur að eignast góða vini um ævina. Mér er annt um mitt fólk og þá sem starfað hafa með mér. Þú mátt skrifa að ég sé fjölskyldumaður í staðinn fyrir félagsmálamaður." — Nú áttu þingmann fyrir tengdason. Hefur hann ekkert smitað þig af stjórnmála- og félagsmálaáhuga. „Hann Friðrik. Hann veit aldrei neitt, þegar ég tala við hann. Hann veit aldrei neitt fyrr en hann kemur á fundi og þetta máttu skrifa," og Jóakim hlær dátt. „Er það ekki þannig í pólitíkinni. Menn hafa jafnvel SJA NÆSTU SIÐU M ZEROWATT ÞVOTTAVÉLAR OG ÞURRKARAR ítalskar úrvalsvélar, sem unnið hafa sér stóran markaðshlut hér á landi sökum góðrar endingar, einstakra þvottaeiginleika og hagstæðs verðs. Þvottavél LT-955 Tekur 5 kg. af þvotti. Sparnaðarkerfi (3 kg.) 9 þvottakerfi. 4 skolkerfi. 1 þeytikerfi (500 sn.). Hámarks orkuþörf 2300 w. Hæð 85 cm. Breidd 60 cm. Dýpt 48,5 cm. KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT Þurrkari ES-205 Tekur 5 kg. af þvotti. 10 mismunandi kerfi. Belgur úr ryðfríu stáli. Hámarks orkuþórf 2400 w. Hæð 85 cm. Breidd 60 cm. Dýpt 52 cm. ^SVé/adei/rf XO Sambandsins ^^ Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.