Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 Snorri i Húsasmiðjunni Halldórsson er löngu landskunnur athafnamaður og hefur hann lagt hönd á plóginn í æði mörgu undanfarna áratugi. Það hafa skipst á skin og skúrir hjá Snorra eins og gengur þegar undarlega oft er þrengt að þeim sem taka mesta áhættuna til þess að skila landi okkar betra en þeir tóku við því, en alltaf hefur rofað til og sólin náð að jafna út vandamálin. Þó er allt útlit fyrir að lengur fái athafnamenn ekki rönd við reist gegn ofáti kerfisins sem virðist vera það lifsspursmál að vandamál séu rikjandi þáttur i rekstri atvinnuveganna. En þrátt fyrir basl og baráttu hefur manneskjan i Snorra ekki haggast, hann hefur haldið sinum hlýja og manneskjulega tón gegnum þykkt og þunnt. Siðastur manna gengur hann með hörku að mönnum, en seiglan er ódrepandi og þvi hefur hann náð að rísa upp úr vitleysunni sem svo víða ræður ferð í okkar þjóðfélagi. Snorri Hall- dórsson í Húsasmiðj- unni. „Sérfræðin brýt- ur marga niður“ „Ég er alltaf deigur að láta hafa nokkuð eftir mér, þetta gengur orðið svo helvíti skringilega og tröppótt eins og þú veist,“ sagði Snorri í Húsasmiðjunni þegar við hittumst til þess að ræða fjöl- skrúðugan feril athafnamanns sem hefur lagt hönd á plóginn hávaðalaust eins og þegar landið sprettur á hverju vori.“ Kleinur og smákök- ur fyrir smiðina „Það var strax vestur í Magnús- arskógum í Dölum sem brasið hófst. Ég var frekar lagtækur náungi og það safnaðist skjótt ýmislegt að mér, klukkur og úr til að gera við, matarspæni smíðaði ég, koffort, klyfbera og eitt og annað. Það virtust vera svo fáir til þess að sinna þessum verkum. Klukkurnar, þær voru stopp af skít og maður fór í fjöruna til þess að ná í álftafjaðrir og kroppaði svo upp úr þessu. Það má segja að þrettán ára gamall hafi maður byrjað að taka til hendinni í þeim stíl sem síðar hefur ráðið ferðinni. Fyrsta greiðslan sem ég fékk var fyrir smá kommóðudruslu og greiðslan var innt af hendi í nokkrum kleinum og smákökum. Ég fæddist í Magnúsarskógum í Hvammshreppi í Dölum 31. júlí 1911 og ólst þar upp. Þegar ég fór suður til Reykjavíkur um tvítugt til þess að læra trésmíði fór ég til skips í Búðardal. Allur aðbúnaður á þessum árum til flestra hluta utan þess bráðnauðsynlegasta var í lágmarki og sem dæmi um það má nefna að á meðan ég beið eftir skipinu suður lá ég eins og rakki í skúr, því hvergi var hús til að hýsa nokkurn mann.“ Sveitamaðurinn greiddi í gulli „í Reykjavík lærði ég trésmíði á verkstæði að Laugavegi 60, en þegar því var lokið 1932 var ekkert að gera og atvinnuleysisárin í algleymingi. Ég fór því vestur aftur og tók til minna ráða en var einnig og mest á þessum árum í Reykjavík. Ég vann að ýmsu hjá fólki í sveitunum við uppbyggingu og einsetukall einn sem ég innrétt- aði fyrir borgaði mér í gulli, rétti mér gulldal. Það voru nú launin þau.“ Féð keypt eftir vigt Mér þótti líka ástæða til þess að bæta úr skúraðstöðunni í Búðar- dal, þörfin var svo mikil, svo ég byggði þar gistihús. Steini gamli sýslumaður, Þorsteinn Þorsteins- son, hvatti mig til þess og þarna byggði ég 80 m' gistihús. í sam- bandi við þetta gerðist ýmislegt og ég rak einnig smáverzlun þarna um skeið, keypti fé á fæti eftir vigt og þannig reyndi maður að nota dauða tímann til þess að gera gott úr hlutunum. Ég lét reka féð í Borgarnes og þaðan var það flutt til Reykjavíkur með Suðurland- inu. Ég keypti fé hist og her um Dalina og var kominn með slátur- hús í Skerjafirði þar sem flugvöll- ur er nú. Eg réði menn í rekstur- inn og var stundum sjálfur í því einnig. Tvisvar rákum við þrír saman fé alla leiðina til Reykja- víkur, um 300 í fyrra skiptið og 400 í það seinna." „Betra að fá húsið í heilu“ „Þetta var helvíti blandað starf sem maður stóð í á þessum árum, það var ekkert að gera og maður vissi aldrei hvern andskotann maður átti að braska með. Maður flæktist fram og til baka og líklega gerði maður nú mest gagn með því að hjálpa sveitamönnun- um. Það var til stórhuga fólk þótt ekki væri hægt að ráða við Texti: Árni Johnsen — segir Snorri í Húsa- smiðjunni hugmyndirnar þá. Theódóra á Hóli Guðlaugsdóttir sagði við mig eftir að brunnið hafði ofan af þeim að það væri gott að fá mig, en það væri best að fá hús í heilu lagi. Ekki voru þó möguleikarnir meiri þá en að ferðast með verkfærin á hesti vestur, en það þætti ugglaust meira en undarlegt ef slíkt væri gert í dag. Ég var í þessu stússi fram undir 1940 og þarna varð kveikjan að því sem maður er með í dag. Baslið í sveitunum var mikið og erfiðleik- arnir miklir hjá fólki að fá hlutina gerða og fá efnið í verkefnin. Theodóra var því dálítið forspá, því nú er hægt að senda húsin í heilu.