Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 ) UMSÓKNARFRESTUR UMSÓKNARFRESTUR UM SKÓLAVIST NÆSTA SKÓLAÁR ER TIL10. JÚNÍ. $ Samvinnuskólinn Bifröst 1 311 Borgames “£* 93-7500 Hafliði Vilhelmsson skrifar Minnir á hiö eilífa fantasiland hunangsins, sýrópsins og blóm- anna. Baerinn er fullur af litlum rauð- um múrsteinshúsum með snotra velhirta garða. Margskiptir glugg- ar með litlum rúðum. Og auðvitað eru flest húsþökin stráþök og prúður skorsteinninn situr á sín- um stað; ósjálfrátt verður þér hugsað til storksins. Aðalstrætið, eða Hovedgaten er steini lögð, og líklega frekar ryk- suguð en sópuð, svo snyrtileg sem hún er. Þarna er allt sem góðborg- arinn þarfnast; kráin, vínbúðin, apótekið og farsóttarheimilið. Og reyndar ein búð hugsuð fyrir túrista, Norsk brugskunst, og sel- ur prjónavörur made in Iceland. Eljumenn þýska keisaradæmisins unnu hörðum höndum að gera dýrð lands síns sem mesta. Þeir þurftu ekki aðeins að raka saman fé innan eigin landamæra, þeir máttu líka sveitast við plokkið í afríkönsku nýlendunum sínum og það með þunga byrði hvíta manns- ins á öxlunum. Það er þá innfæddu sem seint vildu skilja göfugan tilgang Þjóðverja með hersetunni, og stóðu í eilífum uppreisnum mót veldi hvíta mannsins. Það var því öruggt að ríkismenn Þýskalands þörfnuðust mjög stað- ar, þar sem þeir gætu hvílst og endurnærst. Sá staður var Fanö Nordsöbad. Félagið auglýsti upp staðinn og undirtektirnar létu ekki á sér standa. Það var slegist Póstkort frá Fanö Fanö heitir eykríli eitt í Vade- havet og kúrir rétt utan við Esbjerg. Svo skammt er á milli fastalandsins og eyjunnar að litla ferjan sem siglir á milli hvern hálftíma virðist næstum óþörf. Svo sýnist að stórstígum manni ætti ekki að verða mikið fyrir að klofa sundið í tvéimur skrefum. Vadehavet er jafn djúpt og jósku fjöllin eru há. Enda er sjórinn ekki nema Ieirur einar, þá fjarar út. Verður þá landbrú milli Fanö og fastalandsins. Leirur þessar eru all víðáttumiklar og óþrjótandi matarkista vaðfuglum, ekki síst um fartímann. Þótt stutt sé yfir frá Esbjerg, tekur það ferjuna fáeinar minútur að sigla yfir til Nordby eða Odden, aðalbæjarins á Fanö. Ferjan verð- ur að taka góðan sveig fyrir sandana og renna inn rétt kjöl- djúpan ál til að komast inn. Nordby eða Odden sem elsti hlutinn heitir, er með eindæmum fagur bær. Dánskari en nokkurt danskt sem Akureyring getur dreymt. Bærinn er líkt og hrifsað- ur upp úr H.C. Andersen ævintýr- unum, með sykursætum Walt Disney penslaförum hér og þar. Já, túristar þeir eru ríkur þátt- ur í lífi og sögu eyjaskeggja, þðkk sé baðströndunum á vesturenda Fanö. En saga túrismans er ekki mikið eldri en hundrað ára. Fyrir daga fjöldatúrismans sóttu eyja- búar fang í hafið. Réru á síldina eða eltust við hval, meðan aðrir lögðust í farmennsku. Fanö gat líka státað af þriðja mesta kaup- skipaflota í Danaríki í þá dagana, en núorðið notast þeir mest við akraborgir DSB. En hvernig breyttist samfélagið á Fanö úr fiski- og farmannastétt- um yfir í túristahórur? Sagan er löng eins og allar góðar sögur, en upphaflega fór fólk að sækja á ströndina á árunum eftir Napol- eonsstyrjaldirnar. En það var ekki í merkjanlegum mæli. Það var fyrst eftir 1890 að fjör færðist í leikinn. Þá stofnuðu nokkrir pótintátar í Hamborg með sér félagið Fanö Nordsöbad. Til- gangur félagsins var sá að reisa besta bað- og heilsustað norðvest- an Alpafjalla. Baðstaður sem höfða skyldi til þreyttra iðjuhölda og nýlenduspekúlanta. Var það í tíma að einhver hugsaði til pen- ingastéttarinnar í Kruppríkinu. um lóðirnar, menn settu ekki háa prísa fyrir sig. Rándýrar villur spruttu upp á Fanö eins og sóleyjar á vori eða gorkúlur í kúadellu. En Fanö Nordsöbad A/S réðst í byggingu stórhýsis. Glæsihótel sem tók flestum fram, og nafnið sem þeir gáfu hótelinu var ekki af verri endanum; Hotel Kongen af Dan- mark. Fyrirtækið blómstraði, alltaf fjölgaði sumarhúsunum, og Þjóð- verjar flykktust til Fanö hvert sumar. Það var gleði og kátína á ströndinni, dans og dufl og skála- ræður í veislusölum Hotel Kongen af Danmark á kvöldin. Framtíðin björt, dagarnir fríir sorgar. En þá braust út stríðið mikla og Þjóðverjar fóru í sumarfrí til Belgíu og Frakklands næstu fjög- ur árin, Fanö Nördsöbad var ekki lengur í tísku. Túristaiðnaðurinn féll saman og bar ekki sitt barr lengi vel. En upp úr 1960 tekur aftur að lifna yfir baðstaðnum á Fanö. Millistéttin var komin í nokkur efni; flestir