“ Fimmtán ára lota með Hringskonum „Á þessum árum í Reykjavík hafðir þú talsvert saman að sælda við Hringskonurnar." „Já, ég var mikið í kring um Hringskonurnar, var mikill styrktarmaður þeirra. Það fyrsta sem ég gerði í þeim efnum var að byggja skúrdjöful sem ég lagði til í happdrætti hjá þeim í Hljóm- skálagarðinum þegar þær voru að byrja að safna fyrir bamaspítal- anum, en ég hafði séð um viðgerð fyrir þær á hressingarhælinu þeirra í Kópavogi. Þetta voru svo feikilegar áhugamanneskjur og það var skemmtilegt að vinna með þeim, djöfull var það skemmtilegt. Þetta var 10—15 ára lota með þeim.“ Tilviljun og upp- bygging Háskólans „En margt er háð tilviljuninni í þessu öllu og gott dæmi um það er hvernig kynni mín af Alexander Jóhannessyni komu til og í fram- haldi af því margháttaðar fram- kvæmdir fyrir Háskóla íslands. Ég var að vinna í miðbæ Reykjavíkur þegar maður fer þar um með pakka niður á gömlu steinbryggju og átti pakkinn að fara um borð í sjóflugvél, en pakkinn var þungur og maðurinn að verða of seinn að baksa með pakkann. Ég hljóp því undir bagga og svo var það nokkru seinna að ég var að vinna vestur í Háskóla að sami maður vindur sér að mér og spyr hvort ég sé ekki pilturinn sem hafi hjálpað sér með pakkann niður á steinbryggju. Ég kvað svo vera og þá fyrst vissi ég að maðurinn var Alexander Jóhann- esson. Upp úr þessu tók hvert verkefnið við af öðru þar sem við Alexander unnum saman, en ég sá um að byggja m.a. íþróttahúsið við Háskólann, Þjóðminjasafnið og Háskólabió. Það var eins og Alex- ander gæti ekki án mín verið í hinum ýmsu framkvæmdum. Hann var athafnamaður og vildi fá allt fram eins og hendi væri veifað. Ég varð því æði oft milli- göngumaðurinn hjá Alexander sem var fljótur að grípa hugmynd- ir á lofti og fylgja þeim eftir. Þó byggðist okkar samband á allt öðru en kunningsskap. Þetta voru framkvæmdir. Þegar ég byrjaði í kring um 1944 að standa í þessum rekstri sem síðan hefur smátt og smátt hlaðið utan á sig þá fékk ég flugskýlið í Vatnagörðum og var dálítið lengi í því. Þar rak ég bátastöðina í Vatnagörðum og var aðallega með húsbyggingar á mínum prjónum. Staðið hafði til að stofna hlutafé- lag sem átti kost á því að fá lóð inn við Tungu en ekki varð úr því. Mörgum fannst of langt inn að Tungu þá. Á þessu tímabili vann ég líka við að byggja yfir bíla. Það þætti undarlegt nú, en við vorum með verkstæði þar sem ölgerðin er nú með skrifstofur í Þverholtinu. Við byggðum þar yfir bíla þegar lítið var að gera, smíðuðum vörubíl- palla og tréhús. Maður var alltaf eitthvað að dudda þótt lítið væri að gera.“ Athafnaþráin og fólkið Ég spurði Snorra um lífsstefn- una á bak við tilþrifin „Það er athafnaþráin sem er að verki og ekkert annað og fólkið sem var á eftir manni og hélt að maður gæti allt gert. Aðalkveikjan að hinni skipu- lögðu húsasmíði varð í Heklugos- inu 1947. Þá komu þeir til mín eldsnemma morguns, Finnbogi Rútur Valdimarsson og Alexander Jóhannesson, og hvöttu mig til þess að byggja hús, það væri bráðnauðsynlegt að eiga hús til- búin ef hraun tæki upp á því að renna yfir byggðir eða önnur óhðpp ættu sér stað í landinu. Finnbogi Rútur vildi stofna al- menningshlutafélag, en það var aldrei stofnað. Ég vildi fremur vera óbundinn, hafði áður reynt að vera með öðrum og það hafði alltaf brugðist.” Brúa þarf milli sérfræði og reynslu „Annars hefur löngum verið blásið upp andstöðu við framtak í þessum efnum, bæði timburhúsum og steinhúsum. Ég var með hand- hæg mót á sínum tíma, en ég held að það hafi enginn notað þau og síðari árin þorir enginn að reyna neitt að ráði fyrir sérfræðinni sem veður yfir allt. Sérfræðin brýtur marga niður. Hún er vissulega nauðsynleg, en það þarf að brúa hana eins og annað þar sem margslungin atriði mætast í einni sæng. Við sem stöndum í þessu brasi þurfum að hafa aögang að sérfræðingum, þurfum að geta flett upp í þeim eins og bók, en umfram allt þurfum við að fá þá í takt við það sem við erum að gera, fá að nota þeirra sérþekkingu og okkar reynslu." Landsbyggðin hefur hossað undir mig „Það segir sína sögu að það er landsbyggðin sem hefur hossað undir mig og þó byggjum við hús Myndir: Ragnar Axelsson Snorri ásamt nokkrum starfsmonnum Húsasmiðjunnar, en þeir eru alls um 65 talsins. Jón, sonur Snorra, er hægra megin við hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.