áttu eigin bíla. Og þegar millistéttin var komin með hjól var sumarbústaður næst á í Svíþjóð eru sett ný lög og reglugerðir áttundu hverja klukkustund Lagafár og efna- hagsleg afturför ASSCKÍIATED PRESS Sænskir stjórnmálaleiötogar takast i í sjónvarpssal. Avallt er tekist i við vandamálin á sama hátt — með nýjum lagasetningum. Á síðasta áratug hafa ný lög og reglur gengið í gildi í Svíþjóð áttundu hverja klukkustund og allt þetta lagafár er farið að verða þjóðinni dýrt spaug, segir sænskur hagfræðingur, sem ný- lega gaf út dálitla samantekt eða könnun, sem hann kallar „Laga- boð fram í rauðan dauðann". Að sögn þessa sænska hag- fræðings, Björn Tarras-Wahl- bergs, var alveg það sama uppi á teningnum skömmu fyrir hrun Rómaríkis til forna og vitnar hann í því sambandi til róm- verska sagnfræðingsins Tacitus- ar, sem sagði, að „lagaboðunum fjölgaði því meir, sem nær drægi þjóðfélagslegu hruni". Þriðjungur lagagreinanna, eða ein lög á 26 stunda fresti, varðar atvinnureksturinn og segir Björn, að tíunda hvern dag allan síðasta áratug hafi lögunum beinlínis verið „stefnt gegn“ at- vinnurekstrinum og „grafið und- an honum“. „Þessi ofgnótt laga og reglugerða er ein megin- ástæðan fyrir þessum týnda tíma í sænsku efnahagslífi," sagði Björn í viðtali, sem haft var við hann fyrir skömmu. Lög um vinnuöryggismál eru afar ströng í Svíþjóið og gera það gjarna að verkum, að fyrirtæki þora ekki fyrir sitt litla líf að fitja upp á nýjum rekstri ef einhver áhætta fylgir honum. Við athugun, sem stjórnvöld gerðu á síðasta ári, kom í ljós, að árið 1977 auglýstu atvinnurek- endur 75.000 færri störf en þeir hefðu ella gert ef lögin hefðu ekki verið þeim fjötur um fót. 1975 var metuppskera í nýjum lagaboðum en þá litu 1430 boð og bönn dagsins Ijós. Af skattalög- um var yfrið nóg í þessu kraðaki, flóknum og oftar en ekki algjör- lega marklausum og haft er eftir starfsmanni skattgreiðenda- samtakanna, að það væri hvorki létt verk né löðurmannlegt að henda reiður á mýgrútnum, „enda hefur okkur aldrei komið það til hugar," sagði hann. Engar tekjur eru svo óveru- legar, að þær geti ekki vakið „skattsvikaskelfingu" embætt- ismannanna eins og lagaprófess- orinn Jacob Sundberg kallar það. Um langan aldur hafa þúsundir manna úti á lands- byggðinni í Svíþjóð tínt ber og sveppi á haustin og fengið fyrir það dálítinn aukaskilding. Þegar kerfiskarlarnir í höfuðborginni vöknuðu til vitundar um þessa iðju voru þeir ekki seinir á sér að semja ný lög, „bláberjalögin", sem skylduðu alla kaupendur slíkra afurða til að gefa um það skýrslu til skattstofunnar. Afleiðingar „bláberjalaganna" voru þær, að árin 1979 og 1980 urðu sænskar niðursuðu- og sultuverksmiðjur að kaupa ber erlendis. frá á sama tíma og þúsundir tonna rotnuðu í skóg- um landsins. Sænsku lagasmið- irnir ætla að vísu að reyna að ráða bót á mestu vitleysunni í sumar en þá má hafa 6600 krónur ísl. í tekjur af berjatínslu án þess að borga af því skatt. I skoðanakönnunum kemur fram, að þeim fer fjölgandi, sem reyna að draga undan skatti. 1979 voru þeir 4% en 7% á síðasta ári, samkv. þessum könn- unum, en flestum ber þó saman um, að þeir séu miklu fleiri enda menn ógjarnir á að gefa slíkar upplýsingar, jafnvel þótt leynt eigi að fara. I viðtali við eiganda lítils fyrirtækis, sem eðlilega vildi ekki láta nafns síns getið, sagði hann, að ef „ég hagaði mér í samræmi við lög og reglur, einkum skattalögin, færi ég á hausinn á hálfu ári. í mínum augum er það ekki einu sinni glæpur að svíkja undan skatti, lögin eru svo fáránleg. Fyrir jafn lítið fyrirtæki og mitt er það barátta upp á líf og dauða að komast undan skattakrumlum stjórnvalda." Björn Tarras-Wahlberg segir, að ástæðan fyrir „lagaæði" þing- manna sé m.a. sú, að þeir vilji sýna og sanna „kjósendum", að þeir hafi nú komið ýmsu í verk á kjörtímabilinu, sem er þrjú ár, og til að ráða bót á þessu leggur hann til að kjörtímabilið verði sex ár í stað þriggja. „Þegar ný vandamál koma upp í samfélaginu freistast þing- mennirnir ávallt til að blekkja sjálfa sig með því að velja auðveldustu leiðina — með því að setja bara ný lög og reglur. Og það þykir ekki vænlegt til vinsælda að fárast yfir kostnað- inum, sem er samfara lögunum um vinnuöryggi, jafnvel þó að reynslan sýni, að svigrúmið á vinnumarkaðnum minnkar og störfunum fækkar eftir því sem fleiri lög eru sett um atvinnu- reksturinn. - Sv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.